Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Page 8
24 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Myndbönd Kathleen Turner í hlutverki sínu í gamanmyndinni Serial Mom sem sýnd var við miklar vinsældir í sumar. Kathleen Turner: Fj ölhæf leikkona Bandaríska leikkonan Kathleen Tumer er mörgum bíógestum liðins sumars í fersku minni sem hin „fullkomna“ móöir í gamanmynd- inni Serial Mom sem gekk lengi fyrir fullu húsi. Þessi fjölhæfa leik- kona lýsir sjáif hlutverki sínu í þessari mynd sem því geggjaðasta sem hún hefur nokkum tíma leikið. Enda var varla von á öðru þegar hæflleikar hennar og kvikmynda- leiksfjórans Johns Waters fóm sam- an. í Serial Mom leikur Kathleen Tumer húsmóður sem virðist jafn hrein og bein á yfirborðinu og ný- fægt eldhúsgólfið, á fyrirmyndar- mann, böm og góða nágranna. „Hennar eini, en verulegi, galli er að hún er gjörsamlega ófær um að skilja á milli pirrandi smáaatvika í daglega líflnu og lífshættulegra kringumstæðna. Pimandi viðmót gat umbreytt þessari konu í gjörsamlega stjómlaust morðkvendi," segir Kath- leen Tumer. Farsæll ferill Þessi fjölhæfa leikkona á þegar farsælan feril að baki. Eftir að Tumer útskrifaðist frá listaskóla í Maryland fór hún að leika á sviði í New York og í sápuóperu sem nefndist The Doctors, eða Lækn- amir. En Tumer sló fyrst verulega í gegn í myndinni Body Heat þar sem hún lék á móti William Hurt. Var hún tilnefnd til Golden Globe verð- launanna sem nýstimi ársins fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og auk þess sem besta leikona hjá bresku kvikmyndaakademíunni. Eftir Body Heat reis stjama Kathleen Tumer nokkuð hratt. Eftir leik í kvikmyndinni Romancing the Stone, þar sem hún lék með Michael Douglas og Danny De Vito, var Tumer á ný umvafln hrósyrðum og tilnefningum. Var hún tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna sem besta leikkonan af kvikmyndagagn- rýnendum í Los Angeles. Lék hún síðan í framhaldsmynd með þeim félögum, Douglas og De Vito. Eftir aðalhlutverk í mynd Francis Ford Coppola, Peggy Sue Got Married, eða Peggy Sue giftir sig, var hún tilnefnd til óskarsverðlauna og Gold- en Globe verðlauna sem besta leik- konan og hreppti þau verðlaun hjá samtökum bandarískra kvikmynda- gagnrýnenda. Tumer hreppti loks Golden Globe verðlaunin fýrir besta leik í kvenhlutverki fyrir myndina Prizzi’s Honor, mynd um leigumorð- ingja, þar sem hún lék á móti Jack Nicholson og Angelicu Houston. Auk ofantalinna mynda má nefnda þriðju framhaldsmyndina með Douglas og De Vito, auk til- raunar til að leika harðskeyttan einkaspæjara í V.I. Warshawsky. Þá em ótalin ýmis sviðsverk sem hún hefur leikið í en Tumer hefur alltaf gefið sér tíma frá kvikmyndleiknum til að leika á sviði. Kathleen Turner er mjög fjölhæf leikkona sem hefur hlotið fjölda tilnefninga fyrir leik sinn í kvikmyndum. Samviskan kvelur Á fyrri hluta sjötta áratugarins var kommún- istagrýlan allsráðandi í Washington og McCarthy; isminn breiddist til alira ríkja í Bandaríkjunum. í Golden Gate leikur Matt Dillon FBI-manninn Kevin Walker sem lítur á starf sitt sem köllun. Honum og félaga hans er falið að sanna á innflutta Kínverja að þeir séu kommúnistar. Ekki gengur það sem best, enda Kfnverjamir blásaklausir. Walker sér þó leið til að koma einum þeirra í fangelsi og þó hann geri sér grein fyrir að sakagiftimar eru hæpnar er hann ánægður með hrósið. Samviskan fer ekki að plaga hann fyrr en tiu árum siöar þegar honum er fengið það verkefni að fylgjast með Kínverjanum sem nú hefur veriö látinn laus. Golden Gate er athyglisverð fyrir sérstök efnistök og hún er skemmtilega stílfærð og sviðsetningar mjög vel unnar. Matt Dillon hefur sýnt í undanfómum myndum, nú síöast í The Saint of Fort Washington, að hann er vaxandi leikari og túlkun hans á Walker er góð. Þá er Bruno Kirby einnig góður í hlutverki félaga hans sem kemst til æðstu metorða hjá FBI, enda plagar samviskan hann ekki. GOLDEN GATE - Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Madden. