Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 Spumingin Breytirðu mataræði þínu á veturna? Kristín Þórðardóttir: Já, ég borða meira kjöt á veturna. Gestur Arnarson með Árnýju Sif Gestsdóttur: Nei, þetta er alltaf jafn fjölbreytt. Ingimar Þór Bogason: Nei. Hallgrímur Guðmundsson: Nei. Hilmar Hauksson: Já, því þá þarf ég að elda ofan í mig sjálfur en ég vinn á hóteli á sumrin. Jón Þór Ólason: Já, þá fer ég í rusl- fæði því ég er í mat hjá Hilmari á sumrin þar sem ég vinniíka á hóteli. Lesendur Fjarar undan íslensk- um Evrópuáhuga Erum við ekki þegar orðin amerískari í störfum og háttum en margir vilja vera láta? Hallgrímur skrifar: Atburðir síðustu daga þar sem við höfum átt í talsverðu taugastríði við Norðmenn vegna veiðanna á Sval- barðasvæðinu hafa leitt til þess að enn breikkar bilið milli okkar íslend- inga og annarra Evrópuþjóða. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa einnig ijarlægst okkur smám saman og með samþykki þeirra allra á næstu vikum um inngöngu í Evrópusambandið verður skorið endanlega á þá sam- vinnu sem við þó höfum átt við þess- ar nágrannaþjóðir okkar. Ef einhver heldur að áframhaldandi þjark og jafnvel málaferli við Alþjóðadóm- stólinn í Haag um lyktir deilu okkar við Norðmenn muni leiða til sigurs og sátta um fiskveiðiréttindi í norð- urhöfum þá er það sannkölluð sjálf§- blekking. En það er ekki bara deilan við Norðmenn sem er illvig og óvinn- andi. Það eru önnur atriði sem munu fæla okkur frá nánari Evróputengsl- um. Stríðshætta fer nú vaxandi í ýmsum ríkjum í austanverðri álf- unni. Rússland mun kreíjast auk- inna áhrifa um Evrópumálin og Bandaríkin ætla ekki að íjarlægja öflugan vopnabúnað, þ.m.t. kjam- orkuflaugar, frá Evrópu í náinni framtíð. Allt þetta stuðlar að svo til óbreyttu ástandi íslands sem varnar- stöðvar fyrir Ameríku. Það er því deginum ljósara að ís- lendingar leita enn fastar eftir frek- ari samningum við Bandaríkin á fleiri sviðum en í varnarmálum og flugsamgöngum (les: Keflavíkurflug- völlur og viðhald hans). íslendingar munu líka í ríkari mæli líta til Amer- íku með meiri skyldleika, bæði á menningarsviðinu og hinum vana- bindandi þáttum í daglegu striti, starfi og afþreyingu. - Það fjarar undan íslenskum Evrópuáhuga fljót- ar en menn grunar. Ógedfelldar árásir á Guðmund Árna Kristinn Sigurðsson skrifar: Mér blöskra hinar ógeðfelldu árás- ir á Guðmund Árna Stefánsson vegna embættisverka hans á sama tíma sem t.d. dómarar dæma hvern hneykslunardóminn á fætur öðrum og hinir sjálfskipuðu siðapostular hafa ekkert við það að athuga. Það hlýtur að vera eitthvað á bak við þessar ógeðfelldu árásir á ráð- herrann, Guömund Árna. Hræsnar- arnir halda fundi og finna ráðherr- anum allt til foráttu. Pennaglaðir vitringar finna það út að Guðmundur Árni sé voðalegur maður og embætt- isverk hans kalli á afsögn hans. Á sama tíma sameinast sjálfstæöis- menn og kommar um að sverta allt það góða sem Alþýðuflokkurinn hef- ur gert í Hafnarfirði. Allir sem vilja vita sjá að í Hafnarfirði er blómlegur bær og gott atvinnuástand þótt skuldir séu miklar. Mér finnst sam- hengi í þessum árásum á Guðmund Árna og útspil sjálfstæðismanna og kommanna í Firðinum. En þeir sem sá eitri eiga eftir að kokgleypa sína eigin spýju. Og verði þeim að góðu! Til samanburðar vÚ ég nefna að þessir sjálfskipuðu siöapostular, sem fordæma Guðmund Árna, hafa aldrei fundið að því þótt dómarar lýðveldis- ins dæmi hvern hneykslunardóminn eftir annan: Nauðgari dæmdur í 15 mánuði, glæpamaðurinn verður lát- inn laus eftir 6-8 mánuði hagi hann sér sæmilega - og minnast má dóms- ins yfir uppdópuðum ökumanni er ók á stúlku sem var að læra á bíl. Dómurinn yfir þeim manni var rétt- arhneyksli. - Svona gatslitin eru lög- in og svo ömurlegt er dómskerfið. Öll slík embættisverk dómara eru að sjálfsögðu hneykslanleg. En hvar eru þá sjálfskipaðir siðapostuiar? Sjá þeir ekkert við þessa glæpi gagnvart almenningi? Sjá þeir aöeins Guð- mund Áma sem fórnarlamb? Mikil er skömm ykkar! Kattalög og kattahald Sigurður G. Haraldsson skrifar: Nýverið hafa málefni katta og eig- enda þeirra veriö til umræðu, þ. á m. í DV. Ég vil sérstaklega vekja at- hygli á því ákvæði kattalaganna að • eigendur katta í einbýlishúsum virð- ast hærra settir en eigendur katta í fjölbýlishúsum. - Háttvirtur þing- maður Framsóknarflokks, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur haft sig nokkuð í frammi með sjónarmið sín í málinu