Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 23 Myndbönd TITILL UTGEF. TEG 1 1 j 6 [ Mrs. Doubtfire Myndform Gaman 9 9 Pelican Brief Sam-myndbönd Fearless 12 6 3 Beetoven's 2nd Myndform Spenna 1 Robocop IMrs. Doubffire Aðalhlutverk; RobinWilliams, SalIyFieid ogPierceBrosnan Robin Williams leikur hinn kærulausa heimil- isfóður og leikara, Daniel Hillard. Hann er barn í hjarta sínu og í barnaafmæli einu skortir að agi sé á hlutunum og heimilið er í rúst á eftir. Eigin- konan fær nóg og krefst skilnaðar og hann neyð- ist til að ílytja að heiman. En hann þráir að vera með börnunum og þegar hann sér að eiginkonan fyrrverandi er að auglýsa eftir harnfóstru dulbýr hann sig sem fröken Ðoubtfire og sækir um starf- ið. 2Serial Mom Aðalhlutverk: Kathieen Tumer, SamWat- erstone, Ricky Lake og Matthew Ullard Myndinni er leikstýrt af John Waters, sem gerði myndirnar Cry Bahy og Hairspray. Handrit Wat- ers eru þekkt fyrir að haía svartasta húmor sem lengi hefur sést á hvíta tjaidinu, þar sem ekkert sieppur undan háði hans. í Serial Mom lætur hann hina fullkomnu eiginkonu og móður, Be- verly leika tveim skjöldum. Á milli þess að elda, þrífa og gefa eiginmanni og börnum góð ráð drep- ur hún alla þá sem henni líkar ekki við. Myndin er háðsádeila á fjöldamorðingjadýrkun i USA og er „hryllilega fyndin" í bókstaflegri merkingu. 3Sfriking Distance Aðalhiutverk: BruceWiilisogSarah Jessica Parker Bruce Willis leikur lögreglumann sem er sann- færður um að morðingi fóður hans sé ekki sá sem var dæmdur heldur leiki enn lausum hala og sé nú byrjaöur að myrða að nýju. Mynd fyrir þann meirihluta leigjenda sem kjósa góðan hasar. TRIPLE OSCAR WINNER tOMínta < nsi KWJW<íic»Bi.«.»8TCiuam fssana • JANCCAMPION BThePiano Aðalhlutverk: HoliyHunter, HarveyKeit- el, SamNeiil og Anne Paquin Hér er á ferðinni mögnuð saga sem gerist á síöustu öld og fjaliar um mállausa konu, Adu, sem kemur til afskekkts héraðs á Nýja Sjálandi til að giftast landnema sem hún hefúr aldrei séð. Með henni í for er 9 ára gömul dóttir hennar og meðal veraldlegra eigna hennar er forláta píanó. Sá sem þetta skrifar segir ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HANA. Brilliant, Daily Mail. Magnificent, The Indipendent. Powerful, The Times. An Astoni- hsing Masterpice, Premiere. Sensuous, Cosmo- politan. 4Sister Act 2 Aðalhiutverk: Whoopi Goldberg og Kathy Najimy Óskarsverðlaunahafinn Whoopi Goldberg (besta leikkonan - Ghost) snýr hér aftur í hlut- verki nunnunnar í framhaldi hins vinsæla tarsa Sister Act. Vafalaust verður enginn svikinn af þessari hreinræktuðu skemmtun. 11 } 17 j 2 ; Beverly Hillbillies j Sam-myndb. | Gamanj 3 j Dream Lover J Háskólabíó i Philadelphia Skífan 6 1 On Deadly Ground Warner-myndi Spenna Striking Distance Skífan J Spenna 7 J 4 J 5 í Jurassic Park j ClC-myndir j Spenna Sam-myndbönd J Gaman Piano Skifan Drama Bronx Tale Myndform Drama Myndbandalistinn: Mamman tekur til sinna ráða Mrs. Doubtfire hefur nú verið sex vikur á myndbandalistanum og þar af hefur hún verið í 1. sæti í fimm vikur. Engin önnur kvikmynd hef- ur náð þessum árangri á árinu og það sem er kannski merkilegast við þetta er að vinsælasta kvikmynd allra tíma, Jurassic Park, náði ekki að velta madömunni úr 1. sætinu. Leikstjóri Mrs. Doubtfire er Chris Columbus en hann er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa leikstýrt báöum Home Alone myndunum og þar með að sumu leyti ábyrgur fyr- ir því að Macauley Culkin er hæst launaða barnastjama frá upphafi vega. Vinsældir Mrs. Doubtfire eru fyrst og fremst Robin Williams að þakka. Hann fer á kostum í hlut- verki leikarans sem við skilnað er meinað að fá að hitta börnin sín. Hann tekur á það ráð að klæðast í gervi viröulegrar skoskar madd- ömu og sækir um barnfóstrustarf hjá fyrrum eiginkonu sinni. Robin Williams er þekktur fyrir að geta breytt rödd sinni og þeir hæfileikar nýtast honum vel í myndinni. í byrjun má sjá hann fara á kostum í vinnu sinni við að tala inn á teiknimyndir en á sínum tíma var um það talað að hann fengi tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyrir túlk- un sína á andanum í teiknimynd- inni Aladdín. Það er óhætt að segja að Mrs. Doubtfire reynist börnum sínum betri en enginn í samnefndri mynd og það verður einnig að segj- ast um móðurina í Serial Mom, sem Kathleen Turner leikur eftirminni- lega, þótt það sé á nokkuð annan hátt. Serial Mom er ein þriggja nýrra kvikmynd sem koma inn á hstann þessa vikuna. Hinar tvær eru Blue Chips, með Nick Nolte og körfu- boltastjörnunni Shaquel O’Neill í aðalhlutverkum, og að sjálfsögðu er þaö körfuboltinn sem allt snýst um í myndinni. Hin ntyndin er þriðja myndin í Robocop kvik- myndaseríunni. Leikstjóri Serial Mom er John Waters, sem fyrir nokkrum árum var ekki hátt skrifaður í Holly- wood. Hann var ábyrgur fyrir væg- ast sagt subbulegum kvikmyndum þar sem hinn feitlagni Divine lék yfirleitt aðalhlutverkið. Waters hefur snúiö við blaðinu og er orð- inn sá leikstjóri vestan hafs sem lætur best að gera kvikmyndir með nokkuð dökkan húmor og húmor- inn er af svartari gerðinni í Serial Mom. Eins og áður sagði leikur Kathleen Tumer móður sem lætur ekkert koma í veg fyrir að allt gangi fjölskyldu hennar í haginn og eru morð alls ekki undanskihn séu þau einhverjum íjölskyldumeðlimnum í hag. Það verður svo að koma í ljós í næstu viku hvort hin bústna maddama Mrs. Doubtfire heldur velli eða óða móðirin í Serial Mom nær að krækja í efsta sæti mynd- bandalistans. Mrs. Doubtfire (Robin Williams) bregður á leik með börnum sinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.