Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
20
Sýningar
Ásmundarsafn
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Asmund
Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber
yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin
er opin alla daga kl. 10-4 og mun standa til
áramóta.
Café Mílanó
FaxafeniH
Þar stendur yfir myndlistarsýning Hildar Walt-
ersdóttur. Þema sýningarinnar er Afríka. Verk-
in eru aö mestu unnin í olíu á striga en einn-
ig eru verk unnin með kol á pappír. Sýningin
er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjud.,
miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og
laugard. og kl. 9-23.30 sunnud.
Eden
Hveragerðl
Elvar Þórðarson sýnir málverk. Sýningin
stendur yfir um óákveðinn tíma.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvík
Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels-
dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar
Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og
Margrétar Salome. Galleriið er opið alla virka
daga kl. 12-18/
Gallerí Bláttáfram
Skólavörðustig 17b
Laugardaginn 19. nóv. kl. 14-18 verður hald-
in kynning á nýjum vörum. Boðiö upp á létt-
ar veitingar. Opið alla virka daga frá kl. 12-18
og laugardaga frá kl. 11-14.
Gallerí Borg
viö Austurvöll
Þar stendur yfir samsýning á verkum lista-
manna af yngri kynslóðinni. Þeir sem eiga
verk á sýningunni eru. Jóhanna Kristín Yngva-
dóttir, Sigurbjörn Jónsson, Jón Axel Björns-
son, Vignir Jóhannsson, Gunnar Örn, Val-
garður Gunnarsson, Helgi Þorgilsson og Daði
Guðbjörnsson. Sýningunni lýkur 24. nóv.
Opið virka daga kl. 12-18 en um helgar kl.
14-18. Gallerí Borg býður upp á léttar veiting-
ar laugardaginn 19. nóv. kl. 16-18.
Gallerí Fold
Laugavegi 118d
Sýning á verkum Örlygs Sigurðssonar. Sýn-
inguna nefnir Örlygur „Á Ijúfum nótum". Sýn-
ingin stendur til 25. nóv. Á sama tíma er kynn-
ing á verkum Margrétar Birgisdóttur í kynn-
ingarhorni gallerísins. Opið daglega frá kl.
10-18 nema sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Greip
Hverfisgötu 82
Ingimar Ólafsson Waage sýnir verk sín. Á
sýningunni eru málverk og teikningar. Sýning-
in er opin alla daga vikunnar nema mánudaga
kl. 14-18 og henni lýkur 27. nóvember.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema
laugardaga frá kl. 11-14. Sýningar í gluggum
á hverju kvöldi
Gallerí Sólon islandus
Daníel Þorkell Magnússon heldur sýningu á
verkum sínum. Sýningin stendur til 27. nóv.
Galleríið er opið alla daga frá kl. 11-18.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9,2 hæó
Edda Jónsdóttir opnar í dag kl. 1ö*sýningu á
grafíkmyndum. Sýningin stendur til 8. des.
og er opin frá kl. 10-18 virka daga.
Gallerí Úmbra
Amtmannsstig 1
Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) sýnir myndir,
unnar á japanskan pappír með akrýl og olíu-
krít. Sýningin verður opin þriðjudaga-Jaugar-
daga frá kl. 13-18, sunnudaga frá kl. 14-18
og stendur til 7. des.
Geysishúsið
Á hornl Aöalstrætis og Vesturgötu
Þar stendur yfir sýningin „Handverk og iðn-
mennt". Sjö félög og stofnanir iðnaöarmanna,
sem eiga stórafmæli á þessu ári, halda sameig-
inlega sögusýningu og starfskynningu í tilefni
þessara tímamóta. Sýningin er opin alla virka
daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 11-16.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Þar stendur yfir samsýning sjö myndlistar-
manna. Þeir sem sýna eru: Bjarni Daníelsson,
Björgvin S. Haraldsson, Edda Óskarsdóttir,
Gunnlaugur S. Gíslason, Helga Júlíusdóttir,
Lísa K. Guðjónsddóttir og Pétur Bjarnason.
Sýningin stendur til 21. nóvember. Opið alla
daga frá kl. 12-18, lokað þriðjudaga.
íspan
Smiójuveg 7, Kópavogi
Síðasta sýningarhelgi myndlistasýningar Rlk-
eyjar Ingimundardóttur. Þarsýnir Rlkey vatns-
litafantasíur, ollumálverk og skúlptúra. Sýn-
ingin er opin virka daga frá kl. 15-20 en laug-
ardaga og sunnud. frá kl. 13-18.
