Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 íþróttir________________ Lelcesterfær Gallowayaðláni Forráöamenn Leicester City eru stórhuga þessa dagana enda engin furöa þar sem liðið vermir botnsætið i ensku úrvalsdeild- inni. Á dögunum keypti iiöið Mark Robins, sóknarmann frá Norwich, og í gær fékk liöiö skoska landsliðsmanninn Mike Galloway að láni frá Glasgow Celtic i einn mánuð. Frestað í bikarnum Tveimur bikarleikjum í hand- bolta varð að fresta i gær vegna veðurs, Leik Gróttu og KA í karlaflokki og leik Stjömunnar og ÍBV í kvennaflokki. Leikimir verða í kvöld klukkan 20. A-stigs námskeið ífrjálsumíþróttum Fræðslunefnd FRÍ stendurfyrir A-stigs námskeiði í frjálsum íþróttum í Reykjavik dagana 27.-29. janúar. Námskeiðið er ætl- að verðandi leiðbeinendum, starfandi þjáifúrum barna og unglinga og öðrum áhugamönn- um um fijálsar íþróttir. Nám- skeiðið er samkvæmt skipulagi fræðslunefndar ÍSÍ 26 kennslu- tímar og metið til eininga í fram- haldsskólum. Kennari er Þráinn Hafsteinsson landsliösþjálfari og tilkynnist þátttaka á skrifstofu FRÍ í síðasta lagi 22. janúar. Ástaísjötta og sjöunda sæti Þrjár íslenskar skíðakonur tóku þátt í stórsvigsmóti á skíð- um í Svíþjóð í gær og fyrradag. Ásta Halldórsdóttir frá ísafiröi varð í 7. sæti á fyrra mótinu og í 6. sæti í gær og hlaut samtals um 66punkta. Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri varð í 32. sætí í fyrradag og í 23. sæti í gær og hlaut samtals 122,71 punkt. Þá var Hildur Þorsteinsdóttir frá Akureyri í 35. sæti á báöum mót- unum og hlaut 144,64 punkta. Baggio, Romario eðaStoichkov Alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA, tilkynnir 30. janúar i Lissabon í Portúgal hver hlýtur nafnbótina knattspyrnumaður árins 1994. Yfir 100 landsliösþjálf- arar víðs vegar um heiminn hafa komist að niöurstöðu og í gær til- kynnti FIFA hvaða leikmenn hefðu orðiö í þremur efstu sætun- um. Þetta eru Roberto Baggio frá Ítalíu, Romario frá Brasilíu og Búlgarinn Hristo Stoichkov en einn þessara leikmanna fær titil- inn. Gassabjargaðúr ítalskaboltanum? Ef marka má frásagnir breskra dagblaða eru taldar á því nokkuö góðar líkur að Paul Gascoigne veröi keyptur til Newcastle frá Lazio. Aurana ættí Kevin Keegan að hafa tilbúna eftir risasöluna á Andy Cole á dögunum. Gascoigne hefur verið f sam- bandi við Newcastle og forráða- menn Lazio hafa gefið i skyn að Gascoigne geti verið til sölu eftir þetta tímabil fyrir litlar 3 milijón- ir punda. Vegna sögusagna um að Newcastle væri í þann veginn að kaupa Dennis Bergkamp frá Inter Milan sagði Terry McDerm- ott, aöstoðarmaður Keegans, í gær að það væri helber þvætting- ur. Shorttilllnited? Man. Utd á í viðræðum við Derby County og mun hugsan- lega kaupa vamarmanninn Craig Short á um 2,5 milljónir punda. Innanhússknattspyma: íslandsmótið er um næstu helgi íslandsmótið í 1. deild karla í inn- anhússknattspyrnu fer fram í Laug- ardalshöllinni um næstu helgi. Riðlakeppnin verður á laugardegin- um en úrslitakeppnin á sunnudegin- um. Liðunum í 1. deild er skipt í fjóra riöla. Sigur gefur 3 stig, jafntefli 