Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1994, Page 3
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 29 vi tónl^t Endurútgáfur á íslenskum jólaplötum Allt frá því að geislaplatan kom á markaðinn hafahljómplötuframleið- endur keppst við að koma gömlum vinylplötum í digital-formið. Jóla- plötumar eru þar engin undan- tekning og fyrir þessi jól koma út fimm sígildar plötim í nýju formi. Strumpar og Þrjú á palli Hljómplötufyrirtækið Spor hf. er ötult og gefur út þrjár jólaplötiu- af fimm. Skal þar fyrsta telja plötuna Strumparnir bjóða gleðÚeg jól. Á henni er að finna 15 jólalög í flutningi Strumpanna (Ladda), öll lögin með dálitlu Strumpaívafi. Platan kom fyrst út árið 1985. í pakkanum frá Spori hf. er einnig að finna bama- leikrit Thorbjöms Egner, Verkstæði jólasveinanna, leikstýrt af Baldvini Halldórssyni. Leikritið kom fyrst út árið 1973 og í aðalhlutverkum em: Helgi Skúlason, Brynja Benedikts- dóttir, Klemens Jónsson, Helga Valtýsdóttir, Indriði Waage, Þor- grímur Einarsson, Bessi Bjamason og Ómar Ragnarsson. Ekki má síðan gleyma jólaplötunni Hátíð fer að höndum ein sem kom fyrst út árið 1971. Það vom þau Troels Bendtsen, Edda Þórarinsdóttir og Halldór Krist- insson, öðru nafni Þrjú á palli, sem spiluðu og sungu inn á þessa fallegu 12 laga jólaplötu. Haukur Morthens og 11 jólalög Árið 1964 kom út geysivinsæl 33 snúninga plata með eintómum jóla- lögum. Platan seldist upp og hefúr verið ófáanleg þar til nú. Þetta er platan Hátíð í bæ með Hauki Morthens. Platan inniheldur 16 lög sem yoru öll valin af Hauki og útsett af Ólafi Gauki. Faxafón gefur plötuna út en Japis dreifir. Platan sem Skífan endur- útgefur kom fyrst út árið 1978 og ber nafnið 11 jólalög. Söngvarar á plöt- unni eru: Ragnhildur Gísladóttir, nafn vikunnar Alls eru gefnar út 5 sígildar jólaplötur fyrir hátiðamar að þessu sinni. DV-mynd ÞÖK Pálmi Gunnarsson, Diddú, Laddi og Magnús Kjartansson. Platan hefur lengi verið ófáanleg í plötuversl- unum. Þá er jólaendurútgáfan upp- talin fyrir þessi jól en það má teljast nokkuð öraggt að meira verður gefið út af gömlum plötum fyrir næstu jól. Spumingin er bara, hvenær verður allt komið út á geisla? Vinylplötu- safnið tekur nefnilega svo miklu meira pláss. Gleðilegjól. GBG Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttm- leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku era birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingunum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrir- tækinu Japis. Að þessu sinni er það tvöfaldur diskur, NOW 29, sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað hét söngvari hljómsveit- arinnar Nirvana? 2. Nefnið að minnsta kosti tvær hljómsveitir sem Björk hefur verið í. 3. í hvaða hljómsveit var Sting áður? Dregið verður úr réttum lausnum 29. desember og rétt svör verða birt í blaðinu 5. janúar á næsta ári. Hér era s vörin úrgetrauninni sem birtist 8. desember: 1. Jólamyndir. 2. Gítar. 3. 20 ára. Nefnið að minnst kosti tvær hljóm- svertir sem Björk hefur verið í. Vinningshafar í þeirri getraun, sem fá plötuna Minningar 3 í verðlaun, era: Bjami Sæmundsson Birkigrund 40,200 Kópavogi. Erla Ingvarsdóttir Hringbraut 86, 230 Keflavík. Anna Baldursdóttir Laufbrekku 4, 200 Kópavogi. Jólagjafalisti JAPIS Fyrír jólaskapiö: Jólamyndir >■ Haukur Morthens Hátíð í bæ Fyrír börnin: > Svanhildur & Anna Mjöll Litlu börnin leika sér > Diddú o.fl. Komdu kisa mín > Babbidí-bú > Þau bestu söngvarakeppni æskunnar Fyrír unglingana: > Spoon Spoon > Æ >- Urmull Ull á víðavangi > Bubbleflies Pinocchio > Birthmark Unfinished Novels > Kolrassa krókríðandi Kynjasögur Fyrír mömmu og pabba, afa og ömmu og alla hina! > Mannakorn Syngdu lagið > Minningar 3 > Siggi Björns Bísinn á Trinidad >• Guðmundur Ingólfsson >• Bragi Hlíðberg í léttum leik > Gunnar Kvaran Selló > Bryndís Halla Gylfadóttir >• Skagfirska söngsveitin Kveðja heimanað > Þorsteinn Ö. Stephensen > Fagurt syngur svanurinn JAPISS tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Símar 625290 og 625200 Dreifing: Sími 625088

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.