Kaffi 17
Laugavegi 91
Þar stendur yfir samsýning níu listamanna sem
verslunin Smíðar og skart stendur fyrir. Sýn-
ingin samanstendur af myndum og verkum
unnin I smíðajárn, leir og gler. Opið frá kl.
10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugard.
Kaffibarinn Ari í Ögri
Ingóltsstræti
Carl-Heinz Opolony sýnir vatnslitamyndir.
Myndirnar verða til sýnis næstu vikur og eru
til sölu.
Kjarvalsstaðir
Opnuö hefur veriö yfirlitssýning á verkum Err-
ós undir yfirskriftinni „Gjöfin". Haustiö 1989
færði Erró Reykjavíkurborg að gjöf stórfeng-
legt safn eigin listaverka. Verkin .eru alls um
2.700 talsins. Á þessari sýningu er stór hluti
gjafarinnar sýndur. Sýningin er opin daglega
til 4. desember frá kl. 10-18.
Kringlan
Þar stendur yfir sýning á átta verkum eftir
Erró sem hann geröi á árunum 1955-1957.
Verkin eru hluti af gjöf sem Erró gaf Reykjavík-
urborg áriö 1989. Sýningin stendur til 4. des.
og er opin á afgreiöslutlma Kringlunnar.
Listgallerí
Listhúsinu i Laugardal
Slöasta sýningarhelgi á handverkasýningu
Bjargar Friðriksdóttur. Á sýningunni eru
saumaöar myndir og bútasaumur. Listgalleríiö
er opiö 10-18 virka daga og 10-16 um helgar.
Hugleikur í Hlaðvarpanum
Hálfgerð leik-
verkasmiðja
„Þetta eru tvö gamanverk og eitt
af alvarlegra taginu en félagar Hug-
leiks hafa samið öll verkin. Þarna
kemur fram aragrúi leikara frá Hug-
leik,“ segir Ása Richardsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kaffileikhússins, en í
gær frumsýndi Hugleikur þrjú stutt-
verk í Kafíileikhúsi Hlaövarpans.
Verkin voru frumsýnd í Hafnar-
húsinu síðasthðið vor og mynduðu
þá hluta sýningar sem kölluð var
Hafnsögur. Sonur og elskhugi er eftir
Sigrúnu Óskarsdóttur og Ingibjörgu
Hjartardóttur og leikstjórar eru Vil-
borg Valgarðsdóttir og Árni Bald-
vinsson. Tvær konur taka tal saman
á kaffihúsi við höfnina. Þær eru geró-
líkar manngerðir, hafa átt ólíka ævi
og hafa ólík lifsviðhorf. En tal þeirra
leiðir í ljós að sögur þeirra tvinnast
saman á ótai vegu.
Anna Kristín Kristjánsdóttir skrif-
ar stuttverkið Litla Gunna og UtU
Jón. Við lítinn vog í Utlum bæ heyja
Gunna og Jón lífsbaráttu sína og
dreymir um betra líf. Hversu lítið
Gunna elskar Utla Jón verður svo
bara að koma í ljós.
Matselja hans hátignar er óperu-
þykkni. Þykkni vegna þess að í þessu
12 mínútna langa verki leynast allar
eigindir óperu sem venjulega er
teygð upp í 3^4 tíma með endurtekn-
ingum og löngum andlátssenum. Hér
er allt til alls, göfugur konungur, illa
innrættur og vanskapaður bróðir
hans, viðurstyggileg eldabuska og
kolbíturinn sonur hennar og prins-
essa.
Áhugaleikfélagið Hugleikur er nokkurs konar leikverkasmiðja. Félagarnir
skrifa leikritin, leikstýra þeim, leika, smiða, sauma, mála og hvísla.
DV-mynd ÞÖK
Gallerí Sævars Karls:
Edda sýnir grafíkmyndir
Edda Jónsdóttir opnar á fóstudag
kl. 16 sýningu á grafíkmyndum í
Galleríi Sævars Karls. Edda.hefur
haldið íjölda einkasýninga og tekið
þátt í mörgum samsýningum lista-
manna á íslandi og víða erlendis og
unnið til fjölda viðurkenninga. Sýn-
ingin stendur til 8. desember.
