Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 17 /N /X /X Magnaður lokakafli Hugsjónir frönsku byltingarinnar, frelsi, jafn- i----------- rétti og bræðralag, er viðfangsefni í þríleik Krzysztofs Kieslovskis og bera myndimar nafii lit- anna í franska fánanum, Þrír litir: Blár, Hvítm- og Rauður. Kieslovski hefur gert þessum þremur hug- tökum glæsileg skil i ógleymanlegum myndum. Hæst ber túlkun hans í Rauður, sem er frábær kvikmynd, þar er áhrifamikilli sögu komið til skila í mögnuðu myndmáli. í Rauður er aðalpersónan sýningarstúlkan Valentine sem óviljandi keyrir niður hund í eigu fyrrum dómara. Fyrstu kynni þeirra eru þessleg að Valentine fær ekki mikið álit á þessum beiska manni sem stundar það að hlera síma nágrannanna. En eftir aö hann kærir sjálfan sig leiða kynni þeirra til náins vinskapar. Dómar- inn er alls ekki viss um aö hann hafi gert rétt í aö láta nágrannann vita um hleranimar og leiðir rök I_____________ að því. Hámarki nær myndin í sniildarlegu lokaatriði þar sem kvenhetjur Kieslovskis í þrileik hans eru þátttakendur. Blár, Hvitur og Rauður er stórt og mikið kvikmyndaverk sem lætur engan ósnortinn. ÞRI'R LITIR: RAUÐUR - Útgefandl Háskólabíó. Lelkstjóri: Krzysztof Kleslovski. Aðalhlutverk: Irena Jacob og Jen-Louis Trlntignant. Frönsk/svissnesk, 1994. Sýnlngartími 105 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK f. / Hinsta flugferðin I Thunderheart lék Val Kilmer lögreglumann sem er af indíánaættum en hann sjálfur er indíáni að hluta. Með honum á myndinni eru Fred Ward og Sam Shepard. Val Kilmer: Mikill dýrðarljómi hefur ávállt verið yfir Amaliu Earhart sem varð fyrst kvenna til að fljúga yfir Atlantshafið og setti mörg met í flugi. Hún hvarf í sinni hinstu ferð, sem var flug umhverfis, og hefúr aldrei spurst til hennar síðan. Amalia Earhart var hetja í augum kvenna, fhunherji sem þorði að gera það sama og karlmennimir. Amalia Earhard The Final Flight byijar nokkru áður en hún reynir við fyrra heimsflug sitt sem endaði með því að vélin fór út af brautinni. Slysið var al- gjörlega henni að kenna og hefði þvi aldrei átt að leyfa henni að gera aöra tilraun. Eiginmaður henn- ar, sem jafiiframt var nokkurs konar umboðsmað- ur, ýtti henni út í flugferðina enda miklir peningar í húfi. í myndinni er Amaliu Earhart lýst sem óör- uggri persónu sem lætur sljómast af metnaði eig- inmannsins og þaö sem kemur kannski mest á óvart er að hæfileikar hennar sem flugmanns em dregnir í efa. Diane Keaton leikur Earhart af skilningi og nær vel að sýna þá innri baráttu sem hún átti í. AMALIA EARHART THE FINAL FLIGHT - Útgefandl: SAM-myndbönd. Lelkstjórl: Yves Slmoneau. Aðalhlutverk: Dlane Keaton, Rutger Hauer og Bruce Dern. Bartdarlsk, 1994. Sýnlngartiml 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK Unglingar á villigötum Það eru engir fyrirmyndamnglingar sem em aðalpersónur í Shopping en myndir fjallar um ung- linga sem búa á götunni og svífast einskis. í byrjun myndarinnar fylgjumst við með þegar Billy er sleppt úr fangelsi en hann er nítján ára unglingur sem þegar er orðinn foringi í kliku. Hann er varla fyrr kominn á götuna en hann tekur upp fyrri iðju, stelur bfirnn, rænir og ruplar. Svo vitnað sé