Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Side 4
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
3
T Ó N L I
iÍEl|| jj
Thunder - Behind Closed Doors
k
Klassaklisja
Fyrirsjáanlegri gerast þær varla. Á Behind Closed Doors er nánast ekkert
sem kemur á óvart. Tónlistin er þungarokk af allra venjulegustu gerð,
svipað og Black Sabbath var að gera fyrir 15 árum (þ.e. eftir að Ozzy
fór) og platan í heild ein risastór klisja - tónlist og textar, söngstfll og
hljóðfæraleikur nákvæmlega eins og hjá öllum hinum klisjuköllunum í
þungarokkinu. Nafnið á hljómsveitinni er líka vel við hæfi og kannski
stærsta klisjan í sjálfu sér. Varla er hægt að ímynda sér nafn sem hæfir
tónlistarstefnunni betur.
Góðu fréttimar eru þær að hér er mjög vel farið með klisjuna.
Hljóðfæraleikur og söngur eru í gæðaklassa og gítarsólóin eru góð þó
þau séu mjög hefðbundin. Hljómurinn á plötunni er líka fyrsta flokks og
öll tæknivinna virðist óaðfinnanleg. Þessi klisja er í toppklassa.
Gallinn er bara sá að platan bætir engu við það sem áður hefur verið
gert. Tónlistin er svo sem ekki beint leiðinleg og getur alveg virkað sem
bakgrunnstónlist en um leið og maður fer að leggja við hlustir skín
innihaldsleysið í gegn. Þetta er eigiþlega ekki tónlist heldur tónvara eða
tónframleiðsla og sem slík er hún fyrsta flokks. Ég myndi nú samt
ráðleggja fólki að setja bara gamla Black Sabbath plötu á fóninn.
- Pétur Jónasson
Deus - Worst Case Scenarío
'k'k'k'k
Himneskt
Deus þýðir Guð og tónlistin sem Deus býður upp á er nánast guðdómleg, svo
þeir eru sosum ekki að taka neitt alltof stórt upp í sig með þessari
metnaðargjömu nafngift. Hljómsveitina skipa fimm belgískir tónhstarmenn
sem líta alveg hreint fáránlega eðlilega út miðað við tónlistina sem þeir
flytja.
Á plötunni ægir öllu saman og margar mismunandi tónlistarstefnur koma
við sögu. Rokk og ról, þungarokk, þjóðlagarokk, djass, blús, popp og
pönk skelia saman í mikilli tónlistarorgíu. Öllu er blandað saman á mjög
kaótískan en smekklegan hátt og stundum er jafnvel algjörlega skipt um
stfl nokkrum sinnum í sama lagi. Oft finnst manni tónlistin kunnugleg,
en þó er hún engu lík, og styrkur hljómsveitarinnar liggur helst í
fjölbreytileika og ferskleika. Mikið er um tilraunastarfsemi og
hugmyndaauðgi hljómsveitarmanna virðist fá takmörk sett.
Erfitt er að gera upp á milli góðra laga, en þó er hægt að segja að þijú
þeirra séu rjóminn sem flýtur á toppnum. Great American Nude er í
þrusugóðum Tom Waits ffling, einnig Mute, sem er þó svoh'tið pönkaðra,
með mystískum bassa og vel víruðum gítar. Suds & Soda er hins vegar
villt og kraftmikið pönkrokklag, tilvalið til að misþyrma heymartólunum.
Önnur verulega eftirtektarverð lög eru t.d. titillagið, Morticiachair,
Hotellounge og Divebomb Jingle. Annars er platan öll eymakonfekt af
bestu gerð.
- Pétur Jónasson
The Long Black Veil - The Chieftains
**** .
Beint í mark
Keltnesk þjóðlagatónlist hefur ekki beinlínis átt greiða leið að eymm
hins almenna hlustanda. Kannski hefur markaðssetningunni einfaldlega
verið áfátt. Að minnsta kosti hefur Paddy Moloney, framlínumaður írsku
hljómsveitarinnar The Chieftains, fundið leið til að fá fólk til að leggja
við eymn: með því að leita liðsinnis heimsþekktra poppara og rokkara
og fá þá til að taka lagið með sér og félögum sínum.
Gestalistinn á The Long Black Veil er ótrúlegur. Þar er Mick Jagger með
og án Stones. Sting er á listanum, sömuleiðis Mark Knopfler, Marianne
Faithfull, Tom Jones og Ry Cooder. Ekki má svo gleyma írunum Van
Morrison og Sinead O’Connor og fjöldanum öllum af hljóðfæraleikumm
sem spila með á plötunni.
