Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1995, Blaðsíða 4
30 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 Bílar Reynsluakstur Hyimdai Accent 1,3: Stendur vel fyrir sínu Þegar bílar kóreska bílaframleiðand- ans Hyundai birtust á bílamarkaöi hér á landi fór sala þeirra hægt en örugglega í gang og það leið ekki á löngu þar til að þeim tókst að ná góðri fótfestu á markaðnum og nú er svo komið að í heildarsölu hefur Hyundai náð að blanda sér í toppbaráttuna. Minnsti bíllinn frá Hyundai var í byrjun Pony og í kjölfarið kom arf- taki hans, Accent, sem verið hefur að sækja í sig veðrið á markaðnum að undanfömu. Hyundai Accent er nú fáanlegur bæði með 1,3 og 1,5 lítra vél og kostar ódýrasta gerðin 949.000 krónur. Það er einmitt einn slíkur sem við ætlum að líta á nánar að þessu sinni en við höfum áður fjallað ítarlega um Hyundai Accent svo hér verður að- eins tæpt á því helsta. Accent er hefðbundinn fjölskyldu- bíll, með frísklegt útlit sem einkum birtist í niðursveigðum framenda og bogmynduðu formi. Afturendinn er nokkuð hærri og gerir það bílinn fleygmyndaðri en ella. Nývél Vélin, sem er 1.341 rúmsentímetri, er alveg ný og kaflast Alpha. Hún er mun léttbyggðari en eldri vélin og ný hönnun á brunaholi, hreyflörmum og kveikjukerfi gerir sitt til að hún er bæði spameytnari og hljóðlátari en áður. Eyðslan er sögð vera á bilinu 7 til 8 lítrar á hundraðiö í blönduðum bæjarakstri en getur orðið mun minni í jöfnum þjóðvegaakstri. Það kom nokkuð á óvart hve þessi nýja vél er í raun spræk og það ásamt því hve bíllinn er lipur í akstri gerir daglega notkun hans ánægjulega. Það fer vel um ökumann og farþega í Accent. Sæti eru ágæt og styðja betur við bak og mjóhrygg en æfla Mælaborð og stjórntæki eru ágæt og í heild er yfirbragð bílsins traust- vekjandi. Hyundai Accent - nú með nýrri 1,3 lítra vél og á ágætu verði - þriggja hurða billinn kostar 949 þúsund krónur. DV-myndir BG mætti við fyrstu sýn. Hægt er að stilla ökumannssæti eftir óskum hvers og eins og stuðningsstilling er við mjóhrygg. Ágætt rúm er fyrir alla, jafnt í fram- og aftursætum. Búnaður Vegna þess að hér er um þriggja hurða bíl að ræða þarf að velta fram baki framsætis til aö komast í aftur- sætið. Bakið fellur fram og sætið í heild rennur fram í sleðanum og gef- ur þannig gott pláss fyrir þann sem þarf að setjast í aftursætið. En þegar setja á framsætið aftur í fyrra horf „man“ það ekki í hvaða stöðu það var og því þarf aö stilla það upp á nýtt í hvert sinn sem einhverjum er hleypt í aftursætið. Þetta er stór ljóð- ur á annars ágætum bíl, nánast sá eini ef frá er talinn baksýnisspegill- inn sem getur truflaö útsýni öku- manns við vissar aðstæður. Heldur hefur verið dregið úr stað- albúnaði Accent í þessari ódýrustu útfærslu. Vökvastýri er þó tfl staðar, nokkuð sem telja má nánast sjálfsagt í bíl af þessari stærð, og þá er hann einnig búinn ágætu útvarpi sem einnig er staðalbúnaður frá verk- smiðju. Rúðuvindur eru handknúnar, nokkuð sem er í besta lagi í bíl sem þessum, en heldur saknaði undirrit- aður þess að samlæsingar eru ekki tfl staðar. Frágangur á mælaborði og stjórn- tækjum er með ágætum og í heild býður bíllinn af sér góðan þokka og er traustvekjandi. Af öðrum staðalbúnaði má nefna Alpha-vélin, sem er ný og með end- urbættri hönnun, er ágætlega spræk og um leið sparneytin. þurrku með rúðusprautu að aftan, klukku og afturrúðuhitara með tímarofa. í heild má segja um þessa ódýrustu útfærslu á Hyundai Accent að þetta sé bfll sem stendur vel fyrir sínu og kemur að sumu leyti á óvart vegna góðra eiginleika og innanrýmis. Verð- ið, kr. 949.000, er þokkalegt fyrir bfl í þessum stærðarflokki. Umboð er Bif- reiðaroglandbúnaðarvélarhf. -JR Löggiltir bílasalar stofna félag: ma nema að vera með löggildingu Frá og með morgundeginum, 28. febrúar, má enginn starfrækja bif- reiöasölu nema að vera með Iög- gfldingu. Annað kvöld er boðað til stofnfundar Félags löggfltra bif* reiöasala á Hótel Islandi. Meginmarkmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni félags- manna með þvi að stuðla aö heil- brigðum viðskiptaháttum i bif- reiðaviðskiptum. Bifreiðasalar vilja að viðskipti með notuð öku- tæki séu sambærileg þvi besta sem gerist i viðskiptum með fjármagn. Helstu verkefni félagsins snua að upplýsingamiðlun út á við, iræðslu til félagsmanna og rekstri siða- nefndar i þeim tilgangi að skapa Vs. fagleg vinnubrögð og auka traust og virðingu bifreiðasala í þjóöfélag- inu. Af hálfu þeirra sem undirbúið hafa stofnun félagsins er lögð á það áhersla að með þessu er ekki ein- göngu verið að gæta hagsmuna fé- lagsmanna heldur neytenda einnig, þvi að bifreiðasalar ætia, eins og kemur fram í fundarboði þeirra, að gefa sjálfum sér auga i framtíð- inni. Aktu inn í góuna MMC Galant GLS, '88, ek. 99 þús. Kr. 720.000 stgr. Daihatsu Rocky EL II, '88, ek. 99 þús. Kr. 990.000 stgr. Renault Clio RT/A, '92, ek. 24 þús. Kr. 860.000 stgr. Einnig flestar tegundir af Clio. VW Polo '90, ek. 61 þús. Kr. 390.000. .V'——faS?' ^Írj Renault 19 '92, ek. 62 þús. Kr. 900.000 stgr. Einnig RT '93, '94, RTi '94. Honda Civic ESi '92, ek. 44 þús. Kr. 1.180.000 stgr. Notaður BMW, næstbesti kosturinn, 320i, '91, ek. 59 þús., sóllúga o.fl. Kr. 1.690.000 stgr. Not. BMW, næstb. kosturinn 520ÍA '91, ek. 70 þ., sóll., læst dr. Kr. 2.150 þ. stgr. Og 520ÍA '89 V. 1.550 þ, 520i '89, o.fl. Utsölubílar á Visa/Euro, skuldabréfum. 1. gjalddagi í apríl. Vantar allar gerðir nýlegra bíla á skrá og á staðinn. Bílasaian Krókhálsi, Krókhálsi 3, Sími 567-6833 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.