Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 4
24 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Sýningar Listahúsið í Laugardal Sjofn Har. opnar sýningu laugardaginn 10. des. kl. 18. Á sýningunni eru nýjar olíumyndir og myndir unnar á handgeröan pappír meö bleki. Sýningin stendur til 31 des. og er opin daglega frá kl. 13-18, á laugardögum frá kl. 11-18 og á sunnu dögum frá kl. 14-18. Þar stendur einnig yfir kertastjakasýning 10 félaga Leirlistafé- lagsins. Á sýningunni eru fjölmargar teg- undir kertastjaka úr keramiki og postulíni Sýningin er sölusýning og stendur yfir fram yfir jól. Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13JB0-16. Lokað í des. og jan. Högg- myndagaröurinn er opinn alla daga. Inn- gangur frá Freyjugötu. Listasafn íslands Listasafn Islands er 110 ára um þessar mundir og í því tilefni stendur yfir sýning á stofngjöfinni. Á sýningunni er úrval verka eftir norræna málara, aðallega danska, frá síöari hluta 19. aldar. Sýningin veröur opin daglega nema mánudaga frá kl. 12-18, fram til 5. febrúar 1995. Listasafn Kópavogs — Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogl, siml 44501 Handverk - reynsluverkefni stendur fyrir sýningu á minjagripum og nytjahlutum úr islensku hráefni. Þetta eru hlutir sem bárust i samkeppni sem verkefnið stóð fyrir. Alls eru sýndar 82 tillógur, þar af 19 sem veitt voru verðlaun. Sýningin verður framlengd til 18. desember vegna mikillar aðsóknar. Safnið er opið frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Listasafn Sígurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ölafsson- ar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu I tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til áramóta. Opið laugard.-sunnud. kl. 14—17. Lístasafn Háskóla íslands íOdda.sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum I eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listmunahús Ófeigs Skólavörðustlg 5 Sunnudaginn 11. des. opnar Friðrik Örn Hjaltested Ijósmyndasýningu. A sýning- unni eru 17 verk sem Friðrik Örn hefur gert I Kaliforníu á síðastliðnum tveimur árum. Myndirnar eru i svart-hvltu og fjalla um fólk. Sýningin er opin frá kl. 10-18 alla daga og lýkur henni 31. desember. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Geröubergi 3-5, Reykjavík Síðasta sýningarhelgi á hljóðmyndasýning Erlu Þórarinsdóttur og Andrew Mark McKenzie. Þetta er samvinnuverkefni þar sem þau tefla saman hljóði og mynd. Efni- viðurinn er hljóð, Ijós, salt og aðdráttarafl- ið. Sýningin er opin föstudaga til sunnu- daga frá kl. 13-17. Mokkakaffi v/Skólavöröustíg Þar stendur yfir fyrsta einkasýning Guð- brands Ægis. Myndlistasýning Guðbrands á Mokka fjallar á einfaldan hátt um jóla- hald íslendinga fyrr og nú. Sýningin ber yfirskriftina „Hátíð Ijóss og skugga". Sýn- ingin mun standa út jólamánuðinn og er opin frá kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnud. kl. 14-23.30. IMesstofusafn Neströö, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg3b Samsýningu átta myndlistarmanna, sem sýna í aðalsölum Nýlistasafnsins, lýkur sunnudaginn 11. des. Ennfremur lýkur sýningu á verkum Joris Rademaker I Setu- stofu safnsins. Sýningarnareru opnardag- lega frá kl. 14-18. Norræna húsið Þar stendur yfir málverkasýning Sigurðar Einarssonar. Myndirnar eru flestar olíu- myndir á striga. Opið verður frá kl. 14-19 daglega og lýkur sýningunni sunnudaginn 18. des. Leiðin til lýðveldis Viöamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengist sögu sjálfstæðis- baráttunnar frá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátlðar 1944, er I Aðalstræti 6 gamla Morgunblaðshúsinu. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17 og stendur til jóla. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirðl, sími 54321 Opið á sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74, sími 13644 Safnið er lokað í desember. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarflrðl, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13-17. Smiðjan, innrömmunarstofa Ármúia36 Þar stendur yfir myndlistarsýning Þórs Ludwigs á vatnslitaverkum. Myndirnar eru landslagsmálverk. Sýningin er opin á versl- unartíma og stendur til 14. desember. Sjofn Har sýnir verk sín í Listhúsinu i Laugardal. Sjefn Har í Listhúsinu: Verk sem sýnd voru í London - óbeinar stemningar og staðarlýsingar „A sýningunni eru verkin sem voru sýnd í London, Look North, sem var í samvinnu viö menningarskrif- stofu sendiráðs íslands þar í borg. Opnunin þar gekk mjög vel, þangað komu hátt í 200 manns. Ég fékk mjög jákvæðar og góðar móttökur og seldi meira að segja 10 verk,“ segir Sjofn Har myndhstarkona sem opnar sýn- ingu á laugardag kl. 18 í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru nýjar olíumyndir og myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. Myndefni Sjafnar er sem fyrr íslenskt landslag í þeim sterku og björtu litum sem hafa ein- kennt verk hennar frá upphafi. Þaö er ævintýrið, orkan, krafturinn, birt- an og skil dags og nætur sem veröa Sjofn helst að yrkisefni. „A verkunum eru óbeinar stemn- ingar og staðarlýsingar þar sem ég reyni að fanga birtuna og kannski mismunandi árstíðir,“ segir Sjofn. Sýningin stendur til 31. desember og er opin daglega frá kl. 13-18, á laugardögum kl. 11-18 og á sunnu- dögum frá kl. 14-18. Listhúsið: Kertastjaka- sýning Kertastjakasýning verður haldin í Listhúsinu í Laugardal á laugardag kl. 10. Á sýningunni eru fjölmargar tegundir kertastjaka úr keramiki og postulíni sem félagar Leirlistarfé- lagsins hafa unniö á undamornurn vikum. Um er aö ræða gólfstjaka, borðstjaka, veggstjaka, aðventu- stjaka, auk mikils úrvals af smá- stjökum fyrir sprittkerti. Sýningin er opin frá kl. 10-18, auk þess sem hún verður opin í samræmi við afgreiðslutíma verslana í des- ember. Sýning í Götugrillinu Kristbergur Pétursson myndhstar- maður opnar sýningu á verkum sín- um á veitingastaðnum Götugrillinu Ameríkumaður í París í Borgar- kringlunni á laugardag kl. 14. Sýn- ingin stendur til 10. janúar. Krist- bergur hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekiö þátt í samsýning- um heima og erlendis. Hljóðmynda- sýning í Gerðubergi Núna stendur yfir hljóðmyndasýn- ing á verkum Erlu Þórarinsdóttur og Andrew Mark McKenzie. Þetta er samvinnuverkefni þar sem þau Erla og McKenzie tefla saman hljóði og mynd. Efniviðurinn er hljóð, ljós, salt og aðdráttaraflið. Guðbrandur Ægir sýnir á Mokka. Hátíö ljóss og skugga Núna stendur yfir fyrsta einkasýn- ing Guðbrands Ægis á Mokka við Skólavörðustíg. Áður hefur hann tekiö þátt í samsýningum í Gerðu- bergi og einnig með P-hópnum í Borgarkringlunni. Myndhstarsýn- ingin á Mokka, sem fjallar á einfald- an hátt um jólahald íslendinga fyrr og nú, ber yfirskriftina Hátiö ljóss og skugga. Sýningin mun standa út jólamánuðinn. Guðbrandur Ægir stundaöi fyrst myndhstarnám við Myndhstarskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndhsta- og handíðaskóla íslands síðastliöið vor eftir fjögurra ára nám. Sýningin er opin á sama tíma og Mokka, eða frá 9.30 til 23.30 mánu- daga til laugardaga og sunnudaga frá 14-23.30. Ljósmyndasýning í Listmunahúsi Ofeigs Friðrik Öm Hjaltested opnar á sunnudag ljósmyndasýningu í List- munahúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5. Á sýningunni eru 17 verk sem Frið- rik Öm hefur gert í Kalifomíu á síð- asthðnum tveimur árum. Myndimar era í svart-hvítu og fjalla um fólk. Notaðar era óhefðbundnar aðferðir við framköllun þeirra. Friörik Örn hefur tekið þátt í þrem- ur samsýningum í Los Angeles. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga og verðlauna fyrir myndir sín- ar, meðal annars verðlaun og mynd- birtingu frá American Photo og Ni- kon, verðlaun og myndbirtingu í Photographers Fomm og verðlaun fyrir arkitektúr ljósmyndun frá Santa Barbara borg. Einnig hefur Friðrik Öm hlotið þrjá styrki frá Brooks Institue. Friörik Öm starfar nú hjá virtu bandarísku auglýsinga- fyrirtæki, Jay P. Morgan, auk þess Myndir Friðriks fjalla fyrst og (remst um fólk. að vinna aö ljósmyndun fyrir geisla- diskaútgáfur og tímarit. Sýningar Asmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ás- mund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin alla daga kl. 