Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Side 4
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1994
vantar, enda hefur biðin verið löng
og ströng.
Platan, sem er nefnd í höfuðið á
fyrsta laginu sem hljómsveitin samdi,
hefur að geyma 19 tóndæmi. Hún
byrjar á endurhljóðblöndunum af
lögunum „Higher Ground",
„Hollywood", „If you wan’t me to
stay“ og „Behind the sun“. Lögin
verða poppuð fyrir vikið og myndu
sóma sér vel í höndum plötusnúða á
danshúsum borgarinnar. Þar beint á
eftir fáum við tónleikaútgáfur af
lögunum „Castles made of sand“
(Hendrix), „Special Secret Song
Inside" og „F.U.“ sem eru ekki
beinlínis gefin út hljómgæðanna
vegna.
Út frá þessu tekur platan skrýtna
stefiiu og gefur okkur hvert tóndæm-
ið á fætur öðru (svokölluð „demo
version" af ýmsum uppruna). Ekkert
þessara laga hafa áður verið útgefm.
Hljómurinn á þessum síðari hluta er
ekkert til að hrópa húrra fyrir enda
ekki gefið út með það í huga. Lögin
sýna hins vegar skemmtilega þróun
hjá sveitinni og geta hægilega breytt
þeirri sýn sem flestir höfðu áður. Eitt
er víst. Red Hot Chili Peppers urðu
ekki frægir á einni nóttu frekar en
aðrar hljómsveitir, þeir höfðu mikið
fyrir því.
Guðjón Bergmann
- Unun með bestu plötu ársins 1994
Árlegur viðburður DV er að fá
gagnrýnendur frá ýmsum fjölmiðl-
um til að segja sína skoðun á
plötuútgáfu líðandi árs. Val fyrir árið
1994 fór fram síðastliðinn mánudag
og hafa sjaldan verið tilnefndir
jafnmargir titlar og nú. í erlendu
deildinni hreppti Neil Young efsta
sætið með plötu sína Sleeps With
Angels. íslenska efsta sætið hreppti
hins vegar hljómsveit sem kom ný
inn á markaðinn 1994. Hljómsveitin
er skipuð þeim Þór Eldon, Dr. Gunna
og Heiðu, heitir Unun og gaf út
plötuna „æ“ á árinu sem var að líða.
DV hafði samband við Þór Eldon í
vikvmni og spurði hvemig þetta hefði
fengið á hann.
Tímamótaverk
„í raun og veru kom þetta ekki á
óvart,“ segir Þór. „Það hefði hins
vegar komið á óvart ef við hefðum
ekki lent í efstu þrem sætunum. Við
bjuggumst kannski ekki alveg við
fyrsta sæti en við erum mjög ánægð
með útkomuna."
Þór sagði ennfremur að fyrsta
sætið hefði töluverða þýðingu fyrir
sveitina. „Það er örugglega fjöldi
manns sem veit ekkert af því að við
erum til, veit ekki af því að
hljómsveitin Unun var stofnuð á
árinu 1994, veit ekki einu sinni að við
gáfum út plötu. Þetta fólk veit
Bjöm Jörundur Friðbjörnsson
- ,,BJF":
★ ★ ★
Aðrir tónlistarmenn gætu tekið sér
þessa plötu til fyrirmyndar hvaö varðar
textasmíðar. Björn Jörundur hefur sýnt
sig og sannað sem textahöfundur i
sérflokki. -GB
Suede - Dog Man Star:
★ ★ ★
Dog Man Star er stórgóð poppplata,
stútfull af góðum melódískum lögum
sem krefjast virkrar hlustunar. -SÞS
The Cranberries
- No Need to Argue:
★ ★ ★ Á
Þessi plata verður í hópi þeirra bestu
þegar árið 1994 verður gert upp. -SþS
Megas-Megas:
★ ★ ★ ★
Lögin, textarnir og túlkun Megasar
eru jafn stórkostleg á að hlýða á
nýútgefmni geislaplötu og þegar platan
kom fyrst út, fyrir tuttugu og tveimur
árum. -ÁT
Sugar
- File under Easy Listening:
★ ★ ★
Framsækin rokktónlist eða spek-
ingarokk. Platan er mjög jöfn að gæðum,
hvergi veikan punkt að fmna. Það eru
engin léleg lög á þessari plötu. -PJ
Tweety-Brt:
★ ★ ★
Nýju lögin er flest poppað rokk og
standa ágætlega sem slik. ÁheyrUegust
eru Gott mál og Alein. Önnur eru
hversdagslegri. -ÁT
Unun-æ:
★ ★ ★
Tónlistin er poppað melódiupönk.
AUur hljóðfæraleikur er tU fyrirmyndar
og hljómurinn betri en maður á að
venjast í þessari deUd tónlistarinnar.
Unun má kaUast „óvæntasta góðverkið"
fyrir þessi jól. -GB
allavega af því núna.
Ég hugsa líka að margir hafi ekki
gert sér grein fyrir því hvemig plata
þetta er. Þetta er ekki bara popp-
plata, heldur tímamótaverk."
Enskir textar
Þór segir það eftirminnilegast á
árinu 1994 vera það að hljómsveitm
Unim skyldi verða til og gefa út sina
fyrstu plötu. En hvaö er síðan næst
á dagskrá? „Næsta skref er að fara
að klambra saman enskum textum
eftir beiðni sem við fengum að utan
segir Þór. Þaö er hljómplötu-
dreifingin One Little Indian sem
setur þrýsting á enska textagerð á
þessu ári.
