Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
Hreyflmyndafélagið sýnir
Boðorðin eftir Kieslowski
Hreyfimyndafélagið mun á næstu
dögum taka til sýninga kvikmynd-
irnar Boðorðin (Dekalog) eftir pólska
leikstjórann Krzysztof Kieslowski.
Myndirnar eru tiu taisins, ein mynd
eftir hveiju boðorði, og er þetta í
fyrsta skipti sem þær eru sýndar í
kvikmyndahúsi hérlendis.
Boðorðin voru upphaflega gerð fyr-
ir sjónvarp og voru meðal annars
sýnd i Ríkissjónvarpinu fyrir fáum
árum. Þau hafa einnig verið sýnd í
kvikmyndahúsum og gengu fyrir
fullu húsi i París í tvö ár samfleytt.
Af tveimur myndanna um Boðorðin
voru gerðar lengri útgáfur, Stutt
mynd um morð og Stutt mynd um
ást, og hafa báðar þeirra verið sýnd-
ar á kvikmyndahátíð Listahátíðar.
Kvikmyndirnar um Boðorðin
komu Kieslowski í fremstu röð evr-
ópskra kvikmyndagerðarmanna en í
kjölfarið fylgdi kvikmyndin Tvöfalt
líf Veróníku. Kieslowski segist vera
hættur að gera kvikmyndir, þrátt
fyrir að hann sé ennþá á besta aldri,
og að þríleikurinn um frelsi, jafnrétti
og bræðralag séu hans síðustu
myndir. Þrír litir: Blár var sýnd hér
á landi í vor, Þrír litir: Hvítur er sýnd
núna í Háskólabíói og Þrír litir:
Rauður verður frumsýnd um jólin.
í fyrra sýndi Hreyfimyndafélagið
myndina No End frá 1984 en við gerð
þeirrar myndar naut Kieslowski í
fyrsta skipti liðsinnis lögfræðingsins
Krzysztofs Piesiewicz sem hafði ver-
ið framarlega í baráttu_Samstöðu
gegn stjórn kommúnista og varið
marga liðsmenn hennar. Síðan hefur
Piesiewicz verið meðhandritshöf-
undur Kieslowskis að öllum mynd-
um hans. Það var upphaflega hug-
mynd Piesiewicz að gera myndirnar
um Boðorðin.
Kvikmyndirnar Boðorðin verða brátt sýndar hjá Hreyfimyndafélaginu.
Stjömubíó:
Gamanmyndin Threesome
Stjömubíó hefur tekið til sýninga
gamanmyndina Threesome sem
íjallar um stúdínuna Alex og vini
hennar. Hún lendir óvart 4 lista yfir
karlmenn vegna nafnsins þegar hún
sækir um skóla og lendir í að deila
herbergi með tveimur karlmönnum
sem hún hefur aldrei áður séð.
Eddy og Stuart eru afar ólíkir en
þeir eru orðnir bestu vinir á þeim
stutta tíma sem þeir eru búnir að
deila herbergjum. Strákamir eru aft-
ur á móti í óvissu um hvernig þeir
eiga að bregðast við innrás frá svo
fallegri stúlku sem Alex er. Ekki líð-
ur á löngu áður en góð vinátta tekst
með þríeykinu en jafnframt hefst
ástarþríhymingurinn frægi. Stuart
er ástfanginn af Alex en hún sér ekki
sólina fyrir Eddy. Hann aftur á móti
er að reyna að átta sig á hverjar til-
finningar hans gagnvart kynlífi séu
og er langt á eftir henni.
Lara Flynn Boyle, Stephen Bald-
win og Josh Charles leika aðalhlut-
Alex, Lara Flynn Boyle, er vonlaus
um að ná ástum Eddys, Josh Char-
les, í gamanmyndinni Threesome.
verkin í gamanmyndinni. Eddy er sá
gáfaði en Stuart er partíljón staðar-
ins og áhugamál hans em kynlíf og
víndrykkja. Leikstjóri og handrits-
höfundur er Andrew Fleming. Að
sögn Flemings er nógu erfitt fyrir
ungt fólk að átta sig á eigin persónu
þegar það er í framhaldsskóla þótt
ofan á það bætist ekki heilabrot um
ástina og kynlífið.