1 stig og tap ekkert stig. Fyrsti leikur- inn veröur á laugardagsmorguninn klukkan tíu og stendur riðlakeppnin yfir allt fram til klukkan sjö um kvöldiö. Riölaskipting verður eftirfarandi: A-riðill: Grindavík, FH, Fylkir, Leiknir, R. B-riðill: ÍA, Selfoss, ÍBV, Breiða- blik. C-riðill: KR, Keflavík, Stjaman, Valur. D-riðill: Fram, HSÞ, b, ÍR, Þróttur, R. Tvö efstu liðin komast í 8 liöa úr- slit sem hefjast klukkan 13 á sunnu- dag. Ráðgert er að úrslitaleikurinn hefjist klukkan 15.41. Leiktíminn er 2x10 mínútur. Kvennaflokkur og 2. deild í Austurbergi íslandsmótið í kvennaflokki og 2. deild karla verður háð í Austurbergi en úrslitakeppnin í kvennaflokki verður í Laugardalshöllinni. Kvennaflokkur hefur riðlakeppni á föstudag og áfram á laugardag en úrslitin verða á sunnudag. 2. deild karla verður á sunnudag og klárast öll þann daginn. Frakkar unnu góðan sigur á Hol- lendingum, 0-1, þegar þeír sóttu þá heim í vináttulandsleik í knattspyrnu í gærkvöldi en leikið var í Utrecht. Hollendingar sóttu mestallan leikinn en slæm vamarmistök þeirra færöu Frökkum sigurmarkið, sem Patrice Loko skoraði á lokamínútu fyrri hálf- leiks. Leikurinn var háður í tilefni þess að 40 ár eru liðin síðan Hollend- ingar tóku upp atvinnuknattspymu. Spánverjar náðu naumlega jafntefli gegn Uruguay í La Coruna á Spáni, 2-2. Donato skoraði jöfnunarmarkiö 9 mínútum fyrir leikslok. Juan Pizzi hafði komið Spánverjum yfir á fyrstu Enska bikarkeppnin 1 knattspymu: Liverpool slapp með skrekkinn - Blackbum og Arsenal úr leik Dagur Sigurðsson, landsliðsmaður úr Val, skýtur að marki Hauka í gærkvöldi, þrá Gróttu. Á litlu myndinni gefur Finnur Jóhannsson, varnarmaðurinn öflugi úr Val, ungu „Ekki hiss rassskell - sagði Jón Kristjánsson eftir auðt Víöir Sigurösson skriíar Það var eins og Haukar væru enn í Portúgal, eða að minnsta kosti með hug- ann þar, þegar þeir mættu Valsmönnum í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær- kvöldi. Eftir 11 mínútur voru úrslitin nánast ráðin, Valsmenn voru þá komnir í 6-1, og voru ekki í vandræðum með að halda sínum hlut eftir það. Spennan var engin og sigurinn, 26-18, tryggir Val sæti í bikarúrslitunum, gegn sigurvegar- anum í leik Gróttu og KA. „Þetta gekk mjög vel, við unnum þetta að mestu leyti á vörn og markvörslu, en mér fannst þeir vera úrræðalitlir. Þeir voru ragir við að skjóta á markið, Hauk- ar geta mikið betur en þetta og ef þeir hafa verið að spila svona í Portúgal er ég ekki hissa á að þeir hafi verið rass- skelltir. Við vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel, en þegar við komumst í 6-1 brotnuðu þeir vegna þess að þeir höfðu engin úrræði í sókn,“ sagði Jón Kristjánsson, landsliðsmaður úr Val, við DV eftir leikinn. Sem fyrrverandi KA-maður var Jón ekki í vandræðum með að spá um mót- herjana í úrslitaleiknum. „Ég býst við því að við mætum KA, og það verður mjög skemmtilegt," sagði norðanmaður- inn. Það er greinilegur getumunur á Val og Haukum, en hann ætti þó ekki að vera svona mikill. Þessi hð léku hörku- leiki um íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og