Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Side 8
28 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Hakeem Olajuwon og félagar í meistaraliði Houston hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og þykja ekki sigurstranglegir í upphafi úrslitakeppninnar. Þar mæta þeir Utah með oddaleik á útivelli og gætu hæglega fallið út strax í fyrstu umferð. Símamynd/Reuter DeUdakeppni NBA lauk í nótt: New York vann Orlando örugglega - Chicago tapaði lokaleiknum gegn Milwaukee fþróttir______________ Frjálsar: Fjórtán áraféll ályfjaprófi Fjórtán ára gömul frjálsíþrótta- stúlka frá Suður-Afríku féll á lyfjapróG á dögunum og á yfir höföi sér 2-4 ára keppnisbann. Hún neytti steralyfja og málið er litiö afar alvarlegum augum í Suður-Afríku vegna aldurs henn- ar en lyfið sem hún notaði var sett á banniista þar sem þaö dýpkar rödd kvenna og orsakar skeggvöxt. Nafn stúlkunnar og keppnisgrein verða ekki gefin upp að svo stöddu. Tennis: Auðveldursigur hjáChang Bandaríkjamaðurinn Michael Chang vann auðveldan sigur á Jonasi Björklund frá Sviþjóð i úrslitaleik á opna Hong Kong meistaramótinu í tennis í gær, 6-3 og 6-1. Chang, sem vann sama mót í fyrra, hefur þar með sigrað á 20 stórmótum og hann fékk um 2,7 miUjónir króna í sigurlaun. Góðendurkoma hjáRosset Svissneski ólympíumeistarinn í tennis, Marc Rosset, vann glæsi- legan sigur á Jevegni Kafelnikov frá Rússlandi, 6-4 og 6-0, í úrslita- leik á opna Nice-mótinu sem lauk í Frakklandi i gær. Rosset keppti þarna i fyrsta skipti eftir niu vikna fjarveru vegna fótbrots og sagðist hafa leikið sinn besta tennis á ferlinum. Golf: Öruggthjá SenioríJapan Peter Senior frá Ástralíu vann öruggan sigur á opna Dunlop- mótinu í golfi sem lauk í Tokyo í Japan í gær. Senior lék á 279 höggum en Brian Watts, Banda- ríkjunum, kom næstur á 284 og heimamaðurinn Katsuyoshi To- mori varð þriðji. Sigureftir hálfa keppni Andre Bossert frá Sviss var i gær úrskurðaður sigurvegari á opna Cannes-mótinu í golfi i Frakklandi, en aðeins var hægt að leika tvo hringi af fjórum vegna mikillar rigningar. Slíkt hefur ekki gerst á „Evróputúm- um“ í 11 ár. Bossert lék 36 holur á 132 höggum en Jean van de Velde frá Frakklandi og Öyvmd Rojahn frá Noregi komu næstir á 134 höggum. Körfubolti: Wilkens þjátf ar draumaliðið Lenny Wilkens hefur verið ráð- inn þjálfari bandariska landsliðs- ins í körfuknattleik, „Draumaliðs þijú,“ sem leikur á ólympiuleik- unum í Atlanta á næsta ári. Wilk- ens, sem hefur flesta sigurleiki að baki af ölhim þjálfurum í NBA-deildinni, verður á heima- velli þvi hann er þjálfari Atlanta Hawks. Knattspyrna: Spánnog Brasilía í undanúrslifin Spánn og Brasilía komust I gær í undanúrslit heimsmeistara- keppni unglingátandsliða í knatt- spymu sem nú stendur yfir í Qatar. Spánn vann Rússland, 4-1,. og Brasilía marði sigur á Japan, 2-1. Keppni í NBA-deildinni í körfu- knattleik lauk í nótt en níu leikir voru þó ekki_ búnir þegar DV fór í prentun um miðnætti. Endanleg úr- sht deildarinnar lágu þá fyrir að öðm leyti en því að Denver og Sacramento voru að leika um 16. og síðasta sætið í úrslitakeppninni en á bls. 21 kemur fram hvaða lið mætast þar í 1. um- ferð. New York vann öraggan sigur á Orlando, 113-99, í leik efstu hða Atl- antshafsriðOsins og það þó Patrick Ewing væri ekki með New York vegna meiösla. Á móti kom að Shaquille O’Neal var lítið með Or- lando og gerði aðeins 13 stig. Skotæfingar hjá Jordan Chicago lauk deUdakeppninni á tapi í MOwaukee, 104-100. Michael Jord- an skoraði 33 stig fyrir Chicago en hitti þó aðeins úr 11 skötum af 26. Jordan æfir skotin grimmt þessa dagana og til marks um það var hann á þriggja tíma skotæfmgu áður en leikur Chicago og Charlotte hófst í fyrrinótt! Phoenix vann öruggan sigur á Se- attle, 105-100. Charles Barkley var mjög atkvæðamikUl hjá