Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 33 tónli0l: Safnið endurútgefið á næstu árum - Megas og Millilending koma útfyrir þessi jól Plöturnar Megas og Millilending hafa nú verið endurútgefnar af Skífunni og áformað er að gefa út allar plötur Megasar á geisladiskum. Fyrir síðustu jól kom út geislaplata sem bar nafnið Paradísarfuglinn. Platan innihélt mikiö og gott safn af lögum Megasar nokkurs sem er fyrir löngu oröinn einn af þjóðþekktari mönnum. Hún markaði upphaf. Þannig er mál með vexti að Skífan keypti safn allra þeirra platna sem enn eru óútgefnar á geislaplötu af Megasi. Markmiðið er að gefa þær allar út á því margrómaða formi sem geislaplatan er í dag. Endurútgáfan mun taka sinn tíma en Skífumönnum þykir engin ástæða til að hrúga öllum plötunum út á markaðinn í einu. Fyrstu plötumar koma á markað fyrir þessi jól. Þetta eru plötumar Megas og Millilending. Megas Árið 1971 kom fyrsta plata Megasar út og bar einfaldlega sviðsnafn mannsins. í Þjóðviljanum 17. sept- ember 1972 kom fram að þama væri að finna heilræðavísur, gamalt í nýjum stíl og nýtt í gömlum. Einnig kom fram að „hljómkringlan" væri ekki seld á tiltakanlega almennum markaði, áhugasömum var bent á Bóksölu stúdenta eða Megas sjálfan vegna þess hve upplagið væri litið. Eitt er víst að platan er fyrir löngu orðin sígild og tími til kominn að hún væri öllum aðgengileg á geislaplötu. Á plötunni er að fmna lög eins og Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátta íslendinga, Þóttú gleymir guði, Síðbúinn mansöngur, Ófelía, Um óheppilega fundvísi Ingólfs Amar- sonar og mörg fLeiri. Bannaðurí útvarpinu Eftir fjögurra ára hlé kom síðan út ný plata með Megasi, nánar tiltekið árið 1975. Platan bar nafnið Milli- lending og var í raun svar við hrópi aðdáenda. Loksins kom ný plata með Megasi. En ekki vora allir jafn ánægðir með framtakið. í viðtali sem Ásgeir Tómasson tók fyrir Dagblaðið 8. september 1975 kom fram að öll fyrsta platan hefði verið bönnuð í útvarp- inu. Að sögn Megasar var það „... vegna þess að einhver fáviti spilaði ákveðiö lag á mjög óheppi- legum tíma“. í þessari úrklippu sem ég fann kom ekki fram hvaða lag var spilað og á hvaða tíma en textar Megasar hafa hingað til þótt mjög opinskáir og ekki allir jafn sáttir við innihaldið. Á Millilendingu er að finna lög eins og Ragnheiður biskups- dóttir, Ég á mig sjálf, Erfðaskrá, Sennilega það síðasta (sem vík- ingurinn mælti um eða eftir dauða sinn), Súlnareki og mörg fleiri. Eins og áður hefúr komið fram er bæði hægt að fá Megas og Millilendingu á geislaplötu fyrir þessi jól (og næstu). Hálfnað er verk þá hafið er Þrátt fyrir þessa fínu byrjun á Skífan mikið verk fyrir höndum. Á næstu árum eiga plötur eins og Fram og aftur blindgötuna (1976), A bleik- um náttkjólum (1977), Nú er ég klæddur og kominn á ról (1978), Drög að sjálfsmorði (1979), Gult og svart - Holdið (1975-1982) og Gult og svart - Andinn (1982) eftir að bætast við í geislaplötusafnið hjá nýjum og gömlum aödáendum þessa merka listamanns. En eins og alþjóð veit er Megas langt frá því að vera dauður úr öllum æðum og þessar endur- útgáfur eiga einungis eftir að full- komna komandi safn platna. GBG Tónlistargetraun Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku em birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyr irtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisla- platan Minningar 3, safndiskur með fjölda dægurlaga eftir þekkta íslenska höfunda, sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir ný jólaplata Pálma Gunnarssonar? 2. Á hvaða hljóðfæri spilar Siggi Bjöms? 3. Hve gömul varð hljómsveitin Mannakom á þessu ári? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 15. desember og rétt svör verða birt í blaðinu 22. desember. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 24. nóvember: 1. Magnús Stefánsson. 2. Heiða. 3. Tveir. Vinningshafar i þeirri getraun, sem fá plötuna Spoon í verðlaun, em: HaUdóra Hallgrímsdóttir Holtastíg 12, 415 Bolungarvík. Amar Arinbjarnarson Borgargötu 1, 520 Drangsnesi. Guðmundur Þór Friðriksson Boðagranda 3,107 Reykjavík. Hvað hertir ný jólaplata Pálma Gunn- arssonar? TOPP 20 jr 1. Ýmsir - Minningar 2. Mariah Carey - Merry Christmas - 3. Spoon - Spoon 4. Unun - æ 5. Pálmi Gunnarsson - Jólamyndir 6. Svanhildur - Litlu börnin leika sér 7. R.E.M. - Monster 8. Sting - The Best of Sting 9. Bubbleflies - Pinocchio 10. Olga Guðrún - Babbidi-bú 11. Birthmark - Unfinished Novels 12. Siggi BjÖrns - Bisinn á Trinidad 13. Eric Clapton - From the Cradle 14. Mannakorn - Spilaðu lagið 15. Ýmsir - Now 29 16. Utangarðsmenn - Utangarðsmenn 17. Nirvana - Unplugged 18. Kolrassa krókríðandi - Kynjasögur 19. Skagfirska söngsveitin - Kveðja heimanað 20. Bragi Hlíðberg - / léttum leik Ef þú býrð úti á landi og pantar 5 diska af þessum lista, er póstkröfukostnaður enginn. JAPISS tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Simar 625290 og 625200 Dreifing: Simi 625088

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.