Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 4
34 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 I l@nlist Fimmta platan í röðinni - Heyrðu 5 komin á markað I dag er hljómsveitin Pearl Jam eitt stærsta nafn rokksins. Pearl Jam kynnir Vitalogy Arið 1990 var Pearl Jam stofnuð upp úr hljómsveitinni Mother Love Bone. Árið 1991 kom platan Tensíðan út og í kjölfarið fylgdu vinsældir laga eins og Black, Jeremy og Alive sem er þeirra stærsti smellur til þessa. í dag er Pearl Jam eitt stærsta nafn rokksins. í ár kemur síðan út þriðja plata Pearl Jam og ber hún nafiiið Vitalogy. Plötunni hefur fylgt mikil leynd og má segja að fyrir útgáfudaginn hafi fáir vitað hvað á henni yrði að finna. Fyrstu smáskífurnar komu á markaðinn 14. nóvember síðastlið- inn en þær innihéldu lögin Spin the black circle og Tremor Christ. Skemmst er frá því að segja að fólk var mishrifið og verður því hver að dæma fyrir sig. Pakkningar geislaplötunnar eru öðruvísi en neytandinn á að venjast, en með plötunni fylgir 32 blaðsíðna bók. Pearl Jam er ein þeirra sveita sem hafa enn mikla trú á vinyl- plötunni og gaf því Vitalogy fyrst út í því formi. Með plötunni fylgir 8 síðna bók en þeir sem kaupa hljóð- snældur eiga von á að fá 16 síðna bók með tónlistarkaupunum. Vitalogy inniheldur 14 lög og má geta þess fyrir útvarpshlustendur að lagið Yellow Ledbetter er ekki eitt þeirra. Eftir áramót fer Pearl Jam síðan í tónleikaferðalag til Ástralíu, Japan og Bandaríkjanna. Stuð og sæla Á plötunni er að finna jafnt innlend sem erlend lög þó svo að innlendu lögin séu í minnihluta enda dýrari vara. Platan inniheldur 18 lög og af þeim eru þijú innlend. Þama er nýtt lag Pláhnetunnar sem ber nafnið Sæla. Ásamt Stefáni Hilmarssyni syngur söngkonan Emiliana Torrini í laginu og má segja að það sé vel til fundiö hjá Pláhnetunni að fá þama unga og upprennandi söngkonu til að fríska upp á útlitið. Sigríður Bein- teinsdóttir og Björgvin Halldórsson syngja gamla Stuðmannasmellinn Tætum og tryllum sem Björgvin söng að vísu upprunalega. Hann hefur verið iðinn þetta árið enda heldur hann upp á 25 ára starfsafmæli sitt í ár. Popphljómsveitin Vinir vors og blóma á nýtt lag á plötunni sem heitir Hátt og kveöur við öllu þyngri hljóm hjá hljómsveitinni að þessu sinni. Rokk, dans og popp í erlendu deildinni má fmna lög úr ýmsum áttum. Sheryl Crow syngur lagið „All I wanna do“, rokksveitin Soundgarden er þama með fyrrum topplag íslenska listans „Black Hole Sun“, Rednex koma ferskir inn með danstakt í „hillbilly“-stíl í laginu „Cotton Eye Joe“, Joe Cocker flytur lagið „Summer in the City“, Gloworm flytja lagið „Carry Me home“, Grid flytja hið stórgóða danslag „Swamp Thing“, Crash Test Dummies eiga þama lagið „Aftemoons and Coffee- spoons", Snap Feat. Summer „Wel- come to tomorrow", CJ Lewis flytur , gamla Stevie Wonder lagið ' „Everything’s airighf‘, Six Was Nine flytja lagið „Drop Dead Beutiful“, Public Enemy eiga þama lagið, ,Give \ It up“, breska rokksveitin Terror- vision flytur okkur nýtt lag sem heith' „Pretend Best Friend“, Roxette er i með lagið „Fireworks", Portishead flytja okkur „Sour Times“ og síðast en ekki síst flytur hin rómaða sveit Mazzy Star okkur lagið „Fade Into You“. GBG Eins og neytendur hafa eflaust tekið eftir hafa útgefendur rutt safnplötum inn á markaðinn á þessu ári eins og þeir ættu lífið að leysa. Vinsælustu lög síðustu mánaða auk nýrra laga er formúlan í flestum tilfellum. í safnplötubransanum er oftast afráðið að koma á einhvers konar seríu. Bandalög nr. ?, Reif í..., Trans dans nr. ? og Heyrðu nr. ?. Nú hefur enn ein Heyrðu-platan bæst við og er hún númer 5 í röðinni. Tweety - Bít ★ ★ ★ Popprokkí þéttum taktl Lögin sem Tweety hljóðritar fyrir erlendan markað em með enskum textum. Þau sem ætluð em innan- landsmarkaðnum eru sungin á ís- lensku. Fyrir það eiga þau Þorvaldur og Andrea skiliö að fá rós í