Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Síða 1
30. JANÚAR 1995
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski boltinn:
12x-xxx-x12-xx11
ítalski boltinn:
211-1x1-11x-12x2
Lottó 5/38:
710162533(30)
fi/t/iffff/fffffff/ffffff/fffif/fff/
Spennan í einvígi Blackbum og
Manchester United um enska
meistai-atitilinn í knattspymu
magnast enn. Blackbum komst á
toppinn á ný eftir sigur á Shef-
field Wednesday í gær, 3-1, en
Manchester United var efst í sól-
arhring, í fyrsta skipti í margar
vikur, í kjölfarið á stórsigri á
nágrönnum sínum úr Manchester
City á laugardaginn, 0-3.
Tvö stig skilja liðin að og þau
hafa leikið jafnmarga leiki en lík-
umar á að Manchester United
haldi meistaratitlinum þykja fara
vaxandi á ný hjá breskum
veðbönkum.
Sjá nánar um ensku knatt-
spyrnuna á bls. 27
Eric Cantona enn í vandræðum:
Réðst á blaðamann
Knattspymumaðurinn Eric
Cantona kom sér í vandræði á
nýjan leik á laugardaginn þegar
hann réðst á blaöamann á eyj-
unni Antigua í Karíbahafinu.
Blaðamaðurinn segir að Cantona
hafi tekið sig hálstaki og síðan
sparkað undir bringspalirnar á
sér. Bresk lögregluyfirvöld bíða
þess nú að Cantona skili sér
heim úr fríinu svo þau geti yfir-
heyrt hann vegna árásarinnar á
áhorfandann á dögunum.
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir:
Þriðja metið á viku
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir úr
Ármanni setti íslandsmet í 60
metra hlaupi innanhúss í þriöja
skiptið á einni viku á opna
norska meistaramótinu í Ósló á
laugardaginn. Geirlaug hijóp
vegalengdina á 7,63 sekúndum
en um síðustu helgi hljóp hún
fyrst á 7,65 og síðan á 7,64 sek-
úndum í Gautaborg. Hún varð
sjötta af átta keppendum í úr-
slitahlaupinu en Monica
Grefstad frá Noregi sigraði á 7,43
sekúndum.
Sextán ára Hafnfirðingur næsti atvinnumaður íslendinga í knattspyrnu?
Ekeren vill fá Arnar
Arnar Þór Viðarsson, 16 ára
gamall leikmaður úr FH, er á leið
til belgíska 1. deildar liðsins
Ekeren, félagsins sem Akureyring-
urinn Guðmundur Benediktsson
lék með. Hann fer utan í vikunni
og mun æfa með liðinu í að
minnsta kosti 10 daga og í fram-
haldinu gæti farið svo að hann
gerði atvinnumannasamning við
félagið.
Upphafíð að áhuga Ekeren á
Amari er að í tvígang var hann
kosinn besti leikmaður knatt-
spymuskóla Kristjáns Bemburgs í
Belgíu og í leik með skólaliðinu
gegn ungliðaliði Lokeren fylgdust
menn frá Ekeren með Amari. Ef
forráðamönnum félagsins líst vel á
Arnar vilja þeir ganga frá samn-
ingi áður en hann verður 17 ára
því þá telst hann Belgi og nýtur þá
sömu réttinda og heimamenn.
„Það hefur alltaf verið draumur-
inn að komast út í atvinnu-
mennsku. Maður þroskast miklu
meira sem knattspymumaðm- ef
maður kemst út og ég er kominn á
þann aldur að ég þarf að þroskast.
Ég verð alla vega 10 daga úti og ef
það skellur á kennaraverkfall er
alveg eins víst að ég verði lengur.
Þeir vilja fá mig út sem fyrst því
ég verð 17 ára eftir einn og hálfan
mánuð,“ sagði Amar við DV i
gær.
Arnar Þór, sem á að baki 15
leiki með drengjalandsliðinu, á
ekki langt að sækja knattspymu-
hæfileikana en hann er sonur Við-
ars Halldórssonar sem um árabil
var fyrirliði FH og átti sæti í A-
landsliði íslands.