Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Dansstaðir Amtna Lú Föstudagurinn 21. aprfl: Rolling Stones kvöld. Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi. Laugardagurinn 22. ap'ríl: Hljóm- sveitin Hunang leikur fyrir dansi. Blúsbarinn Níels Ragnarsson spilar á píanó og syngur föstudags- og laugardagskvöld. Café Royale Á laugardagskvöld lcikur hljómsveitin Reaggi on lce. Danshúsið í Glæsibæ Danssveitin ásamt Evu Ásrúnu spila föstudag- og laugardagskvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti Dvergurinn Á föstudagskvöld verður kvennakvöld á Feita þar sem fatafcllir tryllir kvennþjóðina. Hljómsveitin DBD skemmtir gestum. Gaukur á Stöng Hljómsveitin Flugan leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel tsland Föstudagur 21. apríl: Norðlensk sveifla. Söng- og skemmtikvöld með fjölda skemmtiatriða, m.a. Konnbraeður, Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps og margt fleira. Hljómsveit Gcirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi. Laugardagur 22. apríl: 22. stórsýning Björgvins Hall- dórssonar, „Pó ltði ár og öld". Stjórnin leikur fyrir dansi ásamt gestasöngvur- unum Bjarna Ara og Björgvini Hall- dórssyni. Hótel Saga Mímisbar: Stefán Jökulsson sér um ásamt söngkonu að halda uppi góðri stemningu föstudags- og laugardagskvöld. Súlna- salur: Laugardagskvöld: Ríósaga, skemmtidagskrá með Ríó tríói. Hljóm- sveitin Saga Klass leikur fyrir dansi. Jassbarinn J.J. Soul band leikur föstudags- og laugardagskvöld. Sunnudagskvöldið 23. aprfl leika Egill B. Hreinsson á píanó og Tómas R. Einarsson á bassa. Kaffi Reykjavtk Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- kvöld og á laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Kóararnir. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 L)m helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Fösludags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Fjallkonan fyrir dansi. Ráin Keflavík Hljómsveitin Tónskrattar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Tunglið Hljómsveitin Funkstrasse leikur föstu- dagskvöld. Diskótek laugardagskvöld. Tveir vinir Á föstudagskvöld kemur saman á ný rokksirkusinn Deep Jimi fr The Zep Creams. Sýningin hefst kl. 23.30. Ölkjallarinn Lifandi tónlist unt helgina. ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstudag. Sniglabandið Sniglabandið leikur á dansleik í Sjallanum, ísafirði, föstudags- og laugardagskvöld. Höfði, Vestmannaeyjum: Brimkló og Fánar Hljómsveitin Brimkló ásamt Björg- vin Halldórssyni mun halda til Vest- mannaeyja í dag, föstudaginn 21. apríl, og leika um kvöldiö á dansleik í veitingahúsinu Höföa. Þeir félagar í Brimkló hafa ekki leikið í Vestmannaeyjum síðan áriö 1983, en þeir voru áöur tíöir gestir á þjóðhátíöum þeirra Eyjamanna sem og á almennum dansleikjum. Matreiðslumaðurinn Sigurður Hall veröur á staðnum og ásamt mat- reiöslumönnum staðarins mun hann bjóða matargestum upp á veisluhlað- borð og „Carvery". Á tónleikunum verður einnig von á skemmtiatriöum frá Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Fánar mun einnig leika á dansleiknum og kynda upp í gestum Höfða. Þeir sem skipa Fána eru Magnús Einarsson, gítar, Þor- steinn Magnússon, gítar, Haraldur Þorsteinsson, bassi, og Ragnar Sigur- jónsson, trommur. Arnar Sigur- bjömsson gítarleikari og Björgvin Halldórsson söngvari bætast síðan í hópinn og þar með er Brimkló komin eins og hún er skipuð í dag. Ætlunin er að vekja upp stemning- Hljómsveitin Brimkló ásamt Björgvin Halldórssyni mun halda til Vestmannaeyja í dag, föstudaginn 21. apríl, og leika um kvöldið á dansleik i veitingahúsinu Höfða. una sem alltaf var til staðar á Brimklóarböllunum í Eyjum á þjóð-. hátíð. Þeir Björgvin, Haraldur, Ragn- ar og Arnar voru allir meðhmir í hljómsveitinni Brimkló er hún starf- aöi. Rió tríóið er með sérstaka skemmtidagskrá i Súlnasalnum á Hótel Sögu á laugardagskvöldið sem heitir „Ríósaga". Hótel Saga: Stefán Jökulsson og Ríósaga Þeir sem vilja bregða sér á Hótel Sögu um helgina ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á Mímisbar mun Stefán Jökulsson ásamt söng- konu halda uppi stemningu fyrir gesti staðarins í kvöld, föstudaginn 21. apríl, og laugardagskvöldið 22. apríl. í Súlnasalnum verður hins vegar Ríósaga, sem er skemmtidagskrá Ríó tríósins. Á eftir Ríósögu skemmtir hljómsveitin Saga Klass. Húsið verð- ur opnað klukkan 19 fyrir matar- gesti og klukkan 23.30 fyrir þá sem aðeins vilja koma á dansleik. Kvenna- kvöldá Feita dvergn- um Kvennakvöldin á Feita dvergn- um, þar sem fatafellar hafa skemmt kvenþjóðinni, eru nú orðin nokkuð þekkt og komast oft færri að en vilja. Efnt verður til kvennakvölds á Feita dvergn- um vegna mikillar eftirspurnar í kvöld, föstudaginn 21. april. Hljómsveitin DBD skemmtir á kvennakvöldinu og að sjálfsögöu mætir limafagur fatafellir á svæðið og heiörar konur meö nærveru sinni. Samkvæmið verður að gefhu tilefnu lokað kai'lmönnum frá klukkan 22-24 um kvöldið. Bubbi á Tveimur vinum Það er mikið fram undan hjá Bubba Morthens. Um þessar mundir er hann að vinna með Rúnari Júlíus- syni ásamt GCD-félögunum Bergþóri Morthens og Gunnlaugi Briem að nýrri geislaplötu sem kemur út í næsta mánuði og fylgt verður eftir í sumar. Tónleikar Bubba hafa einnig þótt takast mjög vel og stemningin á þeim verið góð. Bubbi mun halda tónleika á Tveim- ur vinum á sunnudagskvöldiö og hefjast þeir stundvíslega klukkan 23. Á tónleikunum mun Bubbi flytja perlur af nýju plötunni í bland við eldra efni. Fram undan er tónleika- ferð hjá Bubba um Skandinavíu og verður hann til dæmis með tónleika í Árósum í Danmörku. Bubbi mun á næstunni fara í tónleikaferðalag um Skandinavíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.