Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 30 Minningar 3 - dægurperlur í nýjum búningi Söngvarar á plötunni eru ekki af verri endanum. Aðalsöngvarar eru: María Björk, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir og gestasöngvari er Björgvin Halldórsson. Út er komin geislaplatan Minn- ingar 3. Hún inniheldur 12 dægur- perlur í nýjum útsetningum Péturs Hjaltested. Það er María Björk sem á grunnliugmyndina og sá um efhis- val. Á plötunni er að finna lögin: Bláu augun þín, Vininn, Hún hring minn ber, Suður um höfin, Sem lindin tær, Draumalandið, Brúna- ljósin brúnu, Áður oft ég hef, Hvar ert þú? Að kvöldi dags, I draumi og Þetta fagra land. Söngvarar á plötimni eru ekki af verri endanum. Aðalsöngvarar eru: María Björk, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ema Gunnarsdótth' og gestasöngvari er Björgvin HaU- dórsson en hann hefur haft nóg að gera á 25 ára starfsafmælinu. Hljóð- færaleikarar eru: Gunnlaugur Briem (trpmmur/ásláttarhljóðfæri), Jóhann Ásmundsson (bassi), Þor- steinn Magnússon (gítar), Kristinn Sigmársson (pedalgítar), Tryggvi Hubner (klassískur gítar) og Sigurður Flosason (saxófónn/ flauta). GBG Quicksand Jesus er hljómsveit á hraðri uppleið. Fyrsta plata Quicksand Jesus: Tekin upp á þremur sólarhringum Þeir eru fjórir og heita: Finni (söngur), Amar (bassi), Franz (gítar) og Dabbi (trommur). Saman skipa þeir hljómsveitina Quicksand Jesus. Hvort þeir eru óstýrilátir? Aðeins, en eftir eins árs samveru í hljóm- s veitinni fannst þeimtímitilkominn að láta heyrast aðeins i sér. Þeir kom ust hins vegar að því að ungar sveit ir eiga erfitt uppdráttar í íslensku tónlistarlífi. Plötuupptökur hófust... ... 7. september á þessu ári og þeim var lokið þremur sólarhringum síð- ar. Útkoman er 17 laga plata sem lýsir því betur hvað hljómsveitin var að pæla fyrir ári síðan heldur en því sem hún er að gera nú. „Lögin em meira og minna eins árs gömul,“ seg ir Finni, „þetta er ekki það sama og við erum að fara gera á næstunni." Platan var tekin upp „live“ til að ná hinum eina sanna tónleikafíling. „Við þolum ekki að fara á tónleika og heyra í allt annarri hljómsveit en við vorum að hlusta á heima hjá okkur rétt áður.“ Platan heitir The More Things Change, the More They Stay the Same. Fara ótroðnar slóöír Til þess að selja plötim verða menn að auglýsa sig og þar hefúr hljóm- sveitin rekið sig á veggi. „Það er ómögulegt að komast í sjónvarpið nema í gegnum einhverja klíku,“ segir Finni. „Það eru alltaf sömu gömlu hljómsveitimar sem komast að. Ég skil ekki til hvers er verið að hvetja imgu sveitimar til dáða þegar það er síðan ekkert pláss fyrir okkur á markaðnum. Við viljum nú samt þakka Magnúsi R. Einarssyni á rás 2 veittan stuðning." Til þessa hefur hljómsveitin þurft að fara ótroðnar slóðir í markaðs- setningu, t.d. með óleyfilegri upp- troðslu í miðbæ Reykjavíkur og hún hefúr fengið kaldar kveðju frá ýmsu fjölmiðlafólki. „Maður verður að hafa trú á því sem maður er að gera og við höfúm trú á okkur. Fram undan er hring- ferð með Jet Black Joe og Dos Pil- as,“ segir Finni. Hann segir mikinn misskilning vera í gangi um ríg á milli þessara sveita. „Við