Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 29 Hljóinföng Ýmsirflytjendur: Fagurt syngur svanurinn Hér er á ferðinni tvöföld geislaplata með nærri 60 einsöngslögum frá ýmsum tímum eftirfjölmörg af okk- ar þekktustu tónskáldum. Um flutn- ing laganna sáu Garðar Cortes, Jón- as Ingimundarson, Kolbeinn Ketils- son, Kristinn Sigmundsson, Rann- veig Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sólrún Bragadóttir og Sverrir Guðjónsson. Veglegur bæklingur með texta laganna og kynningu á listafólkinu fylgir plötunum og er hann bæði á íslensku og ensku. Gerðuberg/Japis, Verð: 2.499 kr. Guöný Guömundsdóttir og Peter Máté: Edward Grieg Hér flytja þau Guðný Guðmunds- dóttir og Peter Máté þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir norska tón- skáldið Edward Grieg. Guðný hefur um lang skeið verið meðal þekktustu tónlistarmanna á íslandi. Hún hefur verið konsertmeistari Sinfóniu- hljómsveitar íslands frá 1974 en verið mjög virk sem einleikari og í kamm- ertónlist bæði heima og erlendis. Guðný hlaut Menningarverðlaun DV 1991. Guðný hóf samstarf við Tékk- ann Peter Máté 1992 og hafa þau haldið fjölda tónleika síðan. Japis. Verð: 1.999 kr. Kveldúlfskórinn: Árin með Imbu Kveldúlfskórinn í Borgamesi hefur nú starfað í tíu ár. Hann var stofnað- ur að frumkvæði Verkalýðsfélags Borgamess og Björns Leifssonar sem stjórnaði honum fyrsta árið. Þá tók við stjórninni Ingibjörg Þorsteins- dóttir og hefur hún stjómað kómum síðan. Á þessari plötu má hlýða á lögin Borgames, Svanurinn, Ég beið þín lengi, lengi, Þú hljóða nótt, Váren og Locus iste. Um Píanó og orgelleik í nokkrum lögum sér Jerzy Tosik- Warszawiak. Hljóðritun fór fram í Borgameskirkju. Kveldúlfskórinn Verð: 1.999 kr. Tj arn ark vartetti n n: Tjarnarkvartettinn Tjarnarkvartettinn úr Svarfaöardal flytur hér 22 íslensk og erlend lög. Þar má nefna lög eins og Einu sinni á ágústkvöldi, Hún móðir mín, Þú ert, Næturljóð, Sofðu unga ástin mín, Moon River, Come Again o.fl. Tjarn- arkvartettinn skipa þau Hjörleifur Hjartarson, tenór, Kristján E. Hjart- arson, bassi, Kristjana Amgríms- dóttir, alt, og Rósa Kristín Baldurs- dóttir, sópran. Þjálfari kvartettsins er Gerrit Schuil. Hljóðritun fór fram í Fella- og Hólakirkju. Friðrik Friöriksson/Skifan. Verð: 1.999 kr. j Picl i/f-3 V-Ja: 1 DPITIh CD-23U STEHK) AN ANTHOLOGY OFICELANDIC CHOIR MUSIC Kóf Langholtskirkju conductcd by Jón Stcfinsson ji A BIS original dynamics recording Kór Langholtskirkju: Úrval íslenskra kórverka Á þessari plötu, sem ber enska heitið An Anthology of Icelandic Choir Music, syngur Kór Langholtskirkju úrval íslenskra kórverka eftir eldri höfunda jafnt sem nútímatónskáld. Stjórnandi kórsins er Jón Stefáns- son. Hér er um endurútgáfu að ræða á plötu sem kom út á vinyl 1983. Sungin eru verk eftir Jón Ásgeirs- son, Hallgrím Helgason, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjömsson, Jón Leifs, Sigfús Einarsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Sigfús Sigfússon o.fl. BlS/Japis. Verð: 1.499 kr. Diddú: Töfrar Á þessari plötu singur Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, mörg uppáhaldslög sín í gegn um tíðina og þræðir þar milliveg milli klassískrar tónhstar og léttari sönglaga. Undirleik annast Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Roherts Stapleton auk nokk- urra annarra hljóðfæraleikara. Með- al þrettán laga á plötunni eru Heyr mína bæn, Þitt fyrsta bros eftir Gunnar Þórðarson, ísland eftir Jó- hann G. Jóhannsson, La Danza eftir Rossini, By Strauss eftir Gershwin- bræður og suður-ameríska lagið Qu- ando, Quando, Quando. Skífan. Verð: CD 2.199 kr./snælda 1.599 kr. Kór Átthagafélags Strandamanna: Smávinir fagrir Hér flytur Kór Átthagafélags Strandamanna 24 sönglög undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. Kórinn hefur starfað frá 1958 en Erla hefur stjórnað honum undanfarin ellefu ár. Einsöngvarar á plötunni eru Aöal- heiður Magnúsdóttir, Ármann Óskar Sigurðsson, Gunnar Jónsson, Sig- mundur Jónsson og Björgvin Hall- dórsson. Um píanóleik sjá Laufey Kristinsdóttir, Pavel Smid og Erla Þórólfsdóttir. Upptökur fóra fram í Víðstaðakirkju sl. vor. Kór Átthagafélags Stranda- manna/Japis. Verð: 1.999 kr. Leikbræður: 14 lög Söngkvartettinn Leikbræður, sem stofnaður var árið 1945, var skipaður þeim Gunnari Einarssyni, fyrsta te- nór, Ástvaldi magnússyni, öðrum tenór, Torfa Magnússyni, fyrsta bassa, og Friðjóni Þórðarsyni, öðrum bassa. Voru það ekki síst snjallir textar Friöjóns sem áttu þátt í vin- sældum kvartettsins. 