Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Page 10
28
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
Hjjómföng
Bryndís Halla
Gylfadóttir og
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
Þær stöllur, Bryndís Halla sellóleik-
ari og Steinunn Birna Píanóleikari,
leika hér verk eftir Beethoven,
Schumann, Farué og Shostakovich.
Platan hefur þegar fengið mjög já-
kvæðadóma.
Japis.
Verð: 1.999 kr.
Stefán íslandi:
Ökuljóð
Stefán íslandi, einn fremsti tenór-
söngvari þjóðarinnar fyrr og síðar,
lést fyrr á þessu ári. Hér hefur 25
íslenskum og erlendum lögum í
flutningi hans verið safnað á eina
geislaplötu og hljómurinn bættur
með nýrri tækni. Meðal laga áplöt-
unni eru Ökuljóð, Vögguljóð, Eg lít
í anda Uðna tíð, Vesti la Giubba, Bik-
arinn, Questa o quella o.fl.
Spor.
Verð: 1.899 kr.
Manuela Wiesler:
Oiseaux tendres
Á þessari nýjustu geislaplötu sinni
leikur Manuela Wiesler flautuleikari
verk eftir Vivaldi, Messiaen, Rivier,
Saariaho, Izarra ogPopp. Manuela
er fædd í Brasilíu 1955 en ólst upp í
Vín í Austurríki. Hún bjó hér á ís-
landi og í Svíþjóð áður en hún flutti
aftur til Vínar þar sem hún býr nú.
BlS/Japis.
Verð: 1.499 kr.
FRIOUR SIGUROARDÓTTJR. SÓPRAN
HALIA SOFFIA |ÓNASDÖTTiR. SÓPRAN
KARI GESTSSON, t’IANÓ
Fríöur Sigurðardóttir og
Halla Soffía Jónasdóttir:
Ætti ég hörpu
Hér syngja sópransöngkonurnar
Fríður Sigurðardóttir og Halla SofSa
Jónasdóttir við píanóundirleik Kára
Gestssonar. Lögin á plötunni eru
tuttugu, bæði innlend og erlend. Má
nefna sígild sönglög eins og Hrísluna
og lækinn, Móður Maríu og Fhckan
kom.
Harpa/Japis.
Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr.
ÚRVAL
albfbetraogbetra
Skagf irska söngsveitin:
Kveðja heimanað
Þessi geislaplata Skagfirsku söng-
sveitarinnar samanstendur af völdu
efni af tveimur síðustu plötum kórs-
ins en einnig nokkrum nýjum lögum.
Á plötunni er að finna lög eftir stjóm-
anda kórsins, Björvin Þ. Valdimars-
son, Jón Björnsson, Pétur Sigurðs-
son, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sig-
valda Kaldalóns og fleiri. Starfsvett-
vangur Skagfirsku söngsveitarinnar
er í Reykjavík en kórinn fer árlega
norður í Skagafjörð þar sem sungið
eríMiðgarði.
Verð: 1.999 kr.
Yggdrasil:
Strengjakvartettar
Jóns Leifs
Sænski kvartettinn Yggdrasil leikur
hér þrjá strengjakvartetta eftir Jón
Leifs. Bækhngur fuhur af fróðleiks-
molum og upplýsingum á íslensku,
ensku, þýsku og frönsku fylgir.
BlS/Japis
Verð: 1.499 kr.
Örn Magnússon:
Píanóverk Jóns
Leifs
Hér leikur Örn Magnússon píanó-
tónhst Jóns Leifs en áhugi á verkum
þessa þekktasta tónskálds íslendinga
fer sívaxandi. Á plötunni má heyra
Vökudraum, Torrek - Intermezzo,
Op. 1, No. 2, fjögur lög fyrir piano-
forte, Op. 2, íslensk þjóðlög, Rímna-
danslög, Nú rímnadanslög og Stráka-
lag. Öm Magnússon hefur komið
fram á fjölda tónleika og leikið inn á
geislaplötur, bæði sem einleikari og
íkammertónhst.
Karlakórinn Lóuþrælar og
Ingveldur Hjaltested:
Gömul spor
Þessi plata ér helguð minningu
Bjöms Einarssonar, fyrmm bónda á
Bessastöðum og eins af stofnendum
kórsins, en hann lést fyrir teimur
árum. Karlakórinn Lóuþrælar er að
mestu skipaður bændum úr Vestur-
Húnavatnssýslu. Ólöf Pálmadóttir
sfjómar hér kómum í tuttugu klass-
ískum sönglögum. Einsöngvari er
Ingveldur Hjaltested sópran en und-
irleik annast Elínborg Sigurgeirs-
dóttir.
