Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994
Messur
Árbæjarkirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Umsjón: Arna, Guðrún
og sr. Þór. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur
sr. Þór Hauksson. Guðsþjónusta kl. 20
fyrir alla söfnuði Reykjavíkurprófasts-
dæmis eystra. Héraðsnefnd prófasts-
dæmisins annast guðsþjónustuna. Alt-
arisganga. Prestarnir.
Askirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kirkju-
bíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
Breiðholtskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altaris-
ganga. Samkoma Ungs fólks með hlut-
verk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnamessa kl
11.00. Hvetjum foreldra til þátttöku
með börnunum. Guðsþjónusta kl.
14.00. Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Barnasamkoma
I Digraneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.00.
Skírn. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson.
Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama
tíma. Kynningarmessa kl. 14.00 fyrir
fermingarbörn og foreldra þeirra. Prest-
ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðs
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjart-
arson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma
í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir.
Fríkirkjan i Hafnarfirði:
Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson.
Grafarvogssókn: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur predikar og þjónar fyrir altari.
Sr. Vigfús Þór Árnason.
Grensáskirkja: Barnasamkoma
kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr.
Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja: Fræðslumorg-
unn kl. 10.00. Nanna Kolbrún Sigurð-
ardóttir félagsráðgjafi flytur erindi:
Breytingar á lífsskeiði fjölskyldunnar.
Messa og barnasamkoma kl. 11.00.
Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson sem
þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls-
syni.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Barnastarfið á sama tíma. Foreldrar eru
hvattir til að fylgja börnum sínum. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kópavogskirkja:Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson héraðsprestur. Barnastarf í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Sr.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10 Sr.
Sigrún Óskarsdóttir.
Langholtskirkja, kirkja Guð-
brands bisk'ups: Guðsþjónusta kl.
11.00. Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Barnastarf á sama tíma.
Laugarneskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Væntanleg fermingar-
börn og foreldrar hvött til að mæta.
Barnastarf á sama tíma. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
Ng. kirkja: Barnasamkoma kl.
11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Munið
kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Óháði söfnuðurinn: Messað
verður í Kirkju Óháða safnaðarins á
sunnudag kl. 2.00. Þá hefst barnastarf-
ið undir stjórn Svanhildar Ó. Þórsteins-
dóttur. Þórsteinn Ragnarsson safnað-
arprestur.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson.
Seltjarnarneskirkja: Messa
kl. 11.00. Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Barnastarf á sama tíma I
umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sig-
urlínar ivarsdóttur. *
Stokkseyrarkirkja: Barna
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Aðaisafnaðarfundur eftir messuna.
Sóknarprestur.
Haukar eiga erfiðan leik fyrir höndum á sunnudagskvöld. Haukarnir Páll Ólafsson, Petr Baumruk og Aron Kristjáns-
son, sem á myndinni er að fagna marki Páls, fá KA í heimsókn i Hafnarfjörð. DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttir helgarinnar:
Mikið líf í
handboltanum
-heil umferð í Nissandeildinni og konumar hefja keppni
Mikið líf verður hjá handbolta-
mönnum og -konum um helgina.
Fjóröa umferð Nissandeildarinnar
verður þá leikin og keppni í 2. deild
karla og 1. deild kvenna hefst á morg-
un, laugardag.
Ef mið er tekið af leikjum liðanna
í Nissandeildinni í fyrstu umferðun-
um virðast leikmenn flestra félag-
anna koma vel undan sumrinu og
allt stefnir í hörkugott íslandsmót
svo vitnað sé í orð Þorbergs Aðal-
steinssonar landsliðsþjálfara. ís-
landsmótið er „keyrt“ áfram vegna
heimsmeistarakeppninnar og það
virðist falla vel í kramið hjá hand-
boltaáhugamönnum sem fjölmennt
hafa á leikina. Leikir helgarinnar í
Nissandeildinni eru þessir:
Stjarnan-Selfoss...laugardag kl. 16.00
HK-FH...........sunnudag kl. 20.30
Afturelding-ÍH..sunnudag kl. 20.00
Víkingur-KR.....sunnudag kl. 20.00
Valur-ÍR........sunnudagkl. 20.00
Haukar-KA.......sunnudag kl. 20.00
l.deild kvenna
KeppnistímabOið hjá konunum hefst
um helgina en þá verður leikin heil
umferð 11. deild. Leikirnir eru þessir:
Fylkir-Ármann ....laugardagkl. 17.00
ÍBV-KR..........„..laugardagkl. 16.00
Fram-Haukar.......laugardagkl. 16.00
Víkingur-Valur ....laugardagkl. 14.00
Stjarnan-FH......sunnudag kl. 20.00
2. deild karla
Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld
en leikir helgarinnar eru þessir:
UBK-BÍ..............fóstudagkl. 18.30
Fylkir-BÍ..........laugardagkl. 14.00
Fjölnir-Fram.....laugardag kl. 16.00
Ferðafélagið:
Skagfjörðsskáli 40 ára
Félagar sem aðrir eru hvattir til
að fjölmenna í afmælisferð Ferðafé-
lags íslands sem er í Þórsmörk. Lagt
verður af staö á fóstudag kl. 20. Góð
dagskrá verður í umsjá félagsmanna
fyrir unga sem aldna með sannkall-
aðri Þórsmerkurstemningu. Meðal
dagskrárhða verður söngur, hljóð-
færaleikur, upplestur, þjóðlegar veit-
ingar, leitin að homsteini og mál-
verkasýning. Á laugardaginn verður
vaka og grillveisla.
