Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Qupperneq 2
34 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 Nýlega var vígö 800 m2 flugstöö í hólmi 200 m2 skúr. um verkefnisstjórn fyrir hönd allra arssyni arkitekt, sem var verkefnis- Kulusuk á Grænlandi. Þessi flugstöö Flugstöðin er íslensk hugsmíð því hönnuöa. stjóri Arkitektaþjónustunnar sf., og er stærsta samgöngumannvirki á aö Arkitektaþjónustan sf. sá um Sveinn ívarsson var arkitekt bygg- Friðrik Hansen Guðmundsson var Grænlandi um langa tíö og leysir af hönnun og Verkfræðistofa F.H.G. hf. ingarinnar ásamt Guömundi Gunn- aðalráðgjafi við verkið. Gerður var við hann aðalráðgjafa- samningur, hann réð undirverktaka og sá danska fyrirtækið C.G. Jensen um byggingu hússins. Vinna hófst sumarið 1992 en flug- stöðin var tekin í notkun í desember 1994. Flugvöllurinn í Kulusuk er einn þriggja flugvalla á Grænlandi sem uppfyllir alþjóðlega staðla. Eins og kafbátur í ísnum Guðmundur Gunnarsson arkitekt segir bygginguna unna út frá hæð- arlínum á miðri flugbrautinni. Flug- stöðin er þriggja stalla bygging og var unnin í þrívídd í tölvum. Athygli vekur flugstöðvarturninn sem kem- ur eins og kafbátahús upp úr flug- stöðinni. Þá vekur einnig athygli stæði fyrir hundasleða, en örfáar bifreiðar eru á staðnum. ísbirnir skotnir umjólin Flugvallarstarfsmönnum brá tölu- vert í brún í desember síðastliðnum- er þeir fóru út á flugbrautina. Þar kom skokkandi á móti þeim ísbjöm með hún. Séð var til þess að þeim var eytt. Grænlenska flugmálastjórnin hyggst láta byggja sjö flugvelli og flugstöðvar á næstu tíu ámm fyrir flugvélar og leggja stóm og dýru þyrlunum. -E.J. Býst við fjölgun ferðamanna - segir stöðvarstjórinn á flugvellinum í Kulusuk I stað bílastæða eru stæði fyrir hundasleða við nýju flugstöðina í Kulusuk áGrænlandi. DV-myndirE.J. „Eg er mjög ánægður með flugstöð- ina,“ segir Arvid Thastum flugstöðv- arstjóri, sem jafnframt er tollgæslu- stjóri og lögreglustjóri á staðnum. „Hingað komu um 16.000 farþegar árið 1994 í 1.200 flugvélum. Var það aukning frá árinu áður og með til- komu flugstöðvarinnar býst ég við enn meiri aukningu á árinu 1995. Ferðamannatímabilið spannar þrjá mánuði ársins, júní, júlí og ágúst. Um þaö bil 60% gestanna koma í dagsferð. Þá er dvalið í fjórar klukkustundir á staðnum og gengið í þorpið sem er skammt frá. Þar búa um 300 manns. Nú er ég einnig búinn að fá tíu manna jeppa á staðinn svo fólki er einnig ekið í þorpið og upp á fjail að skoða radar- stöð sem þar var á vegum bandaríska hersins. Hér er hótel svo fólk getur dvaiist hér og borðað. Einnig er mögulegt að vera í nokkra daga og þá er yfirleitt flogið með þyrlu til Ammassalik. Það tekur um tíu mínútur. Fólkið í Ammassa- lik skipuleggur báts- og gönguferðir fyrir fólkið og þar er safn til aö skoða. Fólk finnur ýmislegt áhugavert að skoða á staðnum," segir Arvid Thast- um flugvallarstjóri að lokum. „Útlendingar taka oft skjótar ákvarð- anir og vilja komast til Grænlands með skömmum fyrirvara," segir Sigfús Sigfússon hjá íslandsflugi. „Viö fljúgum sex sinnum í viku til Kulusuk frá 2. júní til 2. september. Dagsferðir eru vinsælar og kosta 29.000 krónur fyrir manninn. Þá stoppar fólk í fjórar klukkustundir. Ef gist er eina nótt á hótelinu við flug- völlinn kostar ferðin 34.000 með kvöld- mat og morgunverði. Ef dvahð er leng- ur, aht frá tveimur dögum til sex daga, er yfirleitt farið með þyrlu til Ammas- salik og dvahð á hótelinu. Fólkið á staðnum skipuleggur ferðir fyrir ferða- menn,“ segir Sigfús enn fremur. Vikulega frá Akureyri til Kulusuk Flugfélag Norðurlands hyggst fljúga vikulega, á þriðjudögum, til Kulusuk. Að sögn Sigurðar Aðal- steinssonar verður flogið frá Akur- eyri og tekur flugið um tvær klukku- stundir. Stoppað verður í fjórar klukkustundir og verður leiðsögu- maður á staðnum. Feröin kostar 29.160 krónur. Flogið verður frá 4. júh til 29. ágúst. Flugleiðirfljúga ávirkumdögum „Við hjá Flugleiðum fljúgum tíl Kulusuk aha virka daga vikunnar og er flogið frá 15. júní til 31. ágúst," segir Sigríður Káradóttir. „Lent er í Kulusuk og er þar um að ræða dags- ferðir, en sumir fara áfram til Amm- assalik og eru þar þijá til fimm daga. Hótel Ammassalik býður upp á dagskrá fyrir gesti, sighngu á ísjaka- svæði og í næstu þorp og flug upp á Grænlandsjökul. Við erum með leið- sögufnenn frá Flugleiðum sem tala mörg tungumál. Dagsferð með þriggja vikna bókun- arfyrirvara kostar 25.661 kr. en þriggja daga ferð með fuhu fæði og gistingu á Hótel Ammassalik kostar 44.372, miðað við tvo í herbergi, en 46.530 krónur miðað við einn gest í herbergi," segir Sigríður Káradóttir aðlokum. -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.