Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Side 5
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 25 ini Jóhannessyni og Valgarö Thoroddsen og fiskar vítakast. DV-mynd Brynjar Gauti ildar karla í handknattleik: «ttiílás 3r í hag gegn Val í Víkinni í gær hefur veriö sagt að markvörðurinn er hálft liðið og það sýndi Reynir. Mar- kvarslan hefur verið upp og ofan hjá Víkingum í vetur en í gærkvöldi var hún í öndvegi þegar hiö geysisterka lið Valsmanna var lagt að velli. Valsmenn voru í miklum ham framan af leiknum, hvergi veikan blett að finna, og áttu Víkingar þá aldrei möguleika. Valsmenn voru'skrefinu á undan á öll- um sviðum og gátu Valsmenn hæglega verið búnir að ná meira forskoti áður en Víkingar hrukku í gang. Þegar Vals- menn léku hvað best í gærkvöldi var hrein unun að sjá til hðsins. Öflugur varnarleikur, beittur sóknarleikur og góð markvarsla lagðist á eitt sem gerir eitt lið þannig úr garði að því verður varla ógnað. Valsmenn komust í 11-16 í síðari hálf- leik og höfðu menn á orði að úr þessu yrði spumingin aðeins hversu stór sig- ur Valsmanna yrði. Upp frá þessu skiptu liðin um hlutverk, Valsmenn urðu kærulausir í leik sínum, lögðust hreinlega til svefns, á sama tíma sem Víkingar vöknuðu upp af væmm blundi. Fyrr en varði var forskot Vals- manna farið út um gluggann og Víking- ar efldust til muna. Framgöngu þeirra Reynis og Áma var lýst hér að framan, allir lögðust þó á eitt við að gera þennan leik eftirminnilegan. Sigurður Sveins- son náði sér ekki á strik og hvíldi á bekknum í síðari hálfleik. „Leikurinn var þrælskemmtilegur“ „Handboltinn sem slíkur var ekki sér- lega góður. Leikurinn var að sama skapi þrælskemmtilegur. Baráttan var í góðu lagi en mistök sáust ansi oft hjá báðum aðilum. Valsmenn virtust hrein- lega sofna á verðinum og Víkingur fór í gang svo um munaði. Þáttur Reynis í. markinu vó þar þungt. Víkingar vom betri í fimm mínútur og það nægði þeim til sigurs," sagði Þorbergur Aðalsteins- son landsliðsþjálfari sem fylgdist með leiknum í gærkvöldi. Júlíus Gunnarsson og Guðmundur Hrafnkelsson vora bestu menn Vals- liðsins í leiknum. Valsliðið er það reynslumikið og svona gott forskot, sem liðið náði, á í öllu falli ekki að tapast niður. Reynslan á þar að grípa inn í. íþróttir Gifurleg spenna fyrir lokaumferð 1. deildarinnar: Þrjú geta unnið - Valur, Stjaman og Víkingur eiga öll möguleika Þrjú lið eiga möguleika á meist- aratitli 1. deildar karla í hand- knattleik eftir úrslitin í 21. og næstsíðustu umferðinni í gær- kvöldi. Valur og Stjarnan leika hreinan úrshtaleik að Hlíðarenda næsta laugardag. Sigurliðið verð- ur deildarmeistari en ljúki leikn- um með jafntefli geta Víkingar hirt titilinn með því að vinna Hauka í Hafnarfirði með fimm marka mun. Valsmenn geta orðið meistarar með jafntefli en þá þurfa Víking- ar að vinna Hauka með fjórum mörkum eða minna. FH mætir Aftureldingu FH og Afturelding heyja einvígi um fjórða sætið. FH hefur stigi betur en er með lakari markatölu og verður því að vinna ÍR í Selja- skóla til að vera öruggt um 4. sætið. Afturelding sækir KA heim á meðan. Ljóst er að FH og Afturelding mætast í úrslita- keppninni en þar getur ráðið úr- slitum hvort nær 4. sætinu í deildinni því það gefur aukaleik- inn á heimavelli. KA verður í sjötta sæti, sama hvernig síðasta umferðin fer, og leikur því við það lið sem endar í 3. sæti. Það getur orðið hvert sem er af þremur efstu liðunum, Valur, Stjarnan eða Víkingur. ÍR og Haukar bítast um 7. sætið og þar stendur ÍR betur að vígi er með tveimur stigum meira. Haukar eru með betri markatölu en eiga mjög erfiðan leik fyrir höndum, gegn Víkingi. ÍR og Haukar munu mæta tveimur efstu liðum deildarinnar. Ásmundur varði 14 skot 1 fyrri hálfleik: „Mjög sannfærandi" - stórsigur Aftureldlngar á slöku liði Hauka Aftuvelding - Haukar (13-6) 29-20 2-2, 4-2, 6-5, 8-6 (13-6), 15-9, 16-12, 17-14, 22-16, 25-19, 27-20, 29-20. • Mörk Aftureldingar: Ingimundur 8/4, Róbert 6, Gunnar 5, Jason 4, Páll 1. Þorkell 1. Jóhann i Varin skot: Ásmundur 23/1. • Mörk Hauka: Gústaf 5, Baumruk 4, Sigurjön 3/3, Þorkell 3, Aron 1, Sveinberg 1, Páil 1, Árni 1, Viktor 1. Varin skot: Bjami 22. