Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Page 4
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995
TÚNLISJAR
ÍMNIYII)
Morphine - Yes
'kick'k
Djassinn dafnar
Djassinn hefur orðið æ meira áberandi í tónlistarlífi tíunda áratug-
arins og hann er svo sannarlega áberandi hjá Morphine, sem er
mjög sérstæð hljómsveit. Tríóið Morphine er skipað þeim Billy
Conway, trommuleikara, Dana Colley á saxófón og Mark Sandman
sem syngur og spilar á heimatilbúinn tveggja strengja shde-bassa
og verður að teljast foiystusauður tríósins. Tólf tónverk eru á þess-
ari plötu, hvert öðru betra, og í raun eru aðeins þijú sem ég treysti
mér ekki til að segja að séu frábær. Þefr félagar eru ekkert að
nostra við hlutina heldur keyra plötuna í gegn á 37 mínútum, sem
þýðir að hvert lag er aðeins rúmlega þijár mínútur að lengd að
meðaltali. Fjögur lög finnst mér rétt ná að standa upp úr en það
eru Radar, Super Sex, Sharks og Free Love. Tónamir eru gjaman
lágir á plötunni sem gerir djassinn svolítið dimman og ógnandi á
svolítið mystískan hátt kannski. Inn í djassinn blanda þeir svo öðr-
um tónlistarstefiium, mest rokki (jafnvel pönkrokki?) en einnig
heyiist t.d. fónk og soul. Textamir falla mjög vel inn í tónlistina,
em í kúl lazyjazz-fílingi og oft ansi sniðugir. Yes er frumleg plata
sem kitlar eyrun imaðslega.
Pétur Jónasson
Ýmsir - Dope on Piastic
kkrk
Trip hop 2
Fyrir rúmum tveimur mánuðum skrifaði ég um safhplötuna Headz
sem innihélt tónhst í svipuðum dúr og þá sem á þessari plötu er að
finna. Aldamótadjass kallaði ég tónlistina, geimdjass vih Kiddi í
Hljómalindiimi kalla hana en þama er um að ræða hiphop í sp-
eisuðum djassfilingi (eða djass í speisuðum hipphoppfilingi) sem á
ensku kallast trip hop. Þessi plata er ekki eins skemmtileg og Hea-
dz, sauðimir em of misjafiúr í fénu, of mikið af óeftirtektarverðum
lögum. Fyrstu tvö lögin og tvö þau síðustu em bestu lög plötunnar.
Ode to a Blunt með Men With Sticks er vírað en þægilegt lag með
djúpum bassa og ágætis melódíu. Dubble Agent með Strange Brew
skartar þungum og þéttum trommum og góðum reggí-innskotum.
Tempest Dub með Edge Tfest 2 er skemmtilegt lag í fínum reggífíl-
ingi og Seasheh með Skylab er hugmyndaríkt lag og eitt það
skrýtnasta á plötunni. Dig! Alhance og 9 Lazy 9 em líka með mjög
frambærileg lög. í heildina séð er platan ágæt en mín vegna hefði
mátt sleppa lögum þijú til átta. Reefaman Cometh með The Woods-
hed er t.d. kennslubókardæmi um það hvemig hægt er að eyði-
leggja góða hugmynd. Lagið byijar ágætlega en er síðan skemmt
með leiðindahávaða, einhveiju tölvupípi sem fer bara í taugamar á
mér (guði sé lof fyrir skip-takkann).
Pétur Jónasson
The The - Hanky Panky
kkk
Til minningar um
Hank Williams
Bandarísk kántrítónhst er ekki merkilegt fyrirbæri að margra mati.
Hún hefur samt haft meiri og víðtækari áhrif á rokk- og popptónlist
í gegnum tíðina en margur skyldi ætla. Þannig era áhrif hennar á
tónlist rokkjöfra á borð við R.E.M. ekki lítil og risar eins og Rolhng
Stones hafa gengið gegnum sitt kántrískeið á ferlinum.
Og nú er það Matt Johnson, forsprakki The The, sem finnur sig
knúinn til að hylla kántrítónhstina með því að gefa út plötu sem
inniheldur eingöngu lög eftir Hank heitinn Wihiams. Hank var einn
af ástsælustu kántrítónhstarmönnum Bandaríkjanna á sínum tíma
en hfði hátt og lést langt fyrir aldur fram. Eftir hann hggur þó ara-
grúi laga og ellefu þeirra era hér til meðferðar hjá Matt Johnson og
félögum.
Ég er ekki viss um að Hank heitinn myndi þekkja öll lögin sín í
meðfórum The The en held samt að hann geti haft frið í gröftnni
vegna útkomunnar. Vissulega tekst misjafnlega til með útsetningu
laganna og það hlýtur að hafa verið erfitt að klæða þessi kántrílög í
rokkbúning en í heildina séð hefur Matt Johnson tekist vel upp.
Hann gerir þetta á einlægan og smekklegan hátt og tekst yfirleitt að
varðveita kántríkeiminn í lögunum þrátt fyrir rokkað yfirbragð.
Sigurður Þór Salvarsson
Hljómsveitin Skárr'en ekkert hefur fengið á sig gott orð fyrir flutning á kvikmyndatónlist eftir aðra. I kvikmyndinni Ein stór fjöl
skylda flytur hún hins vegar fmmsamið efni.
Ein stór
fj ölskylda
- tónlistin úr kvikmyndinni
Eins og fólk hefur tekið eftir spilar tónlist sífellt stærra
hlutverk í kvikmyndum jafnt hérlendis og erlendis. Hróð-
ur Veggfóðurs, Sódómu og Stutts Frakka jókst til muna fyr-
ir það eitt að mikið var að finna af íslenskri tónlist í mynd-
unum, tónlist sem útvarpsstöðvarnar tóku upp á sína arma.
