Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 dflsh’íi-nakepit Slash's Snakepit - It's Five O'Clock Somewhere ★ ★★ Byssur án Rósar r v ^ 'V Slash, gítarleikari Guns N'Roses, hefur sagt í viðtah að hann geti ekki verið aðgerðalaus. Þá falli hann bara fyrir einhverjum efnum sem hann vill helst vera laus við að taka og þar af leiðandi þarf hann að finna sér eitthvað að gera meðan Guns N’Roses er óstarfhæf af einhverjum orsökum. Snakepit varð einmitt til í einu slíku fríi. Satt best að segja minnir hljómsveitin sú um margt á Guns N'Roses. Enda kannski engin furða. Slash setur sterkan svip á báðar með gítarleik sínum. Þarna er Matt Sorum, trommari Guns. Sömuleiðis Dizzy Reed hljómborðsleikari og Gilby Clarke rythmagítarleikari sem Axl Rose, söngvari Guns, rak reyndar á dögunum. Það vantar sem sagt engan úr gamla hópnum nema Axl og Duff McKagan bassaleikara. A It's Five O'Clock Somewhere er rokkað frá upphafi til enda. Gítarhljómurinn er þykkur eins og vera ber og heildaryfirbragðið hæfilega hrátt. Sums staðar örlar meira að segja á svolitlum blús eins og í Neither Can I. Það er reyndar eitt eftirminnilegasta lag plötunnar ásamt Monkey Chow eftir Gilby Clarke. Helsti gallinn við plötuna er að á hana vantar einhvem afgerandi smell, grípandi rokkara sem sker sig úr. Með slíku lagi fengi platan lengra líf en ella. -Ásgeir Tómasson Duran Duran - Thank You 'k'k' Jaðrar víð ofbeldi Enn halda áfram að streyma á markaðinn safnplötur ýmissa aðila sem em að gera gömlum (mis)góðum lögum skil. Nú eru það Duran Duran sem taka fyrir lög úr ýmsum áttum og má meðal viðfangsefnanna nefna gamla soulsmellinn I Wanna Take You Higher, Costello-lagið Watching the Detectives, Dylan-lagið Lay Lady Lay, Lou Reed-lagið Perfect Day, Doors-lagið Crystal Ship og Led Zeppelin-lagið Thank You. Sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Utkoman er hins vegar sú að mér finnst að í mörgum tilvikum eigi höfundar laganna skaðabótakröfur á hendur Duran-mönnum fyrir afskræmingu á verkum sínum og meðferðin á Zeppelin-laginu Thank You ætti að varða við lög! Einu lögin sem sleppa tiltölulega ósködduð úr þessum hildarleik eru lögin Perfect Day og Crystal Ship en þar fær upprunaleg útsetning að halda sér að mestu leyti. Þegar hlustað er á meðferð Duran Duran á þessum lögum verður það með öllu óskiljanlegt að þessi hljómsveit var á sínum tíma stórveldi í poppheiminum. - Sigurður Þór Salvarsson Hootie and the Blowfish - Cracked Rear View ★ ★★ Ekkert nýtt - en gott Þegar ný hljómsveit slær í gegn má bóka að upp spretti aragrúi svipaðra hljómsveita í kjölfarið. Fæstar þeirra hafa erindi sem erfiði enda lítil framavon í því að vera útþynnt vasaútgáfa af glæstri fyrirmynd. Sumum þessara sveita tekst aftur á móti að öðlast sjálfstætt h'f á eigin verðleikum og þannig er því varið um Hootie and the Blowfish. Fyrirmyndin er fyrst og fremst Counting Crows sem sló í gegn í fyrra en hefðbundið amerískt iðnaðarrokk kemur líka við sögu. Það sem hins vegar gerir gæfumuninn fyrir Hootie And The Blowfish eru glæsilegar lagasmíðar og framúrskarandi hæfileikaríkir einstaklingar. Lögin eru hvert öðru betra, létt melódísk rokklög með smákántríkeim, sungin í tregablöndnum tón. Söngurinn er aðalsmerki hljómsveitarinnar, allir liðsmennirnir eru liðtækir söngvarar og þetta nýta þeir vel í röddunum og öðrum raddútsetningum. Hootie and the Blowfish er komin á kortið og hefur alla hæfileika til að ílengjast þar. - Sigurður Þór Salvarsson Hljómsveitin Trúbrot meðan hún var og hét.... lifun var tímamótaverk í sögu íslenskrar dægurtónlistar. ... lifun öðlast nvtt líf Tónverkið ... lifun er komið út að nýju á plötu og í öllu viðameiri útsetn- ingu en fyrr. Eins konar sparifótum. Það er Sinfóníuhljómsveit íslands sem spilar verkið að þessu sinni og henni til halds og trausts eru sex manna rokkhljómsveit og fimrn landskunnir dægurlagasöngvarar. Það eru Samtök um tónlistarhús sem gefa nýju plötuna út og er hún eingöngu ætluð styrktar- félögum samtakanna. Upptaka þessarar nýju útgáfu . . . lifunar er að sögn þeirra sem til þekkja viðamesta hljómplötuupptaka sem fram hefur farið hér á landi til þessa. Verkið var unnið í Háskólabíói og Sýr- landi og var breski hljómsveitarstjór- inn Ed Welch fenginn til að halda utan um það. Þórir Baldursson annaðist út- setningar verksins fyrir sinfóníu- hljómsveit, rokkhljómsveit