Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Síða 3
'IMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 1994 25 tónli0l: Endurútgáfa gamalla íslenskra dægurlaga blómstrar - nýjustu titlarnir eru Stelpurnar okkar og Strákarnir okkar Plöturnar Aftur til fortíðar, sem hljómplötuútgáfan Steinar gaf út fyrir nokkrum árum, vöktu verð- skuldaða athygli fyrir vönduð vinnubrögð. Jónatan Garðarsson, útgáfustjóri Steina, átti heiðurinn af þeim plötum og hann heldur áfram á sömu braut þótt Steinar heyri nú sögunni til og útgáfan Spor hafi komið i stað hins fyrirtækisins. Á dögunum komu út tvær plötur sem eru einmitt af svipuðum meiði og Aftur til fortíðar. Þær nefnast Stelp- urnar okkar og Strákarnir okkar. Jónatan á einmitt heiðurinn af þeim og hann segist hafa unnið að því að safna lögum á plötumar, raða þeim niður og lagfæra hljóminn síðan I fyrra. „Það stóð til að Stelpumar kæmu út í fyrra. Ég vildi hins vegar liggja aðeins lengur yfir lagalistanum og vinna lögin betur tæknilega áður en ég léti plötuna frá mér fara svo að útgáfunni varfrestað," segir Jónatan. „Sú plata sem nú er komin út er sennilega flórða eða fimmta útgáfan sem ég setti saman. Ástæðan fyrir því hve seint gekk er sennilega sú að ég var að vinna að plötunni í tímahraki. Hins vegar hafði ég nægan tíma fyrir Strákana enda var ég mun fljótari að púsla þeirri plötu saman.“ Jónatan segir að nauðsynlegt sé að koma sjálfum sér í ákveðið hugar- ástand eða stemningu þegar unnið er við að setja saman safnplötur með gamalli tónlist. Tvisvar fór hann heim með lög sem hann vildi hafa á Stelpunum okkar og hlustaði í ró og næði. í bæði skiptin taldi hann sér hafa misheppnast og byrjaði því upp Mynd frá árínu 1958 frá einni af upptökunum með Skapta Ólafssyni. Frá vinstri eru Eyþór Þorláksson, Sigurbjörn „bassi" Ingþórsson, Guðmundur Steingrímsson, Skapti, Gunnar Reynir Sveinsson og Emst Norman. DV-mynd Sveinn á nýtt. „Þegar upp er staðiö hef ég verið með þessa plötu í vinnslu í tiu tilellefumánuði,“segirhann, „gripið í hana öðru hverju með öðru og loksins kom að því að ég var sáttur við alla þættina." Stelpumar okkar og Strákarnir okkar hafa að geyma tónlist frá fyrstu 25 árum lýðveldisins, frá 1944 til ‘69. í ráði er að á næsta ári komi út sams konar plötur frá hinum 25 árunum og er vinna þegar hafin við þær. Á fimmta þusund lög Jónatan Garðarsson er búinn að fást við endurútgáfur gamallar ís- lenskrar tónlistar á geislaplötum í nokkur ár og hefur jafnan nokkur verk í takinu í einu. Safnplata með þekktum lögum Ragnars Bjarna- sonar bíður útgáfu. Einnig plata með söng Guðrúnar Á. Símonar, bæði klassík og dægurlögum. Þá segist hann grípa i plötu með lögum hljómsveitar Ingimars Eydals þegar færi gefst. Á mánudaginn var kom upp sú hugmynd að fara að huga að Savanna tríóinu. Jónatan þarf því ekki að kvíða aðgerðaleysi eða verkefnaskorti á komandi árum. Hann segist ekki vera viss um hve mörg lögin séu sem Spor á útgáfurétt á. „Ætli þau séu ekki rúmlega fjögur þúsund," segir hann hikandi, „kannski fimm þúsund. Það er ómögulegt að svara nákvæmar. Jú, jú, ég get sjálfsagt haldið áfram fram á efri ár ef ég endist svo lengi. Nýjar hugmyndir eru sífellt að skjóta upp kollinum. Ég fæ þær ekki nærri allar sjálfur. Stundum hnippa sölu- mennimir í mig. Fólk hefur jafnvel samband og stingur einu og ööru að mér. En staðreyndin er sú að engar almennilegár skrár eru til yfir þá tónlist sem var hljóðrituð og gefin út í gamla daga. Ég verð þess vegna að grúska í gömlum blöðum og ritum til að komast að því hvað kom út. Það er jafnvel ekki fyllilega á minni flytjendanna að treysta. Rétt eins og þú getur ekki svarað því hvaða grein þú skrifaðir á poppsíðu Dagblaðsins fjórða febrúar 1978 muna þeir ekki endilega hvaða lög þeir tóku upp þetta eða hitt árið. Þeir voru bara að sinna atvinnunni sinni og áhuga- málinu. Tvö sjónarmið Jónatan segist hafa tvö sjónarmið að leiðarljósi þegar hann ákveður hvað af gamla íslenska poppinu skuli endurútgefið. Annars vegar hvort efnið er sögulegs eðlis, liggur jafnvel undir skemmdum og þarf því nauð- synlega að varðveitast á geislaplötu. Hins vegar er það markaðssjónar- miðið. „Ég þarf reyndar ekki að velta hinu síðamefnda svo mjög fyrir mér,“ segir hann. „Áður en ráðist er í gerð plötunnar þarf að selja hugmyndina innanhúss ef svo má segja. Aðrir en ég verða að segja sitt álit á því hvort platan sem kynnt er eigi erindi á markaðinn. Vissulega hefur ein og ein útgáfa farið forgörðum en flest hefur tekið vel við sér. Við forum hægar í sakimar núna en þegar við vorum að byrja þessar endurútgáfur. Núna er mun betra að eiga við þetta form. Meiri alúð er lögð við það en fyrr að laga til hljóminn án þess þó að það sé á kostnað þess hvemig lögin hljómuðu upphaflega. Til dæmis hefði ég viljað geta komist í eina af vinsælustu endurútgefnu plötunum og gera nokkrar breytingar. Þetta er fyrri safnplatan með lögum Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Hún er vissu- lega ágæt en við flýttum okkur dálítið með hana á sínum tíma og þegar frá líður heyrir maður hvað hefði mátt betur fara.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að i hverri viku era birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Þrir vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það platan „Æ“ með hljómsveitinni Unun sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hverjir skipa hljómsveitina Unun? 2. Hvar er Birthmark-platan tekin upp? 3. Hvað kostar Now 29 í verslun Japis? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Hvar er Birthmark-platan tekin upp? DV-mynd GVA Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 24. nóvember og rétt svör verða birt í blaðinu 1. desember. Hér era svör in úr getrauninni sem birtist 3. nóvember: 1. Drápa. 2. Frá ísafirði. 3. Siggi Bjöms. Vinningshafar úr þeirri getraun em: Hólmfríður Þórhallsdóttir Fálkagötu 26,107 Reykjavík. Jakob Ragnar Jóhannsson Birkimel 5,560 Varmahlíð. Helga Ósk Víðisdóttir Rimasíðu 8, 603 Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.