Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995
23
Niirnberg skuldar
540 milljónir
Daníel Ólaisson, DV, Akranesi:
Lið bræðranna Arnars og
Bjarka Gunnlaugssona,
Niirnberg, er hrætt um leyfi sitt
aö leika í þýsku 1. deildinni á
næstu leiktíð. Nurnberg var í
gjörgæslu hjá þýska knatt-
spymusambandinu og það gaf
félaginu leyfi fyrir áframhald-
andi þátttöku í 1. deild með viss-
um skilyrðum, svo sem að lækka
mikið skuldir. í umfangsmikilli
rannsóknarskýrslu af hálfu
þýska knattspymusambandsins
kemur fram að þær sparnaðar-
ráðstafanir sem knattspymu-
sambandið fór fram á hafa ekki
allar gengið eftir. Þó hafa skuldir
lækkað umtalsvert, vora áður en
nýr forseti félagsins tók við um
20 milljónir marka.
Forseti Numberg, Michael
Roth, sagði í viðtali við þýsku
sjónvarpstöðina Sat 1 um helgina
að skuldir félagsins væra um 12
milljónir marka eða um 540 millj-
ónir íslenskra króna. Hann sagði
að nú þyrftu menn að fara að
ræða um hvað væri hægt að gera
til að Nurnberg héldi leyfi sínu
en ljóst væri að róðurinn væri
erfiður, liðinu hefði gengið afleit-
lega á þessu keppnistímabili en
vonandi héldi það sæti sínu í 1.
deild.
íþróttir
Gunnar þjálfar Hauka
Gunnar Gunnarsson var í gær „Þetta er skemmtilegt verkefni hinn efhilega 2. flokk félagsins. Ég svipað lið og á nýliðnu tímabili,
ráðinnþjálfaril.deildarliðsHauka og mér líst mjög vel á stöðu mála ætia að spila sem minnst með lið- nema hvað Páll Ólafsson og Pétur
í handknattleik til tveggja ára. hjá Haukum. Þeir hafa sýnt und- inu og þá aðeins ef um einhver Vilberg Guðnason eru hættir. „Það
Gunnar hefur verið þjálfari og leik- anfarin ár að þeir era opnir fyrir meiðsli verður að ræða á tímabil- er góð breidd hjá félaginu og marg-
maður Víkings undanfarin þrjú ár nýjungum og við Óskar Þorsteins- inu. Skómir eru kannski ekki ir efnilegir strákar á leiðinni,“
en sagði viö DV í gærkvöldi að son, sem fylgir mér frá Víkingi og komnir á hilluna, en allavega á sagði Gunnar Gunnarsson.
hann reiknaði ekki með því að spila verður þjálfari 2. flokks, ætium að bekMnn!“ sagði Gunnar.
með Haukaliðinu. tvinna saman meistaraflokkinn og Haukar verða væntanlega meö
Valur til Danmerkur?
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Svo gæti farið að Valur fngimund-
arson, þjálfari íslandsmeistara
Njarðvíkinga í körfuknattleik, væri
á leið til Danmerkur í nám og myndi
hann þá jafnframt þjálfa og leika með
2. deildar liði í Óðinsvéum.
„Ég er mjög spenntur að fara út en
ef það gengur ekkki er öruggt að ég
verð áfram með Njarðvík," sagði
Valur í samtali við DV í gærkvöldi.
Fari svo að Valur yfirgefi herbúðir
Njarðvíkinga hefur nafn Kristins
Einarssonar verið nefnt sem líklegs
eftirmanns Vals en einnig er inni í
myndinni að fá bandarískan þjálfara.
Friðrik áfram í Grindavík
Nær öruggt má telja að Friðrik Ingi
Rúnarsson verði endurráðinn þjálf-
ari Grindvíkinga í körfuknattieik
fyrir næsta keppnistímabil. Þetta
staðfesti Ægir Ágústsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Grindvík-
inga, við DV í gær.
Undir stjórn Friðriks náðu Grind-
víkingar mjög góðum árangri. Liðið
varð bikarmeistari og komst alla leið
í úrshtin þar sem hðið tapaði fyrir
Njarðvíkingum.
Guðjón í Keflavík?
Óvissa ríkir um hvað Guðjón Skúla-
son gerir en það er inni í myndinni
að hann gangi til hðs við sitt gamla
félag, Keflavík. Teitur Örlygsson og
Rondey Robinson, tveir af lykil-
mönnum í íslandsmeistaraliði
Njarðvíkinga, hafa báðir skrifað
undir nýjan samning við Njarðvík.
