Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1995, Side 4
20
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995
TÓNL 1 SJAR H i\ H '1 ;j 7 M 1
U j-j u j j jj j j j j
Basketballs Best Kept Secret - Ýmsir Leynarmálið betur varðveitt? • >*N Ú £ST A E PTT
ist
Darren Emmerson í Underworld er ábyrgur fyrir plötusamningi T-World drengja við Underwater-útgáfufyrirtækiö.
Réttur staður á réttum tíma:
T-World komnir
með útgáfusamn-
ing í Bretlandi
Danstónlist ýmiss konar hefur náð
gífurlegum vinsældum um heim ailan
á síðustu árum. Fólk aðhyllist ýmist
evrópska strandpoppið eða þá tónlist
sem dynur i danshúsum um heim all-
an og er oftast ekki gefin út nema í 12”
vinylforminu. Tölvunotendur um all-
an heim liggja yfir tónlistarforritun-
um sínum, samplerunum og hljóm-
borðunum, iðnir við að berja saman
takt sem ýtir undir hreyfigetu dans-
unnenda.
Þegar kemur að útgáfu danstónlist-
ar á 12” er ekki sama á hvaða merki
listin er gefin út. Stærstu fyrirtækin í
þessum bransa eru m.a. Network, XL,
Gorilla Records, Warp, Junior Boys
Own og Underwater. Nú nýlega komst
einmitt íslensk hljómsveit á samning
hjá Underwater útgáfufyrirtækinu.
Heimtuðu samning
Ævintýri T-World drengjanna,
Bigga og Magga Legó, hófust hér á
landi fyrir tæpu ári.
Flestir muna íslendingar eftir stór-
tónleikum Bjarkar í Laugardalshöll-
inni. Innfluttir skemmtikraftar tón-
leikanna voru drengirnir í Und-
erworld með Darren Emmerson
fremstan jafningja. Um svipað leyti
voru drengimir í T-World að spila á
skemmtistaðnum Venusi (nú Bóhem)
og til að gera langa sögu stutta sá
Emmerson drengina hreyfast svo að
um munaði og heimtaði plötusamning
(verandi í góðu sambandi við Junior
Boys Own).
Undirmerkið Underwater tók útgáf-
una að sér og í janúar á þessu ári kom
út fyrsta 12” T-World erlendis og bar
hún nafnið An-them. Lagið fékk góð-
ar viðtökur plötusnúða í Bretlandi og
á næstunni má búast við annarri 12”
drengjanna þar ytra. Þess má geta að
Junior Boys Own fyrirtækið er með
stóran dreifingarsamning í Bandaríkj-
unum.
Iðnir við kolann
Maggi Legó og Biggi eru betur
þekktir í útgáfústarfseminni en spila-
bransanum. Með þessu sannast
kannski að tónleikahald danssveita er
ekki eins mikilvægt og annarra sveita,
þetta er meira spurning um að vera á
réttum stað á réttum tíma. Fyrsta lag
T-World kom út á Egg ‘94 sem Smekk-
leysa stóð fyrir. Einnig voru þeir báð-
ir viðriönir útgáfu plötunnar Núll og
Nix sem tískublaðið Núllið stóð fyrir
á sínum tíma.
Þessar fyrstu jákvæðu viðtökur er-
lendra plötusnúða eru góðs vísir, enda
engir viðvaningar þar á ferð. Fyrir-
tækið Junior Boys Own stefnir einnig
á útgáfu safnplötu sem T-World dreng-
ir hafa verið orðaðir við. Dansunnend-
ur og tölvunotendur á íslandi ættu því
ekki að örvænta þótt þeir hafi ekki enn
komist út úr bílskúmum. Réttur stað-
ur á réttum tíma getur breytt öllu eða
bara gott demo. GBG
Hugmyndin að þessari plötu hefur líklega fæðst eftir að hinn 22 ára
gamli Shaquille O'Neill gaf út sína fyrstu plötu. Eru virkilega til
körfuboltamenn í NBA-deildinni sem geta rappað? íþróttin er alla
vega nógu vinsæl til að láta á það reyna. Nýlega náði til dæmis
bandaríski stjörnuleikurinn meira áhorfi en úrslitaleikurinn í
ameríska fótboltanum. Körfuboltakappamir, sem þessa plötu prýða,
era: Dana Barros, Malik Sealy, Shaq O'Neill, Cedric Ceballos, Brian
Shaw, Chris Mills, Jason Kidd, Isiah J.R. Rider, Dennis Scott og
Gary Payton. Yrkisefnin era ýmist um leikmennina sjálfa (uppfull
af sjálfshóli) eða glaum og gleði. Eina alvarlega yrkisefnið er að^
finna í texta Brian Shaw en hann missti móður sína, fóður og systur
í bílslysi árið 1993 og tileinkar lagið frænku sinni sem var sú eina
sem komst lífs af. Það má deila um það vel og lengi hvort þessir
fræknu körfuboltakappar eigi einhverja samleið með tónlistinni.