erum perluvinir, enda höfum við allir spilað einhvem tíma áður sarnan." Aðalmarkmið sveitarinnar á komandi ári er þó að aðstoða við eflingu tónlistarlífs í landinu. „Við þurfúm fleiri ungar sveitir, annars stöndum við frammi fyrir algjörri stöðnun," segir Finni. Við vonum allavegana að viðtökur fjölmiðla verði betri næst. Quicksand Jesus er nefnilega hljómsveit á hraðri uppleið. GBG V Nýútkominn geisladiskur: Ævintýri Gljúfrabúanna -söng- og barnaleikrit Út er komið á geisladiski söng- og bamaleikritið Ævintýri Gljúfrabú- anna. Söngtextar eru eftir Benóný Jónsson, Ásmund Örnólfsson og Lúfu sem jafnffamt samdi öll lögin. Fjölmargir þekktir leikarar koma við sögu í verkinu en með helstu hlutverkin fara Flosi Ólafsson, Erlendur Eiríksson, Sigríður Hannesdóttir, Benedikt Ámason og Edda Heiðrún Backman. Benedikt fer með hlutverk sögumannsins, Erlendur er Gljúfrapabbi, Sigríður fer með hlutverk kattarins, Edda Heiðrún er Gljúframamma og Flosi Ólafsson er afi. Upptökur og hljóðblöndun fóru fram í hljóðveri Rauða dregilsins. Ævintýri Gljúfrabúanna er komið út á geisladiski. pl^tugagnrýni ►T4 Bubbi - Blús fyrir Rikka ★ ★ Barn síns tíma Bubbi Morthens lætur meira að sér kveða en aðrir tónlistarmenn fyrir þessi jól, rétt eins og mörg hin fýrri. Ekki er hann aðeins með sölu- hæstu plötuna í lokaslagmun. Hann syngur líka á hljómleikaplötu Utan- garðsmanna og einnig hafa verið endurútgefnar tvær af eldri plötum hans, Dögun og Blús fyrir Rikka. Síðastnefnda platan er reyndar tvöfold eins og þegar hún kom út á vinyl fyrir átta árum. Bubbi er á rólegu nótunum á Blús fyrir Rikka. Bragðdaufúr á köflum en rífur sig síðan upp á milli og brýnir raustina. Gaman er að heyra hann flytja lög Megasar, Skutulinn og Um skáldið Jónas. Toppurinn era hins vegar blúsamir þrír í endann, Rock Island Line og Silver City Bound eftir LeadbeEy og Let Us Walk Together eftir Skip James. Annars er platan bam síns tíma, ágætisheimild um hvað Bubbi Morthens var að bardúsa um miðj- an síðasta áratug, ómissandi fyrir gallharða aðdáendur sem voru bún- ir að spila vinylinn í gegn en bætir frekar litlu við fyrir hina. Það er annars umhugsunarvert að þau lög sem fá mann til að sperra eyrun þegar Blús fyrir Rikka fdjómar em öll eftir aðra en Bubba. Hann ætti kannski að gera eina slíka plötu einhvem tíma þegar þannig liggur á honum - velja sér nokkur lög eftir aðra höfúnda og útsetja eftir sínu eigin höfði. Hugmyndinni er hér með komið á framfæri. Ásgeir Tómasson Tjarnarkvartettinn- Tjarnarkvartettinn ★ ★★ Hjartans lyst íslenskar plötur þar sem eingöngu er boðið upp á söng eru ekki margar. iAf-mi I V \f li I TIhh Það er einna helst að kórar hafi gefið út slíkar plötur en söngkvartettar hafa ekki margir gefið út plötur síðan MA- kvartettinn frægi var ög hét. Ein slík plata er þó nýlega komin út og þar em líka Norðlendingar á ferð. Þetta er Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal, sem ég geri ráð fyrir að heiti eftir Tjöm í Svarfaðardal án þess þó að hafa neitt fyrir mér í því eftii. Kvart- ettinn er skipaður þeim Hjörleifi Hjartarsyni, Krisijáni E. Hjartarsyni, Kristjönu Amgrímsdóttur og Rósu Kristinu