Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 11 Fréttir FIA óttast kjaraskerðingu hjá Flugleiðum: Flugvélakostur er ástæða taps á innanlandsf luginu - segir Tryggvi Baldursson, formaður FÍA Félag íslenskra atvinnuilug- manna, FÍA, hélt fjölmennan félags- fund sl. mánudagskvöld. Á fundinum kom fram ótti flugmanna við þau áform Flugleiða að skerða kjör þeirra með stofnun sérstaks fyrirtækis um innanlandsflugið. Eins og DV hefur skýrt frá þurfa Flugleiðir að byrja á því að breyta kjarasamningum starfsmanna vegna nýja félagsins. Ætlun Flugleiðamanna er að lækka áhafnarkostnaðinn og minnka þann- ig tapið af innanlandsfluginu. Tryggvi sagði það ósanngjarnt að halda því fram að hár launakostnað- ur vegna flugmanna væri helsta or- sök taprekstrar, áhafnarkostnaður væri lægri á íslandi en hjá flugfélög- um nágrannalandanna vegna jafn- launasamnings sem gerður var á niunda áratugnum. Tryggvi telur að halli innanlands- flugsins stafi fyrst og fremst af flug- vélakostinum. „Aðstæður hafa breyst frá því nýju Fokker-vélarnar voru teknar á kaup- leigu. Markaðsvirði þessara flugvéla er töluvert lægra heldur en Flugleið- ir eru að borga fyrir þær í dag,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að Flugleiðir væru að greiða 3,4 milljónum króna meira á mánuði fyrir Fokker 50 vélarnar heldur en markaðsverð í dag á sömu vélum, sem reyndar væru 5-6 ára en gerðu sama gagn. Miðað við vélarnar fjórar eru Flugleiðir því að greiða á ári ríflega 160 milljónum meira en ella. Þar til fyrsta vélin losnar úr kaupleigu árið 1997 munu Flugleiðir tapa tæpum hálfum milljarði miðað við markaðsvirði áþekkra Fokker 50 véla í dag. . staðgreiðsluafs ínnig af póstkrc liddum innan 7 EK1 UTILIFf Í7 zí GLÆSIBÆ - SÍMI 812922 Stanislaws. Pólskt-íslenskt brúðkaup íKraká Adrianna Bandosz, verkfræðingur og arkitekt, og Eyjólfur Símonarson arkitekt voru í tvígang gefin saman í hjónaband í Kraká, hinni fornfrægu höfuðborg Póllands á öldum áður, í annarri viku september. Fyrst hjá borgardómara 7. september, - arfur frá þeim tíma þegar ríkið viður- kenndi ekki kirkjuna en vildi fá sínar tekjur af giftingum - og síðan 10. september kaþólst brúðkaup í kirkju heilags Stanislaws frá 15. öld. Adriana er dóttir Önnu Burz- ynska-Bandosz, af ungverskum ætt- um, í 1. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Kraká-borgar, og Wieslaw Bandosz verkfræðings. Foreldrar Eyjólfs eru Anna Eyjólfsdóttir myndlistarkona og Símon Hallsson borgarendur- skoöandi. Skilnaður um áramót Vegna fréttar í DV á föstudag í síð- ustu viku skal tekið fram að hjón í íbúð í eigu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að Hvammabraut 4 skildu um ára- mót þó aö skilnaðurinn hafi ekki formlega tekið gildi fyrr en í mars. Hjónin fengu íbúðina á leigu fram hjá kerfmu í Félagsmálastofnun Hafnarfiarðar fyrir um tveimur árum en bæjarsjóður tók hana upp í skuld fyrir fjórum árum. íris Hólmarsdóttir segir að þau hafi sótt um hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og samskipti verið við stofnunina vegna íbúðarinnar. Ekki hafi beinlínis verið óskað eftir aðstoð Guðmundar Árna Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra þegar þau hjón stóðu á götunni heldur Alþýðu- flqkksins. íbúðin við Hvammabraut tilheyrir ekki félagslega kerfinu í Hafnarfirði. Knappstaðakirkj a í Flj ótum: Garður hlaðinn umhverfis kirkjuna Öm Þórarinsson, DV, fljótum; Fyrir skömmu lauk vinnu við að hlaða upp garð umhverfis kirkjuna að Knappstöðum í Stíflu. Garðurinn, sem alls er um 120 metra langur og einn metri á hæð, er hlaðinn úr grjóti með torfi efst. Hann er ætlaður sem girðing utan um kirkjugarðinn á Knappstöðum. Byijað var á þessu verki í fyrra- sumar og þá hlaðnir upp þrír veggir. Sá fjórði var svo tekinn í byijun sept- ember og er nú aðeins ólokið frá- gangi við kirkjugarðshlið. Helgi Sigurðsson frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð sá um verkið og haföi með sér 3-4 menn við það. Helgi hef- ur fengist við hleðslu á ýmsum mannvirkjum undanfarin sumur og hleður jöfnum höndum úr torfi og grjóti. Það er áhugamannahópur um varöveislu Knappstaðakirkju sem Vaskir hleðslumenn að störfum á Knappstöðum, t.f.v. Jón Númason, Gunn- laugur Jónsson, Helgi Sigurðsson, Jón Sveinsson og Ríkharður Rikharðs- son. stendur fyrir framkvæmdinni. Kostnaður er um 2 millj. króna en framlag fékkst úr kirkjugarðasjóði vegna hluta af kostnaðinum. Þetta er ekki eina framkvæmdin við DV-mynd Örn Knappstaðakirkju í ár því þar var fyrir skömmu byrjað aö aka efni í bílaplan. Vonir standa til að gerð þess ljúki á næsta ári. #• índesíf Heimilislæki Þurrkari SD 510 Tímarofi 140 mín. Tekur 4,5 kg. Verð kr. 37.517,- 35.641,- stgr. Umboðsmenn um land allt BRÆÐU.RNIR r)J ÖRMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820 Sýning íKrjnglunni 30. sept. -15. okt. 1994 . HANS PETERSEN HF flutningsþjónusta, Vesturgötu, Hafnarfiröi, sími 651600, sá um flutninga vegna sýningarinnar. L' |Fj i IJ i ii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.