Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 16. JUNI1995 T Ó N L rj i\ rj VI i hs\b jJ j Stjórnin - Stjórnarlögin 1989 -1995 Vandað léttmeti með sál Stjórnin hefur verið ein vinsælasta popphljómsveit landsins undanfarin sex ár og er eiginlega ein af örfóum íslenskum hljómsveitum sem raunverulega hafa efni á að gefa út „Greatest Hits“ plötu. Það er hins vegar spurning hvort 19 lög séu ekki fullmikið fyrir plötu af þessu tagi og fyrir mína parta hefði platan bara batnað við örlítið meiri niðurskurð. Því veróur þó ekki á móti mælt að fleiri lög þýða að menn fá meira fyrir peningana sína en ella. Prímusmótorar Stjórnarinnar hafa frá upphafi verið þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson. Þau lögðu upp 1989 með unga og efnilega áhöfn en skiptu inn eldri og reyndari jöxlum 1992. Samtímis breyttist tónlist sveitarinnar úr því að vera hreinræktað léttpopp yfir í eilítið þyngra popp með soulívafi. Við þetta jókst líka verulega eigin framleiðsla sveitarinnar á lögum. Engu að síður hélt Stjórnin áfram að hafa vinsæl erlend lög á plötum sínum, með íslenskum textum að sjálfsögðu, auk þess sem ýmsir innlendir lagasmiðir hafa lagt hljómsveitinni lið. Þá hefur hljómsveitin í tvígang spreytt sig á að klæða gömul Trúbrotslög í nútímalegri búning en ekki tekist sem skyldi á mínu mati og hefði að skaðlausu mátt sleppa þeim báðum í þessu safni. Heildarstemningin á plötunni er hins vegar góð og hún gott dæmi um vandað melodískt íslenskt popp einsog það hefur gerst best undanfarin ár. ■Sigurður Þór Salvarsson Elton John - Made In England Upp og ofan í aldarfjórðung hefur Elton John dælt út hljómplötum, stundum fleiri en einni og tveimur á ári. Plötumar eru orðnar fjörutíu talsins, að upptökum frá hljómleikum meðtöldum og.frumsamin lögin eru því orðin á fimmta hundrað. Þrátt fyrir þessi ótrúlegu afköst er karlinn enn í furðu góðu formi. Það sannast á bestu lögunum á plötunni Made In England, hans nýjustu, sem kom út í vor. Reyndar eru gæði laga á nýjustu plötunni upp og ofan. Please, Believe og Made In England eiga ef til vill eftir að komast á safn bestu laga næst þegar það verður gefið út. Latitude er einnig lag sem telst ofan við meðallagið. Önnur festast ekki jafn vel í minni og eitt og eitt er jafnvel hálf óáheyrilegt. Til dæmis hið yfirhlaðna Belfast. Þar dettur manni einna helst í hug að fela hafi átt slappa laglínu með íburðarmiklum útsetningum. En þótt Elton John hitti ekki í mark með hverju einasta lagi sem hann lætur frá sér fara (hver gæti það svo sem?) þá ber Made In England þess vitni að hann er síður en svo að láta deigan síga þrátt fyrir hálfan þriðja áratug í bransanum. Hann á örugglega eftir að senda frá sér talsvert meira af skotheldu, auðgripnu poppi í framtíðinni. ■Ásgeir Tómasson Vinir vors og blóma - Twisturinn ** Ekki nægilega gott framhald Partíhljómsveit síðasta árs gerði vel og var sjálfri sér samkvæm við lagasmíðar á sinni fyrstu plötu. Þarna voru á ferðinni góðir spilarar með ágætar útsetningarhugmyndir. Frumburðurinn fékk aukastig fyrir þessa tilburði, en svo er ekki nú. Vinir vors og blóma ■ hafa nú sannað sig sem hljóófæraleikarar og samfara Twistinum hefðu þeir átt aö sanna sig í lagasmíðum. Partíhljómsveitin gerir hins vegar heiðarleg mistök. Hún hættir að vera sjálfri sér samkvæm og rembist nú í átt til fágaðra popps, um leið og hún reynir að halda í gleðina. Ur verður plata sem er hvorki fugl né fiskur. Fyrsta lag plötunnar er til að mynda