Rúna sýnir myndir, unnar á japansk-
an pappír.
Nakið land
Núna stendur yfir sýning á verkum
Sigrúnar Guðjónsdóttur í Gallerí
Úmbru, Amtmannsstíg 1. Rúna sýnir
myndir, unnar á japanskan pappír
með akrýl og olíukrít. Þetta eru hug-
leiðingar um landið, nekt þess, birtu
og blá fiöll. Sýningin verður opin
þriðjudaga til laugardaga frá kl.
13-18, sunnudaga frá kl. 14-18 og lýk-
ur 7. desember.
Sjö í sal
framlengd
Samsýning sjö myndlistarmanna í
Hafnarborg verður framlengd til 28.
nóvember. Á sýningunni eru mál-
verk, skúlptúr og grafík. Sýnendur
eru Bjarni Daníelsson, Björgvin Sig-
urgeir Haraldsson, Edda Óskarsdótt-
ir, Gunnlaugur Stefán Gíslason,
Helga Júlíusdóttir, Lísa K. Guðjóns-
dóttir og Pétur Bjarnason. Sýningin
er opin frá kl. 12-18 alla daga nema
þriðjudaga.
Breyting í Blátt áfram
eftir pöntunum.
Fyrir voru í Gallerí Blátt áfram
þær Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir
myndlistarkennari, Katrín Didrik-
seii gullsmiður og Margrét Árnadótt-
ir leirmunahönnuður. Á laugardag
frá kl. 14-18 verður haldin kynning
á nýjum vörum.
Breyting hefur orðið á liðsskipan
í galleríinu Blátt áfram á Skóla-
vörðustíg 17b. Aðalbjörg Erlends-
dóttir fatahönnuður hefur bæst í
hópinn. Hún sýnir módelflíkur úr
silki, ull, leðri, lakki og úr handmál-
uðum efnum. Aðalbjörg málar á
silki, hör og bómull og sérsaumar
I Gallerí Blátt áfram er að finna silkimálun, skartgripi, fatnað, eyrnalokka,
kertastjaka og leir.
Listhús Ófeigs:
ítalskur íslandsvinur
ítalski íslandsvinurinn, Giovanni
Leombianohi, opnar sýningu á verk-
um sínum í Listhúsi Öfeigs á Skóla-
vörðustíg 5 á laugardag kl. 16. Gio-
vanni hefur heimsótt ísland undan-
farin sautján ár og stundað hér lax-
og silungsveiði. Árin sautján sýna
vel hversu Giovanni ann landi og
þjóð enda fer stundum mestur tími
dvalar hans hér á landi í aö skoða
og njóta hins ómengaða umhverfis.
Hann hefur málað margar myndir
hér og aðallega úr efnisheimi lax-
veiðiáa og umhverfi þeirra. Giovanni
hefur gert nokkrar myndamöppur
meö myndum frá Grímsá, Laxá í
Kjós og Norðurá. Þá eru einstakar
myndir til frá öðrum laxveiðiám. En
fyrst og fremst er hann umhverfis-
verndar- og umhverfislistamaður.
Giovanni sýndi síðast á íslandi árið
1983 í Listamiðstöðinni. Hann vinnur
með margháttaða tækni, olíu, akrýl,
air-brush, grafík og fleira. Flestar
myndir hans á sýningunni tengjast
stafrófi því sem hann fann upp og
nefnir Ecoalfabeto eða umhverfis-
stafrófiö.
Sýningar
Listahús Ófeigs
Skólavöröustíg 5
Á morgun verður opnuð sýning Giovanni
Leombianchi. Giovanni vinnur með marghátt-
aða tækni, olíu, akrýl, air-brush, grafik og sk.
relievografiuþrykk. Flestar myndir hans á sýn-
ingunni tengjast „stafrófi" því sem hann fann
upp og nefnir „Ecoalfabeto" eða umhverfis-
stafrófiö.
Listasafn Akureyrar
Kaupvangsstræti 4
Þar stendur yfir sýning á verkum Errós í öllum
sölum Listasafnsins. Sýningin stendur til 11.
desember og er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 14-18.
Listasaf n ASÍ
Grensásvegi
I Listasafni ASi er nú sýning á verkum Gunn-
ars Kr. Jónassonar. Hann sýnir 18 stór og lít-
il akrýlmálverk. Sýningin er opin frá kl. 14-19
alla daga nema miðvikud. og stendur til 27.
nóv. Lokað verður dagana 21. og 22. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar
Njaróargötu, sími 13797
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.
