Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 11 Fréttir Framtíðariðnaðarsvæði Reykvíkinga: Sæstrengsverksmiðja gæti verið byrjunin Þetta er draumavélin. Hún sýður vatnið fyrir uppáhellingu segir Ragnar Kjartansson hjá Aflvaka „Þetta er fyrst og fremst langtíma- verkefni. Þarna gerist ekkert á þessu eöa næsta ári. Til að opna svona við- amikið svæði með nýrri höfn þarf stóran og orkufrekan iðnað sem nokkurs konar eimreið. Þá hafa menn t.d. horft á sæstrengsverk- smiðju sem hefur veriö í undirbún- ingi í svokölluðu Icenet-verkefni sem Reykjavíkurborg og Landsvirkjun hafa staðið að ásamt hollenskum aðilum. Hvaða fyrirtæki þarna verða verður framtíðin að leiða í ljós í tengslum við auknar markaðsrann- sóknir og markaðssetningu í sam- bandi við orkufrekan iðnað,“ segir Ragnar Kjartansson, framkvæmda- stjóri Aflvaka Reykjavíkur, sem reyndar hefur hlotið nafnið Aflvaki hf. meö þátttöku Hafnfirðinga, í sam- tali við DV um skýrslu Aflvaka um framtíðariðnaðarsvæði Reykvíkinga á Geldinganesi og í Eiðsvík. Ragnar leggur áherslu á aö skýrsl- an sé hluti af stefnumótandi áætlana- gerð á vegum Reykjavíkurborgar um nýtingu þess landsvæðis sem byggt verður á næstu áratugum. í skýrslunni kemur fram að upp- bygging 1. áfanga iðnaðarsvæðisins kosti um 1.700 milljónir króna og fyrsta stig hafnargerðar um 500 millj- ónir. Töluvert landsvæði þarf að fylla upp, auk þess sem svæðið mið- ast við nýja vegtengingu frá Kjalar- nesi yfir Álfsnes, Leiruvog og til Kleppsvíkur með a.m.k. tveimur brúm. Um þjóðveg yrði að ræða sem myndi kosta ríkissjóð um 3 milljarða króna, samkvæmt skýrslunni. Ragnar segir að framkvæmdir geti hafist vel fyrir cddamót en svæðið sem slíkt verði tekið í notkun í áföng- um. Byrjað verði á landfyllingu norð- austan við Gufunes og fyrstu fram- kvæmdum við Eiðsvíkurhöfnina. „Við getum ekki bara tieyst á ein- hverja sæstrengsverksmiðju. Það þarf að efla allt markaðsstarf þannig að við séum með nokkur verkefni í gangi. Við h'öfum látið gera yfirlit yfir iðnferli sem hafa verið rannsök- uð á síðustu 20 árum hér á landi. Þau reyndust allt vera í kringum 60 tæknilegar úttektir en það skortir tilfinnanlega markaðsrannsóknir. Það getum við gert t.d. með því að efla Markaðsskrifstofu Landsvirkj- unar og iðnaðarráðuneytisins," segir Ragnar Kjartansson hjá Aflvaka. Á meðfylgjandi korti getur að líta framtíðariðnaðarsvæði Reykvíkinga á Geldinganesi og í Eiðsvík og hvern- ig nýr þjóðvegur frá Kjalarnesi yfir í Kleppsvík kemur til með að liggja um svæðið. -bjb KA 5700 kaffivélin er margverðlaunuð fyrir úrvalskaffi og glæsilega hönnun. Kynningarverð: 9.975stgr. m ’ Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Simi 5622901 og 5622900 Landspítalinn: Vilja fækka heimsóknum til sængurkvenna Starfsfólk Kvennadeildar Landsp- ítalans hefur sent frá sér greinargerð fyrir þeirri ákvörðun að draga úr heimsóknum fólks til sængur- kvenna. Þar segir að á síðustu árum hafi það stöðugt færst í vöxt að vinir og vandamenn komi í heimsókn með börn á öllum aldri í heimsóknartím- ann milli klukkan 15 og 16 á daginn. Sængurkvennagangar séu oft troð- fullir af heimsóknargestum og heim- sóknartímarnir ekki virtir. Sængur- konur þurfi hvíld og miklar heim- sóknir séu þreytandi og geti komið niður á mjólkurgjöf. Vegna alls þessa hefur verið ákveð- ið að takmarka aðgang að heimsókn- artímanum milh klukkan 15 og 16 þannig að leyfa ekki heimsóknir barna undir 12 ára, nema systkini nýfæddra barna. Jafnframt er mælst til þess við vini og ættingja aö draga úr heimsóknum. Bent er á að konur dvelji nú mun skemur á fæðingardeild en áður var og því hægt um vik fyrir vini og vandamenn að heimsækja þær eftir að þær eru komnar heim. Heimsóknartíminn á kvöldin er eingöngu fyrir maka sængurkon- unnar og börn þeirra. Þessi fjöl- skyldutími hefur gefist vel og hefur verið ákveðið að lengja hann. FERÐIR /////////////////////////////// Aukablað FERÐIR - INNANLANDS Miðvikudaginn 28. júní mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. f blaðinu verða upplýsingar um helstu valkosti sem boðið er upp á í hverjum landsfjórðungi. Lesendur fá því möguleika á að kynna sér ýmsa spennandi ferðamöguleika um fsland. Ferðablaðið mun kynna alla helstu gististaði úti á landi með nákvæmu korti í opnu. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu blaði vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur í síma 563 2723. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 22. júní. Bréfasími okkar er 563 2727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.