Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Side 9
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 9 Útlönd Hörð gagnrýni á eigendur Eistlands vegna öryggis um borð: Skipið var gert út af maf íunni - athugasemdir gerðar við lokur á hurðum daginn fyrir slysið Þótt feijan Eistland væri í eigu eist- nesku ríkisstjómarinnar hafði mafía landsins náð tökum á rekstri hennar og sá um útgerðina. í sumar birtust fréttir í blöðum á Norðurlöndum um að ekki væri alls öryggis gætt í ferð- um með ferjunni enda hugsaði maf- ían fyrst um gróðann og síðan um öryggi farþeganna. Nú er ljóst að þessi gagnrýni átti rétt á sér því daginn fyrir feigðarför- ina voru m.a. gerðar athugasemdir við þéttingar á hurðum fyrir bílaþil- farinu og að ekki voru tiltækar trygg- ar festingar fyrir bíla um borð. Orsök slyssins, sem kostaði um 840 manns lífið, er nú m.a. rakin til þessara þátta. Rannsóknarmenn eru þó sammáia um að enn vanti nokkuð upp á að orsök slyssins hafi verið að fuilu skýrð. Frágangurinn á hurðunum var ekki nógu góður en samt fuilyrða Svíar að hann hafi alls ekki verið óviðunandi og engin ástæða til að stöðva skipið þess vegna. Ætlunin er að kafa niður að flakinu við fyrsta tækifæri og leita enn frek- ar að skýringum. Þar á meðal á að sækja svokaliaðan „svartan kassa“ sem ef til vill hefur að geyma upplýs- ingar um orsök slyssins. Þá er ekki tahð útilokað að byrð- ingur ferjunnar hafi gefið sig af ein- hveijum ókunnum ástæðum. Sænskir rannsóknarmenn segja aö svo virðist sem mikill sjór hafi kom- ist í skipið á skömmum tíma. Þeir vildu ekífi leiða getum að hvað hafi gerst. Enn mun því líða nokkur tími áður en öll kurl koma til grafar. í Danmörku hefur feijuútgerð rík- isins séð ástæðu til að fara yfir örygg- ismál um borð í sínum skipum. Þar var niðurstaðan sú að dönsku feij- urnar„gætu ekki sokkið með sama hætti og sú eistneska". Þykir sú yfirlýsing kaldhæðnisleg þvi útgerðarmaður eistnesku feij- unnar sagði það sama eftir að hún var sokkin. Margir farþegar af Eistlandi voru illa haldnir þegar þeim var bjargaö á land. Sjávarhiti var um 10 gráður en það er nóg til að fólk króknar á skömm- um tíma. Hér er verið að styðja farþega út úr björgunarþyrlu. Simamynd Reuter Flugvöllurinn 1 Sandefjord: Vopnaðir ræningj- ar með fjóra gísla - kreflast 700 miHjóna króna í lausnargjald Tveir vópnaðir menn héldu fjórum manneskjum í gislingu á Torp-flug- velli við Sandefjord í Noregi i morg- un og kröfðust tæpra sjö hundruð milljóna íslenskra króna í lausnar- gjald, auk þess sem þeir vildu fá flug- vél til að komast til Bandaríkjanna. Mennirnir tóku fjórða gíslinn, lög- regluþjón, um klukkan hálfsex í morgun en fyrir höfðu þeir í haldi lögreglukonu og fullorðin hjón. „Málið er komið í hnút,“ sagði Ivar Schröen lögreglustjóri í nótt. „Við höldum samningaviðræðunum áfram og gerum alit til þess að bjarga lífi gíslanna." Mannræningjamir rændu Östre Halsen pósthúsið í Tjölhng nærri Larvik snemma í gærmorgun og höfðu á brott með sér nærri fimmtán mihjónir íslenskar. Það er mesta póstrán í sögu Noregs til þessa. Ræn- ingjarnir komu mjög ruddalega fram við starfsfólk pósthússins, ógnuðu því með byssu og hnífi og bundu það loks áður en þeir stungu af með ráns- fenginn. Ræningjarnir tóku lögreglukonuna og hjónin í gíslingu seint í gærkvöldi og héldu til í húsi skammt frá Larvik í nótt. Húsið yfirgáfu þeir um fjögur- leytið í nótt og héldu út á flugvölhnn við Sandefjord. Heimildir herma að hleypt hafi verið af tveimur skotum á flugvellin- um en ekki er vitað hver skaut að hverjum. Nokkrum skotum var einnig hleypt af í íbúðarhúsinu en engin meiðsl hlutust af. Tvisvar sinnum var skotið aö lögreglunni og þremur skotum var hleypt af inni í íbúðinni. Ræningjarnir kröfðust fyrst um tvö hundruð mihjóna íslenskra króna og flugvélar með fulla bensíngeyma en síðpr heimtuðu þeir að fá sem svarar um 350 mihjónum króna. Loks breyttu þeir kröfu sinni í sjö bundruð mihjónir. Þeir vhja einnig fá tvo flug- menn og lækni með sér í flugvélinni. Lögreglan í Larvik hefur beðið um aðstoð og fóru menn úr víkingasveit- inni í Ósló þangað um miðnættið. NTB Mannskæðustu ferjuslysin Ferjuslysið á Eystrasalti í fyrri- nótt, þegar rúmlega átta hundruð manns fórust með eistnesku feij- unni Eistlandi, er eitt hið mann- skæðasta í heiminum á friðartím- um. Hér á eftir fer listi yfir mannskæð fyrri slys; 20. desember 1987: Ferjan Dona Paz sökk eftir árekstur við tank- skip við Fihppseyjar og fórust ahs 4386 manns. 22. apríl 1980: Eyjaferjan Don Juan sökk á Fihppseyjum eftir árekstur við pramma og fórust að minnsta kosti þúsund manns. 25. maí 1986: Sex hundruð að minnsta kosti fórust þegar feiju hvolfdi í Bangladess. 15. desember 1991: Rúmlega 470 týndu lífi þegar feijan Salem Ex- press steytti á skeri undan Rauðahafsströnd Egyptalands. 27. janúar 1981: Eldur braust út I indónesískri bílaferju. Opinber fjöldi látinna var 431 en margir farþegar voru óskráðir og þvi óvíst um raunverulegt manntjón. 31. ágúst 1986: Sovéskt farþega- skip lenti í árekstri viö flutninga- skip í Svartahafi og fórust 425 manns. 15. desember 1970: Suöur-kóresk feija fór á hliðina og sökk og fór- ust323raenn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.