hnappa- gatið. Hitt er svo aftur annað mál að sá texti sem fékk mig til að lyfta brúnum og brosa út í annað byrjar svona: Er það dekorerað feis eða ísólerað pleis? Involveruð intressa sem giggar um með greis. Sjúr á því að boddí sjóviö giggar. Lagið heitir Gott mál! Tweety dúettinn var stofiiaður til að helga sig danstónlist og það er svo sannarlega þéttur taktur í lögunum á Bíti. Þótt danslagatískan heimti að og síðan seinni hlutann með öðm eins. Af nógu er að taka og víst er að þegar lagalisti plötunnar Þó líði ár og öld er skoðaður spyr maður sig ekki endilega hvers vegna varð þetta lag fyrir valinu heldur hvers vegna var þessu laginu eða hinu sleppt? Og svarið er auövitað: Það vantaði pláss. Þar af leiðandi er enn eftir að fylla enn frekar út í myndina til að toppamir á ferli Björgvins Hall- dórssonar komist allir til skila. Ásgeir Tómasson takturinn sé fastur og framarlega í hljóðblönduninni fellur Tweety- fólkið ekki í þá gryfju að líkja eftir þvi meginlandsbíti sem virðist vera hvað mest „inni“ um þessar mundir, ef marka má lagavalið á íslenskum danssafnplötum. í það virtist manni hins vegar stefha í vor þegar dúettinn var að stíga sín fyrstu spor á plötubrautinni. Nýju lögin em flest raunar poppaörokk og standa ágæt- lega sem slík. Áheyrilegust em Gott mál sem fyrr var nefnt og Alein. Önnur era hversdagslegri. Ásgeir Tómasson maður á að venjast í þessari deild tónlistarinnar enda vel valdir menn við takkaborðin. Um upptökustjóm sáu Jóhann Jóhannsson og Eyþór Amalds. Gestahljóðfæraleikarar plöt- unnar em Jóhann Jóhannsson (for- ritun/hljómborð), Amar G. Ómarsson (trommur) og Sigtryggur Baldursson (trommur). Þeir leysa sín verkefhi I - feiknavel af hendi. Bestu lög plötunn- ar em Ást í viðlögum, Ég sé rautt, Lög unga fólksins, Föstudagurinn langi, „Vé la gonzesse!" og Ljúgðu að mér. í stuttum lögum eins og Unun, Leðurskipið Víma og Skammhlaup er þó skotið aðeins yflr markið og út- koman er tónlistarlegur misskilning- ur. Þar fyrir utan er platan öll hin áheyrilegasta. Unun má því kallast É „óvæntasta góðverkið" fyrir þessi jól. Guðjón Bergmann Flytjendur á plötunni Heyrðu 5 eru fjölmargir, jafnt íslenskir sem erlendir. Tpptugagnrýni Unun-„æ" ★ ★ ★ Björgvin Halldórsson - Þó líði ár og öld ★ ★ ★ Poppað pönk og blústextar Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar menn eins og Dr. Gunni (Gunn- ar Hjálmarsson) og Þór Eldon sam- eina krafta sína í nafni tónlistarinn- ar. Þetta var gert ekki alls fyrir löngu með stofhun hljómsveitar sem nú kallar sig Unun. Frumsmíð sveitar- innar kallast „æ“ og inniheldur 13 lög. Tónlistin er poppað melódíupönk og fer fyrsta hrósið til Heiðu, söng- konu sveitarinnar, en þar hefur fund- ist brú milli Bjarkar og fyrrum söng- konu Dúkkulísanna. Melódíur em oftast ljúfsárar og textamir fjalla meira og minna um ást eða vöntun á henni. Allur hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar og hljómurinn betri en Brot af því besta Björgvin Halldórsson sagðist í við- tali í tónlistarblaði DV í haust vera hálfundrandi á þeim fjölda laga sem hann hefur hljóðritað á aldarijórðungs ferli sínum. Hann segist hafa gætt þess að vera ekki með plötu á markaönum fyrir hver jól til að þreyta fólk ekki um of á sér og vísar til þess að mark- aðurinn sé lítill og kröfuharður og ávallt sé hætta á að honum sé ofgert. Nærri lætur að Björgvin hafi sung- ið fjögur hundmð lög inn á plötur frá því aö sú fyrsta var hljóðrituð hausti 1969. Það era að meðaltali hátt í sextán lög á ári. Og mörg þeirra hafa slegið í gegn - sum reyndar orðin sí- græn. Það hefur þvi verið nokkur höfuðverkur að velja tíu prósent af öllu sem út hefur verið gefið og segja: Þetta gefur besta þversniðið. Allt eins hefði mátt skipta þessari útgáfu í tvennt, afgreiða fýrst fyrri hluta fer- ilsins með svo sem fjömtíu laga safhi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.