Á sunnudag kl. 10.30 verður haldið
gamla þjóðleið, Selvogsgötu. Lagt
verður upp frá Grindaskörðum og
gengið í Selvog sem er vestasta byggð
Árnessýslu ásamt Herdísarvík.
Á sunnudag stendur Ferðafélagið
einnig fyrir íjölskylduferð á Sela-
tanga. Þar er gömul verstöð miðja
vegu milli Grindavíkur og Krýsuvík-
ur. Þar lagðist útræði niður eftir
1880.
23
r
Heil umferð í
úrvalsdeild
Hei! umferð er á dagskrá úrvals-
deildarínnar í körfuknattleik á
sunnudagskvöld, sem hófst á
fimmtudaginn, og eru leikirnir
þessir:
Þór-Haukar...sunhudag kl. 20.00
Skallagr-’lA ...sunnudag kl. 20.00
ÍBK-ÍR.:.sunnudag kl. 20.00
KR-Grindavík
..........sunnudag kl. 20.00
UMFN-Snæfellsunnud kl. 20.00
Tindast-Valur
..........sunnudag kl. 20.00
Keppni hefst í
1. deild kvenna
Tveir leikir eru i 1. deíld kvenna
og fara þeir báðir fram á laugar-
dag. Klukkan 16 leika Njarðvik
og Tindastóll i Njarðvík og klukk-
an 17 taka ÍR-stúlkur á móti is-
landsmeisturum Keflavíkur í
Seljaskóla.
Þrír leikir í
1. deild karla
! 1. deild karla erú þrir leikir um
helgina. Á morgun mætast á
Egilsstöðum klukkan 14 Höttur
og Leiknir og á sama tíma leika
í Þorlákshöfn Þór og Selfoss. Á
sunnudag er einn leikur en þá
mætast Höttur og Leiknir öðru
sinni á Egilstöðum.
Blakið hefst
um helgina
Keppnistímabil blakfólks hefst
um helgina og verður leikið f
karla- og kvennaflokki. i kvöld
leika klukkan 20 í karlaflokki KA
og Þróttur, N, og strax á eftir
kvennalið sömu félaga. Leikirnir
fara fram í KA-heimilinu. Á morg-
un mætast iS og HK í 1. deild
karla klukkan 14 i Hagaskóla og
strax á eftir leika kvennalið félag-
anna. Klukkan 16.30 iéika svo í
Hagaskóla Þróttur, R, og Stjarn-
an.
Útivist:
Lýðveldis-
gangan
Á sunnudag fer Útivist í
dags gönguferð á Botnssúlur
en það er síðasta fjallgangan
í háfjallasyrpunni. í lokaá-
fanganum kemur í Ijós hvaða
þátttakandi hefur tekið þátt i
flestum fjallgöngum syrp-
unnar. Lagt verður af stað kl.
9 frá BSÍ.
Á sunnudag kl. 10.30 verð-
ur lagt af stað í lýðveldis-
göngu Útivistar en síðan í
janúar hefur mánaðarlega
verið rifjað upp ýmislegt
merkilegt sem gerðist á 10
ára fresti frá árinu 1894 með
göngu á mílli staða þar sem
atburðirnir gerðust. Árið
1984 voru birtar niðurstöður
á könnun á gildismati og
mannlegum verðleikum ís-
lendinga. Þá kom í Ijós að af
þeim Evrópuþjóðum sem
könnunin náðí til voru íslend-
ingar hamingjusamasta og
bjartsýnasta þjóðin. i lýðveld-
isgöngunni verður gengið að
og heimsóttir staðir sem
þessir eiginleikar islendinga
hafa notið sín. Lagt er af stað
frá ingólfstorgi kl. 10.30.