of flatt (algengt hjá íslenskum tónlistarmönnum), í það vantar ris. Annað lagið inniheldur skemmtilegt grúv, en úr verður nýrómantískt viðlag sem er ekki gott fyrir greifaímyndina. Þriðja lagið er ágætlega raddsettur Sálarsmellur eftir Golla. Slakur texti Bubba Morthens og Cream gítargangur gera fjórða lagið að miklum blús fyrir aðra blúsara. „Hraðinn“ er ágætisstuðlag eftir Njalla (sem hefði að mínu mati átt að semja meira á plötunni, þá hefði heiðarleikinn haldist). Sjötta lagið inniheldur Culture Club aðalmelódíu en í það vantar einnig ris. Ballaðan „Finn mig“ er í anda Seal og gerir sig vel, nema hvað bakraddirnar hefðu mátt vera kvenkyns. „UndurTundur" er besti texti plötunnar (eftir Egil Ólafsson) og er hann umvafinn hljómum Sigga Gröndal og Golla (sem eru sérlegir aðstoðarmenn á plötunni). „Losti“ er enn eitt stuðlagið eftir Njalla, en í „Nótt“ finnur hlustandinn nýja hlið á W&B. Ellen Kristjánsdóttir syngur þessa fallegu melódíu ásamt Steina og lyftir laginu á hærra plan. „Twisturinn“ er síðan lag sem blandar saman eiginleikum ZZ Tbp og hins íslenska Geirmundar og er þar á ferðinni ágætis stuðlag. Bestu tilburðir plötunnar eru hins vegar í aukalaginu sem líkist meira ferð inn á íslenskan skemmtistað í fylgd með þýskum fjöllistamanni en nokkru öðru. I framtíðinni þyrftu W&B helst að ákveða hvaða stíg þeir ætla að feta til að festast ekki mitt á milli líkt og hér hefur gerst. Eins og áður segir eru þarna á ferðinni ágætis hljóðfæraleikarar með óskýr markmið. „Þristurinn“ þarf hins vegar að verða betri. -Guðjón Bergmann Sálin hans Jóns míns með nýja plötu, Sól um nótt: Reyndum að ná góðri heildarmynd - segir Guðmundur Jónsson um nýju lögin Sól um nótt heitir nýja platan með Sálinni hans Jóns míns sem kemur út eftir nokkra daga. Á henni eru tíu lög, öll eftir Guðmund Jónsson gítarleik- ara sem jafnframt er upptökustjóri plötunnar. Textunum skipta þeir Frið- rik Sturluson bassaleikari og Stefán Hilmarsson söngvari á milli sín. „Ég átti megnið af þessum lögum á lager,“ segir Guðmundur. „Ég á alltaf eitthvað til þannig að ég þarf ekki að setja mig í sérstakar stellingar og byija að semja þegar ákveðið er að gefa út plötu. Það var annars ákveðið um páska að taka upp þráðinn að nýju. Starfsmenn ónefndrar útvarpsstöðvar báðu okkur að koma í samstarf við sig í sumar. Þeir heltust svo úr lestinni en þá var búið að kveikja í okkur svo að við ákváðum að láta slag standa og spila í sumar.“ ■ Afkastamikill lagasmiður Guðmundur hefur verið afkasta- mikill lagasmiður á undanförnum árum. Hann segir lagasmíðamar sín- ar vera að breytast. „Mér finnst ég vera byrjaður að semja þyngri lög en fyrr - leggja meira í þau. Við höfðum að þessu sinni tólf lög að velja úr á plötuna og tókum tíu sem okkur fannst mynda saman góða heild. Við höfðum stuttan tíma tU að vinna þau og það má segja að yfirbragðið hafi ró- ast svolítið meðan á vinnslunni stóð. Við lögðum ekki upp með neina línu um að gera ekta sumarplötu með við- eigandi hoppi og híi heldur vUdum við leyfa hverju lagi að njóta sin eins og kostur var. Kannski erum við með þessari plötu að fara aftur í það sem Sálin fékkst við í upphafi ferilsins." y Blásturshljóð- færi áberandi Blásturshljóðfæri eru áberandi í nokkrum lögum og upphaf eins lags- ins er undir greinUegum djassáhrif- um, „Ég átti djassbút sem lá undir skemmdum og datt í hug að setja hann þarna,“ segir Guðmundur og brosir. „Jú, það er rétt, það er meira grúv á plötunni en áður. Við erum