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Joan Chen og Bruno Kirby. Bandarísk, 1993. Sýningartími 92 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK Úr öskunni í golfið Golferen er sænsk gamanmynd þar sem gert er grín að þeirri dellu sem heltekur kylfmga sem á annað borð taka golflð alvarlega. Aðalpersónan er Stig Helmer sem hefúr misst vinnuna. Hann fær atvinnubótavinnu í öskunni og dag einn dettur hann í lukkupottinn. Hann er að hreinsa fyrir framan golfklúbb þegar formaður klúbbsins vindur sér að honum og lofar honum góðri umbun vilji hann keppa við sig í golfi eftir viku. Boðið er freistandi og þótt Helmer viti varla hvemig golfbolti lítur út tekur haim boðinu. Ástæðan fyrir keppninni er að vinkona formannsins sagði hann svo lélegan í golfi að hún veðjaði milljón að allir sem fengju kennslu í vikutíma myndu vinna hann í keppni. Vinkommni er umhugað að sinn maður vinni og Stig Helmer er sendur til Skotlands í læri hjá gömlum meistara. Golferen er hin sæmilegasta skemmtun, myndin er uppfull af þekktum bröndurum úr golflþróttinni sem allir kylfingar kunna og raunar byggð á slíkum bröndurum, en frumleg skemmtun telst myndin varla. GOLFEREN - Útgefandl: Sam-myndbönd. Aðalhlutverk: Lasse Aberg, Hege Schoyen og Jon Skolmen. Sænsk, 1992. Sýnlngartíml 88 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK Fur ðufj ölskylda Það er með eindæmum hvað Tracy Ullman hefur getað gert sig ófriða og óaðlaðandi í House- hold Saint. Það væri svo sem i lagi ef persónan sem hún leikur væri vel uppbyggð, en svo er ekki. Og þetta á við um nær allar persónur myndar- innar. Þaö er ekki með nokkru móti hægt að fá áhuga á þeim. Myndin gerist meðal ítala í New York og segir frá kjötkaupmanninum Joseph Santangelo sem vinnur Catherine (Tracy Ullman) í spilum. Það furðulega gerist aö hjónaband þeirra heppnast og afraksturinn er dóttir sem ekki er eins og böm eru flest. Hún fyllist heilögum anda, telur sig þurfa að bjarga heiminum og þegar hún segist vera í beinu sambandi við Jesú Krist er henni komið fýrir á hæli. Hugmyndin að Household Saint er ekki svo galin og húmorinn, sem aö visu er stundum langsóttur, er lúmskur, en þegar á heild- ina er litið er myndin fráhrindandi og úrvalsleikarar hafa oftast verið betri. Það er helst að Lili Taylor i hlutverki dótturinnar nái að lyfta myndinni upp úr lágkúrunni. _ HOUSEHOLD SAINT - Útgefandl: Myndform. Leikstjóri: Nancy Savoca. Aðalhlutverk: Tracy Ullman. Vlncent D'Onofrlo og Llll Taylor. Bandarísk, 1993. Sýningartími 99 mín. Bönnuð bömum innan 12 ára. -HK Wiiii Löng, heit sumarnótt Það er ljóst eftir langt eintal sögumanns um „týnda fljótið” i fenjum Louisiana að Scorchers er óvenjuleg mynd sem gerist á einum sólarhring og minnir uppbyggingin á leikrit. Gifting stendur fyrir dyrum en presturinn er vant við látinn í fanginu á bæjarhórunni. Hann nær þó að gifta Splendid og Dolan og allir búa sig undir veislu á meðan Dolan sinnir skyldum sínum. Það gengur þó ekki vel að fá Splendid upp i rúm og það lendir því í verkahring fóður Splendid að gera henni grein fyrir skyldum sínum. Á bar einum á meðan skylm- ast tveir gamlir vinir með orðum og bætist bæjar- hóran 1 hópinn og segir frá leyndarmálum sem karlamir gleypa við. Fjórða persónan bætist í þann hóp, svívirt eiginkona sem telur hóruna hafa afvegaleitt eiginmanninn. Á hinu sviðinu, i svefh- herbergi þeirra nýgiftu, koma einnig leyndarmál ______________ upp á yfirborðið. Scorchers er misgóð mynd. Atriöin á bamum, þar sem þau lífsreyndu tjá sig, eru skemmtileg og vel leikin en rifrildi ungu hjónanna verð- ur fljótt leiðigjamt. í raun má segja að maður sé að horfa á tvær ólikar kvik- myndir steypta í eina. SCORCHERS - Útgefandl: Sam-myndbönd. Leikstjóri: David Beaird. Aðalhlutverk: Faye Dunaway, Denholm Elliot, James Earl Jones og Emlly Lloyd. Bandarísk, 1993. Sýningartími 94 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.