Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Page 7
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 27 DV Skíði: Perathonervann ítalinn Werner Perathoner vann fyrsta sigur sinn í heims- bikarkeppninni á skíðum þegar hann varð hlutskarpastur í risa- svigi í Hvítafialli í Noregi á föstu- daginn. Landi hans, Krístian Ghedina, varð annar og Kyle Ras- mussen, Bandaríkjunum, þriðji. Rassmussen líka í brunkeppninni í Hvítafjalli á laugardaginn fagnaði Banda- ríkjamaðurinn Kyle Rassmussen sigri. ítalinn Kristian Ghedina varð annar og Patrick Ortlieb frá Austurríki í þriðja sæti. Schneðder best Vreni Schneider tryggði sér í gær heimsbikarinn í svigi þegar hún varð í 2. sæti á heimsbikar- móti sem ffam fór í Sviss. Pern- illa Wiberg frá Svíþjóð sigraöí og þýska stúlkan Martina Ertl varð þriðja. ÚrslitáHM í frjálsum Kúluvarp karla 1. Mika Halvari, Finnlandi....20,74 6. Pétur Guðmundsson, ísl ....19,67 60 m hlaup kvenna 1. MerleneOttey, Jamaíka....6,97 60 m hlaup karla 1. Bruny Surin, Kanada......6,46 Þrístökk kvenna 1. Jolanda Chen, Rússiandi.. .15,03 1500 m hlaup karla 1. E1 Guerrouj, Marokkó ....3:35,80 200 m hlaup kvenna 1. Melinda, Gainsford, Ástr.. .22,64 200 m hlaup karla 1. Geir Moen, Noregi......20,58 Kúluvarp kvenna 1. LarissaPeleshenko, Rússl.19,93 Langstðkk karla 1. Ivan Pedroso, Kúbu......8,51 Hástðkk kvenná 1. Galina Astafei, Þýskal..2,01 Stangarstðkk karla 1. SergeiBubka, Ökraníu........5,90 Þrístökk karla 1. Brian Wellman, Bermúda .17,72 400 m hlaup kvenna 1. Irina Privalova, Rússl.50,23 400 m hlaup karla 1. Darnell Hall, Bandar.....46,17 800 m hlaup kvenna 1. MariaMutola, Mozamb ..1:57,62 800 m hlaup karla 1. Clive Terrelonge, Jam.1:47,30 3000 m hlaup karla 1. Gennaro Napoli, Ital..7:50,89 1500 m hlaup kvenna 1. Regina Jacobs, Bandar....4:12,61 60 m grindahlaup kvenna 1. Aliuska Lopez, Kúbu.....7,92 60 m grindahlaup karla 1. Allen Johnson, Bandar...7,39 Langstökk kvenna 1. Ludmila Galkina, Rússl..6,95 Hástökk karla 1. Javier Sotomayer, Kúbu...2,38 4x400 m boðhlaup kvenna l.Rússland..............3:29,29 4x400 m boðhlaup karla 1. Bandaríkin...........3:07,37 Antonio Harvey, leikmaður LA Lakers, gerir hér tilraun til að verja skot (rá B.J. Armstrong, leikmanni Chicago. Lakers hafði betur og sigraði, 105-108. Símamynd Reuter NB A körfuboltinn um helgina: Orlando í úrslit Lið Orlando varð fyrst allra liða til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar þegar liðið lagði Portland aðfaranótt laugardags. Or- lando, sem í fyrsta skipti komst í úrslitakeppnina í fyrra, á enn eftir að vinna leik í úrslitunum en á síð- asta ári var það slegið út af Indiana sem vann Orlando í þremur leikjum. Charlotte gerði út um leikinn gegn Miami með þriggja stiga körfum en liöið gerði 13 slíkar og þar af tvær á lokamínútunum. „Viö eigum marga góða skotmenn og allir geta þeir orð- ið mjög heitir,“ sagði Muggsy litli Boyges í liði Charlotte eftir leikinn. Patrick Ewing fór meiddur af leik- velli í síðasta leikhluta í liði New York og það var eins og við manninn mælt, New York varð að játa sig sigr- að á heimavelli gegn Seattle. Ewing sneri sig á ökkla en hann hafði þá skorað 34 stig í leiknum. Góður lokakafli frá Lakers tryggði liðinu sigur á Chicago sem hafði unn- ið síðustu sjö heimaleiki sína. Vlade Divac átti stórleik í liði Lakers, skor- aði 20 stig, tók 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Scottie Pippen var með 40 stig í liði Chicago. Eftir frekar dapurt gengi upp á síðkastið náði Houston að vinna sinn fyrsta sigur í sex leikjum. Clyde Drexler og Hakeem Olajuwon voru óstöðvandi hjá meisturunum, Drexl- er með 36 stig og Hakeem með 34 stig og 12 fráköst. Setjum markið hærra Sigur Orlando á Portland var tiltölu- lega auöveldur. Shaquille O’Neal var með 26 stig og tók 15 fráköst, Kenny Anderson skoraði 22 og Anfernee Hardaway skoraði 20 stig. „Á síðasta ári var mjög ánægjulegt að fara í úrslitin af því það var í fyrsta sinn en nú setjum við markið' hærra og ætlum