Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
Fjölskyldan í vanda
Menn hafa stært sig af velferðarþjóðfélaginu hér og
tahð betra að alast upp á íslandi en á flestum öðrum stöð-
um. Ný könnun sýnir enn og aftur að íslendingar telja
sig hamingjusömustu þjóð í heimi. En hvað kemur í ljós
þegar velt er við steinum og kíkt á það sem undir býr?
Ríkir þar sama gleðin, hamingjan og jöfnuðurinn?
Það er að sönnu margt gott um íslenskt samfélag að
segja. Það er fámennt og mikilvægi hvers einstakhngs
því augljóst. Þegar á bjátar standa menn saman. Heh-
brigðiskerfi er gott og flestum stendur th boða að ganga
menntaveginn eftir vilja og getu. Atvinna hefur verið næg
hérlendis þar til á allra síðustu árum.
íslendingar segjast vera hamingjusamastir ahra. For-
vamadeild lögreglunnar dregur í efa réttmæti þessa. Þar
á bæ verða menn varir við óhamingju, eins og fram kem-
ur í DV í dag. Grunurinn er sá að menn tah þvert um
hug sér. Þá rímar þessi mikla hamingja ekki við reynslu
læknis sem rætt er við í framhaldi af könnun Gahups á
hamingju þjóða.
Fjölskyldan er mikhvægasta stofnun samfélagsins,
grunneining þess. Líði mönnum vel innan fjölskyldunnar
er líklegt að þeim hði einnig vel utan hennar, í skóla
jafnt sem starfi. En til þess að vehíðan sé innan fjölskyld-
unnar þarf að tryggja öryggi grunneiningarinnar. Ýmis-
legt bendir th þess að þar sé pottur brotinn hér á landi.
Ríkjandi hugmyndafræði er sú að hver og einn skuh
sjá fyrir sér og sínum og um leið er það markmið stjórn-
valda að öh böm eigi þess kost að alast upp í öruggu og
örvandi umhverfi. Fjölskyldugerðin hérlendis hefur ver-
ið að breytast mjög hratt undanfarin ár. Á rúmum ára-
tug, frá árunum 1981 th 1993, fjölgaði fjölskyldum úr
rúmum 70 þúsundum í nær 95 þúsund. Þetta þýðir það
að meðalstærð heimha hefur minnkað mjög. Ef einbúar
em teknir með var meðaltal fjölskyldustærðar 3,27 árið
1981 en var komið niður í 2,80 fyrir tveimur árum.
Mikið mæðir á hinum fámennu fjölskyldum og færri
em th þess að takast á við vandamáhn en áður. Aukin
upplausn er auðsjáanleg. Atvinnuleysi hefur aukist.
Tekjuleysi er böl sem hlt er við að eiga. Og fleira getur
valdið tekjuleysi en að vinnuna skorti. Þar má nefna
veikindi, örorku, háan aldur og fleira. Lág laun ahs al-
mennings verða síðan til þess að menn vinna eins langan
vinnudag og unnt er th þess að ná endum saman. Foreldr-
ar bama vinna báðir utan heimihs og börnin vhja verða
út undan.
í gær var kynnt á vegum félagsmálaráðuneytisins ný
könnun á högum foreldra og bama hérlendis. Kannaður
var hagur giftra foreldra, fráskihnna foreldra, með og
án forsjár bama, ekkna og ekkla og einhleypra foreldra.
Niðurstaða þessarar könnunar bendir th þess að íslensk-
ar fjölskyldur búi við ójöfnuð sem skapar misrétti gagn-
vart bömum og mismunun sem bitnar á konum, körlum
og bömum með margvíslegum hætti.
Einstæðir foreldrar búa við lakari aðstæður en giftir.
Það kemur niður á bömum þeirra fyrmefndu. í könnun-
inni sést að fráskhdir foreldrar búa við erfiðustu skhyrð-
in. Skilnaður hefur í för með sér röskun fyrir foreldra
jafnt sem böm. Ósáttastir em fráskildir feður án forsjár.