í dag verður íslenska kvikmyndin Ein stór fjölskylda
frumsýnd hér á landi. Tónlistin úr myndinni kom hins veg-
ar út fyrr í vikunni, gefin út af Kvikmyndafélagi íslands
og Smekkleysu, en Japis sér um dreifingu. Lítum aðeins á
innihald þessarar glænýju geislaplötu.
Skárr'en ekkert
Sögusagnir um það að Bubbleflies-menn hafi sparkað
söngvara sínum, kyntákninu Páli Banine, fá hér byr und-
ir báða vængi. í kvikmyndinni er það nefnilega Svala Björg-
vinsdóttir Halldórssonar, söngkona Scope, sem syngur lag-
ið Egotistique ásamt liðsmönnum Bubbleflies. Sögusagn-
imar era þó enn óstaðfestar.
Kolrassa krókríðandi fékk ágætisdóma fyrir plötuna
Kynjasögur sem hún gaf út fyrir jól. Lagið Sætasta þymi-
rósin í bænum er þeirra framlag til kvikmyndarinnar Ein
stór fjölskylda.
Úr ýmsum áttum
Hljómsveitin Skárr’en ekkert hefur átt sívaxandi vin-
sældum að fagna hér á landi. Hingað til hefur sveitin sér-
hæft sig í flutningi á kvikmyndatónlist eftir aðra, en í kvik-
myndinni Ein stór fjölskylda spilar hún stórt hlutverk með
eigin tónlist. Kontrabassi, kassagítar, harmóníka, fiðla og
trommur eru hljóðfærin sem gefa sveitinni þann einstaka
hljóm sem hefur gert hana að einni efnilegustu hljómsveit
landsins á siðasta misseri.
í kvikmyndinni Ein stór fiölskylda spilar Skárr’en ekk-
ert lögin: Eins manns dans, Ein stór fiölskylda, Jónas og
hundurinn og Pabba jamm. Tónlistarunnendum er ráðlagt
að fylgjast vel með þessari ungu sveit.
Eftirlæti Smekkleysu
Unun, Bubbleflies og Kolrassa krókríðandi eiga allar lög
í kvikmyndinni. AUt era þetta sveitir sem gáfu út stórar
plötur á síðasta ári á merki Smekkleysu. Unun, sem gaf út
bestu plötu síðasta árs að mati gagnrýnenda, spilar lagið
Ég hata þig. Þess má geta að Unun hefur fengið mikið af
fyrirspumum erlendis frá í sambandi við útgáfu á plötunni
Æ, en málið er enn á vinnslustigi.
Mr. Dylan með Bubba Morthens stórsöngvara prýðir
þessa nýju plötu. Real World stúdíóhljómsveitin Birthmark
flytur lagið On a bridge of crosses og Texas Jesús syngur
um Dýrin í hálsakoti.
Á íslensku tónlistarverðlaununum fóra verðlaun fyrir
rokk ársins til sveitarinnar Quicksand Jesus vegna
meintra útitónleika í Austurstræti. Að vísu vora verðlaun-
in veitt fyrir það að tónleikamir höfðu ekki verið auglýst-
ir og einhverra hluta vegna gleymdist að fá leyfi. Rokkar-
amir í Quicksand Jesus flytja okkur lagið Low down. Lip-
stick Lovers syngja nú í fyrsta skipti „ever“ á íslensku og
titla lag sitt Næturdætur.
Hljómsveitirnar Bugjuice, Shark Remover, Atlot og
Hljómsveit hússins koma nýjar tU leiks og flytja lögin: Mon-
ster of delight, Bláa kannan, VUltar meyjar og e.g. Ekki má
heldur gleyma reyndustu sveitinni, Ríó tríó, en geislaplat-
an innheldur gamla smeUinn Ég vU bara beat músik sem
bar upphaflega titUinn I love rock and roU music.
Þar með er innihald plötunnar Ein stór fiölskylda upp-
talið. Minna er þó vitað um innihald myndarinnar, en það
má aUtaf bæta úr því, þú kíkir bara í bíó.
GBG
The Ukrainians - Kultura: Deus - Worst Case Scenario: Tweety-Bít
★★★ ★★★★ ★★★
Eitt er vist að ég hef aldrei heyrt neitt þessu líkt áður og finnst það hafa tekist bara vel hjá þeim að blanda saman þessum afar ólíku tónlistarstefnum. SöngstíUinn er nyög dramatískur en tónlistin oftast hröð og grípandi, stórvel fallin til dansæfmga. -PJ Öllu er blandað saman á mjög kaótískan en smekklegan hátt og stundum er jafhvel ( algjörlega skipt um stíl nokkrum sjnnum í sama lagi. Oft fmnst manni tónlistin kunn- ugleg, en þó er hún engu iík og styrkur hljómsveitarinnar liggur helst í fiölbreyti- leika og ferskleika. -PJ Nýju lögin eru flestpoppað rokk og standa ágætlega sem slík. Aheyrilegust eru Gott mál og Alein. Önnur eru hversdagslegri. -ÁT
The Chieftains - The Long Black Veil: Weezer-Weezer Van Halen - Balance: ★★★
★★★★ ★★★
Paddy Maloney, pródúsent plötunnar, sveigir alla gestina að sinni stefhu og tekst það vel. Það er raunar erfitt að hrósa ein- um fremur en öðrum. -ÁT Æskukraftur og leikgleði ræður ríkjum á ipjög jafngóðri plötu en besta lagið er My Name Is Jonas, einfaldur rokkari sem virk- ar vel. -PJ Eddie Van Halen fer á kostum í Balance eins og hans er von og vísa og ég er ekki frá því að Sammy Hagar sé upp á sitt besta um þessar mundir. -ÁT