Fastlega má búast við smáskífu-
útgáfu í Bretlandi á þessu ári. Hvort
það verður í sumar eða haust á enn
eftir að koma í ljós en mikill áhugi
er fyrir hendi. „Síðan má búast við
því að við forum að vinna nýja plötu
jafnhliða því að tónleikahald verður
mjög stíft á næstunni,” segir Þór
Eldon.
DV óskar meðlimum hljómsveit-
arinnar til hamingju með þessa bestu
plötu ársins 1994 jafnframt því að
óska þeim árs og friðar. Eitt er víst,
að ef þetta ár verður eins gott hjá
hljómsveitinni og það síðasta má
heimsbyggðin fara að vara sig.
GBG
Hljómsveitin Unun var með bestu plötu ársins að áliti gagnrýnenda.
plt^tugagnrýni
Walter Becker
-11 Tracks of Whack
★ ★★
Næstum því
Steely Dan Walter Becker var
annar helmingurinn af þeirri
rómuðu hljómsveit Steely Dan. Eftir
að sú ágæta sveit hætti fóru þeir
félagar Becker og Donald Fagen í
sína áttina hvor og hefur mest lítið
til þeirra spurst í fjöldamörg ár.
Fagen gaf þó út prýðisgóða sólóplötu,
The Nightfly 1982 og plötuna
Karmakiriad 1993 en sú plata sem
hér er til umfjöllunar er fyrsta plata
Walters Beckers síðan Gaucho,
síðasta plata Steely Dan kom út 1981.
Og þessi plata er eins nálægt því að
vera ný Steely Dan plata án þess að
bera nafn sveitarinnar því Donald
Fagen er helsti aðstoðarmaður
Beckers á plötunni leikur á hljóm-
borð, aðstoðar við útsetningar og
stjómar upptökum ásamt Becker. Og
vissulega minnir margt á þessari
plötu um Steely Dan, annaðhvort
væri nú en það er líka nokkuð ljóst
að Becker er dálítið stirt um stef í
lagasmíðunum eftir langt hlé. Þetta
eru mestanpart lög í rólegri kant-
inum og víða er stutt í djassinn.
Lögin em nokkuð misjöfii að gæðum,
sum allt að því í Steely Dan klassa en
önnur langt því frá. En guð láti gott á
vita og hver veit nema þessi plata sé
fyrirboði um að þeir félagar Becker
og Fagen taki upp þráðinn að nýju.
Sigurður Þór Salvarsson
Ýmsir flytjendur
-The Unplugged Collection, Vol 1
r ★ ★ ★
Otengd
stórmenni
Á þessari geislaplötu em sextán
lög með jafiimörgum flytjendum. Af
þeim era tólf að koma út á plötu í -
fyrsta skipti. Listamenn hafa verið
misviljugir að gefa út efni Unplugged
sjónvarpsþáttanna sinna þrátt fyrir
dæmi um að slíkar plötur renni út.
'Unpliiggecj
Segja má að ferill Erics Claptons hafi
fengið vítaminsprautu þegar hann
samþykkti hálfnauðugur að leyfa
útgáfu á Unplugged plötunni sinni
1992. Af henni er tekið lagið Before
You Accuse Me og sett á safhdiskinn
þar sem það sómir sér vel.
Önnur eftirminnileg lög á The
Unplugged Collection era Pride And
Joy með Stevie Ray Vaughan og Like
A Hurricane með Neil Young. Þá má
ekki gleyma Lenny Kravitz og Are
You Gonna Go My Way sem er
gjörsamlega ójxikkjanlegt í ótengdu
útgáfunni og er síst verra en í sinni
upphaflegu mynd. Tónlistarmenn-
imir eru auðheyrilega misstressaðir í
upptökunum. Paul McCartney hefur
auðheyrilega ekki áhyggjur af
sjónvarpsvélum í kringum sig þegar
hann gleymir textanum í We Can
Work It Out og byijar bara aftur á
laginu þegar hann er búinn að rifja
hann upp!
Gasoline Ailey með Rod Stewart er
fremur leiðinlegt áheymar á plötunni
og einhvem veginn finnst mér að
Elton John sé búinn að senda Don’t
Let the Sun Go Down on Me frá sér í
ótal konsertútgáfum. Sú ótengda
bætir að minnsta kosti engu nýju við
og hefði að skaðlausu mátt sleppa
því. Að öðru leyti er platan hin
áheyrilegasta og góð auglýsing fyrir
Unplugged sjónvarpsþættína hjá
MTV sem hefur nú verið haldið úti í
fimm ár við sívaxandi vinsældir.
Ásgeir Tómasson
Red Hot Chili Peppers
- Out in L.A.
★ ★ ★
Safnara-
eintak
Red Hot Chili Peppers aðdáendur
hafa þurft að bíta í það súra epli, að
hafa ekki heyrt neitt nýtt frá
hljómsveitinni síðan platan Blood
Sugar Sex Magic kom út árið 1991.
Aðdáendur geta hins vegar huggað
sig á þeirri staðreynd að plata með
nýju eftii er væntanleg á þessu ári.
Meðan á biðinni stendur getur platan
Out In L.A. hins vegar veitt
aðdáendum þá fróun sem þeim
'J&nlist dv
* ► * ★ ------------------------------------------------------------
Kom ek
á óvart