Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 4
26 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 t@nlist Hljómsveitin Tweety: Platan Bít er gerð fyrir íslenskan markað og því em textar laganna á íslensku. DV-mynd Baldur jpKitíigagnrýni . / ];jj| m S § ' ■ : 7 I f 1 -’ j* kV i £“*.; ’ “M 1 Æ*/ 3 t SSSÓL — „Blóð" ★ ★★ Rokk í viðlögum Ein besta tónleikasveit landsins gefur út plötu fyrir þessi jól. Breski upptökustjórinn Ian Morrow sá aö eina leiðin til að ná fram þéttleika og frumkrafti sveitarinnar væri að breyta hljóðverinu í tónleikastað. Platan var sem sagt tekin upp „live“ og frumkrafturinn beislaður. Þetta er það fyrsta sem maður tekur eftir þegar lagt er við hlustir. Öll spila- mennska er til fyrirmyndar og má þar sérstaklega hrósa nýjum með- limum sveitarinnar, þeim Bimi bassaleikara og Atla Örvarssyni hljómborðsleikara, báðir falla eins og flís við rass. Rokkið hefur tekið völd- in hjá hljómsveitinni þó eitthvaö vanti upp á. Skrefíð var ekki tekið til fulls. Frábærlega vel útsettir „gítar- frasar" eru aðalsmerki plöhmnar = 10 rokkstig. Sama er ekki hægt að segja um melódíusmíðar í u.þ.b. helmingi laganna. Helgi hefúr lengi getað státað af góðum melódíum allt frá því á dögum hans sem söngvari í Grafík og þess vegna skrítiö að ekki takist betur til. Lög eins og „Máni þegir“, „Popparinn", „Óvin“, „Mar- tröð„ og „Saklaus,, eiga það sam- merkt að laglínumar em meira og minna flatar. Helgi nær ekki að lyfta sér nægilega í viðlögum til að mynd- ast geti ris í lögunum. Lög eins og „Einmanna", „Stríð", „Sleiktu mig upp“ (besta lag plötunnar) og „Lof mér að lifa“ em hins vegar dæmi um það hversu vel getur tekist upp ef vinna er lögð í hlutina og þar er rokkskrefið tekið til fúlls, góðar lag- linur í bland við fiábæra spila- mennsku. Annað sem betur hefði mátt fara er „mix“ á söngnum. Hann er oft það aftarlega að ekki tekst að greina orð frá orði. Þegar á heildina er litið er hins vegar ljóst að Atli, Bjöm, Eyjó, Haffi og Helgi em að leita fyrir sér á nýjum brautum tón- listarinnar og ég vona bara að þeir halda áfram að þróa þessa nýju stefiiu og taki skrefið til fulls. Það er þörf á því að fleiri hljómsveitir taki af skarið og leiti fyrir sér. En eitt er víst, frumkrafturinn er til staðar hjá SSSÓL. Guðjón Bergmann Megas-Megas ★ ★ ★ ★ Efnið og umbúðirnar Þessi fyrsta plata Megasar sannar að umbúðimar skipta engu stórmáli ef efnið er fyrsta flokks. Með umbúð- unum á ég við útsetningar og undir- leik. Lögin, textamir og túlkun Megasar em jafn stórkostleg á að hlýða á nýutgefiium geisladiski og þegar platan kom fyrst út, fyrir tuttugu og tveimur árum. Platan „Megas" er tímamótaverk. Fram til þess tíma að hún kom á markað hafði lítið farið fyrir textum á borð við þá sem Megas bauð upp á. Látum sögutúlkunina vera. Hún bar gamansemi og kerskni höfundarins vitni. Orðfærið og formið var hins vegar þannig að aðrir höfðu ekki áður ort þannig söngtexta eða -ljóð. Með fyrstu plötu Megasar má með sanni segja að gáfumannapopp hafi orðið að veruleika í heimi íslenskra dægurlaga. Megas sló að sjálfsögöu ekki í gegn meðal allra íslendinga með fyrstu plötunni sinni. Það er reyndar enn þá býsna stór hópur sem hefur ekki tek- ið hann í sátt sem höfúnd og söngv- ara. En hafi það máðst út í minninu á DV Tweety spilar Bít Það hefur far ið líkt fyrir dúettinum Tweety og dúettinum Bong að hann er orðinn að fullvaxinni hljómsveit. Ólafur