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó FaxafenlH Þar stendur yfir myndlistarsýning Hildar Waltersdóttur. Þema sýningarinnar er Afr- íká. Verkin eru að mestu unnin í olíu á striga en einnig eru verk unnin meö kol á pappír. Sýningin er opin kl. 9-19 mánu- daga, 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23.30 sunnud. Deiglan Akureyri Á morgun kl. 14 verður opnuð barnabóka- sýning. Á sýningunni veróur lögö áhersla á myndskreytingar í barnabókum og mikil- vægi þess aö hinn sjónræni þáttur barna- bókmennta sé vandaður. Opið daglega frá kl. 14-18 fram að jólum. Eden Hverageröi Elvar Þórðarson sýnir málverk. Sýningin stendur yfir um óákveðinn tíma. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Ax- elsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborg- ar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnars- dóttur og Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgis Andréssonar Laugardaginn 10. des. kl. 16 mun Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður opna sýn- ingu sína sem hann kallar „Hraun - Um - Rennur". Um er að ræða samspil hrauns sem brætt er á staönum og glerflaskna er innihalda litróf vatnslita. Opið alla fimmtu- daga kl. 14-18, út janúar 1995. Gallerí Borg við Austurvöii Þar stendur yfir sýning Sigurbjarnar Jóns- sonar. Að þessu sinni sýnir Sigurbjörn um 20 olíumálverk. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18 en henni lýkur 11. desember. Gallerí Guðmundar Ánanaust 15, sími 21425 Galleríið er opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Gallerí Fold Laugavegi118d Sara Vilbergs sýnir oliuverk og pastel- myndir. Syningin ber heitið „ílát meðal annars" og stendur til 18. des. Opið kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Hverfisgötu82 Þar stendur yfir sýning á myndskreytingum eftir Halldór Baldursson. Á sýningunni eru verk úr nýútkomnum og væntanlegum barnabókum, blaðamyndskreytingar og myndir tengdar hönnun. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 14-18 og henni lýkur 23. desember. Gallerí List Skiphoitisob Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga frá kl. 11-14. Sýningar í glugg- um á hverju kvöldi Gallerí Ríkeyjar Hverfisgöiu59 Sýning á nýjum verkum. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-18. Gallerí Sólon islandus Jón Axel Björnsson sýnir vatnslitamyndir í galleriinu. Sýningunni lýkur 27. desemb- er. Galleríið er opið alla daga frá kl. 11-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9,2 hæð Katrín Sigurðardóttir opnar sýningu á verk- um sinum, „Hin langa löngun", í dag kl. 16. Verkið er innsetning (installation) og er þetta i annað sinn sem hún sýnir í gall- eríinu. Opið frá kl. 10-18 virka daga. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1 Bleksprautu- og vatnslitasmámyndir eftir Eddu Jónsdóttur verða til sýnis og sölu dagana 8.-16. desember. Sýningin verður opin þriöjudaga-laugardaga frá kl. 13-18, sunnudaga frá kl. 14-18. Götugrillið, Ameríkumaður í París Borgarkringlunnl Kristbergur Pétursson myndlistarmaöur opnar sýningu laugardaginn 10. des. kl. 14. Sýningin mun standa til 10. janúar. Hafnarborg strandgötu34 Lýöveldisnefnd Hafnartjarðar og Byggða- safn Hafnarfjarðar standa fyrir Ijósmynda- sýningunni „Hafnarfjörður fyrr og nú". Á sýningunni eru Ijósmyndir frá Hafnarfirði teknar af hjónunum Guðbjarti Ásgeirssyni (1989-1965) og Herdisi Guömundsdótt- ur (1989-1990). Sýningin er í Sverrissal og stendur til 23. desember. Opið alla daga frá kl. 12-18, lokað þriðjudaga. Kaffi 1 7 Laugavegi 91 Þar stendur yfir sýning Steina Magnús- sonar. Sýningin ber yfirskriftina „Tilraun". A sýningunni er að finna abstraktmyndir. Opið frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugard. Kaffibarinn Ari í Ögri Ingólfsstræti Carl-Heinz Opolony sýnir vatnslitamyndir. Myndirnar verða til sýnis út desember og eru til sölu. Kjarvalsstaðir Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Errós undir yfirskriftinni „Gjöfin". Haustið 1989 færði Erró Reykjavíkurborg að gjöf stórfenglegt safn eigin listaverka. Verkin eru alls um 2.700 talsins. A þessari sýn- ingu er stór hluti gjafarinnar sýndur. Sýn- ingin er opin daglega til 18. desember frá kl. 10-18. Listasafn Akureyrar Kaupvangsstræti 4 Þar stendur yfir sýning á verkum Errós I öllum sölum Listasafnsins. Sýningin stendur til 11. desember og er opin alia daga nema mánudaga frá kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.