þá mátti oft ekki á milli sjá. Síðan þá hefur mjög dregið í sundur með þeim, enda þótt mannabreytingar hefðu átt að vera Haukum í hag, ef eitthvað er. Topplið úrvalsdeildarinnar, Black- burn, féll úr keppni á heimavelli í stórleiknum gegn Newcastle. Mark Hottiger kom Newcastle yfir, Chris Sutton jafnaði fyrir Blackburn en Lee Clark gerði síðan sigurmark gestanna, 1-2, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Enn seig á ógæfuhliðina hjá Arsen- al þegar liðið tapaði heima, 0-2, gegn 1. deildar liði Millwall. Mick Beard og Mark Kennedy, sem vanalega leika með varaliði félagsins, skoruðu mörkin fyrir Millwall. Úrslit í bikarkeppninni í gærkvöldi en þá mættust lið sem áður höfðu gert jafntefli: Arsenal - Millwall.............0-2 (Millvall heima gegn Chelsea) Blackburn - Newcastle..........1-2 (Newcastle heima gegn Swansea) Bristol Rovers - Luton.........0-1 (Luton heima gegn Southampton) Liverpool - Birmingham.........3-1 (1-1 - vítaspyrnukeppni. Liverpool úti gegn Burnley) Manch. City - Notts County.....5-2 (City heima gegn Aston Villa) Stoke - Bristol City...........1-3 (1-1 - framlenging. Bristol City heima gegn Everton) Tranmere - Bury................3-0 (Tranmere heima gegn Wimbledon) W.B.A. -Coventry...............1-2 (Coventry heima gegn Norwich) Coventry var í mikilli hættu gegn WBA sem lengi leiddi með marki frá Paul Raven. Á síðustu 8 mínútunum skoruðu Dion Dublin og Peter Ndlovu fyrir Coventry og tryggðu liðinu 1-2 sigur. Þjóðverjinn Uwe Rösler er orðinn einn vinsælasti leikmaöur Manc- hester City og ekki skemmdi fyrir honum að skora 4 mörk í 5-2 sigrin- um á Notts County. Liverpool slapp með skrekkinn gegn 2. deildar liði Birmingham í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn í Birm- ingham á dögunum og eftir fram- lengingu á Anfield í Liverpool stóð enn 1-1. Jamie Redknapp kom Li- verpool yfir í fyrri hálfleik en Ricky Otto jafnaði fyrir Birmingham í þeim síðari. í vítaspyrnukeppni brást leik- mönnum Birmingham herfilega bogalistin því þeir skoruðu ekki úr einni einustu spyrnu og þaö dugði því Liverpool að skora tvívegis! Jamie Redknapp skoraði fyrir Li- verpool, bæði i leiknum og víta- spyrnukeppninni í gærkvöldi. Branco líka til Flamengo - Romario fær treyju númer eitt Brasilíska knattspyrnufélagið Flamengo fylgdi í gærkvöldi eftir kaupunum á hinum heimsfræga Romario með því að fá til sín félaga hans úr heimsmeistaraliði Brasil- iu, vinstri bakvörðinn skotharða, Branco. Branco, sem skoraði sigurmarkið gegn Hollandi í 8-liða úrslitum HM síöasta sumar, skrifaði í gærkvöldi undir 6 mánaða samning við Flam- engo og fær 14 milljónir króna í laun fyrir þann tíma. Branco hefur undanfarin misseri leikið með Cor- inthians í Brasilíu og gengið upp og ofan. Forráðamenn Flamengo sögöu ennfremur í gærkvöldi að Romario myndi að öllum líkindum leika í treyju númer 1 hjá félaginu. Brasil- ískt bjórfyrirtæki, sem lagði drjúg- an pening í kaupin á Romario, not- ar nefnilega mikið slagorðiö „núm- er 1“ í auglýsingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.