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeír Sveinsson, góöir. Áhorfendur: 600. Maðurleiksins: Ásmundur Einarsson, Aftureldingu. FH-ingar loks lagðir að velli - bikarmeistarar KA unnu sigur 1 Krikanum Þóröur Gíslason skrifer „Leikurinn var kaflaskiptur af okkar hálfu og við misnotuðum óþarflega mikið af dauðafærum. Fyrri hálileikurinn var mjög góður en við slökuðum of fljótt á í þeim seinni. En við náðum að rífa okkur upp í lokin og enduðum leikinn á mjög sannfærandi hátt,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Aft- ureldingar, eftir stórsigur sinna manna gegn slöku liði Hauka, 29-20, að Varmá í gærkvöldi. Mikll hasar var strax í upphafi leiks, taugaspenna, stuttar og hraðar sóknir. Um miðjan fyrri hálfleik, þegar staðan var 6-5, kom frábær leikkafli hjá Aftureldingu sem gerði sjö mörk gegn einu marki Hauka. Munaði þar mest um markvörslu Ásmundar Einarssonar en hann varði fjórtán skot í fyrri hálfleik. Haukarnir komu mun ákveðnari til síðari hálfleiks og um hann miðjan náðu þeir muninum niður í þrjú mörk, 17-14. En með marki frá Ingi- mundi Helgasyni úr vítakasti og öðru frá Gunnari Andréssyni úr hraða- upphlaupi var allur vindur úr Hauk- um og leikmenn Aftureldingar luku síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, með skemmtilegum og afburða vel leikn- um handknattleik. Ásmundur varði mjög vel, Ingi- mundur og Róbert Sighvatsson áttu stórleik í annars jöfnu liði Aftureld- ingar. Hjá Haukum var Bjami Frostason bestur og eins var Gústaf góður þeg- ar hans naut við en hann var utan vallar stóran hluta síðari hálfleiks. STAÐAN Nissandeildin Valur .21 14 4 3 502-429 32 Stjaman.. .21 16 0 5 573-502 32 Víkingur. .21 14 3 4 582-514 31 FH .21 13 2 6 524-486 28 Aftureld.. .21 12 3 6 542M75 27 KA .21 10 5 6 527^89 25 ÍR .21 11 1 9 504-511 23 Haukar.... .21 10 1 10 552-530 21 Selfoss .21 6 4 11 469-523 16 KR .21 6 1 14 470-520 13 HK .21 1 1 19 450-555 3 ÍH .21 0 1 20 411-572 1 í lokaumferðinni næsta laugar- dag mætast HK-KR, KA-Aftur- elding, Selfoss-ÍH, ÍR-FH, Hauk- ar-Víkingur og Valur-Stjarnan. Róbert Róbertsson skrifar: Bikarmeistarar KA gerðu góöa ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi þegar þeir sigruðu FH-inga, 25-27, í Nissan- deildinni í gærkvöldi. KA-menrl, sem léku án Alfreðs Gilssonar, þjálfara síns, voru betri aðilinn í frekar dauf- um leik og virtust hafa miklu meiri vilja til að sigra. Þetta var fyrsta tap FH-inga í 11 leikjum og í fyrsta sinn sem þeir tapa fyrir KA í Kaplakrika. FH-ingar náðu sér aldrei á strik í leiknum og töpuðu þarna mikilvægum stigum í barátt- unni um efstu sætin. Norðanmenn vom með undirtökin nær allan leikinn en FH-ingar náðu að jafna öðm hvora. Staðan í leikhléi var jöfn, 12-12, en KA-menn náðu síðan undirtökunum á nýjan leik. Þegar 13 mínútur voru eftir náðu FH-ingar góðum leikkafla og komust yfir en það stóð ekki lengi. KA-menn léku miklu betur á lokakaflanum og tryggðu sér sanngjarnan sigur. FH-ingar léku langt undir getu lengst af bæði í vöm og sókn. En það var þó einn leikmaður liðsins sem skein skært í gærkvöldi og það var Hálfdán Þórðarson. Hann átti frá- bæran leik og var langbesti leikmað- ur liðsins. Hálfdán hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og var þetta besti leikur hans í langan tíma. Jónas Stef- ánsson, ungur og efnilegur mark- vörður, kom í markið í síðari hálfleik og stóð sig ágætlega. „Við vorum mjög slakir og kom- umst aldrei í gang. Ég var líka óánægður með nokkur atriði hjá dómurnum og það skipti líka sköp- um. Nú verðum við að sigra ÍR í síð- asta leik og tryggja okkur 4. sætið. Það er ljóst að við mætum Aftureld- ingu í úrslitakeppninni og það verð- ur mjög erfitt eins og allt annað í þessari jöfnu keppni,“ sagði Guð- mundur Karlsson, þjálfari FH, eftir leikinn. KA-liðið barðist vel og stemningin var góð hjá leikmönnum. Sigmar Þröstur Óskarsson varði mjög vel að vanda og var besti maður liðsins. Erlingur Kristjánsson lék einnig mjög vel og Patrekur Jóhannesson og Valur Órn Arnarson áttu góða spretti. 2-1, 4-3, 5-6, 8-8, 9-11 (12-12), 14-16, 16-18, 20-19, 22-22, 24-25, 25-27. • Mörk FH: Hálfdán 8, Gunnar 4, Guðjón 4, Hans G. 3, Sigurður 3/2, Guð- mundur 2/1, Knútur 1. Varín skot: Magnús 8, Jónas 6/1. • Mörk KA: Valdimar 6/3, Eriingur 5, Patrekur 5/1, Valur Öm 4, Leó Örn 3, Jóhann 2, Atli 2. Varin skot: Sigmar Þröstur 18/2. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurións- son, gerðu nokkur mistök en þokkalegir í heildina. Áhorfendur: Um 250. Maður leiksins: Sigmar ÞrÖstur óskarsson, KA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.