1977 var gefin út plata með gömglum upptökum Leikbræðra en þær voru mjög mis- jafnar aö gæðum. Nú hefur Spor hins vegar lagfært þessar gömlu upptökur og gefið þær út í breyttri röð á snældu. í ráði er að gefa lögin út á geislaplötu á næsta ári en þá eru hð- in 50 ár frá stofnun Leikbræðra. Spor Verð: 1.199 kr. NAMINNI Kirkjukór Akraness: Vinaminni Kirkjukór Akraness hefur gefið út sína fyrstu geislaplötu. Á henni em 20 lög, bæði trúarlegs og veraldlegs eðhs. Upptökur vom gerðar í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu fyrir um ári: Landakotskirkju, Fellakirkju og Víðistaöakirkju. Kirkjukór Akraness. Verð: 1.999 kr. Ýmislegt Grettir Björnsson Vor viðsæinn Unnendur gömlu dansanna ættu að kætast við þessa plötu þar sem Grett- ir Bjömsson harmóníkuleikari tekur vinsæl lög eins og Austfjarðaþokuna, Á kvöldvökunni, Litlu stúlkuna auk valsasyrpa og sveiflusyrpa. Um um- sjón, útsetningar og undirleik sér ÞórirBaldursson. Skífan. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. Sveinbjörn Beinteinsson: Edda Vönduð viðhafnarútgáfa þar sem upplestur Sveinbjörns Beinteinsson- ar á Eddukvæðunum og hans eigin kveðskap er á tveimur geislaplötum. Vandað textarit á fjórum tungumál- umfylgir. Smekkleysa/Japis. Verð: 3.999 kr. Ýmsirflytjendur: Hárið Söngleikurinn Hárið sló rækilega í gegn í húsi Óperunnar á þessu ári og gekk fleiri mánuði fyrir fullu húsi. Geislaplata með tónlist og söngvum úr þessum víðfræga söngleik varð ekki síöur vinsæl. Á henni má heyra öh lögin úr söngleiknum flutta af lei- kumm við undirleik hljómsveitar sem sérstaklega var stofnuð í kring um Hárið. Flugfélagið Loftur hf. Verð: 1.999 kr. ori (tarantella), Vöggukvæði (begu- ine) og Hvert örstutt spor (reggae). Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru Ólafur Gaukurá gítar, Jón Sig- urösson á bassa, Guðmundur R. Ein- arsson á trommur, Reynir Sigurðs- son á víbrafón og marimba og Pétur Hjaltested, forritun og hljómborö. Bragi Hlíöberg/Japis. Verð: 1.999 kr. CD/1.499 kr. snælda. Þorsteinn Ö. Stephensen: Ljóð og saga Á þessari plötu er brugðið upp syip- myndum af ferli hins kunna úlvarps- og leikhúsmanns sem var fastagestur á heimilum landsins um áratuga- skeið. Upptökurnar spanna 30 ár og efnið er eftir marga okkar helstu höfunda; Jónas Hallgrímsson, Gunn- ar Gunnarsson og Stein Steinarr. Japis. Verð: 1.999 kr. Ql/ffi Ægisson oíj Sefma íHrönn 'Maríudóltir (cika jó(a(öjj á Íiannonik&ur Gylfi Ægisson og Selma Hrönn Maríudóttir: í jólaskapi Gylíi Ægisson og Selma Hrönn leika hér mörg þekkt og sígild jólalög á harmoníkur. Samvinna þeirra er með þeim hætti að önnur harmonik- an tekur laghnuna meðan hin „skreytir" undir. Platan er ífjömgra lagi en meðal laga em Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Rokkað í kring um jólatréð, Jólasveinninn minn, Jóhn koma, Klukknahljóm og Hvít jól. Hijómplötuútgáfan Tónaflóð. Verö:999kr. H Bragi Hlíöberg: í léttum leik í léttum leik er þriöj a plata Braga Hhðberg. Bragi leikur hér lög eins og Ágústnótt (samba), Vorgleði (vals), Spring Caprice (vals), Bel Fi- Ýmsirflytjendur: íslandsklukkur Á þessari plötu er að flnna úrval sí- gildra íslenskra ætljarðarlaga, söng- laga og nýrra laga en hún er gefin út í tilefni af 50 ára afmæh lýðveldisins. Meðal söngvara á plötunni eru Berg- þór Pálsson, Egih ðlafsson, Eggert Pálsson, Kristjana Stefánsdóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Ragnar Davíðsson, Sverrir Guðjónsson, Steinunn Óhna Þorsteinsdóttir, Vo- ices Thules, Ragnar Davíðsson, Eg- gert Pálsson, Sigurður Halldórsson og Guðlaugur Viktorsson. MR/Japis. Verð: 1.999 kr. ÍSIANDSKLUKXUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.