Könnunin bendir á fjölmargar brotalamir í grunnein-
ingu samfélags okkar. Það er skylda allra sem að þeim
málum koma að taka þegar á málum. Verði ekki hlúð
að fjölskyldunni er ekki von á góðu. Það verður að koma
th viðhorfsbreyting beggja kynja, vinnuveitenda og
stjómmálamanna. Skipulegar aðgerðir em nauðsynlegar
í þágu bamafjölskyldna sem samfélagshóps.
Jónas Haraldsson
Forseti vor Vigdís Finnbogadóttir
veit væntanlega allt um þaö sem
kallað er á frönsku „Chinoiserie“
í merkingunni almennt snakk og
bróderingar um kurteisishjal. Eng-
inn skyldi vanmeta shkt, kurteisis-
hjal getur flutt íjöil í diplómatíinu
en ekki kveöið niöur drauga. Einn
slíkur er Taívan. Þetta er diplómat-
ískt vandamál sem Bandaríkja-
menn bjuggu til áriö 1949. Það ár
náöi Mao formaður völdum í Kína
undir merkjum kommúnismans
eftir 20 ára baráttu viö Sjang Hæ
Sjek. Þetta neituðu Bandaríkja-
menn að viðurkenna og fóru í af-
neitun gagnvart Kína. Upp hófust
miklar nornaveiðar á Bandaríkja-
þingi og leit að þeim sem ábyrgir
væru fyrir því sem kallað var að
„missa" Kína, og blómaskeið
McCarthys rann upp. Sjang Hæ
Sjek stofnaði nýtt Kína á eyjunni
Formósu, sem varð hið eina rétta
Kína gagnvart Vesturlöndum. Það
var ekki fyrr en 1972, þegar Nixon
fór til Kína, sem fimmtungur mann-
kyns fékk viðurkenndan sinn til-
verurétt, með semingi þó, og enn í
dag halda Bandaríkjamenn dauða-
haldi í kalda stríðið gagnvart Kína
og ætlast til hins sama af öðrum.
Gunnar Eyþórsson setur hér hin frægu ummæli Vigdísar Finnbogadótt-
ir, forseta íslands, í sögulegt samhengi.
Eitt er Kína
öðru líkt
Taívan
Formósa heitir í seinni tíð sínu
kinverska nafni, Taívan, en gerir
enn kröfu til að vera viðurkennt
sem hið eina rétta Kína. Slíkt er
vitaskuld fjarstæða, en kalda stríð-
ið lætur ekki að sér hæða. Allt þar
til 1976 hafði Formósa sæti Kína
hjá Sameinuðu þjóöunum og fasta-
fulltrúa í Öryggisráðinu með neit-
unarvald, en meginlands Kína hafði
aðeins áheymarfulltrúa. Hugmynda-
fræðin á enn sterk ítök í Bandaríkja-
mönnum. Sú var tíðin að Kína og
Sovétríkin voru spyrt saman í eitt
sem heimskommúnisminn, og eftir
að Kínverjar gjörsigruðu Bandaríkj-
amen í Norður- Kóreu árið 1951 og
hröktu þá yfir 38. breiddarbaug til
Suður-Kóreu magnaðist upp fjand-
skapur við Kínverja, sem enn er ekki
horfinn.
Viðskipti
Ætla mætti að Kína væri Kína
og Taívan væri Taívan, en því er
aldeihs ekki að heilsa. Meginlands
Kína segir aö Formósa ásamt eyj-
unum Quemoy og Matsu sé hluti
af hinu eina rétta Kína, en arftakar
Sjang Hæ Sjeks svara fullum hálsi
og segja að meginlands Kína sé
hluti af Taívan og þeir sjálfir hinir
einu réttu Kínverjar. Þetta væri
hlægilegt, ef ekki kæmi til hið ótrú-
lega viðskiptalega bolmagn sem
Taívan hefur. Taívan hefur, með
fulltingi Bandaríkjanna, orðið aö
iðnaðarstórveldi þar sem uppgang-
ur er shkur að með eindæmum er.
