Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Tækni - Hljómtæki Mim-hljómtækjasamstæður ryðja sér meira og meira til rúms á mark- aðinum, enda að mörgu leyti þægi- legasta hljómtækjasamstæðan í stof- ur og lítU herbergi. Undanfarin ár hafa þessi vinsælu hljómtæki verið vinsælar fermingargjatir og er ekki að efa aö svo verður einnig í ár, enda er tónlist eitt aðaláhugamál ung- dómsins. Það má segja um mini-samstæð- umar að þær geti þjónað fullkomlega þeim sem hefur lítið húspláss og vill ekki láta fara mikið fyrir hljómtækj- um. Þessar hljómtækjasamstæður eru til í mörgum gæðaflokkum og getur verð þeirra verið ailt frá þrjá- tíu þúsundum og upp í tvö hundruð þúsund og þá eru menn komnir með mjög góð tæki í hendurnar. Ekki eru allir jafn hrifnir af samstæðunum og setja það aðallega fyrir sig að þetta er pakki sem enginn breytir. Fyrir marga er segulbandið ónauðsynlegt tæki. Og það á örugglega við hér á landi, en eins og einn sölumaður orð- aði það þá em íslendingar langt á undan öðmm þjóðum í kaupum á hljómtækjum og úti í hinum stóra heimi eru snældur með stóran hluta af markaðinum og þar þætti lítið vit í að framleiða hljómtækjasamstæðu sem ekki hefur segulbandstæki. Það sem er sameiginlegt með mini- hljómtækjasamstæðum er að útlitið er miög svipað. Um er að ræöa tvo hátalara sem eru í sömu hæð og geislaspilari, útvarp, magnari og ^! ■■ \í hL r Japis býður upp á margar gerðir af mini-hljómtækjasamstæðum. kassettutæki, sett upp á hvert annað, þannig að það myndar ferhyming sem fer ákaflega vel í hillu. Margir vilja þó aðskilja hátalarana frá tækj- unum og fá þannig meiri fyllingu í stofuna eða herbergið. Meðal þeirra verslana sem bjóða upp á mini-samstæður er Japis hf. og þar er að finna fjölbreytt úrval frá Panasonic og Sony, mini-samstæður sem eru á verðinu frá um fjörutiu þúsund krónur og allt upp í tvö hundruð þúsund. Meðal þeirra sam- stæðna sem eru á viðráðanlegu verði og eru upplagðar til fermingargjafa eru tvær frá Panasonic, önnur þeirra er SC CH40 sem kostar 59.900 kr. og hin er DH30S sem kostar 39.900 kr. Báðar þessar samstæður eru góð hljómtæki með geislaspilara, útvarpi og tvöföldu kassettutæki. Sú fyrr- nefnda er kraftmeiri og gefur meiri möguleika. Frekari upplýsingar er að fá í Japis hf. Kóngamir frá Marantz Fáir geislaspilarar hafa fengið jafn góða dóma í erlendum fagtíma- ritum þegar miðað er við verð og Marantz CD-63 og Marantz CD-63 SP. Marantz hefur í nokkur ár tek- ist mjög vel upp í að framleiða góða geislaspilara og hafa geislaspilarar frá þeim hvað eftir annað verið verðlaunaðir og kosnir spilarar ársins. í kíölfarið á verðlauna- geislaspilaranum CD-52 eru komn- ir á markaöinn CD-63 spilarnir tveir, CD-63 hefur meðal annars sterkari bassa en er ódýrari en CD-52, CD-63 Special Edition er aft- ur á móti dýrari en er samt sagður Marantz CD-63 SE er einn af kóngunum frá Marantz. gefa hljóm sem er langtum dýrai en verðið. Báðir þessir spilarar fóru í gæðakönnun hjá tímaritinu What HI-FI og voru einu spilaranir sem fengu fimm stjörnur í öllum prófunum. Lögð hefur verið áhersla á það hjá Marantz að hafa þessa geisla- spilara á viðráðanlegu verði en Maranzt framleiðir einnig dýrari geislaspilara og þar fer fremstur CD-10 sem þykir gefa frá sér einstkalega góðan hljóm. Nánari upplýsingar um Marantz plötuspil- arana er hægt að fá í Radíóbúöinni sem er umboðsaðili Marantz hér á landi. Iitli stóri magnarinn frá Nad í þessari viku mun Taktur fá í verslun sína nýjasta magnarann frá NAD, Nad 310, sem hefur vakið mikla athygli að undanfömu. Þessi fremur litli og einfaldi magnari kemur á markaðinn þegar umræðan um ein- faldleikann í hljömtækjum er þaö sem margir em að hallast að þessa stundina. Stefnan var sett á aö gera ódýran en góðan magnara sem höfð- aði til fólks og það hefur svo sannar- lega tekist. Nad 310 hefur hlotið mjög góöar viðtökur-og þegar hann var prófaður í tímaritinu What HI-FI fékk hann fimm stjörnur. Hann fékk og þann dóm að hann væri þéttur, fínlegur, með heillandi óm og skyn- samlega hannaður og það að kaupa hann væri hyggilegt. Nad 310 er 2x20 vött en nær hæst 80 vöttum. Hann er unninn upp úr forverum sínum, hinum viður- kennda Nad 3020, með það fyrir aug- um að halda kostnaöinum í lágmarki og það er þrekvirki að slíkt skyldi nást þegar að er gáð hvaða eiginleika hann hefur. Taktur hf. hefur einnig á boðstólum NAD 501 geislaspilara, sem einnig varö þess aðnjótandi aö fá fimm stjörnur í prófun í tímaritinu What HI-FI og víst er að kaup á Nad 310 og Nad 501 em ódýr kaup miðað við gæði en saman mundu tækin kosta rúmar 45 þúsund krónur. Nán- ari upplýsingar um Nad hljómtæki er að fá í Takti við Ármúla. Nad 310. Einfaldleiki og gæði i fyrirrúmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.