Karlakórinn Lóuþrælar/Japis.
Verð: 1.999 kr.
SÖNGVAR
KARMELSYSTRA
'£t(kwwgjfirv/* //o//attt/<{</ /uúiM/M
Karrnelsystur:
Söngvar
Karmelsystra
Pólsku Karmelsystumar komu til
íslands árið 1984. Frá eyjunni í Atl-
antshafmu stíga upp heitar bænir til
Guðs, íslensku þjóðinni til handa, um
að Kristur verði öllum vegurinn,
sannleikurinn og lifið. Flutningur-
inn er bæði á íslensku og pólsku.
Undirtitih plötunnar er Bænir fyrir
ísland, Póhand og heiminn.
Japis.
Verð: 1.699 kr.
Haukur Tómasson:
Portrait
Sex verk eftir tónskáldið Hauk Tóm-
asson sem fékk Tónvakann 1993, tón-
hstarverðlaun Ríkisútvarpsins.
Verkin eru: Spírah, flutt af Caput-
hópnum, Eco del passato, flutt af
Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara
og Önnu M. Magnúsdóttur, harpsi-
kord, Ocette og Kvartett n, flutt af
Caput-hópnum, Afsprengi, flutt af
Sinfóníuhljómsveit danska ríkisút-
varpsins og Strati, flutt af Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
ITM.
Verð: 1.999 kr.
Kjartan Óskarsson og
Hrefna U. Eggertsdóttir:
Klarniett og píanó
Á þessari plötu leika Kjartan á klari-
nett og Hrefna á píanó verk eftir
Gustav jenner, Joseph Rheinberger
og Victor Urbancic. Sá síðastnefndi
hafði mikil áhrif á tónhstarlíf hér á
landi en hann var búsettur á íslandi
frá upphafi seinna stríðs og allt th
dauðadags.
Japis
Verð: 1.999 kr.
Ýmsirflytjendur:
ísland er lýðveldi
Tvær plötur í thefni af fimmtíu ár a
afmæh lýðveldisins. Önnur hefur að
geyma Þjóðsönginn og íslensk æt-
tjarðarlög í flutningi Kórs Langholts-
kirkju en hin geymir ræður frá stofn-
un lýðveldisins, ávörp forseta lýð-
velchsins og ávörp frá frá móttöku
handritanna.
Lýðveldiðsf./Japis
Verð: 1.999 kr.
Anna Pálína Árnadóttir og
Gunnar Gunnarsson:
Von og vísa
Þessi plata hefur að geyma þekkta
sálma í nýjum útsetningum. Flytj-
endur era Anna Páhna Árnadóttir
söngkona og Gunnar Gunnarsson
píanóleikari. Á plötunni era ljóðin
sett í öndvegi og þeim gefið meira
vægi en aha jafna í kórútsetningum.
Er hér um eins konar vísnatónhst
að ræða. Meðal sálma á plötunni era:
Vor guð er borg á bjargi traust, Allt
eins og blómstrið eina, Á hendur fel
þú honum og Ég kveiki á kertum
mínum. Hljóðritun fór fram í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði.
Dimma/Japis.
Verð: 1.999 kr.
Elísabet Waage og Peter
Verduyn Lunel:
Elísabet Waage
og Peter Verduyn
Lunel
Tónhstin á þessari plötu, þar sem
Ehsabet leikur á hörpu en Peter á
flautu, er eftir ýmsa höfunda; Wih-
iam Alwyn, Benjamin Britten og Atla
Heimi Sveinsson. Elísabet leggur
stund á kammertónlist og kemur
fram sem einleikari auk þess sem
hún leikur reglulega í Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Peter Verduyn
Lunel er nú sólóflautuleikari hol-
lensku bahetthljómsveitarinnar en
hann leikur kammertónhst og kem-
ur reglulega fram sem einleikari.
Arsis/Japis.
Verð: 1.999 kr.
Baldvin Kr. Baldvinsson:
Sönglög
Baldvin Kr. Baldvinsson gefur sjálf-
ur út þessa plötu sem inniheldur 18
sönglög. Þar á meðal era Þitt fyrsta
bros, Draumalandið, Sofðu unga ást-
in mín, Mamma ætlar að sofna,
Haustkvöld og Síldarvalsinn. Bald-
vin gekk ungur til hðs við kirkjukór
Þóroddsstaðakirkju og síðar karla-
kórinn Hreim. Um hljóðfæraleikinn
sjá Juhet Faulkner á píanó, Reynir
Jónasson á harmóníku og Szymon
Kuran á fiölu. Upptökur fóra fram í
Feha- og Hólakirkju.
Baldvin Kr. Baldvinsson/Japis.
Verð: 1.999 kr.