Phoenix, gerði 23 stig, tók 13 fráköst og átti 9 stoðsendingar en spilaði samt ekkert með í fjórða leikhluta. Góð upphitun hjá Chicago gegn Charlotte Chicago hitaði upp fyrir úrslita- keppnina með þvi að sigra Charlotte af öryggi, 116-100, í fyrrinótt en þessi liö mætast einmitt í 1. umferð og Charlotte er þar með oddaleik á heimavehi. „Leikirnir við Charlotte verða mjög erfiðir. Þeir eru afar sterkir á heimaveUi, við þurfum að vinna þar til aö komast áfram og tU þess þurf- um við að sýna okkar besta,“ sagði Michael Jordan sem skoraði 19 stig í leiknum. AUan Bristow, þjálfari Charlotte, var ekki hress og sagði að ef sínir menn spUuðu svona í úrslita- keppninni yrði hún mjög stutt og þeir myndu gera eitthvað annað en að spUa körfubolta í maí og júní! Bryant Stith tryggði Denver sigur á Golden State, 129-130, með tveimur vítaskotum þegar 6 sekúndur voru eftir af annarri framlengingu. Boston í úrslitin Boston tryggði sér sæti í úrshta- keppninni aðfaranótt laugardagsins þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut fyrir New York Knicks. Á sama tíma tapaði aðalkeppinautur Boston- manna, MUwaukee, fyrir Cleveland og þar með var úrslitasætið tryggt fyrir Boston sem mætir sigurvegur- unum úr austurdeildinni, Uði Or- lando, í úrshtunum. New York, sem lék án Patricks Ewing og Derek Har- per, mætir hins vegar Cleveland í 1. umferö úrsUtakeppninnar. DV NBA úrslit um helgina Aðfaranótt laugardags: Atlanta - Detroit.....128-111 Smith 23, Blaylock 19 - Hill 33. Boston - New York..... 99-92 - Davis 20, Anthony 19. Cleveland - Milwaukee.103-82 Wilhams 24 - New Jersey - Washington .107-106 Gilliam 28, Anderson 20 - Maclean 23. Philadelphia - Miami..113-106 Barros 22, Weatherspoon 20 - Rice 36. Orlando - Indiana......110-86 Shaq 20/13, Grant 20 - SA Spurs - LA Clippers.107-96 Elliott 21, Robinson 15. Utah - Minnesota....... 99-96 Malone 22, Carr 17 - Rider 25. Phoenix - Dallas.......110-99 Barkley 22/17 - Sacramento - Seattle...105-97 Williams 27, Richmond 25 - Aðfaranótt sunnudags: Chicago - Charlotte.....116-100 Jordan 19, Kukoc 19 - Johnson 29. Golden State - Denver...129-130 - Williams 27. LA Lakers - Portland....104-109 - Robinson 26, Grant 19, Strickland 17. í gærkvöldi: New Y ork - Orlando.....113-99 Smith 29, Starks 26 - Scott 38. Washington - Ph'delphia ..106-90 Howard 20/11 - Milwaukee - Chicago.....104-100 Robinson 36 - Jordan 33. Phoenix - Seattle......105-100 Barkley 23, Person 17 - Schrempf 18, Payton 17. Þessum leikjum var ekki lokið þegar DV fór í prentun: Denver - Sacramento New Jersey-Boston Miami - Detroit Portland - Golden State Charlotte - Cleveland Indiana - Atlanta Minnesota - San Antonio Houston - Utah LA Clippers - Dallas Staðan Atlantshafsriðill: Orlando 57 25 69,5% New York 55 27 67,1% Boston 35 46 43,2% Miami 31 50 38,3% New Jersey... 29 52 35,8% Philadelphia. 24 58 29,3% Washington.. 21 61 25,6% Miðriðill: Indiana 51 30 63,0% Charlotte 49 32 60,5% Chicago 47 35 57,3% Cleveland 43 38 53,1% Atlanta 42 39 51,9% Milwaukee.... 34 48 41,5% Detroit 2fi 53 34,6% Miðvesturriðill: SanAntonio.. 61 20 75,3% Utah 59 22 72,8% Houston 47 34 58,0% Denver 40 41 49,4% Dallas 36 45 44,4% Minnesota 21 60 25,9% Kyrrahafsriðill: Phoenix 59 23 72,0% Seattle 57 25 69,5% LA Lakers 48 34 58,5% Portland 43 38 53,1% Sacramento.. 39 42 48,1% Golden State. 26 55 32,1% LA Clippers... 16 65 19,8% Sænskur handbolti: Redbergslid varðmeistari Eyjólfur Harðarson, DV, Sviþjóð: RedbergsUd varð í gærkvöldi sænskur meistari í handknattleik þegar liðið vann Drott á útivelli, 15-17, í fimmta og síðasta úrslita- leik liðanna sem fram fór í Halm- stad. Peter Gentzel, þriðji mark- vörður sænska landsUðsins, fór á kostum í marki Redbergslid og tryggði Uðinu sigurinn, öðrum fremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.