Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1994, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1994, Síða 5
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1994 21 Iþróttir ’ að þeir jöfnuðu á undraverðan hátt. Hér ver hann í eitt skiptið af mörgum, frá DV-mynd Brynjar Gauti tílokin /erið búið að tryggja sér sigurinn áður Skagamenn minnkuðu muninn með faUegu marki Bibercics fjórum mínút- um fyrir lok venjulegs leiktíma og héldu uppi látlausri skothríð að KR- markinu allt þar til dómarinn flautaði til leiksloka þegar hálf sjöunda mínúta var komin fram yfir venjulegan leik- tíma. Aldrei skall hurð þó eins nærri hælum við KR-markið og þegar skalli Theodórs small í þverslánni og gest- imir björguðu með tilþrifum á línu i kjölfarið. Inn vildi boltinn ekki og KR-ingar fógnuðu sigri. KR-ingar léku þennan leik af mikilli skynsemi. Liðið lá aftarlega á vellinum og beitti vel útfærðum skyndisóknum af snilld, sérstaklega í fyrri hálfleikn- um. Þeir nýttu sér veikleikann 1 vöm ÍA, þar sem Ólafur Adolfsson var fjarri góðu gamni, og sköpuðu sér næg færi til að klára leikinn fyrir hlé. Skagamenn voru ótrúlega óömggir í vörninni framan af en óx stöðugt ás- megin eftir því sem á leikinn leið. Sóknarleikurinn var þó lengstum allt- of hægfara en skerptist til muna við innákomu Bjarka. Það að Sigursteinn var bundinn í öftustu línu lamaði sóknarleikinn á vinstri vængnum, sem hefur verið helsta tromp liðsins. FH á veika von - á titlinum eftir sigur á Eyjamönnum Guðmundur Hilmarsson skriíar: FH-ingar stigu stórt skref í átt að öðru sæti Trópí-deildarinnar í knatt- spyrnu með því að bera sigurorð af Eyjamönnum, 2-1, í frekar bragð- daufum leik í Kaplakrika á laugar- daginn. Reyndar eiga FH-ingar enn tölfræðilega möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn með því að vinna báða leiki sína mjög stórt og stóla á að Skagamenn tapi báðum leikjum sínum. Það dæmi er hins vegar mjög langsótt enda hafa leik- menn Hafnaríj arðarliösins ekki ver- ið þekktir fyrir að skora mörg mörk í leikjum sínum í sumar. Einhver deyfð virtist ríkja í her- búðum beggja liða og greinilegur haustbragur var á leiknum. FH-ingar voru miklu sterkari fyrstu 25 mínút- urnar en eftir að þeir skoruðu fyrsta markið slökuðu þeir á og leikurinn jafnaðist. FH-ingar skoruðu eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspymu og það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist fátt markvert. Síðari hálfeik- urinn byrjaði fjörlega. Þorsteinn Jónsson brenndi illa af út ágætu færi á 50. mínútu og Bjamólfur Lárusson átti skot í hliðamet FH-marksins. Á 62. mínútu skoraði Andri annað mark FH eftir góðan undirbúning Harðar og héldu þá flestir að leikur- inn væri úti. Eyjamenn voru á ööru máli og 6 mínútum síðar höföu þeir náð að minnka muninn úr vita- spyrnu. Eftir þetta mark datt allur botninn úr leiknum. FH-ingar fóm sér að engu óðslega og héldu boltanum aft- arlega á vellinum og Eyjamönnum gekk illa að ná hættulegum sóknum. Undir lokin munaði minnstu að Jón Erling bætti við þriðja marki FH. Hann komst einn gegn Friðriki Frið- rikssyni sem varði skot hans, Jón náði frákastinu og vippaði yfir Frið- rik en boltinn datt ofan á þverslána. FH-hðið á að geta gert mun betur en það sýndi í þessum leik enda eru margir snjallir leikmenn í liðinu. FH-ingar léku eins og oft áður í sum- ar frekar varfærnislega og hugsuðu meira um að halda fengnum hlut í stað þess að sækja eftir að þeir höfðu komist yfir. Andri Marteinsson var bestur í jöfnu liði FH og Stefán Arn- arson var að vanda öryggið uppmál- að í markinu. Eyjamenn náðu sér aldrei á strik í þessum leik og baráttan, sem hefur verið aðalsmerki liðsins í sumar, var í lágmarki. Sóknin var bitlaus og miðjumennimir náðu sér ekki á strik. Eyjaliðið