Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Síða 4
26
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994
I.l@nlist
Þrírafmörgumlistamannannaáplötunni,Sennkomajólin,BjörgvinHalldórsson,SigríöurBeinteinsdóttirogStefánHilmarsson.
_____________________________:_______________
'pKDtugagnrýni
► T4
Collective Soul
- Hints, Allegations
and Things Left Unsaid
★ ★ ★
Leynir á sér
Collective Soul leynir svolítið á sér.
Tónlistin hefur yfirbragð
söluvamings og virðist við fyrstu sýn
átakalítil og grunn. En það er þúki í
hljómsveitarmeðlimum, sem kemur
öðru hveiju upp á yfirborðið. Þeir
hafa þó stjóm á honum og lagasmíðar
plötunnar em óneitanlega sterkar.
Ballöður em algengastar, en þeim
tekst að tempra væmnina með
aggressífum gíturum. Sumar
tónsmíðamar em nánast illgjamar og
brjóta upp mynstrið á plötunni.
Collective Soul er fimm manna
hljómsveit, sem m.a. inniheldur þrjá
gítarleikara, en gítaramir era einmitt
sterkasta vopn hljómsveitarinnar,
notaðir fagmannlega og áhrifaríkt.
Platan hefur raunar mjög
fagmannlegt yfirbragð, er vel unnin
og hljóðfæraleikur allur mjög góður.
Ed Roland semur lögin og syngur.
Ekki er hægt að tala um sérstakan
söngstíl hjá honum, því hann
sveiflast milli mismunandi
áhrifavalda á því sviði. Best kemur
það út þegar hann stælir Lloyd Cole í
In a Moment. Þama má lika greina
Lenny Kravitz og jafnvel örlítið af
Bob Dylan, svo sjá má að flóran er
fjölbreytileg. Scream er besta lag
plötunnar, en þar varpa þeir
popphamnum alveg fyrir róða og
flippa út í hröðu rokklagi með góðum
texta, söng og gitarleik. Shine er
einfalt lag með einföldum texta og
hittir vel i mark. Wasting Time er
einhver besta ballaða sem ég hef
heyrt, vel útfærð með góðum texta.
Love Lifted Me er bassa- og
trommulag, minna fer fyrir gítarleik,
og lagið virkar jafiivel svolítið
illgimislega. Önnur eftirminnileg lög
em In a Moment og Breathe.
Pétur Jónasson
Green Day- Dookie
★ ★ ★
Of einhæft
Það þarf ekki að hugsa sig lengi
um til að finna út
uppáhaldshljómsveit meðlima Green
Day. Strax í Bumout, fyrsta lagi
plötunnar Dookie, kemur Pictures of
Lily upp í hugann og andi The Who
heldur áfram að svífa yfir vötnum
næstu lögin og raunar plötuna út í
gegn. Það er kannski helst
gitarleikurinn sem minnir á gömlu
kallana í The Who, hljómamir barðir
með þessum aggressífa áslætti sem
Pete Townsend var alræmdur fyrir.
Því fer þó fjarri að meðlimir Green
Day séu jafh villtir og lærifeður
þeirra vom og auðvitað er meira í
plötuna spunnið en svo að hún sé
bara nostalgíudrykkur fyrir þyrsta
hippa. Góðu fréttimar era þær að
Green Day spilar hraða rokktónlist í
ágætis gæðaklassa og þar að auki hýr
platan yfir feikna góðum textum þótt
þeir snúist að mestu um þessar
venjulegu hassistapælingar um leti,
leiðindi og einmanaleika. Slæmu
fréttimar em þær að það vantar allan
metnað í gripinn. Tónlistin slær
mann ekkert eins og góð rokktónlist
á að gera því lögin era flestöll
keimlík og platan í heild svo einhæf
að erfitt er að taka einstök lög út.
Þetta sést kannski einna best á því að
besta lag plötunnar er aukalag sem
ekki er einu sinni minnst á á
plötuumslaginu. Ef þú bíður ca. eina
og hálfa minútu eftir að lokalaginu
lýkur færðu að heyra örstuttan
lagstúf með stórskemmtilegum
vitleysistexta. Besta „opinbera" lagið
á plötunni er Long View, en þar
halda þeir Who-töktunum í skefjum
og í staðinn kemur léttbilað
bassaflipp og letilegur söngur a la
The Fall. Annars em flest lögin svona
um og rétt fyrir ofan meðallag en
textamir bjarga því sem bjargað
verður.