Rondey Robinson sagði í samtah við
DV að þrátt fyrir að hann væri búinn
að gera samning með fyrirvara við
Njarðvíkinga væri hann enn að leita
fyrir sér að komast að hjá félagi í
Evrópu en ef það tækist yrði hann
áfram með Njarðvíkingum.
Héðinn með FH-treyjuna við undirskriftina í gær. Hann klæðist henni á ný næsta vetur eftir fimm ára atvinnu-
mennsku í Þýskalandi DV-mynd ÞÖK
Héðinn heim
- gekk frá tveggja ára samningi við FH1 gær
1. deildar liði FH í handknattleik
bætist góður hðsauki í gær en þá
skrifaði landsliðsmaðurinn Héðinn
Gilsson undir tveggja ára samning
við sitt gamla félag. Héðinn lék síð-
ast með FH veturinn 1989-1990 og
varð íslandsmeistari með hðinu en
gekk síðan til hðs við þýska úrvals-
deildarhðið Turu Dusseldorf þar sem
hann hefur leikið síðustu fimm árin.
„Auðvitað er tilhlökkun að koma
aftur í slaginn heima og leika að
nýju með FH. Það htla sem ég hef séð
til hðanna hér heima er gott og mér
sýnist íslenska deildin vera sterk.
Helsti munurinn á íslenskum hand-
bolta og þeim þýska er varnarleikur-
inn og þar hafa Þjóðverjarnir vinn-
inginn," sagði Héöinn viö DV
skömmu eftir að hann hafði skrifað
undir samninginn. Héðinn sagði að
meö þessu væri hann ekki að gefa
atvinnumennskuna upp á bátinn
heldur myndi hann velta þeirri stöðu
fyrir sér eftir tvö ár.
Óvíst hvort Héðinn
leiki með á HM
Héðinn hefur ekki gengið heih th
skógar. Hann hefur átt við langvar-
andi meiðsli að stríða í öxl og í vetur
hafa meiðsli í hásin og í hælnum
verið að angra hann. Héðinn fer í
myndatöku í dag og þá ætti að koma
í ljós hvort hann þurfi að gangast
undur uppskurð sem myndi þýða að
hann gæti ekki leikið með íslenska
landsliðinu á HM.
„Ég held að það sé mjög líklegt að
það þurfi að skera í þetta og það
myndi þýða að ég yrði frá í svona 6
vikur. Ef þaö kemur í ljós að ég þarf
að fara í uppskurð er óvíst hvort ég
fari í þá aðgerð strax eða fresti henni
fram yfir HM. Þetta veltur á lands:
liðsþjálfurunum og þeir verða að
meta hvort þeir vhji nota mig í því
ásigkomulagi sem ég er,“ sagði Héð-
inn og bætti því við að læknar gæfu
honum góðar batahorfur.
Ungverskur
landsliðsmað-
ur í Fram?
Líkur eru á að ungverskur lands-
liðsmaður í knattspyrnu, Ferenc
Mészáros, leiki með Frömuram í 1.
deildinni í sumar. Þeir hafa verið í
viðræðum við hann að undanfómu
og bíða eftir svari en Ungverjinn er
einnig að íhuga boð frá Þýskalandi.
Mészáros er 31 árs gamall sóknar-
maður og hefur leikið í Þýskalandi
og Belgíu en spilar nú meö ung-
versku 2. deildar liði. Hann á að baki
21 landsleik fyrir Ungverjaland,
þann síðasta árið 1992, og skoraði í
þeim 4 mörk.
Mészáros lék með Lokeren í belg-
ísku 1. deildinni í tvö ár og var
markahæsti leikmaður liðsins bæði
tímabilin. Veturinn 1991-92 spilaði
hann aðeins 18 leiki af 34 en var samt
markahæstur með 9 mörk og 1992-93
skoraði Mézáros 10 mörk í 29 leikjum
í belgísku 1. deildinni.
Spánn sigraði
Spánverjar sigurðu á fjögurra
landa móti í handknattleik sem lauk
í Sviss í gær. Spánverjar, með Talant
Dujshebaev í broddi fylkingar, unnu
alla þrjá leiki sína og hlutu 6 stig.
Þjóðverjar urðu í öðru sæti meö 3
stig, Svisslendingar komu næstir
með 2 stig en öllum á óvart ráku
Rússar lestina með aöeins 1 stig.
Guðríður endurráðin
Guöríður Guðjónsdóttir var í gær endurráðin þjálfarí kvennaliðs Fram
i handknattleik. Undir hennar stjórn varð Fram bikarmeistari og varð í
öðra sæti á íslandsmótinu. Framarar reikna með að halda öllum sínum
mannskap, þar á meðal hinni júgóslavnesku Selku Tosic.
Mánudaginn 24. apríl
ÍR-KR
kl. 20.00.
Gervigrasið Laugardal