Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 23 DV Ýmsirflytjendur: Reif í sundur Reif í sundur inniheldur 17 vinsæl danslög. Á þessari 72 mínútna löngu plötu er að finna lög eins og The Rythm of the Night með Corona, Saturday Night með Whigfield, nýja útgáfu af Garden Party með Mezzo- forte, Stars og nýja útgáfu af Can you See Me? með Pís of keik, Swinginn með Sálinni, sem er endurhljóð- blönduð og hresst útgáfa af Krókn- um, og fleiri danssmelh. Spor. Verð: 1.999 kr. Ýmsir söngvarar Strákarnir okkar Hér er að finna 25 dægurlög sem jafn- margir söngvarar flytja. Tónlistin spannar að mestu tímaskeiðið milli 1944 og 1969, með smávægilegum frá- vikum. Þessi lög voru þó ekki hljóð- rituð fyrr en eftir 1950. Á plötunni má fmna kvartettsöngva, revíuvísur, ýmiss konar slagara af ýmsu þjóð- erni auk rammíslenskra rútubíla- söngva og dægurlaga. Meðal þeirra söngvara sem fram koma á plötunni eru Alfreð Clausen, Björn R. Einars- son, Guðbergur Auðunsson, Jón Kr. Ólafsson, Rúnar Gunnarsson, Stef- áns Jónsson, Vilhjálmur Vilhjálms- son o.fl. Spor. Verð: CD 1.899 kr./snælda 1.499 kr. Ellý Vilhjálms og Einar Júlíusson: Lög eftir Jenna Jóns Jenni Jóns var afkastamikill laga- höfundur, textasmiður og hljóðfæra- leikari á sjötta og sjöunda áratugn- um. Jenni tók oft þátt í danslaga- keppnum sem mjög tíðkuðust á þess- um árum. Mörg laganna nutu slíkra vinsælda aö þau eru enn í minnum höfð. Svavar Gests safnaði 12 vinsæl- ustu lögum Jenna saman 1978 til að gefa út plötu. Fékk hann Þóri Bald- ursson til að útsetja þau og stjóma upptökum. Var söng Ellýar Vil- hjálms og Einars Júlíussonar bætt inn í upptökur Þóris og úr varð þessi plata sem nú er endurútgefin í tilefni af fimmtugsafmæli Einars. SG/Spor. Verð: 1.599 kr. Hallbjörn Hjartarson: Það besta - kántrý 7 Þessi plata inniheldur 23 lög af sex kántrýplötum Hallbjörns Hjartar- sonar og spannar tímabihð 1981- 1992. Þar sem tónlist Hallbjamar hefur nær eingöngu veriö gefin út á vinylplötum þótt tímabært að safna úrvah laga hans á geislaplötu. Meðal laga á Því besta em: Hann er vin- sæll og veit af því, Kántrýbær, Lukku-Láki, Kúreki norðursins, Ljóshærði snáðinn, Blakkur, Söngur lóunnar og Bænin. Fjöldi hljóðfæra- leikara og aðstoðarfólks, íslensks og bandarísks, kemur við sögu en hlut- ur Siguröar Rúnars Jónssonar, Magnúsar Kjartanssonar og Vh- hjálms Guðjónssonar er þar stærst- ur. HJH/Spor. Verð: 1.899 kr. Ýmsirflytjendur Minningar 3 Þriðja platan í þessari vinsælu plötu- röð. Hér skiptast á þekkt innlend og erlend dægurlög eins og Bláu augun þín, Hún hring minn ber og Fagra Island. Söngvarar á plötunni eru María Björk, Eghl Ólafsson, Ema Gunnarsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir. Þá taka Björgvin Hahdórsson og Eyjólfur Kristjánsson einnig lagið. Pétur Hjaltested sér um tónhstar- flutning ásamt úrvah tónhstar- manna. Japis. Verð: CD 2.199 kr./snælda 1.599 kr. Ríó tríó: Best af öllu Nú em liðin 30 ár síðan Ríó tríóið var stofnaö af þremur ungum phtum úr Kópavogi; Helga Péturssyni, Ág- ústi Atlasyni og Olafi Þórðarsyni. Ríó tríó hefur gefið út fjölda hljómplatna í gegn um tíðina þar sem það syngur lög við texta Jónasar Friðriks og annarra höfunda. Hér er á ferð plata með 25 vinsælum lögum tríósins frá fyrstu 20 ámm þess ásamt 24 blað- síðna textabók með öhum textunum. Upphaflega kom þetta lagasafn út á tveimur hljómplötum 1982. Nú hefur 'útgáfan verið yfirfarin og hljómur- inn bættur verulega með nýjustu tækni. Spor. Verð: 1.899 kr. Ellý Vilhjálms: Lítill fugl Ehý Vilhjálms starfaði á sínum tíma með hhómsveitum eins og KK sext- ettinum og hljómsveit Svavars Gests og naut þá mikihar hyhi. Eftir aö hún söng inn á sína fyrstu hljómplötu, 1960, varð ekki aftur snúið. Síðan hafa fjölmörg lög fylgt í kjölfarið eins og Vegir hggja th ahra átta, Heyr mína bæn, I grænum mó, Ég veit þú kemur, Sveitin mihi sanda og Lítih fugl. Þessi lög og mörg fleiri, ahs 20 lög, er að finna á þessari plötu með Ehý. Hún sá sjálf um lagavahð ásamt Svavari Gests og Jónatan Garðars- syni. Nýjustu tækni var beitt th að bæta hljóminn á plötunni. 