Með því að safna slíkum hópi saman á eina og sömu plötuna gæti maður
búist við miklum graut með ólflcum bragðefnum. Því er ekki til að dreifa.
Paddy Moloney, pródúsent plötunnar, sveigir alla gestina að sinni stefnu
og tekst það vel. Það er raunar erfitt að hrósa einum fremur en öðmm.
Þó skal nefnt að O'Connor hefur verið hálfmunaðarlaus í stefnur.ui að
undanfömu en þama skín stjama hennar sannarlega skært. Og samleikur
Stones og Chieftains í The Rocky Road to Dublin er bráðskemmtilegur.
Maður hrekkur óneitanlega við þegar upphafsstef Satisfaction þmmast
í gegnum glaðlegt þjóðlagið en útkoman er töff og það er fyrir mestu.
Poppaðar útsetningar verka gömlu meistaranna hafa opnað eyra margra
fyrir sígildri tónlist. Ég hygg að það framtak Chieftains að fá heimskunna
söngvara og hljóðfæraleikara til að sþila með sér keltneska
þjóðlagatónlist fáí fleiri en hingað til til að leggja eymn við þeirri
eðalstefnu.
- Ásgeir Tómasson
Hljómsvertin Tweety: Plata í haust og þrjú eða fjögur lög á safnplötum í vor og sumar.
Hlj óms veitin
Tweety
- spilaði í Veggnum með Verslunarskólakórnum
Hljómsveitin Tweety hefur haft í
nógu að snúast síðustu vikur og mán-
uði. Hún hefur leikið á dansleikjum
og tónleikum um hveija helgi siðan í
desember, æft og komið fram með
Nemendamótshópi Verslunarskólans
í Veggnum og spilað á samtals níu
skólaböllum. Þessa dagana er hljóm-
sveitin í óðaönn að taka upp nýja
plötu. Sú er reyndar ekki væntanleg á
markaðinn nærri strax en væntanlega
fær fólk forsmekkinn af henni á safti-
plötum í vor og sumar.
„Platan á ekki að koma út fyrr en
um næstu jól,“ segir Þorvaldur Bjami
Þorvaldsson sem stofnaði Tweety með
Andreu Gylfadóttur fyrir um það bil
ári. Þau voru dúett fýrstu mánuðina
eftir stofnun Tweety sem nú er orðin
að fullvaxinni hljómsveit eftir að Máni
Svavarsson, Eiður Amarsson og Ólaf-
ur Hólm bættust i hópinn. „Ég reikna
með því að það verði tólf til fjórtán lög
á plötunni," bætir Þorvaldur Bjami
við, „en hvert þeirra er gert í tveimur
til þremur útgáfum svo að okkur veit-
ir ekkert af tímanum núna.“
Hljómsveitin hefiir í nógu að snú-
ast með plötuupptökunni. Hún leikur
á dansleikjum og hljómleikum um
hverja helgi og er búin að fara víða
um land síðustu mánuðina auk þess
að leikja á suðvesturhominu. Þá spil-
aði hún jafhframt stórt hlutverk í upp-
setningu Verslunarskólans á Veggn-
um eftir liðsmenn Pink Floyd sem
sýndur var á Nemendamóti. Þorvald-
ur Bjami sá þar um æfingar á tónlist
og Tweety lék undir.
Þorvaldur Bjami segir að raunar sé
hópurinn búinn að fara hringinn
tvisvar það sem af er árinu. Veðrátt-
an hefur furðulítið strik sett i reikn-
inginn ennþá. „Við höfum komist til
allra staða sem við höfum ætlað okk-
ur,“ segir hann. „Stundum hefur
kannski ekki gengið alveg jafn vel að
komast í burtu en þá höfum við bara
drepið tímann með því að spila
Scrabble!"
So Cool erlendis
Fyrsta lagið sem Tweety sendi frá
sér á plötu var So Cool. Það kom út í
fyrravor og vakti ekki nema miðlungs-
athygli. Lagið var gefið út í Hollandi
í byrjun þessa árs og þar skiptust við-
tökumar í tvö hom.