og er vert að fagna því. Hún segir í DV 23. þ.m. að ofnæmis- áhrif katta séu skæð og berist oft langar leiðir. Ekki skal það dregið í efa. En kettir í einbýlishúsum eru þeirrar náttúru líkt og kettir í fjölbýl- ishúsum að þurfa að viðra sig úti við. Ég vil því beina því til þing- mannsins hvort hún telji að t.d. börn geti ekki jafnt smitast af ofnæmis- áhrifum katta úr einbýlishúsum eins og úr fjölbýlishúsum. Varla dregur þingmaðurinn í efa að ofnæmisáhrifin berast jafnt frá öllum köttum úti við, ef því er að skipta, og jafnt hvort sem eigendur katta teljast til þeirra hærra Settu í þjóðfélaginu eða ekki. Þarna er kom- ið að kjarna málsins. - Fólki finnst nefnilega oft að höfðingjarnir telji sig eiga einhvern rétt umfram hina og vilja hafa allt sitt á þurru. Og auðvit- að eru einhverjir kattaeigendur í hópi þingmanna í einbýlishúsum - og þá líka á Skaganum, líkt og ann- ars staðar. Þá vaknar spurningin hvort lög séu afturvirk sé það ekki tekið fram sér: staklega í þessum lögum. Einnig má benda á það sjónarmið hvort eðlilegt sé að meirihluti lúti vilja minnihlut- ans. Á vinnustað þingmannsins er reglan sú að meirihluti ráði. Eg dreg ekki í efa að ofnæmisáhrif geti orsakað veikindi, hvort sem þau stafa frá köttum eða öðrum orsökúm. En hvert stefnir ef banna á allt sem einhver hefur óþægindi af? Kattaeig- endur eiga, ekki síður en reykinga- fólk, sinn rétt. Forræðishyggjan í þjóðfélaginu er komin út í öfgar. Verður svo allt bannað að lokum? Þingmannakettir eða almenningskettir? - Ofnæmisáhrifin kannski þau sömu! DV Vinnubrögðfjöl- miðlamanna óf ag- N Bjarni Sigurðsson hringdi: Ég vil ekki bera í bætifláka fyr- ir Guðmund Árna félagsmálaráð- herra. Hins vegar blöskraði mér atgangurinn gegn honum á blaðamannafúndi sem sýnt var frá í sjónvarpsfréttum sl. mánu- dag. Þetta voru ekki fagleg vinnu- brögö (jölmiðlamanna og raunar líktist fundurinn skrílssamkomu þar sem látið var vaða á súðum og agaleysið var i hámarki. Jóhannes í Bónusi fyrirfólkið Öra Ragnarsson hringdi: Ég sé ekki betur en kaupmaður- inn Jóhannes i Bónusi sé búinn að gera meira fyrir fólkið heldur en nokkur stjórnmálamanna okkar. Hann hefur með framtaki um lágt vöruverð sýnt að hann er sá sem vinnur fyrir fólkið með áþreifanlegum árangri og hefur því í raun bjargað mörgum lág- launafiölskyldum. Þjóðleikhúsið bauðekkitilveisl- unnar Forráðamenn Þjóðleikhússins skrifa: Að gefnu tilefni vilja forráða- menn Þjóðleikhússins taka fram að Þjóðleikhúsið bauð ekki til veislu vegna afmælis „rithöfúnd- ar eins“ á dögunum eins og hald ið er fram i lesendabréfi í DV sl. fostudag. - Afmælisbarnið bauö sjálft til veislunnar og bauð upp á öll veisluföng. Nokkrir vinir og samstarfsmenn hans höfðu tekið saman dagskrá í tilefni dagsins og var öll vinna unnin í sjálfboða- vinnu til heiðurs afmælisbarninu sem reyndar var ekki bara „rit- höfundur einn" heldur Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleik- hússtjóri, semstýrði Þjóðleikhús- inu á annan áratug. Ifann hafði ffábeðiö sér gjafir en safnað var framlögum til byggingar tónlist- arhúss. IngiBjörntil Jó- hönnu? Ágúst Sigurðsson skrifar: Þar sem mér er mikið í mun að Jóhanna Sigurðardóttir fái til liðs við sig mæta menn og atkvæða- marga þegar hún fer fram til þings vil ég leggja til að hún leiti til fólks af sem víðustum vett- vangi. - Ég hef t.d. þá tillögu fram að færa að hún nái samkomulagi viö Inga Björn Albertsson sem ég trúi vart að fari fram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að þessu sinni. Hann á þó fylgi að fagna í röðum vissra hagsmunahópa og mætti vel við una að vera á lista Jó- hönnu, td. í 2. sæti listans hér i Reykjavík. Fjölmidlar skulda Guðmundi Garðar skrifar: Mikið eru nú fiölmiðlamenn heppnir að hafa fundið einhveija handvömm lýá Guðmundi Árna Stefánssyni félagsmálaráðherra. Raunar skulda fiölmiðlar Guö- mundi miklar þakkir fyrir uppi- standið. Guðmundur hefur þó skarað fram úr meöalmanninum og leyst ótal verkefni frábærlega vel og mun Hafharfiarðarbær t.d. njóta þess um ókomna framtið. - Enginn er fullkominn og þótt eitt- hvað megi fmna gegn Guömundi Áma er það léttvægt á móti hinu góða sem af störfum hans hefur leitt. Ég er ekki flokksbundinn neinum samtökum og fitmst að mörgum af okkar forysturaönn- um hafi mistekist í sínum verk- um. En hvar værum við stödd réði ekki áræðnin ferðinni eins og hjá félagsmálaráðherra?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.