Baldursdóttur. Ekki fer á milli mála að hér er á ferðinni vel þjálfað söngfólk og því fengur að þessari plötu fyrir þá sem gaman hafa af góðum söng. Sömuleiöis eru útsetn- ingar laga vel heppnaðar í flestum tilfellum en vantar nöfn útsetjara hér og hvar. Lögin sem kvartettinn flytur eru bæði innlend og útlend, gömul og ný og ljóst að kvartettinn ræður yfir mikilli breidd í lagavali og einskorðar sig ekki við neina eina tegund söng- laga. Þessi mikla breidd sýnir ótviræð- an styrk en er að mínu mati um leið veikleiki plötunnar. Hér er hlaupið úr einu í annað, sitt á hvað og virðist hugsunin hafa verið sú helst að koma sem flestum lögum á plötuna. Fyrir mína parta hefðu mörg erlendu lögin mátt missa sín og sömuleiðis innlendu popplögin. Útsetningar þessara laga era misgóðar og sum laganna virðast ekki henta fyrir söng af þessu tagi. Með örlítið meiri gagnrýni við lagavalið á plötuna hefði mátt gera plötuna enn betri en hún er. Sigurður Þór Salvarsson Kolrassa krókríðandi - Kynjasögur ★ ★ Á Ljúfsárar melódíur Kolrassa krókríðandi er vaxandi nafti í tónlistarbransanum. Hljóm- sveitin gefúr nú út breiðskífúna Kynjasögur sem inniheldur 12 lög. Platan er óvenjuheilsteypt miðað við aldur sveitarinnar og á henni era ljúf- sárar melódíur með nýbylgjuívafi (minna einstaka sinnum á The Cure). Hljóðfæraleikur er í meðallagi en hljómur plötunnar verður að teljast undir meðallagi. Hvort það vora tæk- in, upptökumaðurinn eða hvora- tveggja sem framkölluðu slíkan hljóm treysti ég mér ekki til að segja. Elíza M. Geirsdóttir, söngkona og fiðluleik- ari, sýnir fram á mikla breidd í söngn- um og gefúr melódíunum dýpt og styrkleika.Einnig fá Kolrössur hrós fyrir raddútsetningar en þær era oft á tíðum frumlegar og koma einna best út þegar hJjómurinn er grannskoð- aður. Eitt lag stendur upp úr þegar hlustað er á Kynjasögur. Lagið heitir (Þú deyrö) í dag og er taktfast með grípandi melódíu sem hlustendur gætu fengið á heilann og sungið í tíma og ótíma. Kolrassa krókríðandi er ung hljómsveit á uppleið sem landinn ætti að fylgjast vel með á næstunni. Guðjón Bergmann Hallbjörn Hjartarson - Kántrí 7 — Það besta ★ ★ ★ Einlægni og lífsgleði Hallbjöm Hjartarson, kúreki frá Skagaströnd, kom á sínum tíma eins og ferskur blær inn í íslenska dægur- tónlist. Hann var og er engum líkur; einstaklega einlægur í sinni tónlist og allri framgöngu. Síðan þetta ævintýri hófst allt saman era liðin mörg ár og því ekki úr vegi að safna brotum af þvi besta saman á eina plötu; annað eins hefur nú verið gert hér á landi. Og hér era því saman komin á einum stað 23 lög, öll eftir Hallbjöm, sem sýnir hversu afkastamikill lagasmið- ur hann hefúr verið gegnum tíðina. Jafnframt kemúr glögglega í ljós á þessari plötu hversu góður lagasmið- ur Hallbjöm hefur verið á sínum bestu stundum. Melódíumar leika í höndunum á honum, hvort sem lagið er í léttum gresjuanda eða angurvært og blítt. Mest er þó um vert að heyra og finna alla þá geislandi gleði og hlýju sem Hallbjöm leggur í verk sín og það má vera þunglyndur maður sem ekki kemst í gott skap við að hlusta á þessa plötu hans. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.