Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1995 23 Messur Arbæjarkirkja: Barnaguðsþjón- usta í safnaðarsal kl. 11. Fermingar- guðsþjópusta kl. 11. Altarisganga. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaöakirkja: Barnamessa i Bú- stöðum kl. 11.00. Fermingarguðs- þjónstur kl. 10.30 og kl. 13.30. Pálmi Matthíasson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. (Ath. breyttan messu- tíma.) Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Digraneskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Dómkirkjan: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11.00 og I Vesturbæjar- skóla kl. 13.00. Messa kl. 14.00. Ræðumaður Sigurður A. Magnús- son rithöfundur. Einsöngur Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona. Dóm- kórinn syngur. Kaffisala KKD (Kirkjunefndar kvenna Dómkirkj- unnar) í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Elliheimilið Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar og Ágúst. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Fríkirkjan í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14.00. Cecil Haraldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Grafarvogskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Valgerður, Hjörtur og Rúna. Fermingarguðs- þjónusta kl. 13.30. Grensáskirkja: Fermingarmessur með altarisgöngu kl. 10.30 og kl. 14.00. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Hallgrimskirkja: Fræðslustund kl. 10.00. María guðsmóðir í lúterskri kirkju. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Barnasamkoma og messa með altar- isgöngu kl. 11.00. Séra Ragnar Fjal- ar Lárusson. Kl. 17.00. Sjö orð Krists á krossinum. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Stjórnandi Hörður Askelsson. Prófessor Hans-Dieter Möller leikur af fingrum fram á orgel Hallgrímskirkju. Heimir Pálsson cand. mag. Ies úr Passíusálmunum. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Biskup Islands, hr. Ólafur Skúlason, heim- sækir söfnuðinn ásamt sr. Ragnari F. Lárussyni prófasti. Hjailakirkja: Barnasamkoma kl. 11 I umsjá Vigfúsar og Þórunnar. For- eldrar eru hvattir til þátttöku með börnum sínum. Fermingarmessa kl. 13.30. Hvalsneskirkja: Fermingarmessa sunnudaginn 2. apríl kl. 14.00. Keflavíkurkirkja: Fermingarmess- ur kl. 10.30 og 14. Báðir prestarnir þjóna við guðsþjónusturnar. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Kópavogskirkja: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Barnastarf í safnað- arheimilinu Borgum á sama tíma. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guð- brands biskups: Fermingarmessa kl. 10.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju syngur. Sunnudagaskóli kl. 11 i umsjá Hauks I. Jónassonar. Lágafellskirkja: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og 13.30. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11.00. Laugarneskirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00. Ólafur Jó- hannsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Mun- ið kirkjubllinn. Fermingarmessur kl. 11.00 og kl. 14.00. Seljakirkja: Laugardagur: Barna- guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan dag.) Sunnudagur: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Barnastarf á sama tima I umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlínar Ivarsdóttur. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Fermingar- messa sunnudaginn 2. aprll kl. 10.30. fþróttir — ferdj! Þriðji slagurinn í Njarðvík um helgina Þriðji leikur Njarðvíkur og Grindavíkur fer fram í Njarðvík klukkan fjögur á laugardag. Leikir liðanna hingað til hafa verið hörku- leikir og eins og jafnan þegar þessi lið mætast er erfitt að spá fyrir um úrslitin. Njarðvíkingar eru núverandi fs- landsmeistarar í körfuknattleik og þegar þetta er skrifað hafa þeir unn- ið einn leik. Flestir spá Njarðvíking- um sigri og það er því á brattann að sækja fyrir Grindvíkinga sem aldrei hafa orðið íslandsmeistarar í úrvals- deildinni. Leikir liðanna um íslandsmeist- aratitilinn geta flestir orðið sjö tals- ins en leikur númer fjögur verður á mánudagskvöld í Grindavík og hefst hann klukkan átta. Ef til fnnmta leiks þarf að koma fer hann fram í Njarðvík á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan átta. Sjötti leikurinn er settur á klukkan fjögur næsta laugardag og ef viðureign liðanna um meistaratitilinn fer í oddaleik fer hann framj Njarðvík þriðjudaginn 11. apríl og hefst klukkan átta. Knattspyrna Reykjavíkurmótið í knattspymu heldur áfram á sunnudagskvöldið en