Meginlands Kína er á slíkri uppleið
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
að þess verður ekki langt að bíða
að alvöru Kína verði risaveldi og
það svo um munar. Þaö skiptir
engu máh í þessu samhengi þótt
Bandaríkjamenn séu að fárast yfir
því að þeirra hugmyndir um mann-
réttindi gildi ekki í Peking. Thomas
Jefferson er heilagur dýrlingur í
Bandaríkjunum, en í Kína hafa
menn varla heyrt hans getið, og
alls ekki í sömu andrá og Konfús-
íusar. Þetta pólitíska stagl er út í
hött, það hefur lengi verið ljóst að
Bandaríkin þurfa meira á Kínverj-
um að halda en þeir á þeim. Taívan
er leiðindaklúður, arfur frá fortíð-
inni, sem þeir geta ekki með góöu
móti losnað við. Það var ekki aö-
eins forseti íslands sem hefur vakið
upp gamla drauga á Formósu. For-
seti Taívans var nýlega í heimsókn
hjá Clinton Bandaríkjaforseta, sem
hinir Kínverjarnir túlka sem viö-
urkenningu á röngu Kína. Af þessu
er orðið heilmikið mái. Orð Vigdís-
ar Finnbogadóttur um að forseti
Taívans væri velkominn hingað,
aö vísu sem einstaklingur, eru olía
á þennan eld. En þetta er mál sem
ekki hverfur af sjálfu sér. Það er
nauðsynlegt að taka af skarið um
hvar Kína er og hverjir eiga heima
þar. Það getur aldrei orðið Formósa
og er timi til kominn að það sé sagt
upphátt. Gunnar Eyþórsson
„En þetta er mál sem ekki hverfur af
sjálfu sér. Það er nauðsynlegt að taka
af skarið um hvar Kína er og hverjir
eiga heima þar. Það getur aldrei orðið
Formósa og er tími til kominn að það
sé sagt upphátt.“
Skoðanir aimarra
Fánaleg lög
„íslensku fánalögin eru eitt dæmi af mörgum um
úrelt og bjánaleg lög. Guömundur Hallvarðsson al-
þingismaður, sem að sönnu hefur ekki verið mjög
aðsópsmikill í þingsal, tók máhð upp á síðasta kjör-
tímabili með afar sannfærandi rökum og lagði til að
lögunum yrði breytt, meðal annars í því skyni að
framleiðendur geti notað íslenska fánann á umbúðir
sínar. Málið var ekki afgreitt og því geta iðjulítil
möppudýr att lögreglunni á leikara og gert kröfur
um ritskoðun á hstaverkum. Þetta eru ólög.“
Leiðari Alþbl. 6. júlí.
Aðstoð við Namibíu
„Sem fyrr segir er íslenzk aðstoð við Namibíu
dæmi um þróunaraðstoð sem vel hefur tekizt. Góður
árangur byggist fyrst og fremst á því að viö búum
að menntun, tækni og þekkingu í sjávarútvegi, sem
þjóunarþjóðum er mikill fengur í. Aðstoð sem þessi
opnar og þeim, sem hana veita, nýja sýn og mögu-
leika. Það talar sínu máli í þessu sambandi að nokk-
uð á annað hundraö íslendingar eru búandi í
Namibíu við margvísleg störf. Það er eðlilegt að inn-
sigla þetta þróunarsamstarf meö opinberri heimsókn
forsætisráðherra til Namibíu." Leiðari Mbl. 6. júii.
Metnaðarsnautt útvarp
„Ég hef hingað th veriö eindreginn talsmaður ríkis-
útvarps. Meðal röksemda fyrir því hef ég haft mál-
rækt og málvöndun.
En nú er ég farinn að efast. Ríkisútvarpið er orðið
-allt of metnaöarsnautt.
Útvarpið þarf að ráða málfarsráðunaut, það þarf
að velja flytjendur og umsjónarmenn með tilliti til
málnotkunar og kunnáttu, það hefur skyldum að
gegna við að auðga málið á meðan við viljum halda
í þá gömlu og merkilegu menningarhefö sem íslensk
tunga er.“ Leó E. Löve i Timanum 6. júlí.