Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kór yngri barna Arbæjarsafnaðar syngur. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Askirkja: Æskulýðsdagur kirkjunnar. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Hildur M. Einarsdóttir stud. theol. prédikar. Börn úr 10-12 ára starfi Áskirkju sýna helgileik. Veit- ingar eftir messu. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Barna- kórinn syngur. Fermingarþörn aðstoða. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.00. Bisk- upsvísitasia kl. 14.00. Biskup fslands, hr. Ólafur Skúlason, vísiterar Bústaðasöfnuð og prédikar við æskulýðsguðsþjónustu þar sem ungmenni aðstoða við messuflutning. Digraneskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta æskulýðsdagsins kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. Dómkirkjan: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11.0. Prestur sr. María Agústsdóttir. Kór Vesturbæjarskóla syngu: undir stjórn Sess- elíu Kristjánsdóttur. Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00. Hlliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Altarisganga sr. Gylfi Jónsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl 14. Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Hugvekjur flytja: Anna S. Björns- dóttir og Regina Laufdal. Lesarar: Steinþerg Þórarinsson og Eirikur Valþerg. 11-12 ára þörn syngja, 9-10 ára börn flytja bæn. Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Fjölskylduguðsþjónustan kl. 14. Ferm- ingarbörn aðstoða. Grafarvogskirkja: Æskulýðsdagurinn. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Valgerður, Hjörtur og Rúna. Guðsþj. kl. 14. Garðakirkja: Sunnudagaskóli í safnaðarh. Kirkjuhvoli kl. 13. Æskulýðssamkoma á æskulýðsdegi kl. 20.30 í Garðakirkju. Rútur munu fara frá safnaðarh. Kirkjuhvoli kl. 20. stundvislega og koma til baka um kl. 21.30. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestursr. HalldórS. Gröndal. Grindavikurkirkja: Æskulýðsdagurinn 5. mars. Barnastarf kl. 11. Kvöldsamkoman hefst kl. 20.00. Hallgrímskirkja: Fræðslustund kl. 10. Unglingurinn og fjölskyldan. Benedikt Jó- hannsson sálfræðingur. Messa og barna- samkoma kl. 11.00. Barnakór Hallgríms- kirkju og Mótettukór Hallgrimskirkju syngja. Háteigskirkja: Æskulýðsmessa kl. 11.00. Sr. Jón Ragnarsson prédikar. Gunnbjörg Óladóttir les ritningarlestra og unglingar flytja bænir. Barnakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Ásrúnar Kondrup. Einsöngur, fjölda- söngurog hljóðfæraleikur. Messa kl. 14.00. Hjallakirkja: Æskuiýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn úr 10-12 ára starfi kirkjunnar sýna helgileik. Fermingarbörn taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Hvalsneskirkja: Sunnud. 5. mars kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Sunnudagaskóli í Grunnsk. Sandgerði sunnud. 5. mars kl. 13. Kálfatjarnarkirkja: Kirkjuskóli á morgun, laugard., I Stóru-Vogaskóla kl. 11. Fjöl- skylduguðsþjón. á æskulýðsdegi kl. 14. Rúta mun fara frá söluskálanum í Vogum kl. 13.40. Ytri-Njarðvikurkirkja: Guðsþj. sunnud. 5. mars kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Keflavikurkirkja: Æskulýðsdagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11. árd. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Æskulýðs- kvöldvaka á Flug Hóteli. Prestarnir. Kópavogskirkja: Æskulýðsdagurinn. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar syngja. Köku- sala mæðrastyrksnefndar Kópavogs I safnað- arheimilinu Borgum eftir guðsþjónustuna. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Æskulýðsd. Fjölskguðsþjónusta kl. 11.00. Laugarneskirkja: Fjölskylduguðsþj. kl. 11.00. Félagar úr æskulýðsfél. Karitas lesa ritingarlestra. Dr. Gunnar E. Finn- bogason, uppeldisfræðingur og lektor, flytur hugleiðingu. Mosfellsprestakall: Fjölskyldumessa I Lága- fellskirkju kl. 14.00. Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar. Athugið að barnastarfið I safnað- arh. fellur niður að þessu sinni en börnin eru hvött til að mæta í fjölskyldumessuna þess i stað. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Jón Ármann Gíslason guðfræðinemi prédikar. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn, yngri deild, syngur. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 14. Unglingar taka þátt í guðsþjónustunni. Gospelkórinn syngur og annast tónlist. Guðsþjónusta I Seljahlið laug- ardag kl. 11. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsmessa kl. 11. Gospelkórinn og barnakórinn syngja undir stjórn organistans, Vieru Gulasciova. Guð- björg Jóhannesdóttir guðfræðinemi prédikar. TTT sjá um veitingar á eftir. