Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 6
22 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Simi 11384 Speed ★★ Ógnarhraðskreið mynd um fífldjarfa löggu í baráttu við geðbilaðan sprengjufíkil.Ágaetskemmtun. -GB Umbjóöandinn ★★★ Góð spennumynd eftir skáldsögu Johns Grishams. Aldrei þessu vant er myndin betri en bókin. Susan Saran- don og Tommy Lee Jones sýna bæði stórleik. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Forrest Gump ★★★ Einstaklega Ijúf og mannleg kvikmynd sem lætur engan ósnortin. Undraverð- ar tæknibrellur sem heilla og stórleikur Tom Hanks er það sem hæst ber. Einn- igsýnd í Háskólabíói -HK Sannar lygar ★★'A Risa-mynd frá Cameron og Co sem stenst ekki samanburð við fyrri myndir hansvegna ómerkilegrar sögu. Ersamt ágætis skemmtun með mikilfengleg- um hasaratriðum og góðum húmor inn á milli. Einnig sýnd í Háskólabíói. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Skýjahöllin ★★'A Nýjasta íslenska kvikmyndin er um ævintýri Emils og Skunda. Einföld og öll á hægum nótum en er hin besta skemmtun fyrir fjölskylduna, sérstak- lega þó börnin. -HK HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Jói tannstöngull ★★'A Italski háðfuglinn Roberto Benigni í dágóðu stuði þegar hann kemst á flug sem vesæll tvífari mafíubófa. -GB Kúrekar í New York ★'A Einstaka góð atriði með Woody Harrel- son megna ekki að draga mynd þessa uppúrmeðalmennskunni. -GB Blaðið ★★ Sólarhringur á æsifréttablaði I New York, hraðinn mikill í mynd sem æðir út um víðan völl með yfirgengilegum kjaftavaðli. Leikarargóðir. -HK Fjögur brúðkaup ★★★ Breskur húmor eins og hann getur bestur orðið í bráðskemmtilegri kvik- mynd með rómatísku yfirbragði. Kvik- mynd sem kemur öllum í gott skap.-HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Flóttinn frá Absolom ★ Slök framtíðarmynd um lif í leynilegri fanganýlendu og átök tveggja fanga- hópa. Einnig sýnd í Stjörnubiói. -GB Endurreisnarmaðurinn ★'A Einstaklega heimskuleg saga sem hefði getað gengið upp ef aðstand- endur hefðu ekki farið að taka hana alvarlega. Penny Marshall og Danny de Vito hafa bæði gert betur. -HK Apaspil ★★ Sniðug barnamynd um þjófóttan apa- kött. Sagan er sáraeinföld en myndin er gerð af áhuga og sæmilegum krafti. -GE REGNBOGINN Sími19000 Lilli er týndur ★★ Bráðfjörug mynd um hrakfarir þriggja bófa sem ræna níu mánaða gömlum snáða. Teiknimynd með lifandi fólki. -GB Neyðarúrræði ★ V4 Yfirdrifin uppfærsla á ástarsögu sem ekki á að taka alvarlega en er þrátt fyrir það of klisjukennd og ósannfær- andi. -GE Ástríðufiskurinn ★★★ Sagan er ekki frumleg en fínlegt (og óskarstilnefnt) handrit Sayles og geysisterk persónusköpun leikkvenn- anna tveggja bæta það margfalt upp. -GE Allir heimsins morgnar ★★★ Heillandi, dramatísk kvikmynd um sannan tónlistarmann, sorg hans, sköpunargleði og skapbresti sem láta engan ósnortinn. Mynd sem sameinar áhugaátónlistogkvikmyndum. -HK Gestirnir ★★★ Franskur tímaflakksfarsi af bestu gerð þar sem fornir riddarar glíma við hvers- dagshlutiársins1992. -GB STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Úlfur ★★'/2 Vel gerð og leikin mynd um forleggj- ara sem breytist I úlf en herslumuninn vantar. gb Bíódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs í Reykjavík og I sveit. Sviðs- mynd einstaklega vel heppnuð. -HK Regnboginn frum- sýnir Reyfara Regnboginn frumsýnir í kvöld verðlaunamyndina Reyfara eða Pulp Fiction sem hlaut gullpálmann í Cannes 1994. Frumraun leikstjórans Quentin Tarantino var Reservoir Dogs en hún hlaut einnig verðskuld- aða athygli. Reyfari ber stíl hinna óhefluðu og grófu spennumynda fimmta áratugarins. Tarantino fær þaðan útlit mynda sinna og ekki síð- ur hinar stöðluðu persónur sínar, harðskeyttar, oft fólslegar og án með- aumkunar. í Reyfara gerir hann and- lega frelsun morðingjans og afneitun glæpa hreint hlægilega I aðalhlutverkum eru John Tra- volta, Samuel L. Jackson, Uma Thur- man og Christopher Walken. Að sögn leikstjórans eru krimmarnir í mynd- inni alltaf að leika. Hann segir margt vera líkt með þessum persónum og litlum börnum sem leika sér í löggu- og bófaleik. „Þegar þau miða puttan- um á þig eins og byssu eru þau ekk- ert að grínast. Frá