Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 íþróttir John Rhodes, þjálfari IR, var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins og hér hangir hann i körfunni eftir að hafa tekið frákast með tilþrifum. DV-myndir Brynjar Gauti Mikið skorað í stjömuleik KKÍ: Stigin urðu tæplega fjögur hundruð Róbert Róbertsson skrifar: B-riðillinn hafði betur gegn A-riðl- inum í stjömuleik KKÍ í Laugardals- höll á laugardag. Úrvalslið B-riðils- ins sigraði eftir tvíframlengdan leik, 199-198, en eftir venjulegan leiktíma, 4x12 mínútur, var staðan jöfh, 165-165. Eftir framlengingu var enn jafnt, 183-183, en leikmenn B-riðils- ins höfðu betur í lok annarrar fram- lengingar. Leikurinn var á léttu nótunum eins og hefð er fyrir í svona leikjum en hann varð þó aldrei eins skemmtileg- ur og stjömuleikir fyrri ára. Þó var mikið skorað og hittni leikmanna með ágætum, enda var vamarleikur- inn ekki tekinn mjög alvarlega. Oft sáust skemmtileg tilþrif hjá leik- mönnum en þau hefðu mátt vera fleiri og það vantaði virkilega skond- in og gamansom atriði þó að John Rhodes hefði gert sitt í þeim efnum. Rhodes, sem lék með B-liðinu, var valinn maður leiksins og er hann vel að þeim titli kominn. John Torrey og Lenear Bums sýndu einnig skemmtileg tilþrif og léku vel fyrir B-liðið. Kristinn Friðriksson lék best í A- liðinu en hann skoraöi 10 þriggja stiga körfur í leiknum. Rondey Rob- inson lék einnig prýöilega með A- liðinu. í leikhléi á stjörnuleiknum fór fram keppni í 3ja stiga skotum og bar hinn nýi leikmaður Hauka, Mark Hadden, sigur úr býtum. Hadden er mjög lit- skrúðugur leikmaður og þaö hefði verið gaman aö sjá hann leika í stjömuleiknum. í troðslukeppninni sigraði Raymond Hardin, Snæfelli, en Rondey Robinson varð í öðru sæti. Stig A-Uðsins: Kristinn 51, Robin- son 33, Anderson 27, Teitur 23, Pétur 22, Thompson 19, Jóhannes 9, Brypj- ar 6, Sigfús 4, Jón Amar 4. Stig B-liðsins: Bums 35, Rhodes 30, Guðjón 26, Torrey 25, Marel 23, Bow 23, Guðmundur 18, Falur 8, Jón Öm 5, Jón Kr. 5 og Ólafur 1. Sundmót fatlaðra í Malmö: Sigrún og Bára settu heimsmet Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Bára B. Erlingsdóttir úr Ösp settu báðar heimsmet í sundi þroskaheftra á Malmö Open, sundmóti fatlaðra sem lauk í Svíþjóð í gær. Sigrún synti 50 metra skriðsund á 32,54 sekúndum og Bára synti 50 metra flugsund á 38,67 sekúndum. Ennfremur setti Hilmar Jónsson úr Ösp íslandsmet í 50 metra bringu- sundi þroskaheftra, 38,54 sekúndur. Skagf irsku bræð- urnir settu met Efnilegir bræður úr Skagafirði, Sveinn og Björn Margeirssynir, settu báðir met í 1.000 metra hlaupi innan- húss á móti sem haldið var í Kapla- krika á föstudagskvöldið. Sveinn setti bæði drengja- og ungl- ingamet, 2:37,3 mínútur, og Björn setti sveinamet, 2:42,1 mínútu. Sig- mar H. Gunnarsson úr UMSB sigraði í hlaupinu á 2:35,4 mínútum, sem er ekki langt frá íslandsmeti. Sveinn varð þriðji og Björn fimmti. Eygerður Halldórsdóttir úr Aftur- eldingu, sem er aðeins 12 ára, bætti stelpnametið í 1.000 metra hlaupi um 10 sekúndur á sama móti. Eygerður varö önnur í hlaupinu á 3:26,9 mínút- um en Laufey Stefánsdóttir, sem er gengin til liðs við FH úr Fjölni, sigr- aði á 3:05,4 mínútum. Steinn Jóhannsson, FH, sigraði í 800 metra hlaupi á 2:02,0 mínútum. Eggert Bogason, FH, sigraði í kúlu- •varpi karla með 15,59 metra. Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, sigr- aði í kúluvarpi kvenna með 11,68 metra. Bjarni Þór Traustason, FH, sigraöi í langstökki með 6,80 metra. Friögeir Halldórsson, USAH, sigr- aði í stangarstökki með 4,10 metra. Hjalti tapaði í úrslitum um brons Hjalti Ólafsson úr Þórshamri hafnaði í fjórða sæti í -75 kg flokki á opna finnska meistaramótinu í karate sem fram fór í gær. Hjalti lagði þrjá fyrstu mótheija sína en mætti síðan Timanen, besta karatemanni Finna, í úrslitaviöureign um bronsverðlaunin og beið lægri hlut fyrir honum. Halldór Svavarsson var einnig á meðal þátttakenda en féll strax úr keppni. Gunnar og Helga unnu tvöfalt Gunnar Gunnarsson úr UFA á Akureyri og Helga Halldórsdóttir úr FH urðu bæði tvöfaldir íslandsmeist- arar í atrennulausum stökkum á fóstudagskvöldið en þá fór meistara- mótið fram í Kaplakrika í Hafnar- lirði. Gunnar stökk 3,19 metra í lang- stökki og 9,01 metra í þristökki. Helga stökk 2,77 metra í langstökki og 8,03 metra í þrístökki. Magnús Hallgrímsson, HSK, sigr- aði í hástökki karla, stökk 1,55 metra. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,30 metra. Þátttakendur á mótinu voru aðeins tíu að þessu sinni. Raymond C. Hardin úr Snæfelli fór á kostum í troðslukeppninni og hér tryggir hann sér sigurinn. Golf: Úlfarfékk 30 þúsund Úlfar Jónsson náði að komast í verðlaunasæti í fyrsta Tommy Armour golfmótinu sem lauk á Wedgefield vellinum í Orlando á flnuntudagskvöldið. Það er í röð af mótum atvinnumanna og þrjá- tiu fyrstu fá peningaverðlaun, og hafnaði Úlfer í 26. sæti af 115 keppendum, sem færði honum rúmlega 30 þúsund krónur. Úlfer lék á 221 höggi en Brad Lehman sigraði á 211 höggum. Tveir aðrir íslendingar tóku þátt í mótinu. Jón Karlsson lék á 231 höggi og Sigutjón Amarson á 236 höggum. Úlfer og Sigurjón munu taka þátt í þessari mótaröð næstu mánuðlna en Jón verður með í 2-3 mótum til viðbótar og er síðan væntanlegur heim. Óvenju slæmar aðstæður voru í Orlando síðasta keppnisdaginn en framan af degi var hávaðarok og hiti um frostmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.