Hólm trommuleikari, Eiður Amarson bassaleikari og Máni Svavarsson hljómborðsleikari eru gengnir til liðs við Andreu Gylfa- dóttur og Þorvald Bjama Þorvalds- son og nýkomin er út platan Bít. Tweety lét fyrst heyra í sér í vor er leið. Þá kom lagið So Cool út á safnplötu og nokkra síðar lagið Lolly- pops. Bæöi lögin vora með enskum textum. Þau er að finna á Bíti en hin lögin átta sem er að finna á plötunni era sungin á íslensku. „Ástæðan er einfold," segir Þor- valdur Bjami. „So Cool og Lollypops vora ætluð fyrir erlendan markað. Við höfum gert samning við hol- lenska fyrirtækið CNR sem ætlar að gefa So Cool út sjötta janúar næst- komandi. Það er búið að útbúa fimm ólíkar hljóðblandanir að laginu og þær koma allar út á „maxi single“ eða stórri smáskííú. Klukkan gengur hins vegar talsvert mikið hægar hjá Hollendingunum en við eigum að venjast og við gátum einfaldlega ekki setið aðgerðalaus meðan þeir voru að gera klárt fyrir útgáfu So Cool. Þess vegna ákváðum við Andrea að fjölga í sveitinni þegar við uppgötvuðum að ýmsir sómamenn voru á lausu og saman tókum við upp átta lög fyrir íslenskan markað og þá höfðum við þeim rúmu tveimur áratugum síðan platan kom fyrst út hvers vegna höf- undurinn fékk viðumefiiið Meistari Megas rifjast það svo sannarlega upp við að hlusta á þessa endurútgáfu á geisladiski. Það var kominn tími til að hún kæmi út á ný. Ásgeir Tómasson Madonna - Bedtime Stories ★ ★ Misheppnuð tilraun Margt bendir nú til þess að vegur Madonnu á tónlistarsviðinu fari minnkandi eftir glæsilegan feril undanfarin tíu ár. Þessi nýja plata hennar sýnir að mínu mati listamann sem reynir að fylgja tískustraumum í tónlist en ræður ekki fyllilega við það. Gott dæmi um tilraun hennar við það nýja sem er að leysa hana af hólmi eru innkaup hennar á lagi Bjarkar og Nellee Hooper, Bedtime Stories, og að láta plötuna meira að segja heita eftir laginu. Lagið er nefhilega ekkert sérstakt, enda ein- hver afgangur af því sem valið var úr fyrir Debut plötu Bjarkar. Madonna reynir sem sagt að halda sér ferskri með því að leika nútíma soul-fónk- rapp danshúsatónlist en tekst, því miður fyrir hana, afar misjafhlega upp. Kannski er það vegna þess að hún virðist vera pikkfóst í þessu værðarlega koddahjali sem einkennt hefúr alla framkomu hennar undanfarin ár. Fyrir vikið verða lögin eins og innpökkuð í bómull; lulla flest í gegn án nokkurra átaka, allt slétt og fellt. Þessi tónlist gæti sem best hentað á næturklúbbum þar sem léttklæddar stúlkur stíga hægan dans í rauðu Ijósi. Sigurður Þór Salvarsson lögin náttúrlega með íslenskum textum.“ Þorvaldur Bjami segir að hugsan- lega verði gengið frá einhveijum af nýju lögunum til útflutnings síðar. Enskir textar era til við þau flest og ef hollenskum samstarfsmönnum líst á þau verður hafist handa. En hvemig er tónlist Tweety að þróast? Stöðugar breytingar? „Það má segja að nýju lögin á Bíti séu órökrétt framhald þess sem við vorum að gera fyrr á árinu,“ segir Þorvaldur Bjami. Danstakturinn er vissulega til staðar, samanber nafnið á plötunni, en þó er þetta ekki hreinræktuð dansplata. Ætli við leyfum okkur ekki meira að vera við sjálf núna en áður.“ Jólísól Þorvaldur Bjami Þorvaldsson er „Auðvitað er erfitt fyrir unga og óþekkta hljómsveit að koma sér á framfæri. Við fengum reyndar góðan byr í seglin síðasta sumar þegar viö komumst í efsta sæti íslenska listans en samt verðum við að hafa okkur eins mikið í frammi og við getum, reyna að komast í sjónvarpsþætti og spila og fara að árita þegar þar að kemur. Sem sagt taka þátt í sam- keppninni af fremsta megni.