að standa okkur betur en þá,“ sagði Brain Hill, þjálfari Orlando, eftir ieikinn. Orlando er með besta vinningshlutfall allra liða í NBA, 47-14. Phoenix varð fyrir áfalli strax í fyrsta leikhluta en þá fór Kevin Johnson af leikvelli meiddur í nára og lék ekki meira. Leikmenn Atlanta voru í miklu stuði gegn New York og skoruðu 14 þriggja stiga körfur. Ken Norman og Mookie Blaylock voru New York mönnum erfiðir, Blaylock meö 27 stig og Norman 25. íþtóttir NBA úrslit Aðfaranótt sunnudags: Charlotte - Miami.....104-95 Johnson 25, Mourning 21 - Rice 28. Washington - New Jersey .110-102 Webber 23 - Anderson 31. Chicago - LA Lakers...105-108 Pippen 40 - Peeler 22, Dicav 20/14. Houston- Dallas..........109-102 Drexler 36, Olajuwon 34/12 - Mash- burn 33. NewYork-Séattle....... 84-96 Ewing 34 - Kemp 22/19, Schrempf 22. Aðfaranótt laugardags: Atlanta - New York.....108-81 Blaylock 27 - Starks 17. Boston - New Jersey... 81-111 Montross 21, - Anderson 21, Cole- man 20/10. Orlando - Portland.... 97-85 Shaq 26/15, Anderson 22 - Thorpe 21. Philadelphia - SA Spurs.... 94-100 Barros 24, Weatherspoon 22 - Rob- inson 33/12, Washington -Milwaukee..lU-114 Day 26 - Robinson 20. Detroit - Denver....... 88-99 Houston 36 - Rose 20/10. Minnesota - LA Lakers.109-103 Rider 33. Chicago-Cleveland..... 99-76 Kukoc 19 - Hill 13. Phoenix - Indiana..... 97-112 Barkiey 19 - Smits 22, McKay 21. Utah - Sacramento....110-93 Malone 22 - Ritchmond 19. LA Clippers - Golden Statel21-102 Dehere 21 - Hardaway 20. Lazhutinavann Larissa Lazhutina frá Rúss- landi tryggði sér heimsmeistara- titilinn í 15 km skíöagöngu með hefðbundinni aðferð á heims- meistaramótinu í norrænum skíðaíþróttum í Kanada á laugar- daginn. Landa hennar, Jelena Vaelbe, varð önnur. Smirnov bestur Vladimir Smirnov frá Kazakh- stan bætti öðrum gullverðlaun- um í sarp sinn á heimsmeistara- mótinu í norrænum greinum þegar hann bar sigur úr býtum í 10 km göngunni en á fimmtudag- inn sigraði hann í 30 km göngunni. Smirnov kom í mark á 24:52,3 mínútum. Norðmaðurinn Björn Dæhlíe varðannar á 25:10,1 mín. og Mike Myllyla frá Finn- landi hlaut bronsverðlaunin. Gulltil Noregs Ólympíumeistarinn Fred Borre Lundberg frá Noregi tryggði sér heimsmeistaratitilinn í tvíkeppni en þar er keppt í skíðastökki og 15 km göngu. Ljundberg var í 15. sæti eftir stökkkeppnina en í göngunni vann hann mikið þrek- virki og tryggði sér sigur. Símamynd Reuter HMífrjálsum: Pétur óheppinn Pétur Guðmundsson hafnaði í 6. sæti í kúluvarpi á heimsmeistara- mótinu í fijálsum íþróttum sem fram fór í Barcelona um helgina. Pétur kastaði 19,67 metra í fyrsta kasti sínu og var í ööru sæti eftir fyrstu umferð- ina. í öðru kastinu tognaði hann á fingri þegar hann var að kasta kúl- unni og varð að hætta keppni sökum meiðsla. Finninn Mika Halvari varð heims- meistari en hann varpaði kúlunni lengst 20,74 metra. C.J. Huner frá Bandaríkjunum varð annar með 20,58 metra kast og Júgóslavinn Dragan Peric varð þriðji með 20,36 metra. Jón Arnar Magnússon keppti í langstökki en komst ekki í úrslit. Hann átti eitt stökk gilt í undanrás- unum og það var fyrsta stökkið sem mældist 7,34 metra. Næsta stökk hans var ógilt og það þriöja einnig. Lágmarkið til að komast í úrslit var 7,85 metrar. Heimsmet í þrístökki og í 60 m hlaupi Rússneska siúlkan Joianda Chen setti nýtt heimsmet í þrístökki. Hún stökk 15,03 metra. Gamla metiö átti landa hennar, Inna Lasovskaya, 14,90 sekúndur, sett í febrúar í fyrra. \ Kanadamaðurinn Bruny Surin setti heimsmet í 60 metra hlaupi en hann kom í mark á 6,46 sekúndum. Merlene Ottey, hlaupadrottningin frá Jamaíka, vann sinn fyrsta heims- meistaratitil í 60 metra híaupi en sig- urtími hennar var 6,97 sekúndur. Norðmenn hlutu sín fyrstu gull- verðlaun á heimsmeistaramóti þegar Geir Moen vann glæsilegan sigur í 200 metra hlaupi. Marokkóbúinn E1 Guerrouj sigraði í 1500 metra hlaupi karla og honum er spáð mikilli velgengni á hlaupa- brautinni í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.