er ekki laust úr fall- hættu þó svo að mikið þurfi að gerast til að hðið fahi. Stjarnan er í slæmum málum - Eiður Smári með tvö í 1-3 sigri Vals Víðir Sgurðsson skrifar: Stjörnumenn færðust skrefi nær 2. deildinni á laugardaginn þegar þeir töpuðu, 1-3, fyrir Valsmönnum í Garðabæ'og náðu ekki að nýta sér hagstæð úrsht í leik Þórs og Breiða- bliks. Valsmenn réðu ferðinni allan tímann og unnu verðskuldaðan sigur án þess að þurfa til þess neinn stór- leik. Valsmenn náðu strax undirtökun- um með marki Steinars Adolfssonar og hefðu hæglega getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik á meðan bit- htið Stjörnuhöið skapaði sér engin afgerandi færi. Garðbæingar voru með sínu mesta lífsmarki framan af seinni hálfleik og þá komst Leifur Geir Hafsteinsson einn gegn Lárusi Sigurössyni, markverði Vals, sem bjargaði glæsilega með úthlaupi. En eftir tvö mörk Eiðs Smára á þremur mínútum, 0-3, voru úrshtin ráðin. Sævari Péturssyni úr Val var vísað af velli og Rögnvaldur Rögn- valdsson náði að koma Stjörnunni á blað. „Ég hélt að sigurinn í Eyjum á dög- unum yrði sú vítamínssprauta sem við þurftum, en það klikkaði greini- lega ýmislegt í kringum þennan leik, og þá er við mig að sakast, alveg eins og leikmennina. í hálfleik reyndi ég að nota það að staðan á Akureyri væri okkur hagstæð og við fengum tækifæri til að komast inn í leikinn. Svo komu hroðaleg vamarmistök í marki númer tvö og þá var draumur- inn búinn,“ sagði Sigurlás Þorleifs- son, þjálfari Stjömunnar, við DV. Stjarnan saknaði sárlega Ragnars Gíslasonar og Gorans Micic, sem vora í banni. Sjálfstraust leikmanna hðsins er greinilega í lágmarki eftir slakt gengi í sumar og það býr miklu meira í því, eins og það sýndi framan af mótinu. Það var hins vegar miklu meiri heildarsvipur yfir Valshöinu sem vann sinn fimmta sigur í sex leikjum og er áfram í slagnum um ' verðlaunasæti. B.„ll nl|!r Raunettir þrjár mínútur Sævar Pétursson, varamaður hjá Val, gerði stuttan stans i leiknum viö Stjörnuna í 1. deild- inni í knattspyrnu á laugardag- inn, Hann kom inn á sem vara- maöur fyrir Guöna Bergsson á 74. mínútu og þremur mínútum síðar var hami búinn að fá gula spjaldið tvisvar og var þar með rekinn af leikvelli! Guðni Bergsson, fyrirhði Vals, fékk sitt fjóröa guia spjaid í sum- ar í leiknum við Stjörnuna og verður þvi væntanlega í banni gegn Breiðabliki i 17. umferð, eins og Sævar. Guöni fór af velli á laugardaginn vegna eymslaí læri og baki og fær því tvær yikur til að jafna sig. I Jón Þór Andrésson kom inn á sem varamaöur bjá Val og lék sinn fyrsta 1. deildar leik í fimm ár, en þá þurfti hann aö hætta að leika knattspyrnu vegna meiðsla. Höröur Magnússon, FH-ingur, skoraði sitt 70. mark í 1. deild í leiknum við ÍBV. Hann er aðeins 10. leikmaðurinn frá upphafi sem nær þeim áfanga í deildinni. JónLíbann? Jón ErhngRagnarsson, sóknar- maðurinn knái úr FH, nældi sér í sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn ÍBV og tekur væntanlega út leikbann þegar FH tekur á móti Stjörnunni um næstu helgi. Summilékekki Sumarliði Árnason, marka- hæsti leikmaður ÍBV, var meidd- ur á hné og gat ekki leikið gegn FH. Kristóferveikur Kristófer Sigurgeirsson, lands- liðsmaður úr Breiðabliki, missti af leiknum viö Þór vegna veik- inda. ' Boltiniisprakk Átökin voru svo mikil þegar KR-ingurinn Daöi Dervic „tækl- aði" Skagamanmnn Zoran Miijkovic hressilega í leiknum á Akranesi að boltinn sprakk! Spjöldin tíu í leik ÍAogKR þýða væntanlega að nokkrir leikmeim veröa í banni í 17. umferð. Stur- laugur Haraldsson og Siguröur Jónsson hjá ÍA og Daði Dervic og Heimir Guðjónsson hjá KR voru á hættusvæöinu. iauða“ Dtnslagnum gegn Þór anna má skrifa á afspyrnuslaka völdun Þórsvamarinnar. Það er undrunarefni að Þórsliðið virð- ist koma hálf„stemninglaust“ í leik sem þennan og ekki er til að bæta það að í hðinu era leikmenn sem era nánast „far- þegar“. Fer þar langfremstur Júgóslav- inn Vitorovic sem ekkert getur og Þórs- arar hefðu betur sent heim fyrir löngu. Forsvarsmenn Þórs hafa þó ekki lagt árar í bát. „Nú þurfum við að vinna þá tvo leiki sem era eftir, við gefumst ekki upp og heilladísirnar hljóta að fara að ganga í hð með okkur. Við áttum að vinna þennan leik en fórum illa meö færin og erum t.d. búnir að klúðra víta- spymum í tveimur leikjum í röö,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður knatt- spymudeildar Þórs, vonsvikinn í leiks- lok. Fram-Keflavík (1-0) 1-2 1-0 Ríkharður Daöason (26.). Fékk laglega sendingu inn fyrir vöm ÍBK frá Kristni Hafliðasyni og eftirleikurinn var auöveldur fyrir Ríkharð. 1-1 Óh Þór Magnússon (71.). Mjög vel útfærð sókn Keflvíkinga splundraði vöm Framara sem ÓU Þór kláraði með marki af stuttu færi. 1-2 Óli Þór Magnússon (73.). Birkir hélt ekki skoti frá Ragnari Steinars- syni en ÓU Þór var á réttum stað og kom boltanum yfir markUnuna. Lið Fram: Birkir Kristinsson - Valur Gíslason (Ásbjöm Jónsson 80.), Ágúst Ólafsson, Pétur Marteinsson, Helgi Björgvinsson - Hólmsteinn Jónas- son, Steinar Guðgeirsson, Gauti Laxdal, Kristinn Hafliðason - Helgi Sigurös- son (Guðmundur Steinsson 80.), Ríkharður Daðason. Lið ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Karl Finnbogason, Jóhann B. Magnússon (Guðjón Jóhannsson 46.), Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason - Róbert Sigurðsson (Georg Birgisson 77.), Gunnar Oddsson, Ragnar Steinarsson, Kjartan Einarsson, Marco Tanasic - Óli Þór Magnússon. Fram: 8 markskot, 7 hom. ÍBK: 10 markskot, 7 hom. Gul spjöld: Óli Þór (ÍBK). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, góður. Áhorfendur: 417. Skilyrði: Gott veður og góður völlur. Birkir Kristinsson (Fram). ’ v, Kristinn (Fram), Gauti (Fram), ÓU Þór (ÍBK), Kristinn (ÍBK), Gestur (ÍBK), Ragnar (IBK). Maður ieiksins: Birkir Kristinsson (Fram). Bjargaði enn eina fcrðina í sumar félagi sinu frá enn stærru tapi. v Sanngjarnt hjá IBK - fóru á kostum í seinni háifleik gegn Fram Jón Kristján Sigurðsson skri&r Keflvíkingar eygja ennþá von um aö hreppa sæti í Evrópukeppninni á næsta ári eftir sigur gegn Fram, 1-2, á Laugardalsvellinum á fóstudags- kvöldið var. Sigurvilji Keflvikinga var mun meiri en Framara en í síð- ari hálfleik tók Sðumesjahðið öh völdin á vellinum og vann sann- gjaman sigur. Framarar voru öllu ákveðnari framan af fyrri hálfleik og áttu þá alla möguleika að skora fleiri mörk en Keflvíkingar björguðu í tvígang á marklínu. Keflvíkingar komu síðan æ meira inn í leikinn og í eitt skipti varði Birkir í marki Fram á glæsileg- am hátt skot frá Óla Þór Magnússyni. Leikur Framara fór gjörsamlega úr böndunum í síðari hálfleik og stóð ekki steinn yfir steini í leik hðsins. Misheppnaðar sendingar æ ofan í æ, baráttuleysi algjört og þegar þannig háttar þarf ekki að spyrja að leikslokum. Keflvíkingar gengu á lagið og léku eins og þeim sýndist. Keflvíkingar léku á stundum stór- góða knattspyrnu og hefðu getað skorað fleiri mörk. Framarar geta þakkað Birki Kristinssyni að sleppa frá leiknum með ekki stærri ósigur. Birkir varði á köflum á meistaraleg- an hátt. Kristinn Guðbrandsson lék einn sinn besta leik með Keflavík í sumar og eins komust þeir vel frá leiknum Óh Þór Magnússon og Gestur Gylfa- son. F.ins og oft áður í sumar bar Birkir Framhðið uppi. Ef hans hefði ekki notið við í sumar væri staöa Framara eflaust mun verri. Gauti Laxdal og Kristinn Hafliðason komust þokka- lega frá leiknum. Mikil deyfð hvflir yfir Framhðinu, hvað sem veldur, og nokkrir leikmanna hðsins ná sér ekki á strik leik eftir leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.