Háskólabíó frum-
sýnir Daens
Háskólabíó frumsýnir kvik-
myndina Daens í leikstjóm Stijn
Coninx. Myndin var framlag Belga
til óskarsverðlaunanna 1993. Ðaens
er baráttusaga sem gerist í Belgíu
á öndverðri nítjándu öldinni í
skugga iðnbyltingarinnar. Myndin
gerist í smábænum Aalst þar sem
flestir íbúarnir vinna í spunaverk-
smiðju. í græðgi sinni innleiðir eig-
andi spunaverksmiðjuxmar nýjar
og stórhættulegar vinnuaðferöír til
að ná hámarksgróöa og verður
vinnuálagiö til þess aö slysum og
dauðsföllum fjölgar vemlega. A
sama tíma eru í mótun stórkostleg-
ar umbætur á kosningalöggjöfinni
í Belgíu og fá allir karlmenn kosn-
ingarétt, óháð stöðu og eignum.
Stefna þær breytingar alræðisvaldi
eignastéttarinnar í voða og verður
það til þess að þess aö hún herðir
tök sin á verkalýðnum.
Daens var Iramlag Belga tii ósk-
arsverðlaunanna 1993.
Sambíóin sýna Sérfræðinginn
Sharon Stone og Sylvester Stallone
lelka aðalhlutverkin I kvikmyndinni
Sérfræðingurinn.
Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri
hafa tekið til sýninga spennumynd-
ina The Specialist eða Sérfræðinginn
eins og hún hefur verið nefnd á ís-
lensku. Með aðalhlutverkin fara
stjórstjömurnar Sylvester Stallone
og Sharon Stone en með önnur hlut-
verk fara meðal annars Eric Roberts,
James Woods og Rod Steiger.
Mynd þessi segir frá sprengjusér-
fræðingnum Ray Quick, Stallone,
sem hittir hina undurfögm May
Munro, Stone, og heillast umsvifa-
lust upp úr skónum. Hún sækist eftir
hefnd á morðingjum foreldra sinna
og hefur árum samari skipulagt and-
svar sitt og.finnst nú vera kominn
tími á aðgerðir. Henni tekst með
klækjabrögðum að komast inn undir
hjá hinni glæpsamlegu Leon-fjöl-
skyldu, sem leidd er af Joe, Rod Stei-
ger, hinum sama og fór fram á morð
foreldra hennar. Hans hægri hönd
er svo erfinginn Tomas, Eric Ro-
berts.
Hættan vex stöðugt og Ray þjálpar
May að losa sig við morðingjana,
einn og einn í einu. Hins vegar kom-
ast þau í vandræði þegar leigumorð-
inginn Ned Trent, James Woods,
fyrrum félagi Rays, kemst að hinu
sanna í málinu og hótar að koma upp
um þau. Um leið og tíminn virðist
vera á þrotum dregst Ray lengra og
lengra inn í svikavef May og þrá-
hyggju hennar. Spuraingin er bara
sú, er hún að falla fyrir honum eða
er hún að veiða hann í gildru? Leik-
stjóri myndarinnar er Louis Llosa
sem einnig hefur leikstýrt Sniper og
Crime Zone.
OiPJIil
aísnfil
estí
9 9*1 7 • 0 0
Verð aöeins 39,90 mín.
4 :
afþreymg
Dagskrá Sjónv.
21 Dagskrá St. 2
31 Dagskrá rásar 1
41 Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5| Myndbandagagnrýni
61 Isl. iistinn
-topp 40
l7 1 Tónlistargagnrýni
Sambíóin sýna Risaeðlumar
Sambíóin hafa. tekið til sýninga
bamamynd Spielbergs, We’re back!
A Dinosaur’s Story eða Risaeðlum-
ar. Sagan byrjar í nútímanum en
flakkar aftur í tímann alla leið til
þeirra tíma er risaeðlur voru upp á
sitt besta. Louie og Ceciliu langar
mest af öllu til þess að eignast ein-
hverja vini. Dag einn koma vinalegar
persónur í heimsókn til New York
City og taka Louie og Ceciliu með sér
í ævintýraferð. Þau bjuggust alls
ekki við að þau ættu eftir að vingast
við hóp af elskulegum og gáfuðum
risaeðlum.
Captain NewEyes býður fjórum
risaeðlum að koma með sér tií fram-
tíðarinnar í tímavélinni sinni og hitta
mannabömin sem vom mjög spennt
að hitta þær. Götustrákinn Louie
langar mest af öllu tii þess að eignast
vini. Ferðalangamir koma til nú-
tímalegrar New York og hitta þar
Louie sem lofar að hjálpa þeim til
þess að finna Ameríska náttúm-
Risaeðlurnar flakka til New York nútímans.
fræðisafnið. Þar munu þeir hitta Dr.
Bleeb sem mun vemda þá. Á leiðinni
hitta þeir CecUiu sem er vel upp ahn
stúUia en mjög einmana. Risaeðlum-
ar lenda í mörgum ævintýrum og þar
á meðal í þakkargjörðarteiti ásamt
þúsundum hamingjusamra syngj-
andi bama.