þeirra sjónarhóli halda þau á einni hlaðinni og eru til- búin að skjóta þig,“ segir Quentin Tarantino í tímaritinu Bíómyndir og myndbönd. Quentin Tarantino, fyrrverandi starfsmaður á myndbandaleigu, er hættur að horfa á bíómyndir og farinn að búa þær til. Sergei Lazo í MÍR Kvikmyndin Sergei Lazo verður sýnd í bíósal MÍR á sunnudag kl. 16. Mynd þessi var gerð í Moldavíu á árinu 1968 og fjallar um einn af fræg- ustu foringjum hersveita rauðliða í borgarastríðinu í Rússlandi 1918- 1920, Sergei Lazio. Litháíski leikarinn Regimantas Adomaitis fer með titilhlutverkið í kvikmyndinni en leikstjóri er A. Gordon. Skýringartextar eru á ensku. Alexandre elskar FanFan en ákveður að berjast gegn þrá sinni til henn- ar til þess að viðhalda ferskleika ástarinnar. Franskir dagar í Háskólabíói Háskólabíó og Sambíó: Núna standa yfir franskir dagar í Háskólabíói. Dagskránni er ætlað að vera sem víðtækust kynning á straumum í franskri kvikmynda- gerð nú um stundir. Sýndar verða gamanmyndir, dramatískar mynd- ir og sálfræðileg drama. Kvikmyndin FanFan' verður sýnd á fóstudag kl. 17, Toxic Affair á fóstudag, laugardag og sunnudag kl. 17 og á sunnudag jafnframt kl. 15. Kvikmyndin Smoking verður sýnd kl. 17 á fostudag og laugardag og kvikmyndin No Smoking verður sýnd kl. 11.10 á laugardag. Kvikmyndin FanFan er gaman- mynd með Sophie Marcau og Vin- cent Perez í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Alexandre Jardin. Alex- andre getur ekki sætt sig viö að ástríðan kulni með tímanum. Hann elskar FanFan en ákveður að berj- ast gegn þrá sinni til hennar til þess að viðhalda ferskleika ástar- innar. Toxic Affair er einnig gaman- mynd með Isabelle Adjani í aðal- hlutverki og leikstjóri myndarinn- ar er Philoméne Esposito. Pénélope er yndisfógur ung stúlka sem unn- ustinn hefur yfirgefið og hún hend- Frumsýna Beina ógnun - þriðju myndina um leyniþjónustumanninn Jack Ryan Háskólabíó og Sambíóin frumsýna á föstudag kvikmyndina Beina ógn- un með Harrison Ford í aðalhlut- verki undir leikstjóm Philips Noyce eftir metsölubók Toms Clancy. Myndin er sú þriðja í röðinni um leyniþjónustumanninn Jack Ryan sem í þessari mynd er orðinn einn af aðstoðarforstjórum bandarísku leyniþjónustunnar CLA. Ryan flækist í baráttu við eina mestu ógn sem steðjar að Bandaríkj- unum um þessar mundir, stórfelldan fikniefnainnflutning frá Kólumbíu. Hann óskar eftir aukinni fjárveit- ingu frá þinginu sem nota á til þess sem Ryan heldur að sé lögleg barátta gegn fíkniefnum en er í raun leynileg og kolólögleg hernaðaraðgerð. Ryan kemst fljótt að því að hann hefur verið notaður sem peð í refskák og valdabrölti yfirboðara sinna og virð- ist skollaleikurinn eiga rætur hjá sjálfum forsetanum. Titill myndarinnar Bein ógnun er dreginn af klásúlu í bandarískum lögum sem banna bandaríska hem- aðaríhlutun á erlendri grund nema um sé að ræða beina ógnun gagnvart Bandaríkjunum. Hópur heimsþekktra rithöfunda og handritshöfunda stendur að mynd- inni en hún er gerð eftir metsölu- skáldsögu Toms Clancy sem einnig skrifaði The Hunt for Red October og Patriot Games. Kvikmyndahand- ritið skrifuðu Donald Stewart sem fékk óskarsverðlaun fyrir Missing og skrifaði handritið að fyrri Jack Harrison Ford leikur enn og attur leyniþjónustumanninn Jack Ryan. Ryan myndunum ásamt John MUius sem tilnefndur var til óskarsverð- launa fyrir Apocalypse now. Þriöji handritshöfundurinn er Steven Zaillan sem fékk óskarsverðlaunin fyrir handritið að Lista Schindlers. I Smoking, No Smoking er um að ræða breskt leikhúsverk. ir sér út í einhvers konar ástaraf- vötnun. Á leið sinni hittir hún fyr- ir vingjamlega hjúkrunarkonu, upphafinn vitring og annan í enda- lausum sjálfsmorðshugleiðingum. Smoking, No Smoking em tvær gamanmyndir undir leikstjórn Alain Resnais en í aðalhlutverkum em Sabine Azema og Pierre Arditi. Hér er um að ræða breskt leikhús- verk sem var talið ómögulegt að yfirfæra í kvikmyndahandrit. Þetta er eins konar skúffuverk, það er að segja að innan aðalsöguþráð- arins em aðrar litlar sjálfstæðar sögur. Síðan era settir fram fleiri en einn mögulegur máti á fram- vindu sögunnar, atburðarásin er breytileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.