Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 Utlönd Stuttar fréttir dv Þrjár íslenskar stúlkur áttu að vera með í síðustu ferð ferjunnar Eistlands: Éinstök tilviljun að við fórum ekki með - segir Erla Bryndís Kristjánsdóttir, sem átti pantað far með ferjunni „Það er óhugnanlegt að hugsa til ■þess nú að við áttum að vera með í þessari ferið frá Tallinn. Einstök til- viljun réð því að við flýttumför okk- ar um eina viku,“ segir Erla Bryndís Kristjánsdóttir, námsmaður í Nor- egi, sem átti pantað far ásamt 20 öðr- um félögum sínum í ferð ferjunnar Eistlands. Það reyndist síðasta ferð ferjunnar. „Við urðum að breyta fyrri ferðaá- ætlun vegna fyrirlesturs hér við skólann. Annars heföum við verið með,“ segir Erla. Hún er í námi í landslagsarkitektúr við Landbúnað- arháskólann í Ási ásamt Áslaugu Aðalsteinsdóttur og Sigurbjörgu Áskelsdóttur. Farið var í námsferð til Eystrasaltsríkjanna nú í síðari hluta september. Ferjan Eistland var tekin frá Stokkhólmi til Tallinn og til baka. „Það er skrýtið til þess vita að fólk- ið sem þjónaði okkur um borð hefur flest farist,“ segir Erla. „Við höfum líka verið að tala um hvaða mögu- leika við heföum átt til að bjargast. Þeir eru sannarlega ekki mikhr því við vorum í klefum undir bílaþilfar- inu og erfitt að komast út. Viðvörun- arkerfi fór tvisvar í gang nóttina sem við vorum meö en við vissum aldrei af hverju. Það er varla hægt að hugsa þessa hugsun til enda. Ég þakka bara fyrir að vera á lífi.“ Erla sagði að aðbúnaður um borð ■ í ferjunni hefði verið góður og hún ekki að sjá í verra ásigkomulagi en almennt er um feijur. Farþegar voru flestir í hópum, gamalt fólk í orlofs- ferðum og einnig starfshópar sem hafi nýtt sér hagstæðan ferðamáta til að sjá Eystrasaltsríkin. Þrjár islenskar stúlkur áttu pantað far með ferjunni Eistlandi nóttina sem skipið fórst. Þ.ær urðu hins vegar að breyta ferðaáætluninni. Björgunarmenn eru enn að störfum á slysstaðnum á Eystrasalti þrátt fyrir að öll von sé nu úti um að fleiri finnist á lífi. Vitað er aö 136 mönnum var bjargað. Simamynd Reuter Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhiíð 6, Reykjavik, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Bergstaðastræti 46, þingl. eig. Kristín Ásmundsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Landsbanki ís- lands, Austurbær, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Steinar hf„ Is- landsbanki hf. og Ólafur Helgi Úlfars- son, 3. október 1994 kl. 10.00. Urðarbakki 34, þingl. eig. Páll Bjöms- son, gerðarbeiðandi ríkissjóður, 3. október 1994 kl. 10.00. Vesturfold 17, þingl. eig. Guðrún P. Bjömsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsj. ríkisins, húsbréfadeild, Lands- banki íslands, Landsbanki íslands, Vesturbæ, S. Guðjónsson hf. og Spari- sjóður Kópavogs, 3. október 1994 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Barðavogur 38,1. hæð, þingl. eig. Sig- urdór Haraldsson og Þóra Þorgeirs- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður rfldsins, húsbréfadeild, Búnað- arbanki íslands, Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis og íslandsbanki hf., 3. október 1994 kl. 15.00. Baughús 22, neðri hæð, þingl. eig. Sigríður Bergmann Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Steypustöðin hf. og Val- garð Briem, 3. október 1994 kl. 13.30. Bámgata 29, kjallari, þmgl. eig. Sig- urður Grímsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissj. starfsmannaríkisins, þb. Sveins Egils- sonar hf. og íslandsbanki hf„ 3. októb- er 1994 kl. 16.00.________________ Bústaðavegur 153, þingl. eig. Ingvi Týr Tómasson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 3. október 1994 kl. 14.00.________________________ Faxafen 14, austurhluti kjallara, 12,5% heildareignar, þingl. eig. Iðn- garðar hf„ gerðarbeiðeridur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna og Sameinaði lífeyr- issjóðurinn, 3. október 1994 kl. 14.30. Fiskislóð 96B, hluti, þingl. eig. Helga- nes hf„ gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík, Sjóklæðagerðin hf„ Slippstöðin-Oddi hf. og Sorpa, 3. okf> óber 1994 kl. 16.30.