„So Cool fékk annars vegar mjög
góðar viðtökur og hins vegar mjög
slæmar," segir Þorvaldur Bjami. „Það
er ekkert nema gott um það að segja
að fólk skuli hafa tekið afstöðu. Lagið
sló ekki í gegn en það lifði í einn og
hálfan mánuð, fékk svokallaða B-spil-
un í útvarpi sem þýðir að það heyrð-
ist einu sinni til tvisvar á dag. Þetta
nægði til þess að við fengum boð frá
útgáfuréttarfyrirtæki um að reynt
yrði að vinna nánar með lagið og nú
bíðum við eftir að sjá hvað kemur út
úr því.“
Þorvaldur Bjami Þorvaldsson seg-
ir að hljómsveitin hafi á síðasta ári
verið að læra æ betur á dansbylgjuna.
Reynslan Eif plötunni Bít er þvi notuð
við gerð þeirrar nýju og þar er ætlun-
in að bjóða upp á hvort tveggja popp-
og dansútgáfur af lögunum sem verða
með. „Við vorum reyndar að hugsa
um að senda frá okkur tvær plötur á
þessu ári,“ segir hann og hlær, „aðra
í vor og hina fyrir jól. En svo komumst
við að þeirri niðurstöðu að það væri
of mikið fyrir plötumarkaðinn eins og
hann er núna. Þess í stað ætlum við
að notfæra okkur safnplötumar í vor
og sumar og ég reikna með að við send-
um örugglega frá okkur þrjú eöa fjög-
ur ný lög á þeim. Safnplötumar hafa
líka reynst okkur vel. Fyrstu tvö lög-
in okkar á þeim vom reyndar ekki
eins mikið spiluð í útvarpi og þau sem
síðar komu en þaö sýnir sig þar sem
við komum og spilum að krakkarnir
kunna þau fyrstu utan að. Sala safn-
platnanna er lika svo góð að segja má
að lögin af þeim lifi sjálfstæðu lífi
hvort sem þau fá mikla spilun eða
litla.“
Tweety heldur áfram að leika á‘
dansleikjum af fullum krafti í vetur,
vor og næsta sumar jafnframt því sem
haldið verður áfram að pikka í erlenda
markaðinn, eins og Þorvaldur Bjami
orðar það. Hann segir ekki loku fyrir
það skotið að hljómsveitin fari utan til
að spila ef allt gengur að óskum í
Hollandi en ekki sé tímabært að ræða
um það á þessari stundu.
„En okkur líst vel á það sem ffarn
undan er,“ segir hann. „Okkur hefur
gengið mjög vel á böllum eftir dálítið
dræmt upphaf í nóvember. Síðan höf-
um við ekki þurft að kvarta, nema ef
vera skyldi á Akureyri. Sömuleiðis
hafa skólaböllin gengið upp. Þá er
hljómsveitin orðin hörkuþétt sem tón-
leikaband, jafnvel þéttari en Tod-
mobile meðan við vorum í henni. Þótt
ég voni að við finnum aldrei endan-
lega rétta hljóminn í tónlistinni sýn-
ist mér að við séum á réttri leið.“
J J. Soul Band - Hungry for News: Van Halen - Balance: Tweety-Bít
★★★ Heildarsvipur plötunnar er ffekar róleg- ur en lögin em mörg hver ágætlega samin og útsetningar em góöar. Lög eins og titil- lagið, Hungry for News, Jazzman, Look og Under the Sun em allt vel flutt lög og hægt að taka þau fram yfir þótt önnur lög standi þeim lítt að baki. ★★★ Fjórmenningarnir í Van Halen em imd- ir stjórn Fairbams á sinni nýjustu, Balance, og þurfa ekki að sjá eftir þeirri mannaráðningu. Balance er með afbrigð- um þétt og hþómur og hljómblöndun hafin yfir gagnrým. -ÁT ★★★ Nýju lögin em flestpoppað rokk og standa ágætlega sem slík. Aheyrilegust em Gott mál og Alein. Önnur em hversdagslegri. -ÁT
-HK Ýmsir flytjendur -The Unplugged Collection: Van Halen-Balance:
Ýmsir-Headz: ★★★
★★★ ★★★ Eddie Van Halen fer á kostum í Balance
Þrátt fyrir nokkuð löng lög er tónlistin virkilega góð, nægilega til þess að stemn- ingin endist út lagið. -PJ Platan er áheyrileg og góð auglýsing fyr- ir Unplugged-sjónvarpsþættina hjá MTV sem njóta sívaxandi vinsælda. -ÁT eins og hans er von og vísa og ég er ekki frá því að Sammy Hagar sé upp á sitt allra besta um þessar mundir. -ÁT