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjón. kl. 11. Heimur dökku fiörildanna er liður í norrænu menningarhátiðinni Sólstöfum. DV-mynd ÞÖK Borgarleikhús: Heimur dökku fiðrildanna Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á laugardag kl. 20 finnska leikritið Heim dökku fiðrildanna en það er gert eftir sögu Leenu Lander. Þessi sýning er liður í norrænu menning- arhátíðinni Sólstöfum. Þetta er spennuleikrit um ástir, framhjáhald, afbrýði, morð og fleira. Juhani Juhansson er ungur fjár- málamaður sem vinnur hjá bygging- arfyrirtæki og á von á stöðuhækkun. Hann hugsar til æskuáranna og um tildrög þess að þeir bræður voru teknir frá foreldrum sínum og kemst síðan að æ meiru um fortíð fóður síns sem var efnavísindamaður en aðgerðir hans ollu undarlegum at- burðum, t.d. vegna mengunar. í aðal- lilutverki er Þröstur Leó Gunnars- son. Leikstjóri verksins er Eija-Ehna Bergholm en hún hlaut menntun í leiklistarskóla og háskóla og var um tíma aðstoöarleikstjóri í sænsku leikhúsi í Helsinki. íþróttir - Patrekur Jóhannesson og félagar i KA mæta i Garðabæ á föstudagskvöldið og <á án efa svona móttökur hjá Skúla Gunnsteinssyni og öðrum Stjörnumönnum. Oddaslagur í Garðabænum - þegar Stjaman mætir KA í þriðja leik í 8 liða úrslitum I kvöld, fóstudagskvöld, ræðst það hvaða hð nær sæti númer fjögur í undanúrslitum Nissan-deildarinnar í handknattleik. Stjarnan og KA mætast þá í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitunum og fer leikurinn fram í Garðabæ. Eins og menn muna vann Stjarnan öruggan sigur í fyrsta leiknum en KA-menn jöfnuðu metin á Akureyri og léku þá Stjörnumenn oft grátt. Búast má við gífurlegum baráttuleik í kvöld en liöið sem bíður lægri hlut er úr leik en hitt heldur áfram í und- anúrslitin. • Úrslitakeppni 1. dehdar kvenna heldur áfram um helgina. Á föstu- dagskvöld leika Ármann og Stjaman annars vegar og IBV og KR hins veg- ar. Á laugardag leika FH og Víkingur kl. 15.30 og kl. 16.00 leika Haukar og Fram. • í úrslitakeppni 2. dehdar karla á sunnudag mætast Fylkir og Fram í Austurbergi kl. 20.00, Þór Akureyri og Grótta kl. 20.00 og ÍBV og Breiða- blik kl. 14.00. Tíska 1995: Fimm hundruð þátttakendur Keppnin Tískan 1995 verður haldin á Hótel íslandi á sunnudag. Keppt verður í frístæl, tískulínu, föröun, fatahönnun, fatagerð og í fyrsta skipti í ár keppni í ásetningu og út- færslu á gervinöglum. Undirbúning- ur fyrir hverja keppni hefst rúmu ári fyrir keppnina. Áætla má að um 500 manns taki þátt og starfi við keppnina í ár og hefur undirbúningur hjá keppendum staðið í marga mánuði en keppt er um 180 titla. Stanslaus dagskrá verð- ur á Hótel íslandi í rúma tólf tíma á sunnudag og hefst hún kl. 11.15. Einnig verða sýningar frá Matrix, Redken, Schwartzkopf, No Name og Aerobic Sport, tiskusýning þar sem stúlkur úr fegurðarsamkeppni Reykjavíkur sýna auk fjölda sýning- arbása þar sem kynnt er allt það nýjasta fyrir hár, húð, förðun og neglur. Likamsföróun er ein keppnisgrein- anna. Körfubolti: Gríðarleg barátta er fyrirsjáan- leg um helgina á ísafirði um laust sæti í úrshtakeppni 1. deildar í körfuknattleik þar sem keppt verður um úrvalsdeildarsæti. Slagurinn stendur á mhli Körfu- knattleiksfélags ísafjaröar og ÍS. Líðin ieika tvívegis vestra um helgina, á föstudag og laugardag. Eins og sjá má á stöðunni hér að neðan hafa Þór Þorlákshötn og Leiknir Reykjavík tryggt sér rétt th að leika i úrslitakeppninni úr b-riðli og Breiðablik tryggir sér annað úrshtasætið í a-riðhnum á sunnudag með sigri gegn ÍH. KFÍ og ÍS berjast um hitt sætið á ísafirði um helgina. Staðan í inn- byrðis leikjum hðanna er þannig að hvort lið hefur unnið einn leik. Staðan er þannig 1 1. deildinni fyrir leiki helgarinnar: A-riðill: Breiðablik... 19 15 4 1653-1324 30 ÍS..........18 15 3 1451-1204 30 KFÍ.........18 14 4 1585-1283 28 ÍH..........19 1 18 1231-1763 2 B-riðill: ÞórÞ......19 14 5 1685-1425 28 LeiknirR. ...20 9 11 1508-1526 18 Selfoss...19 5 14 1401-1539 10 Höttur...18 2 16 1138-1588 4 Skíðamót norðanheiða Bikarmót í svigi, minningarmót um Bjöm Brynjar Gíslason, fer fram um helgina á Ólafsfirði. Keppt verður í svigi í karla- og kvennaflokki á laugardag. Á sunnudaginn fer fram bikar- mót í stórsvigi á Dalvík sem skíðadeild Leifturs heldur i sam- vinnu viö Skíðafélag Dalvíkur. Útivist: Að Gullfossi Á sunnudag kl. 10.30 verður ekið austur um Grímsnesið og komiö að Geysi. Þaðan verður farið að Gullfossi sem væntan- lega er 1 klakaböndum. Frá Gull- fossi verður gengið niöur með gljúfrinu ef færð leyfir. Kl. 10.30 stendur Útivist fyrir skíðagöngu í Innstadal. Gangan hefst á Hellisheiöínni og farið verður í Innstadal og síöan niður um Sleggjubeinsskarð. Á laugardagsmorgun verður lagt af stað og ekið austur á Hell- isheiði. Gangan .hefst austarlega á heiðinni og gengið sem leið ligg- ur yfir hana og niður i Grafning. Gist er í Nesbúð við Nesjavehi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.