Pétur Jónasson
Sugar-File Under:
Easy Listening
★ ★ ★
Spekinga-
rokk
Framsækin rokktónlist er á upp-
leið þessa dagana og mikið framboð
af hljómsveitum sem aðhyllast slíka
tónlistarstefnu. Sugar er grein af
þessum meiði og hefur þróað tónlist-
ina í átt að gáfumannapoppi, með
mýkri laglínum og aukinni notkun
órafmagnaðra gítara. Hljómsveitin er
tríó, skipað þremur mönnum frá
Austin í USA. Malcolm Travis er á
trommunum og David Barbe sér um
bassann og raddir. Þeir skila sínu
hlutverki og er ekki neitt að finna að
hljóðfæraleik á plötunni. En
aðalmaðurinn er Bob Mould. Hann
spilar á gítar og syngur í míkrafón og
semur öll lögin sjálfur, nema eitt,
aðeins eitt (eins og segir í klassísku
dægurlagi), og sér þar að auki um
upptökustjóm. Bob Mould er
greinilega mikill spekingur. í
heimspekilegum textum plötunnar
filósóferar hann um lífið og tilveruna
og má oft hafa glettilegt gaman af
hans sérstöku viðhorfum og
hugleiðingum sem oft em létt
háðskar og nálgast gjaman
viðfangsefnin frá óvenjulegum
sjónarhomum. Stundum getur þó
verið erfitt að gera sér grein fyrir því
hvaö maðurinn er aö fara. Hann
stýrir upptökum styrkri hendi. Platan
er mjög jöfn að gæðum, hvergi veikan
punkt að finna. Það em engin léleg
lög á þessari plötu en því miður
vantar toppana líka. Gee Angel og
Granny Cool skera sig þó nokkuð úr
og Gift og Can’t Help You Anymore
em einnig eftirminnileg. Nafh
plötunnar er öfugmæli því að tónlist
sem þessi krefst virkrar hlustunar til
að hennar verði notið sem best.
Pétur Jónasson
jólin
- ný jólaplata
„Senn koma jólin“ er sannmæli
hljómplötuútgáfunnar Spors hf. fyrir
þessi jól. Þessi nýja jólaplata
inniheldur 10 erlenda jólasmelli og 1
nýjan íslenskan eftir Þorvald Bjama
Þorvaldsson sem einnig tók að sér að
útsetja þessa nýjustu viðbót í jóla-
plötusafnið.
Markmið Þorvaldar var að gera
ekki niðursoðna tölvupopps- jóla-
plötu heldur að hafa sem mest lifandi
flutning á lögunum. Til verksins fékk
hann með sér Ólaf Hólm á trommur,
Eið Arnarsson á bassa, Mána
Svavarsson á hljómborð og Kjartan
Valdimarsson á harmóníku. Ari
Einarsson sér síðan um útsetningu á
laginu „Þegar þú birtist" sem
Margrét Eir syngur.
Landslið söngvara
Til þess að jólalögin falli vel í
kramiö hjá landanum vom fengnir
landsins bestu söngvarar til verks-
ins. Sigríður Beinteinsdóttir syngur
eina íslenska lag plötunnur sem er
samið af Þorvaldi Bjama. Lagið er
titillag plötunnar og heitir „Senn
koma jólin“.
Andrea Gylfadóttir syngur þrj ú lög
á plötunni. Fyrst má telja lag sem var
gefið út í fyrra, eftir Gloriu Estefan
og heitir nú „Ég óska mér jól ein með
á markaðnum
þér“ þar að auki syngur hún sígildu
lögin „Litla jólabam" og „Drengur
Maríu“. Helga Möller syngur lagið
„Jólin þín og mín“ og
Laddi syngur lagið „Bráðum koma
jólin á ný“. Á 25 ára starfsafmæli
kappans er við hæfi að hann syngi
að minnsta kosti tvö lög. Björgvin
Halldórsson syngur lögin „í húsinu
er hátíð“ eftir Neil Diamond og
„Jólafriður" eftir Harry Connick Jr.
Stefán Hilmarsson syngur gamalt
þjóðlag sem heitir „Líður að jólum"
og eins og áður segir syngur Margrét
Eir lagið „Þegar þú birtist" eftir Mél
Torme og Robert Wells.
Jóla, jóla...
Eins og áður segir er það
Þorvaldur Bjarrii Þorvaldsson sem
útsetur plötuna. Að hans sögn styðst
hann mikið við upprunalegar útsetn-
ingar enda mikið af nýjum erlendum
lögum sem þama er að finna. Það var
Hinrik Bjamason sem sá um þýðingu
og staðfæringu á flestum textum
plötimnar.
Eins og sjá má er þarna valinn
maður í hveiju rúmi og því má ætla
að platan verði kærkominn viðauki
í jólaplötusöfn um land allt.
-GBG
Fyrir þessi jól kemur loks út jólaplata með Mariah Carey en þessi unga söngkona
hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna.
Mariah Carey syngur
þekkt jólalög
Fyrir þessi jól kemur loks út
jólaplata með Mariah Carey. Þessi
unga söngkona hefur sungið sig inn
í hug og hjörtu landsmanna og er þess
styst að minnast þegar hún söng
gcúnla Harry Nilson lagið, Without
You. Platan heitir Merry Christmas
og á henni er aö flnna mörg þekkt
jólalög í í flutningi Carey.
Þetta em lög eins og: Silent Night,
All I Want for Christmas Is You, 0
Holy Night, U2 lagið Christmas
(Baby Please Come Home), Miss You
Most, Joy to the World, Jesus Bom
on This Day, Santa Claus Is Coming
to Town, Hark! The Herald Angeis
Sing/Gloria (In Excelsis Dea), Jesus
Oh What a Wonderful Child og God
Rest Ye Merry Gentlemen. Platan er
útgefm af Columbia-fyrirtækinu og
er komin í hljómplötuverslanir.
-GBG