og söngv- ara og hann tók virkan þátt í upptök- um og hljóðblöndun verksins ásamt fleirum. Þessi vinna tók langan tíma. Flestir sem að verkinu komu gáfu vinnu sína að miklu eða öllu leyti til styrktar tónlistarhúsinu og því var það aðailega unnið þegar menn áttu lausa stund hverju sinni. Keflavíkur- verktakar, Sparisjóður Keflavíkur, Hitaveita Suðurnesja og Ríkisútvarp- ið lögðu fé til verksins. Forsagan Forsaga þess að ráðist var í þetta viðamikla verk er sú að ... lifun var flutt á M-hátið á Suðumesjum, útsett af Þóri Baldurssyni fyrir rokk- og sin- fóníuhljómsveit. Tónleikarnir þóttu takast svo vel að ákveðið var að end- urtaka þá í Háskólabíói á degi tónlist- arinnar síðar um haustið. Þeim við- burði var útvarpað. Svo góð aðsókn var að... lifun að endurtaka varð tón- leikana. Ljóst varð af áhuganum að . . . lif- un lifði góðu lífi þrátt fyrir að rúmlega tuttugu ár væru liðin frá því að verk- ið kom fyrst út. Sú hugmynd kviknaði að gefa út hijóðritun verksins frá Háskólabíós- tónleikunum og nota diskinn sem eins konar gulrót til að fjölga styrktarfélög- um Samtaka um tónlistarhús. Útsetj- arinn, Þórir, kvað hins vegar upp þann dóm eftir að hafa hlustað á upp- tökuna að gera þyrfti ýmsar lagfær- ingar áður en að útgáfu kæmi. Og því var ákveðið að ráðast í að hljóðrita allt upp á nýtt. Það hafðist að lokum og verkið er komið út. Enn lengra aftur .. . lifun er ekki beinlínis tónverk heldur flokkur sjálfstæðra laga, svíta, sem eru laustengd saman með textan- um sem Þorsteinn Eggertsson hefur íslenskað. Það voru liðsmenn hljóm- sveitarinnar Trúbrots, þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull Hákonarson, sem sömdu verkið snemma árs 1971. Trú- brot var um þetta leyti á hátindi frægð- ar sinnar, hafði sent frá sér tvær stór- ar plötur og nokkrar litlar. Eitthvað hafði verið um manna- breytingar í hópnum en í ársbyrjun 1971 komu tveir af stofnendum hljóm- sveitarinnar, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökuil, í hópinn á ný. Hljóm- sveitin lék þennan vetur í Þjóöleikhús- inu í Faust og á daginn dundaði hún sér við að setja .., lifun saman, verk um ævi ofurvenjulegs manns frá fæð- ingu til dauða. Sagan segir að til að skapa sem þægilegast andrúmsloft í æfingarhúsnæðinu hafi hver fimm- menninganna komið með málningar- fotu með eftirlætislitnum sinum, öllu hafi verið hrært saman og útkoman hafi orðið hlutlaus brúnleitur litur, sérlega örvandi fyrir andagiftina. ... lifun var frumflutt í Háskólabíói í mars 1971 fyrir troðfiillu húsi og var verkinu ákaflega vel tekið. Eftir hljóm- leikana flugu fimmmenningamir til Lundúna þar sem þeir tóku verkið upp á plötu. Henni var vel tekið og völdu gagnrýnendur hana plötu ársins. Plat- an var síðan ófáanleg um margra ára skeið, eða ailt þar til Geimsteinn, fyr- irtæki Rúnars Júlíussonar, gaf hana út að nýju á geisladiski. Og nú geta að- dáendur . . . lifúnar orðið sér út um viðhafnarútgáfu með því að gerast styrktarfélagar Samtaka um tónlistar- hús. Þeim peningum er vel varið. The Ukrainians - Kultura: ★★★ Eitt er víst að ég hef aldrei heyrt neitt þessu líkt áður og finnst það hafa tekist bara vel hjá þeim aö blanda saman þessum afar ólíku tónlistarstefnum. Söngstfflinn er mjög dramatískur en tónlistin oftast hröð og grípandi, stórvel failin til dansæfmga. -PJ The Chieftains — The Long Black Veil: ★★★★ Paddy Maloney, pródúsent plötunnar, - sveigir alla gestina að sinni stefnu og tekst þaö vel. Það er raunar erfitt að hrósa ein- um fremur en öðrum. -ÁT The Smiths — Síngles: ★★★★ Það er eiginlega ótrúlegt að hljómsveitin skyldi afreka allt þetta á ekki lengri tíma en raun ber vitni. -SÞS Morrissey -WorldofMorrissey: ★★★★ Þaö þarf ekkert að orðlengja það aö Morrissey bregst ekki hér frekar en fyrri daginn. Hver perlan á fætur annarri er bor- in fram á þennan látlausa fágaða máta sem hefur einkennt tónlist MorrisSeys. _______________________ -SÞS Morphine-Yes: ★★★★ Textamir falla mjög vel inn í tónlistina, eru í kúl lazy-jazz fÖingi og ofl ansi sniðug- ir. Yes er frumleg plata sem kitlar eyrun unaðslega. -PJ Bruce Springsteen - Greatest Hits: ★★★ Þetta safn sannar það sem iöngu var vít- að að Bruce Springsteen er bestur þegar rokkið er þanið og sér i lagi þegar hann hef- ur sér til fulltingis hljómsveitina E-Street Band. ___________ -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.