i nafii myndarinnar, Shopping, sem þýðir að versla, þá er verslunarferð í augum Billys búöarrán og gengur hann ásamt unnustu sinni og flefrum berserksgang í stórmarkaði. Billy líkar illa að hann skuli þurfa aö þola samkeppni við annan klíkuforingja og kem- ur til uppgjörs þeirra í mUli. Shopping er grimm lýsing á þeim unglmgum sem alist hafa upp á göt- unni og þekkja ekkert annað líf. Fyrirlitning þeirra gagnvart meðborgurunum er algjör. Shopping er vel gerö og raunsæ og unglingamir í myndinni gætu aUt eins verið þeir ung- lingar sem lögreglan í Reykjavik þarf að hafa afskipti af, þótt þeir séu kannski ekki eins stórtækir og BiUy og félagar. SHOPPING - Útgefandi: Myndform. Lelkstjórl: Paul Anderson. Aðalhlutverl: Sadle Frost, Jude Law og Sean Pertwee. Bresk, 1994. Sýningartíml 93 mfn. Bönnuð bömum Innán 16 ára. -HK Auga fyrir auga . . . SnjaUir lögfræðingar ná stundum að leika á kerfið þannig að þótt aUir séu sannfærðir um sekt sakbomingsins á dómarinn ekki annars úrkosta en að vísa málinu frá eða dæma þann seka saklausan. Um þannig dóm er fjaUaö í Desperate Justice, sjón- varpsmynd sem segir frá fjölskyldu sem verður fyr- ir því að yngri dótturinni af tveimur er nauðgað og misþyrmt. Fljótt fmnst hinn seki en þá kemur til kasta lögfræðingsins, sem er kona. Hún finnur vfilu í málssókninni og sá seki er sýknaður. Móðir- in getur ekki unað þessari niðurstöðu og tekur upp byssu í dómssalnum og hefúr skothrið á hinn seka . . . Það má kannski segja að Desperate Justice sé stundum fúU melódramatísk en á móti kemur að myndin er raunsæ og fjallar um venjulegt fóUc sem lendir ekki aðeins í hörmungum heldur fær slæma reynslu af kerfmu. Lesley Ann Warren leikur móð- urina. Þessi ágæta leikkona getur leikið vel, sérstaklega í gamanmyndum, en henni hættir til að ofleika í dramatískum myndum og er ofleikur hennar sfimdum yflrþyrmandi í Desperate Justice. DESPERATE JUSTICE - Úfgefandl: Skílan. Lelkstjórl: Armand Mastrolannl Aðalhlutverk: Lesley Ann Warren, Brace Davlson og Anette OToole. Bandarísk, 1994. Sýnlngartíml 90 mfn. Bönnuð bömum Innan 16 ára. -HK Þotti strax mikið efni Val Kilmer í hlutverki Doc Holliday og Kurt Russell sem Wyatt Earp í Tomb- stone. Val Kilmer hefúr ekki leikið í mörgum kvikmyndum enn sem komið er en hann hefúr þó leikið fleiri þekktar persónur en flestir reyndari leikarar. Val Kilmer var tiltölulega nýkominn í umræðuna þegar hann sótti fast að Oliver Sto- ne að fá að leika Jim Morrison í The Doors. Það var ekki fyrr en hann gat sýnt fram á það að hann var góður söngvari og gat líkt vel eftir Morrison í söng að Stone sann- færðist um að hann væri rétti leik- arinn til að túlka poppgoðið. The Doors fékk misgóðar viðtök- ur og þykir ekki með betri myndum Olivers Stone, en hún gerði Val Kil- mer ekkert nema gott. Hann þótti standa sig vel og hefúr verið eftir- sóttur leikari síðan og nýjasta afrek hans er að feta í fótspor Michael Keatons og leika Batman í Batman Foever. Og með þvi að leika Batman hefur hann leikið þrjár frægar per- sónur en í millitíðinni lék hann Doc Holliday í Tombstone. Þegar það spurðist fyrir nokkrum árum aö Tim Burton hefði valið Michael Keaton til að leika Batman urðu aðdáendur