______________ Sumarbústaðurinn Ós í landi Eyja 1, Kjós, auk eignarlands, þingl. eig. Ásta Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Pólar hf„ 3. október 1994 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK Þjóðarsorg í Svíþjóð vegna ferjuslyssins: Messur í öllum kirkjum og f ólk er sem lamað Eyjólfar Harðarson, DV, Svíþjóö: Hér í Svíþjóð voru messur í öllum kirkjum í gærkvöldi og verður svo einnig í dag. Fólk situr sem lamað yfir fréttunum af ferjuslysinu enda hið skelfilegasta í sögu þjóðarinnar. Andrúmsloftið er nánast ólýsanlegt svo sem von er þegar á sjötta hundr- að landsmenn farast á svipstundu. Erfiðast er ástandið hjá ættingjum þeirra sem voru um borð. Óvissan : er mikil og fréttir af hveijir hafa bjargast og hveijir farist eru óljósar. Stöðugt er verið að breyta tölum um þá sem lifðu af. Nú síðast í morgun var upplýst að 139 hefðu bjargast. Enn eru að koma til hafnar skip sem voru á slysstaðnum í gær og nótt og björguðu fólki, sem ekki er vitað fyrr en nú að hafi komist af. Margir bíða því enn milh vonar og í ótta um að ástvinir þeirra birtist heilir á húfi. Nú er eínnig upplýst að 964 menn hafi verið í ferjunni. í fyrstu var tal- iö að þeir heföu verið 867, þar af 188 í áhöfn. Samt verður sennilega aldrei upplýst hve margir voru í lokaferð feijunnar. Grunur leikur á að mafían í Eystrasaltslöndunum hafi notað i skipið til að smygla fólki yfir til Sví- þjóðar. Þeir „farþegar" voru að sjálf- sögðu hvergi skráöir. Þaö eykur enn á óhuginn í fólki að í mörgum tilvikum voru hópar fólks á ferð með ferjunni. Þannig voru þar 76 menn úr lögreglunni í Stokk- Fólk hefur beðið hnípið um alla Sví- þjóð eftir fréttum af slysinu. Simamynd Reuter hólmi. Aðeins er vitað til að einn þeirra hafi bjargast. Sá hefur lýst reynslu sinni í sjónvarpi og sagði þar m.a. að hann heföi tvisvar kastast út úr björgunarbáti sínum áður en honum var bjargaö. Enn eru skip að leita á slysstaðnum þótt engin von sé um að finna nokk- urn á lífi. Núna í morgun hafa verið beinar útsendingar frá slysstaðnum með myndun af björgunarbátum með fjölda líka um borð. Þetta eru óhugnanlegar myndir. Þá eru og margir kallaðir til að geta sér til um orsakir slyssins. Flest- ir hallast að því að sjór hafi farið inn um innkeyrsludyr á bílaþilfarinu. Þannig hefur einn skipverja upplýst að hnédjúpt vatn hafi verið á þilfar- inu skömmu áður en skipið sökk. Hressir með Bosníu Evrópuríki og Rússland fagna ákvörðun Bosníustjórnar að þrýsta ekki á afnám vopnasölu- banns. Ámótisiökun Tudjman Króatíuforseti er á mótin slökun viðskiptaþvingana á Serbíu nema stuðningi við Serba í Króatíu verði hætt. Fækka kjarnavopnum Jeltsín Rúss- landsforseti og Clinton Banda- ríkjaforseti eru sammála um aö fækka í kjarn- orkuvopnabúr- um sínum en létu skoðana- ágreining sinn ekki spilla fvrir. f Hafnaaðstoð Indversk stjórnvöld hafa hafn- að aðstoð Bandaríkjanna við að liafa hemil á plágunni. Fleiri í sóttkví Sífellt fieiri fóraarlömb plág- unnai' á Indlandi hafa verið sett í sóttkví. Flugi afiýst Persallóaríkin sex hafa lagt nið- ur allar flugsamgöngur við Ind- land vegna pláguimar. Ekkert gekk í þinginu Þingmenn á Haítí náðu ekki samkomulagi í umræðum um sakaruppgjöf fyrir herstjórana. Fátækiríanda Vaclav Havel Tékklandsfor- seti segir að þrátt fyrir stöð-. ugan efnahag og h'tið at- vinnuleysi þjá* ist landið enn af pólitískri fátækt í anda sem taki tima aö losna víð. Enginn er friðurinn Bandaríkin og Japan náðu ekki samkomulagi um frið í viðskipta- stríði sínu og vofa refsiaðgerðir yfir Japönum. . Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, sagði hjá SÞ að vopnahlé IRA væri mikilvægt skref. Vantarstuðning Rabin, forsætisráðherra ísra- els, segir friðarviðræður við Sýr- iand í hættu nema þingið styðji stefnu hans um Gólanhæðir. Engufrestað Dómarinn í máli ruðningskapp- ans O.J. Simpsons ætlar ekki að fresta vali á kviðdómendum eins og saksóknarar höföu farið fram á þar sem slíkt mundi verða til óþæginda. Myrtur í Mexikó Francisco Ru- iz Massieu, að- alritari stjórn- arflokksins í Mexikó, var skotinn til bana utan við hótel í Mexíkóborg i; gærkvöldi og er tahð að eiturlyfjabarónar hafi staðið fyrir moröinu, Kafbátarmeðdóp Eiturkóngar í Kólumbíu nota pínukafbáta til að koma kókaíni úr landi. CIAskammar Eilefu CIA-menn veröa skamm- aðir fyrir klúður í máh njósnar- ansAmeS. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.