Lokað í des. og jan. Höggmyndagarðurinn
eropinnalla daga. Inngangurfrá Freyjugötu.
Listasafn íslands
Opnuð hefur verið sýning á úrvali verka Ás-
gerðar Búadóttur.' Sýningin verður opin dag-
lega nema mánudaga frá kl. 12-18 og stend-
ur tii 18. desember.
Listasafn Kópavogs-
Geröarsafn
Hamraborg 4, Kópavogi, sími 44501
i listasafninu eru nú sýnd verk Önnu Sigríðar
Sigurjónsdóttur myndhöggvara. Sýningin
mun standa til 27. nóvember. Hún er opin
alla daga frá kl. 13-18 nema mánudaga.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar
heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um
að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára af-
mæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til
áramóta. Opið laugard.-sunnud. kl. 14-17.
Listasafn Háskóla Islands
i Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Gerðubergi 3-5, Reykjavik
Þar stendur yfir myndlistarsýning Erlu Þórar-
insdóttur og Andrew Mark McKenzie. Sýn-
ingin stendur til 11. des. og er opin kl. 10-21
mánud.-fimmtud. og kl. 13-17 föstud-
sunnud. Þar stendur einnig yfir yfirlitssýningin
Islenska einsöngslagið. Sýningin stendur til
1. des. og er opin mánud.-fimmtud. kl. 10-21,
föstud. kl. 10-17 og laugard.-sunnud. kl.
13-16
Mokkakaffi
v/Skólavöröustig
Elísabet Jökulsdóttir sýnir verk sín. Þar þýðir
Elísabet hugsun sína yfir í áþreifanleg efni og
hluti úr hversdagslífinu. Opið er kl. 9.30-23.30
alla daga nema sunnud. kl. 14-23.30.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Upp-
lýsingar í síma 611016.
Nýlistasafnið
v/Vatnsstíg 3b
Þar stendur yfir sjónþing eftir Bjarna H. Þórar-
insson. Sjónþing er vettvangur nýjunga í list-
um og vísindum. Laugard. 19. nóv. kl. 20.30
verða haldnir þingleikar í tónum. Þingleikarnir
eru hluti af sjónþingi Bjarna. Sjónþingið
stendur til 20. nóvember. Gestur i Setustofu
að þessu sinni er Erling Klingenberg. Sýning-
árnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 á sýning-
artíma og þeim lýkur sunnud. 20. nóv.
Norræna húsið
Þar stendur yfir sýning Þórdísar Öldu Sigurð-
ardóttur á skúlptúrum og innsetningum (in-
stallation). Opið verður frá kl. 14-19 daglega.
Sýningin stendur til 27. nóvember. I anddyri
hússins stendur yfir sýning á Ijósmyndum frá
Austur-Grænlandi, sem Roland Thomsen tók
af fólki og mannlífi. Sýningin stendur til 27.
nóv.
Leiðintil lýðveldis
Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð-
skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum,
búningum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem
tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnarfrá dögum
Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátíðar 1944,
er í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshúsinu.
Sýningin mun standa til 1. desember. Opið
alla daga nema mánudaga kl. 11-17.
Portið
Strandgötu 50, Hafnarfiröi
Sýningu Antonios Hervás Amezcya, „Straum-
ar - Corriente", lýkur nú um helgina, sunnud.
20. nóv. Sýningin er opin frá kl. 14-18.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarfiröi, simi 54321
Opið á sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Ráðhús Reykjavíkur
Félag húsgagna- og innanhússarkitekta held-
ur sýningu á verkum félagsmanna. Sýningin
verður opin á virkum dögum kl. 10-19 en um
helgar kl. 12-18 og stendur til 20. nóv.
Safn Ásgrims Jónssonar
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Nú stendur yfir sýning á myndum sem Ás-
grímur málaði á Þingvöllum. Sýningin mun
standa yfir til nóvemberloka. Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.
Sjóminjasafn islands '
Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, s. 654242
Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13-17.
Sparisjóðurinn í Garðabæ
Garöatorgi 1
Þar stendur yfir sýning Öldu Ármönnu Sveins-
dóttur myndlistarkonu. Myndirnar eru til sölu.
Sýningin er opin frá kl. 8.30-16 alla virka
daga og stendur til 30. nóv.