teiknimyndahetj- unnar lítt hrifnir og létu óspart í ljós vanþóknun sína og töldu hann engan veginn henta í hlutverkið. Það fór þó svo að allir sættust á túlkun hans. Sömu menn kvörtuðu síðan þegar Keaton vildi ekki leika í Batman Forever. En það var sæmi- legur friður um Val Kilmer þegar hann var valinn til að leika Batman og er ekki að sjá annað á myndum en að hann sómi sér vel í svarta búningnum. Að hluta til indíáni Val Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles og er hann aö hluta til Cherokee indíáni. Kilmer þótti strax mjög efiiilegur leikari og þegar hann varð sautján ára var hann yngsti stúdentinn sem nokkum tíma hefur fengið aðgang að leiklistardeild hins virðulega Julliard listaskóla í New York. Með- an á náminu stóð skrifaði hann leik- ritið How It All Began ásamt félaga sínum og var það frumsýnt í Joseph Papp’s Puplic Theatre í New York og lék Kilmer aðalhlutverkið. Var þetta fyrsta hlutverk af mörg- um sem hann lék í New York. Hans fyrstu skref á Broadway vom í Slab Boys þar sem hann lék á móti Sean Penn og Kevin Bacon. Þá hefur hann leikið í nokkrum Shakespeare uppfærslum, síðast sem Hamlet á Shakespeare hátíðinni í Colorado. Val Kilmer hefur alltaf haldið tryggð við leikhúsið sem gaf honum fyrst tækifæri og lék síðast þar fyrir þremur árum í Tis’ a Pity She’s a Whore. Meðan Kilmer var enn í Julliard byrjaði hann að vinna að heimildar- myndinni Joumey to Magna, sem var um kjamorkuvopn og frið í framtíðinni. Mynd þessi hlaut þó ekki eins mikla athygli og samband hans við frægar leikkonur, en hann var á þessum árum í tygjum við Cher og Michelle Pfeiffer. Þeir sem vilja vita hug hans til Michelle Pfeiffer geta lesið um það í ljóðabók hans, My Eden after Bums. Kynntist eiginkonunni í kvikmyndaverinu Fyrsta kvikmyndin sem Val Kil- mer lék í var unglingamyndin Top Secret. í kjölfarið fylgdi álíka mynd, Real Genius. Þriðja myndin var Top Gun þar sem hann lék félaga Toms Cruise. Og eftir það fóru hjólin að snúast, en þó hægt, þar til Oliver Stone lét hann fá draumahlutverkið. Fjóröa myndin sem hann lék í var ævintýramyndin Willow. Mótleik- kona hans þar var Joanne Whalley, sem hafði vakið mikla athygli fyrir leik sinn í Scandal, en í þeirri mynd lék hún Christine Keeler. Kynni þeirra leiddu til hjónabands sem enn er í lukkunnar velstandi og eiga þau eitt barn. í kjölfarið breytti Whalley nafni sínu í Joanne Whalley-Kilmer. Val Kilmer hefur verið virkur á síðustu tveimur áium og leikið í hverri myndinni á fætur annarri og nú bíða þrjár kvikmyndir sem hann leikur í eftir að verða frumsýndar. Þar ber fyrst að telja Batman For- ever, síðan spennumyndina Heat, þar sem hann leikur á móti A1 Pacino og Robert De Niro, og loks nýjustu kvikmynd franska leikstjór- ans Jean-Jacques Annaud, Wings of Courage. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Val Kilmer hefur leikið í, en margar þeirra er hægt að fá á myndbandaleigum. Top Secret (1984) Real Genius (1985) Top Gun (1986) Willow (1988) Kill Me Again (1989) The Doors (1991) Thunderheart (1992) The Real McCoy (1993) True Romance (1993) Tombstone (1994) Wings of Courage (1995) Batman Forever(1995) Heat (1995)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.