með sax- ófónleikara og trompetleikara í hljóm- sveitinni og hvers vegna ekki að leyfa þeim að njóta sín? Við erum ekki að senda frá okkur plötu fyrir neinn einn aldurshóp heldur vonumst við tU að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Sálin hans Jóns míns: Nýju plötunni verður fylgt eftir með öflugu dansleikjahaldi í sumar. Sísemjandi Guðmundur Jónsson fór að semja lög á unglingsaldri. Það kom fyrst í ljós þegar hann lék með hljómsveit- inni Kikk á sínum tíma að hann átti auðvelt með að setja saman grípandi laglínur og síðan hafa fjölmörg lög eft- ir hann komið út á plötum. „Þegar ég kom í Kikk hélt ég að all- ir gætu samið lög,“ segir hann. „Ég varð þess vegna mjög hissa þegar það kom í ljós að svo var ekki. Reyndar held ég að miklu fleiri geti samið tón- list en gera það. Fólk er bara mjög feimið að raula lögin sín inn á kassettu og leyfa félögunum að heyra þau. Hrætt við að fá gagnrýni. Jú, blessað- ur vertu, ég fæ ófá skot á mig hjá fé- lögunum þegar ég leyfi þeim að heyra ný lög en ég kippi mér bara ekkert upp við það. Sumum lögunum er hreinlega hent en flest fá nú að lifa.“ Hann bætir því við að reyndar skipti laglínan sjátf ekki alltaf höfuð- máli. Þegar búið er að útsetja lag, breyta hraðanum og áherslum er það oft farið að hljóma allt öðruvísi en í upphafí. „Þessar útsetningar vinnur hljómsveitin í sameiningu þannig að þótt ég sé skráður sem höfundurinn eiga hinir í hljómsveitinni iðulega heilmikið í endanlegu útkomunm," segir Guðmundur. Síðustu misserin hefur borið æ . meira á því að plötur hafa komið út með gömlum lögum í nýjum útsetn- ingum. Annie Lennox sendi eina slíka frá sér fyrir nokkru, sömuleiðis Jeff Healey, Duran Duran og fleiri. Er kannski búið að semja allt góða popp- ið og komið að því að nú þarf að fara að spila það gamla aftur? Guðmundur Jónsson segist ekki trúa því. „Mér finnst þetta sorgleg þróun,“ segir hann. „Þetta lítur út eins og að fólk sé að reyna að sleppa ódýrt frá hlutunum - stytta sér leið. Það getur ekki verið að það sé búið að raða þess- um tólf nótum sem við höfum yfir að ráða upp á allan þann máta sem hægt er. Enda skipta útsetningar og yfir- bragð einnig svo miklu máli um end- anlega útkomu laganna að það á að vera hægt að semja heilmikið til við- bótar. Ég trúi því ekki að neinum endi- mörkum sé náð í þessu efni. Frekar held ég að um leti sé að ræða.“ Björk-Post Boo Radleys - Wake upl: Bubbi og Rúnar-Teika: ★★★* ★★★ ★★★ Björk leitar nýrra leiða með aðstoðar- mönnum sínum auk þess að halda í sumt hið áheyriiegasta af fyrri plötunni og út- koman er fyllilega viðunandi. -ÁT Wake up! er heilsteypt og sterk plata, fuli af vandaðri, fjörugri og grípandi popptón- list sem ætti að geta komið hveijum sem er i gott skap. -SÞS Samstarf þeirra Bubba og Rúnars hefur nú getið af sér þriðju plötuna sem jafhframt er sú besta hingað til. -SÞS Terence Trent D’Arby - Vibrator: ★★★■Á ... það kæmi mér ekki á óvart þó þessi piata yröi talin ein albesta soulplata ef ekki plata ársins þegar upp verður staðið. Bob Dylan-Unplugged: ★★★★ Eftir að hafa hlustað á þessa plötu um skeið er ljóst að biðin hefur verið þess virði því þetta er aldeilis mögnuð piata þar sem meistarinn og meðreiðarsveinar hans fara á kostum. Elastica - Elastica: ★★★ ... gamlir pönkhundar ættu hikstalaust að leggja eyrun við tónlist Elasticu sem sameinar á ýmsan hátt margt af því besta sem kom fram á pönkárunum. -SÞS -SÞS -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.