“ Þetta segir Friðrik Júlíusson, trommuleikari hljómsveitarinnar Spoon sem sendi á dögunum frá sér sína fyrstu plötu sem heitir eftir hljómsveitinni. Lagið sem hann nefnir er vitaskuld Taboo sem komst í efsta sæti listans síðastliðið sumar, flestum að óvörum. „Að minnsta kosti komu vinsaeld- irnar flatt upp á okkur,“ segir Friðrik. „Þegar á allt er litið gerði þetta atvik okkur samt ekkert nema gott. Jú, jú, það vildu ýmsir fá að gefa lagið út en við ákváöum að bíða með allt slíkt til haustsins. Reyndar stóðum við í samningaviðræðum við einn af stóra útgefendunum um skeið um að gefa út plötuna okkar. Það gekk ekki upp svo að við tókum bara v bankalán og gáfúm hana út sjálf.“ Auk Friðriks era í hljómsveitinni Spoon þau Höskuldur Öm Lárusson, söngvari og gítarleikari, Ingi S. Skúlason bassaleikari, Hjörtur Gunnlaugsson sem leikur á gítar og Emilíana Torrini söngkona. Hún gekk í hljómsveitina fyrir tæpu ári ásamt Friðrik. Hinir hafa starfað saman í hátt í tvö ár og hófú raunar samstarfið í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni, gítarleikara í FÍH-skól- anum. „Við fengum stundum að hita upp hjá Nýdanskri vegna tengslanna við Stefán," segir Friðrik. „Þannig kynntumst við Jóni Ólafssyni sem hvatti okkur til að gera eitthvað meira en að vera bara bílskúrs- hljómsveit sem fengi að hita upp fyrir aðra. Jón stýrði síðan upptöku lag- með flefii en eina plötu í takinu um þessar mundfi. Hann á mestan heið- ur af plötunni Senn koma jólin sem er nýkomin út. Þar syngja ýmsfi söngvarar ellefu jólalög frá ýmsum tímum. Flest era nýleg en eitt og eitt er komiö til ára sinna. „Markmiðið var að velja jólalög sem höfðu ekki verið gefin út áður hér á landi en orðið vinsæl með erlendum flytjendum,“ segir Þor- valdur. „Ég var að vinna í þessari plötu í sumar og fram á haust. Síð- astliðið sumar fór ég til Barcelona og þá tók ég þessa músík stundum með mér á ströndina og hlustaði á hana þar. Sumir sneru sig næstum úr hálsliðnum þegar þefi virtu fyrfi sér þennan dularfulla náunga sem hlust- aði á jólatónlist á ströndinni um hásumar. Aðstæðurnar voru sem sagt ekki mjög jólalegar meðan ég var að melta tónlistina en skemmti- legar.“ anna á plötunni og tók upp lögin að stórum hluta.“ Friðrik Júlíusson vill lítið ræða um hvað það kosti hljómsveitina að gefa út plötu sína sjálf. „Viö gátinn farið þá leið að skera allt við nögl og gera hlutina eins ódýrt og okkur var unnt. Hins vegar ákváðum við að eyða kannski heldur mefia þannig að allfi væra ánægðfi með útkomuna. Síðan verðum við bara að vona að platan fái góðar viðtökur þannig að okkur gangi vel að standa í skilum. Jólaútgáfan er alltaf happdrætti en við ákváðum af frjálsum vilja að vera með þannig að við verðum bara að gera okkar besta." 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. 31 Dagskrá rásar 1 4[ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5'| Myndbandagagnrýni 61 ísl. listinn -topp 40 j] Tónlistargagnrýni Hljómsveitin Spoon: Skyndilegar vinsældir lagsins Taboo gerðu ferli hljómsvert- arinnar aðeins gott þótt þær kæmu kannski helst til fljótt. DV-mynd ÞÖK Hljómsveitin Spoon gefur loksins út plötu sína: Barátta þrátt fyrir vinsældir síðasta sumars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.