Rapparar sem standa upp úr eru Dana Barros, Shaq og Cedric
Ceballos en þeir sem eiga mest hrós skilið era upptökustjóramir.
Hljómurinn er með besta móti, enda nóg til af peningum.
Upphafslag plötunnar er einnig skemmtilegt en þar rappar maður
að nafni Bamboo í takt við eitt stk. körfubolta. Þegar á heildina er
litið er platan ekki stórt framlag til rappmenningar
Bandaríkjamanna en engu að síður er þetta skemmtilegur
safngripur íyrir aðdáendur NBA-deildarinnar. Hefði leyndarmálið
betur verið varðveitt? Spuming sem verður einungis svarað af
kaupendum.
- Guðjón Bergmann
Throwing Muses - University
Kemur á óvart
Söngkonuhljómsveitir eiga mjög upp á pallborðið þessa dagana.
Nægir þar að nefna erlendar sveitir á borð við Cranberries, Belly,
Echobelly, Throwing Muses o.fl. og Unun og Spoon hér innanlands.
Aðaldrifíjöður Throwing Muses er söngkonan Kristin Hearsh sem
vakti mikla athygli á síðasta ári með sólóplötu sinni Hips and
Makers. Augljóst er að Hearsh hefur hlustað talsvert á Debbie
Harry, alias Blondie á yngri árum; margt af því sem er að finna á
þessari nýju plötu Throwing Muses minnir talsvert á tónlist Blondie
í upphafi ferilsins. Þetta er kraftmikið og frískt melódískt rokk;
munurinn er helst sá að tónlist Throwing Muses er eilítið hrárri en
jafnframt mun fjölbreyttari en það sem Blondie bauð upp á á sínum
tíma. Fyrir vikið krefst hún virkrar hlustunar; þarf sinn tíma til að
síast inn, en eins og með allar góðar plötur fá menn ríkulega
uppskera erfiðisins, ef erfiði skyldi kalla. Nær væri að tala um
þolinmæði.
-Sigurður Þór Salvarsson
Dan Hartman -
Keep the Fire Burain'
Minning um mann
Dan Hartman var einn af þeim sem settu svip á diskóbylgjuna á
sínum tíma. Hartman er nú allur; féll frá í íyrra á besta aldri og þar
af leiðir þessi safnplata með öllum stærstu smellum hans gegnum
tíðina. Hætt er við að flestir séu búnir að gleyma Hartman enda
komin tíu ár síðan hann sást síðast á vinsældalistunum. Hans ferill
dó með andláti diskósins. En á meðan hann var og hét samdi hann
og söng mörg vinsæl lög og má þar á meðal nefna lögin Keep the
Fire Bumin', Instant Replay, Free Ride, Living in America og síðast
en ekki síst I Can Dream about You. Flest þessi lög hafa elst afar
illa að mínu mati enda böm síns tíma og brennd marki
tónlistarstefnu sem gekk sér ótrúlega fljótt til húðar, þó hún skjóti
alltaf við og við upp kollinum. í samræmi við eðli diskóstefnunnar
era lögin ákaflega formúlu- og klisjukennd og höfða á engan hátt til
neins annars en fóta hlustenda. Sem slík eru þau góð til síns brúks
en þar með er það upptalið.
- Sigurður Þór Salvarsson
Unun-Æ:
★ ★ ★
Tónlistin er poppað melódíupönk. Allur
hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar og
hljómurinn betri en maður á að venjast í
þessari deild tónlistarinnar. Unun má
kallast „óvæntasta góðverkið" tyrir þessi
jól. -GB
Ýmsir-Headz:
★ ★ ★
Þrátt fyrir nokkuð löng lög er tónlistin
virkilega góð, nægileg til þess aö
stemningin endist út lagið. -PJ
Mannakorn- Spilaðu lagið:
★ ★ ★
Það eru þekktustu smellimir frá tveggja
áratuga ferli Mannakoms sem hljóma á
plötunni. Þar sem Mannakornsmenn
gerast frjálslegastir og óformlegastir í
útsetningum tekst þeim best upp. -ÁT
Ýmsirflytjendur
-The Unplugged Collection:
★ ★ ★
Platan er áheyrileg og góð auglýsing
fyrir Unplugged sjónvarpsþættina hjá
MTV sem njóta sívaxandi vinsælda. -ÁT
Björgvin Halldórsson
- Þó líði ár og öld:
★ ★ ★
Þegar lagalisti plötunnar er skoðaöur
spyr maöur sig ekki endilega hvers vegna
varð þetta lag fyrir valinu heldur hvers
vegna var þessu laginu eða hinu sleppt.
-ÁT
Hallbjörn Hjartarson
- Kántrí 7 - Það besta:
★ ★ ★
Það má vera þunglyndur maður sem
ekki kemst i gott skap við að hlusta á þessa
plötu Hallbjöms sem er full af geislandi
gleði og hlýju. -SÞS
Tweety-Bít:
★ ★ ★
Nýju lögin eru flest popgað rokk og
standa ágætlega sem slik. Áheyrilegust
eru Gott mál og Alein. Önnur eru
hversdagslegri. -ÁT