16 blaðs- íðna myndskreytt textabók fylgir. Spor. Verö: 1.899 kr. Ýmsirflytjendur: Egg ’94 Dansinn er í hávegum hafður á þess- ari plötu þar sem er aö finna 13 dans- lög flutt af ýmsum íslenskum hsta- mönnum. Meðal þeirra sem sjá um dansrythmann eru Blue Intro, Tone Vibe, Tungl 12, Freaky Spoon, Sonic Waves ogOlllOlOOl. Smekkleysa. Verð: 1.799 kr. Hljómföng Ýmsirflytjendur: íslandslög 2 Á þessari plötu, sem gefin er út í til- efni af 50 ára afmæh lýðveldisins, er að finna sígild íslensk dægurlög frá 6. og 7. áratugnum í flutningi Björg- vins Hahdórssonar, Bubba Mort- hens, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Guð- rúnar Gunnarsdóttur, Egils Ólafs- sonar o.fl. Á plötunni eru 11 lög; Stína, ó, Stina, Þú eina hjartans ynd- iö mitt, Erla, Dagný, Undir Stóra- steini, í grænum mó o.fl. Skífan. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. Björgvin Halldórsson: Þó líði ár og öld Tvöföld plata með 40 af bestu lögum Björgvins í thefni af þvi að 25 ár eru liðin frá fyrstu plötuupptöku hans. Ágrip af ferlinum, upplýsingar um lögin og fjöldi ljósmynda prýða upp- lýsingabók sem fylgir. Með Björgvini á plötunni eru margir af helstu tón- hstarmönnum okkar. Meðal laga eru: Þó hði ár og öld, Eina ósk, Skóla- ball, í útvarpinu heyrði ég lag, Tæt- um og tryllum, Eitt lag enn o.fl. Skífan. Verð: CD 2.499 kr./snælda 1.799 kr. Ýmsirflytjendur: Transdans Þriðja platan í röðinni Trans dans hefur að geyma 18 lög. Svala Björg- vins og hljómsveitin Scope á tvö lög, In the Arms of Love og Hot Shot. Af erlendum lögum má nefnda Everybody Gonfi Gon með Two Cowboýs, Can You Feel It með Real H Reel, Eighteen Strings með Tin Mano.fi. Skífan. Verð kr. CD 1.999/snælda 1.499 Ýmsar söngkonur: Stelpurnar okkar Hér eru saman komnar 25 söngkonur sem flytja jafnmörg lög frá tímabh- inu 1944-1969. Lögin sýna þversnið af þeirri tónhst sem naut hvað mestr- ar hyhi hjá nýfrjálsri þjóð á upphafs- skeiði íslenskra dægurlaga. Lögin komu út upp úr 1950. Hér er á ferð- inni sama hugmynd og á plötunni Strákamir okkar. Meðal söngkvenna sem fram koma eru: Ehý Vilhjálms, Erla Stefánsdóttir, Ingibjörg Smith, Nora Brocsted, Soffía Karlsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Hahbjörg Bjarnadóttiro.fl. Spor. Verð: CD 1.899 kr./snælda 1.499 kr. Mannakorn: Spilaðu lagið Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnars- son og félagar taka á þessari plötu 20 af sínum vinsælustu lögum í óraf- mögnuðum útgáfum í thefni af 20 ára starfsafmæh hljómsveitarinnar. Mannakorn hefur alltaf fetað eigin slóð og á marga aðdáendur sem taka þessari útgáfu fagnandi. Meðal laga á plötunni eru: Einhvers staðar ein- hvem tíma aftur, Gamli skóhnn, Þorparinn, Lhla Jóns, Reyndu aftur, Fínn dagur, Gálgablús og Göngum yfir brúna. Textar fylgja. Japis. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. Ýmsirflytjendur: Heyrðu 5 Þetta er fimmta Heyrðu platan. Hún hefur að geyma splunkuný rokk- og popplög frá tónhstarmönnum eins og Cheryl Crow, Joe Cocker, Six Was Nine, Crash Test Dummies og So- undgarden. Þá er einnig að finna á plötunni ný lög frá Vinum vors og blóma, Björgvini Hahdórssyni og Siggu Beinteins og Pláhnetunni og EmihönuTorrini. Skífan. Verð: 1.999 kr. Vilhjálmur Vilhjálmsson: í tíma og rúmi Nýtt safn með 20 lögum Vhhjálms. Hljómurinn hefur verið bættur vem- lega með nýjustu tækni. Meðal laga á þessari plötu em: Einbúinn, Bíddu pabbi, Sumamótt í Reykjavík, Égfer í nótt, Heimkoman, Árið 2012, Við eigum samleið og Alparós. Spor. Verð: CD 1.899 kr./snælda 1.499 kr. Haukur Morthens 1 Haukur Morthens: Gullnar glæður Safn 26 þekktustu laga Hauks Mort- hens. Úrval laga sem Haukur söng fyrir þjóð sína og gaf henni th minn- ingar um einstæðan söngvara. Spor. Verð: CD 1.899 kr./snælda 1.499 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.