Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 3
GÆLUDÝRIÐ MITT Þarna er Bjössi í góðum félagsskap! Björg Elín Guðmundsdóttir, Æglssíðu 5, Hellu. KRAKKAR! Verið nú duglegir að skrifa frásagnir um vini ykkar, hvort sem þeir eru menn eða dýr. Sendið ljósmynd með til að lífga upp á frásögnina! Ég heiti Björg Elín og ég er að verða 11 ára. Mig langar til þess að segja frá gæludýrinu mínu sem er hamstur. Hann heitir Bjössi. Bjössi er 5 mánaða (hann fæddist 5. febrúar). Þegar hann var pínulítill og bhndur varð hann fyrir óhappi. Það festist band utan um eina löpp- ina á honum og það var rosa- lega erfitt að klippa það af því löppin var orðin blá og bólgin. En það tókst og næsta dag var löppin farin hálfvegis af. Núna er hann haltur á einum fæti, en engar tær eða neglur. Samt er Bjössi mjög duglegur aö hlaupa og príla og honum gengur vel. Bjössi er mikill nammigrís og hann verður ahtaf svo glaður þegar ég gef honum hamstra- nammi. FELUMYND Tengið saman punktana frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til 4 o.s.frv. Þá kemur felumyndin í ljós. Hvað sýnir hún? Sendið svarið til: Barna-DV. VILLTA KANÍNAN SÚKKULAÐI- KAPPHLAUP Það sem þarf í leikinn: Tening og box, hatt, trefil og hanska, hníf, gaffal og disk og að lokum súkku- laðiplötu í umbúðum. 1 2 TILKYNN- INGAR: Ég er að safna frímerkj- um og spilum og vil gjaman skipta viö aöra safnara. í staðinn get ég látið spil og munn- þurrkur. Ragnhildur Kristjánsd. Vörðu 10, 765 Djúpavogi. Dabbi leitar í skjól Einu sinni var kanína sem hét Dabbi. Hann átti heima rétt hjá strönd. Dabbi ætlaði eitt sinn að fara út að ganga. Hann villtist. Þá sá hann krakka að leika sér. Þegar fór að dimma héldu krakkarnir heim og Dabbi leitaði í skjól. Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, 6 ára, Fosshóli, Vesturárdal. Leggðu þetta allt (nema tening og box) á stól. Hver þátttakandi kastar teningnum eftir röð. Um leið og einhver fær 6 hleypur hann að stólnum, setur á sig hatt, trefil og hanska og reynir að taka umbúðimar utan af súkkulaðinu með gafllin- um og hnífnum. Hinir þátttakendur halda áfram að kasta teningn- um á meðan. Um leið og næsti fær 6, tekur hann hattinn, trefilinn og hanskana af þeim fyrri, setur á sig og reynir við súkkulaðið. Fyrri þátttakandi heldur áfram að kasta-teningnum með hinum. Þannig heldur þetta áfram þar til búið er að borða allt súkku- laðið og þátttakendur eru orðnir úrvinda! Góða skemmtun! Ég sendi saknaðar- kveðjur til Hildar Völu í Reykjavík og til Ingi- bjargar í Keflavík. Af- ganginn af kveðjunum fá alhr sem þekkja mig. Harpa Rut, Dalvík. HEILABROT Bættu tölum í auðu reitina, þannig að út- koman verði ávallt 65, lárétt, lóörétt og á ská! Sendið lausnina til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.