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Slmi 11384
I blíðu og stríðu ★*
Afengisvandamál og upplausn fjöl-
skyldu í dramatiskri kvikmynd sem
ekki fer almennilega af staö fyrr en
eftir meðferð. -hk
Fæddir morðingjar **
Amerlskir fjölmiðlar og ofbeldisdýrkun
ogOliverStoneáútopnu. -GB
Speed **
Ógnarhraðskreið mynd um fifldjarfa
löggu i baráttu við geðbilaðan
sprengjufikil. Ágaet skemmtun. -GB
Umbjóðandinn ★★*
Góð spennumynd eftir skáldsögu
Johns Grishams. Aldrei þessu vant er
myndin betri en bókin. Susan Saran-
don og Tommy Lee Jones sýna bæði
stórleik. -hk
BfÓHÖLLIN
Sími 78900
Villtar stelpur ★
Grútmáttlaus „kvennavestri" um fjórar
hórur á flótta undan karlpeningnum í
leit að alvöru peningum og betra lifi.
-GB
Forrest Gump ***
Einstaklega Ijúf og mannleg kvikmynd
sem leetur engan ósnortin. Undraverð-
ar tæknibrellur sem heilla og stórleikur
Toms Hanks er það sem haest ber.
Einnig sýnd i Háskólabíói -hk
Sannar lygar ** A
Risa-mynd frá Cameron og Co sem
stenst ekki samanburð við fyrri myndir
hans vegna ómerkilegrar sögu. Ágaetis
skemmtun með mikilfenglegum hasar-
atriðum og góðum húmor inn á milli.
. -GE
SAGA-BÍÓ
Simi 78900
Skýjahöllin **'/2
Nýjasta islenska kvikmyndin er um
ævintýri Emils og Skunda. Einföld og
öll á hægum nótum en er hin besta
skemmtun fyrír fjölskylduna, sérstak-
legaþóbörnin. -HK
HÁSKÓLABfÓ
Simi 22140
Þrír litir: Hvítur **'/2
Gráglettinn annar hluti þrileiks Ki-
eslowskis um einkunnarorð frönsku
byltingarinnar. Hér það er jafnréttió.
-GB
Næturvörðurinn ***
Framúrskarandi danskur gaeðahúð-
artryllir um sevintýrí naeturvarðar í lík-
húsi. -GB
Bein ógnun irk'A
Harrison Ford berst gegn óvínum am-
erisks lýðræðis, utanlands og innan, í
sannkallaðristónnynd. -GB
Isabelle Eberhart *
Óspennandi mynd um spennandi ævi
franskrar kvenútgáfu af Arabiu-Lárusi.
-GB
Fjögur brúðkaup ***
Breskur húmor eins og hann getur
bestur orðið i bráðskemmtilegri kvik-
mynd með rómatfsku yfirbragði. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Siml 32075
Grlman **★
Snilldarbrellur sem samlagast
skemmtilegum tilburðum hjá Jim Car-
ey gera Grimuna nánast að leikinni
teiknimynd. Góð skemmtunfyriralla.
Flóttinn frá Absolom 'Hí
Slök framtiðarmynd um lif í leynilegri
fanganýlendu og átök tveggja fanga-
hópa. Einnig sýnd i Stjörnublói. -GB
REGNBOGfNN
Sími19000
Reyfari ** %
Töff og smart Tarantino um undir-
heímalýð í Los Angeles, fskalt en ekki
nógu gott. -GB
Lilli er týndur **
Fjörug mynd um hrakfarir þriggja bófa
sem ræna niu mánaða gömium snáða.
Teiknimynd með lifandi fólki. -GB
Neyðarúrræði *'A
Yfirdrifin uppfærsla á ástarsögu sem
ekki á að taka alvarlega en er of klisju-
kennd og ósannfærandi. -GE
Allir heimsins morgnar ★★★
Heillandi, dramatlsk kvikmynd um
sannan tónlístarmann, sorg hans,
sköpunargleði og skapbresti sem láta
engan ósnortinn, Mynd sem sameínar
áhugaátónlistogkvikmyndum. -HK
STJÖRNUBfó
Stmi 16500
Það gæti hent þig **
Þægileg og átakalaus skemmtun um
lottóvinningshafa sem gefur gengil-
beinu helmingínn. Góðir leikarar kom-,
astvelfráþunnrisögu. -hk
Úlfur ** 'A
Vel gerö og leikin mynd um forleggj-
ara sem breytist í úlf en herslumuninn
vantar. -GB
Bíódagar ***
Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og
mannlega kvikmynd um æskuár ungs
drengs i Reykjavik og i sveit. Sviðs-
mynd einstaklega vei heppnuð. -HK