Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 íþróttir________ Hverermyndar- legastileikmað- urinnáHM? TEKUR RÁTT í HM 95 650 á hvern leik 33.000 þúsund áhorfendur kom'u á leikina í riðlakeppninni. Þetta gerir að meðaltal áhorfenda á hvem leik í keppninni er um 650 manns og að 1 af hverjum 10 íslendingum hefur komið á leik. Lanch tnjög ánægður Erwin Lanch, forseti Alþjóða handknattleikssambandins, IHF, lýsti því yfir á blaðamannafundi sem IHF hélt í gær að hann væri mjög ánægður með alla fram- kvæmd á heimsmeistaramótinu til þessa og hann sagðist vera sannfærður að það hefði verið rétt ákvörðun að hafa 24 lið í keppninni. Mesta áhorfunin Staðfest var á fundinum að 30 lönd hafa fengið aö fylgjast með keppninni í sjónvarpi og hefur það aldrei verið meira á HM. í Tékklandi árið 1990 var sjónvarp- að til 18 landa og til 24 landa á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Fleiri sóknir Ef tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að meöaltal sókna hjá hveiju liði á HM era 52 en i Svíþjóð fyr- ir tveimur árum voru þær 46. Vandræði í sókninni „Við spiluðum vörnina vel en áttum í vandræðum í sókninni sem við náðum ekki að leysa. Þetta var fyrst og fremst líkamleg og taktísk barátta," sagði Ayari, þjálfari Túnisbúa, eftir maraþon- leikinn við Króatíu. Framfarir í Afríku „Þessi leikur staðfestir framfar- ir Norður-Afríkubúa í handbolt- anum. Túnis er með gott hð sem á framtíðina fyrir sér. Mitt lið spilaði illa en hafði kraft og ein- beitingu til að klára leikinn. Sig- urinn skipti öllu máli og ég er viss um að við munum sýna okk- ar rétta styrkleika í 8-liða úrslit- unurn," sagði Zovko Zdravko, þjálfari Króatíu. Jakinn gafst upp Mikhail Iakimovich, hinn kraftmikli sóknarmaður Hvít- Rússa, gafst hreinlega upp gegn hinni hrikalegu vörn Þjóðverja í gær og settist alfariö á bekkinn þegar 12 mínútur vora eftir. Kraftur í Egyptum Egyptar tóku hörkuæfingu í Smáranum í hádeginu í gær, þrátt fyrir mikilvægan leik um kvöldið. Ekkert var slakað á og greinilega heragi á öllu hjá þýska þjálfaranum Ulrich Weiler. Stenzel með FH Vlado Stezel, hinn heimsfrægi króatíski handboltaþjálfari, tók æfmgu með 3. flokki karla hjá FH í fyrrakvöld. Stenzel dauðlangaði að hreyfa sig eitthvað og forráða- menn FH vora fljótir að bjóöa honum að þjálfa. Strákamir í FH-hðinu voru að sjálfsögðu him- inlifandi að fá svo heimsfrægan þjálfara sem leiðbeinanda. Nína Björnsdóttir: Mér fmnst Marc Baumgartner mjög sætur þegar hann er búinn að taka út úr sér góminn og hann fær mitt atkvæði. Ég vonast til að hitta hann þegar ég fer til Sviss í sumar. • Jaclyn Vernier er sjúkraþjálfari svissneska landsliðsins sem ekki hefur tapað leik á HM. DV-mynd Brynjar Gauti Jaclyn Vemier, sjúkraþjálfari svissneska liðsins: Ásta S. Einarsdóttir: íslendingarnir eru sætastir og ef ég á að velja úr þá finnst mér Dagur Sigurðsson myndarlegast- ur. Edda Hrönn Hannesdóttir: Markmaður Suður-Kóreu er sá myndarlegasti, það er engin spurning. Unnur Jónsdóttir: Patrekur Jóhannesson er sætast- ur en annars finnst mér íslend- ingar vera með sætasta hðið. Ragnheiður Stephensen: Mér finnst Svisslendingurinn Patrick Rohr vera sætastur af leikmönnum í keppninni en það era margir sætir strákar að spha. Enainn f undur hia m tækninefndinni Fundir hjá tækninefnd IHF, al- þjóða handknattleikssambandsins, era jafnan tíöír á meðan heims- meistarakeppnir fara fram. Fjöldi funda hjá nefhdinni fer jafhan að nokkra leyti eftir skipulagi við- komandi keppni. _ Skipulag HM á íslandi hefur ver- ið lofaö og greinilegt er aö vel hefur tekist til utan vallarins. í gær bar svo viö, að ekki þótti ástæða til aö kalla tækninefndina saman á fhnd og segir það meira en mörg orð. Tækninefndin hefur alla jafna haft rpjög mikiö aö gera á heimsmeist- arakeppnum hingað til. Gef strákunum nudd fyrir leiki - segir Jaclyn og spáir Svíum heimsmeistaratitli „Það er ekkert vandamál að vera kona í þessu karlaveldi handboltans. Strákarnir eru venjulega mjög stihtir og hegða sér vel. Það er gaman að hjúkra þeim en það er oft mikið verk. Það era alltaf einhver meiðsh aö koma upp og nú er ég með Martin Rubin í meðferð út af bakinu á hon- um. Svo gef ég strákunum gott nudd fyrir leiki og það finnst þeim gott,“ sagði Jaclyn Vernier, sjúkraþjálfari svissneska landshðsins, í spjalli við DV í gær. Jaclyn er þrítug að aldri og auk þess að vera sjúkraþjálfari Sviss- lendinga þá vinnur hún sem shkur á íþróttamiðstöð nálægt Basel. Hún hefur vakið athygli margra því hún er eina konan sem vermir vara- mannabekki landshðanna á HM. Þar situr hún tílbúin ef einhver leik- manna svissneska hðsins meiðist. Hún tekur jafnan virkan þátt í leikn- um og hún hafði ríka ástæðu th að fagna ásamt leikmönnum eftir aö Sviss tryggði sig áfram eftir sigur á Kúbu. Gaman þegar sigur vinnst „Það er mjög gaman þegar liðið vinn- ur en ég tek líka þátt í tapinu og er þá fúl í einhvem tíma. Eg er búin aö vera sjúkraþjálfari með landslið- inu síðan 1991 og hef fariö víða. Það er gaman í þessu starfi því maður fær líka mörg tækifæri th að ferðast og skoöa heiminn. Mér líkar geyshega vel á íslandi og það hefur margt kom- ið mér skemmtilega á óvart. Ég hélt að þaö væri kaldara en í staðinn er búið að vera bhðskaparveður. Fólkið er mjög vinsamlegt og ahtaf tilbúið að hjálpa ef eitthvað bjátar á. Ég vona að ég eigi eftir að koma hingað aftur og sjá þá vonandi meira af þessu fahega landi. Margt óvænt í keppninni Ég hef haft mjög gaman af keppninni og það eru skemmtilegir leikir hér. Mér finnst mörg óvænt úrslit búin að vera og það er af hinu góða. Ég sjálf hef mjög gaman af handbolta og hef alltaf fylgst vel með. Ég hef samt aldrei leikið sjálf og læt mér nægja að fylgjast með af hhðarhn- unni. Ég er svohtið hissa að sjá ekki fleiri stúlkur sem sjúkraþjálfara hér í keppninni. Ég vona auðvitað að svissneska hð- ið nái sem lengst í keppninni og geri mér vonir um að sjá þá á verðlauna- palli. Ég held að Svíar verði heims- meistarar en ég treysti mér ekki th að spá um hvar íslendingar lenda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.