þá leika ÍR og Fram í a-deild móts- ins. Leikið verður á gervigrasinu í Laugardal og hefst leikur liðanna klukkan átta á sunnudagskvöldið. Blak Úrslitakeppnin í blaki kvenna og karla heldur áfram um helgina og þá fara fram fjórir leikir. { karlaflokki leika KA og HK á Akureyri klukkan átta á-föstudags- kvöldið en þá fara reyndar allir leik- imir fram. Á sama tíma leika Stjarn- an og Þróttur, Reykjavík. í kvennaflokki leika ÍS og HK klukkan átta og klukkan hálftíu leika KA og Víkingur á Akureyri eða strax að loknum leik KA og HK í karla- flokki. Kjarvalsstaðir: Flautuleik- ur Áshildar • Pétur Guðmundsson Grindvíkingur reynir hér að komast fram hjá þeim Val Ingimundarsyni og Rondey Robinson í leik Njarðvikur og Grindavíkur. Liðin mætast í þriðja úrslitaleik úrvalsdeildar á laugardag kiukkan fjögur. Flautuleikarinn Áshildur Haralds- dóttir heldur tónleika á sunnudag kl. 20.30. Áshildur hefur komiö fram sem einleikari með hljómsveitum viða um lönd. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og komið fram í út- varpi og sjónvarpi á Norðurlöndum og í Frakklandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum. Áshildur var fulltrúi ís- lands á tónlistarhátíð ungra norr- ænna einleikara árið 1988. Hún hefur unnið til verðlauna í mörgum alþjóð- legum tónlistarkeppnum. Tveir geisladiskar, Joueuse de flute og Undine, hafa komiö út í Sviþjóð meö flautuleik Áshildar við undirleik sænska píanóleikarans Love Derw- inger. Áshildur Haraldsdóttir. Langur laug- ardagur Laugardagurinn 1. apríl verður Langur laugardagur. Verslanir viö Laugaveg og nágrenni verða opnar kl. 10-17. Sú venja hefur skapast að bjóða viðskiptavinum ýmislegt til skemmtunar og alls kyns leikir og tilboð hafa verið í gangi þessa laugardaga. Fjöl- margar verslarrir taka þátt í páskaeggaleik Góu 1995 sem fer þannig frara aö páskaeggjum verður komiö fyrir í hinum ýmsu verslunum um allan Laugaveg og viöskiptavinir taka þátt í lauf- léttum spurningaleik. Ferðafélag íslands Ferðafélag islands stendur fyrir skíðagönguferð frá Geysi að Hlöðuvöllum á laugardag kl. 9. Á sunnudag verður gengið á skíö- ura frá Hlöðuvöllum til Þingvalla. Á sunnudag kl. 10.30 verður ekið austur Mosfelisheiði og gengið á skíðum þaðan frá Stóra Sauða- felli að Skálafelli. Ferðafélagiö stendur einnig fyr- ir ferö kl. 13 að Maríuhöfn i Hvammsvík. Maríuhöfn var verslunarstaður við Hvalfjörð á miðöldum, upp af Búðasandi, yst á Hálsnesi í Kjós. Þar mun hafa verið stærsti kaupstaður á ís- landi á 14. öld. Útívist: Umhverfis Kleifarvatn Á sunnudag veröur farið í gönguferð meö Kleifarvatni. Gengið verður frá Lambhúsat- jöm yfir Vatnshlíöina, fram hjá Gullbringu, yfir Geithöfða og suöur að Austur-Engjahver en þar er mesta leirhverasvæöi á Suðvesturlandi. Lagt veðrur af stað kl. 10.30 frá Umferðarmiö- stöðimii og stansaö á Kópavogs- hálsi, Ásgarði í Garðabæ og viö Sjóminjasafn íslands í Hafnar- firði. Kl. 10.30 á sunnudag veröur far- ið i skíðagöngu frá Bláfjöllum til Kleifarvatns. Tölvunám- skeið á Hval- fjarðarströnd Vinnunámskeið fyrir byijend- ur á Macintoshtölvm’ verður haldiö í Norræna skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd dagana 1. og 2. apríl. Innifaliö í námskeiðinu er fæöi og gisting, auk aðstoöar þriggja kennara. A námskeiðinu munu nemendur vinna með fjöl- notaforritið Claris Works sem fylgir öllum Macintoshtölvum frá Apple-umboðinu. Passíusálma- lög í Hall- grímskirkju Iástvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum á sunnu- dag kl. 17 þar sem flutt verður ný tónlist við Passíusálmalög við vers Passíusólmanna sem flytja hinstu orð Krists á krossinum. Jón Hlööver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, hefur fært lögin í nýjan búning fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju. Prófessor Hans-Dieter Möller frá Þýska- landi leikur af fingrum fram hug- leiðingar um söntu lög en þau eru j tekin upp úr þjóðlagasafni séra Bjama Þorsteinssonar, íslensk þjóðlög. Auk kórútsetninganna flytur Mótettukórinn nýlega mót- ettu eftirJónHlöðverum islenskt lag við fyrsta vers Passíusál- manna. Sigurvegarar frá 1994 (frá hægri): Katla Þorleifsdóttir f 1. sæti, Auöur Magn- úsdóttir í 2. sæti og Guðrún Tómasdóttir í 3. sæti. íslandsmeist- aramótí Svarta-Pétri íslandsmeistaramót í Svarta-Pétri andbikar, en einnig verður veittur fer fram á Sólheimum í Grímsnesi á fjöldi aukaverðlauna. Allir þátttak- laugardag kl. 15. Keppt er um endur fá viðurkenningarskjöl. Svarta-Péturs styttuna, sem er far-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.