Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 5
FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1994
21
Eitthvað
ósagt
Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum
sýnir leikritið Sápu eftir Auði
Haralds á föstudagskvöid kl. 21.
Síðan verður sýning á leikrit-
inu Eitthvað ósagt eftir Ten-
nessee Williams á laugardags-
kvöld. Það er Alheimsleikhúsið
sem sýnir og eru leikarar tveir,
þær Anna Elisabet Borg og Stein-
unn Ólafsdóttir. Leikritið gerist á
heimili fröken Kornelíu Scott í
Suðurríkjum Bandaríkjanna og
Sallar um samband Kornelíu og
einkaritara hennar, Grace Lan-
caster. Leikritið tekur um það bil
40 mínútur í flutningi og geta
gestir keypt sér veitingar á með-
an.
Norræna húsið:
Svíþjóð og
Evrópu-
sambandið
Sendiherra Svnþjóðar á íslandi,
Pár Kettis, mun halda fyrirlestur
í Norræna húsinu á sunnudag kl.
16. Hann fjallar þar um væntan-
lega þjóðaratkvæðagreiðslu Svía
um aðild að Evrópusambandinu.
Svíar munu ganga að kjörborði
sunnudaginn 13. nóvember. Mikil
spenna ríkir í Svíþjóð. Sendiherr-
ann mun svara fyrirspurnum
gesta að fyrirlestrinum loknum.
Nína hin
ástsjúka
Óperustúdíó Eugeníu Ratti og
Jóhönnu G. Möller mun flytja í
konsertformi óperuna Nína hin
ástsjúka eftir G. Paisiello í Haih-
arborg í kvöld og annað kvöld kl.
20.30. Óperustúdíóið hefur starf-
að undanfarnar fiórar vikur og
eru umræddir tónleikar ávöxtur
þeirrar vinnu. Flytjendur eru
Ema Blöndal, sópran, Sigurjón
Jóhamiesson, tenór, Kristján
Valgarðsson, bassi, Aðalheiður
Magnúsdóttir, sópran, Álfheiður
Hanna Brekkan, sópran, Díana
ívarsdóttir, sópran, Þuríðnr
Baxter, sópran, og Sigurður
Bernhöft, tenór, ásamt kvenna-
kór undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur.
Tónleikar í
Langholts-
kirkju
Fyrstu tónleikar Hljómsveitar
Tónlistarskólans í Reykjavík á
þessu skólaári verða haldnir í
Langholtskirkju á sunnudag kl.
20.30. Á efnisskrá eru Hátiðarfor-
leikur eftir Dmitri Sjostakovitsj
og Sinfónía nr. 9 í E-dúr op. 95
eftir Anonin Dvorák.
listasögu-
námskeið
að Kjarvals-
stöðum
Á laugardag kl. 11 hefst nám-
skeiö fyrir börn og unglinga á
aldrinum 12-16 ára um listasögu
20. aldarinnar á Listasafni
Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum.
Námskeiöið verður í fyrir-
lestraformi og verða fyrirlestr-
arnir sex talsins. Fyrirlesari
verður Þorbjörg Br. Gunnars-
dóttir safnaleiðbeinandi. Byrjað
verður á að skoða myndgerð fyrri
alda: Af hverju f óru menn að búa
til myndir? Hvaða tilgangi þjón-
aði myndlistin? Hlutverk mynd-
lístarmanna i samfélaginu.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið
Gaukshreidriö
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Gauragangur
laugardag kl. 20.00
Lítlasviðið
DóttirLúsífers
laugardag kl. 20.30
Smíðaverkstæðið
Sannar sögur af sálarlífl systra
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Borgarleikhúsið
Stóra svióið:
Leynimelur13
laugardag kl. 20.00
Litlasviðið
Óskin
föstudagkl. 20.00
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Islenst .i óperan
Hárið
föstudag kl. 20.00
föstudagkl. 23.00
laugardag kl. 23.30
Tjarnarbíó
Sannurvestri
föstudag kl, 20.00
Leikfélag Akureyrar
Karameflukvörnin
laugardag kl. 14.00
sunnudag kl. 14.00
BarPar
laugardag kl. 20.30
Frú Emilía
Macbeth
föstudag kl. 20.00
Kirsuberjagarðurinn
sunnudag kl. 20.00
Kaffileikhúsið
Sápa
föstudagkl.21.00
Eitthvað ósagt
laugardag kl. 21.00
Málþing
Framsóknar-
flokksins
Framsóknarflokkurinn efnir til
málþings um menningu á laugardag
kl. 10 árdegis að Hótel Lind, Rauðar-
árstíg 18. Málþingið er undirbúið af
málefnahópi sem starfar innan
Framsóknarflokksins að mennta- og
menningarmálum. Það er haldið í
þeim tilgangi að efna til umræðu um
stöðu menningarmála í landinu,
hvað sé á döfmni og hvað sé fram
tmdan. Þá verður fjallað um sam-
skipti listgreina við ríkisvaldið. Með-
al annars verður velt upp þeirri hug-
mynd að setja á stofn menningarráð
í líkingu við það sem þekkist hjá
nágrannaþjóðum. í tilefni af degi tón-
listar 22. október mun Katrín Sigurð-
ardóttir syngja einsöng við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar.
Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
hefur 2. starfsár sitt á laugardaginn
með sinfóníettutónleikum og á þeim
verður leikin tónlist frá fyrri hluta
20. aldar. Tónleikarnir verða haldnir
í sal Tónlistarskólans á Húsavík og
heljast kl. 20.30 á laugardag. Tónleik-
arnir verða síðan endurfluttir í Ak-
ureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Á
efnisskránni um helgina verða verk
eftir Luciano Berio, Jacques Ibert og
Darius Milhaud. í tilfelli Berios er
að vísu ekki um að ræða venjulega
tónsmíði, heldur 7 þjóðlög í útsetn-
ingu hans, tvö lög eftir hann sjálfan
og loks ástaróð sem skrifaður var
upp eftir 78 snúninga hljómplötu
þjóðlagabands frá Azerbajdzhan.
Saman heita lögin einfaldlega Folk
Songs.
„Leikritið er samofið harmrænu efni en jafnframt mjög spaugilegu," segir Þorsfeinn Gunnarsson. DV-mynd BG
Borgarleikhúsið:
Hvað ii m Leon-
ardo? á fjalimar
„Leikritið Hvað um Leonardo? ger-
ist á taugahæli. Ég leik sjúkling sem
er með heilaskemmdir vegna alkó-
hóldrykkju. Minnið er ákaflega tak-
markað og sjúklingurinn talar stöð-
ugt og ruglar," segir Þorsteinn Gunn-
arsson leikari en hann leikur aðal-
hlutverkið í slóvenska leikritinu
Hvað um Leonardo? sem Borgarleik-
húsið frumsýnir í kvöld kl. 20.
Leikritið er eftir Evald Flisar.
Verkið er nýstárlegt í umfjöllun sinni
um fólk sem lifir með ólæknandi
sjúkdóma sem virðast eiga sér geð-
rænar rætur en eru af taugalegum
ástæðum. Það lýsir kringumstæðum
þess á heimili fyrir sjúklinga af því
tagi og er í senn skemmtilegt og sorg-
legt. Ungur sálfræðingur fær áhuga
á einum karlsjúklingnum og vill
vinna um hann rannsókn. Bregður
þá svo við að sjúklingurinn fer í
stjarfa og þegar hann vaknar af dá-
inu er hann gerbreyttur maður.
„í leikritinu er ráðskast með sjúkl-
inginn undir formerkjum vísinda eða
læknislistar. Leikritið spyr spurn-
inga um það hvort það sé siðferðilega
rétt. Leikritið er samofið harmrænu
efni en jafnframt mjög spaugilegu.
Þetta er ekki raunsæisverk og ekki
er verið að elta strangar læknis-
fræðilegar útgáfur," segir Þorsteinn.
Frú Emilíafrum-
sýnirKirsuberja-
garðinn
Frú Emilía frumsýnir á sunnudag
Kirsuberjagarðinn kl. 20. Kirsuberja-
garöurinn er síðasta og líklega mikil-
vægasta leikrit Tsjekhovs, gaman-
leikur sem nálgast jafnvel farsann á
köflum. Okkur birtist fyndið fólk,
sem segir eitt og gerir annað, sem
reynir að róa sjálft sig með því að
tala um nágrannana, um veikindi
sín, um gamla daga og fjarlæg lönd-
og þráast við að opna augu sín fyrir
sannleikanum.
Kristbjörg Kjeld leikur frú
Ranevskaju, aðalhlutverk leiksins.
Aðrir leikarar eru Jóna Guðrún
Jónsdóttir, Edda Heiðrún Backman,
Þröstur Guðbjartsson, Ingvar E. Sig-
urðsson, Steinn Ármann Magnús-
son, Harpa Arnardóttir, Kjartan
Bjargmundsson, Eggert Þorleifsson,
Helga Braga Jónsdóttir, Árni
Tryggvason og Valgeir Skagfjörð.
Emil í Norr-
æna húsinu
Sænska kvikmyndin Nya hyss af
Emil i Lönneberga, sem er byggð á
bók eftir Astrid Lindgren, verður
sýnd í Norræna húsinu á sunnudag
kl. 14. „EEEmiT gargar Anton pabbi
svo hátt að það heyrist um allt Katt-
holt og þá veit öll sveitin hvað hefur
gerst, Emil hefur verið að fremja eitt
af sínum prakkarastrikum. Þá er
bara eitt sem Emil getur gert en það
er að hlaupa eins hratt og fætur toga
út á smíðaverkstæðið og tálga enn
einn trékarlinn.
Gauragangur 150. sinn
Á laugardag kl. 20 verður fimmtug-
asta sýning í Þjóðleikhúsinu á leik-
ritinu Gauragangi eftir Ólaf Hauk
Símonarson. Leikritið var frumsýnt
í febrúar á síðasta leikári og hefur
verið sýnt við miklar vinsældir allra
aldurshópa alveg síðan. Sýningar
halda áfram fram eftir vetri og er
þegar að verða uppselt á margar
þeirra. Það er hljómsveitin Ný dönsk
sem sér um tónlistina í Gauragangi
en með nokkur helstu hlutverk fara
Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Sig-
urjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir.
Peter Tompkins, Erna Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson.
Söngur, óbó og orgel
Erna Guðmundsdóttir sópran-
söngkona, Peter Tompkins óbóleik-
ari og Hilmar Örn Agnarsson orgel-
leikari verða með tónleika á nokkr-
um stöðum á Suðurlandi á næst-
unni. Þau flytja íslenska og erlenda
tónlist af ýmsum toga. Dagskráin
verður flutt í Skálholtskirkju á fóstu-
dag kl. 21, Víkurkirkju Vík í Mýrdal
á laugardag kl. 16.30 og í Þorlákshöfn
koma þau fram á kirkjukvöldi á
þriöjudag kl. 20.30.