Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 9 Útlönd Ottastkjarn- orkusprengingu ikafbátð Rússneskir vísindamenn óttast að kjarnahleösla í tundurskeyti í rússneska kaikatinum Komso- molets muni springa. Tundur- skeytið laskaðist þegar kafbátur- inn sökk vestur af Bjamareyju í apríl 1989. Báturinn liggur á 1670 metra dýpi. Norskir sérfræðingar gera litið úr hættunni og segia að sþreng- ing í kjamahleðslunni sé ekki hættuleg. „Slík sprenging mun ekki skaða heilsu manna og umhverfi. Jafn- vel fiskar á svæðinu munu ekki verða fyrir umtalsverðum skaðasegir Knut Gussgard hjá geislavömum norska ríkisins i viðtali við Aftenposten. Hann bendir á að bæði Rússar og Frakkar hafi gert tilrauna- sprengingar á grunnsævi í ára- raðir. Bosníuekkienn búinaðvera BUl Clinton Bandaríkjafor- seti segir að friðargæslaSÞí Bosníu sé ekki alveg búin að vera og að framtíð hennar sé háð því að loftárásum verði beitt af meiri hörku en hingaö tíl. Clinton kenndi SÞ fremur en eigin stefnu í Bosníu um ósigur- inn í öldungadeUd þingsins sem samþykkti með 69 atkvæðum gegn 29 ályktun um afnám vopna- sölubannsins á Bosníu. Aukin spenna er nú milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja um Bosníu eftir að evrópskar leyniþjónustur skýrðu frá þvi að Bosníuher hefði fengið bandarísk hergögn fyrir mfiligöngu íslam- skra vinaríkja Bandarikja- manna. Bandaríska blaðið Was- híngton Post skýröi frá þessu í morgun. Þúsundir óttasleginna flótta- manna streymdu frá griðasvæð- inu í Zepa undir eftirliti SÞ en Serbar náðu því i vikunni. NTB, Reuter Sjávarútvegsráðherra Rússlands harðorður í garð Islendinga: Hótar að láta taka togara í Smugunni - leiði úthafsveiðiráðstefha SÞ1 New York ekki til viðunandi niðurstöðu Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Leiði ráðstefnan hér ekki tU við- unandi niðurstöðu um veiðar á opnu hafi kemur sterklega tU greina að taka íslenska togara í Smugunni og færa þá tU hafnar. Það er eina ráðið til að stöðva rányrkjuna þar,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Vladimír Korísev, sjávarútvegsráðherra Rúss- lands, í morgun. Ráðherrann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um veiðar á opnu hafi í New York. Reiknað er með að ráðstefnunni ljúki í dag en óvíst er hvort samkomulag næst um stjóm veiða í smugum hafsins. VUdi rússneski ráðherrann undir- strika með orðum sínum að Rússar væru búnir að fá sig fullsadda af „rányrkju óábyrgra þjóða á úthöfun- um“ eins og hann orðaði það og tal- aði sérstaklega um íslendinga. Rússar beittu á síðasta ári mikilli hörku í skiptum sínum við japanska togarasjómenn á Okotsk-hafi og beittu þá skotvopnum. Einn sjómað- ur lét lífið í þeim átökum og fjórir særðust. DV fékk þær upplýsingar í norska sjávarútvegsráðuneytinu í morgun að skoðanir rússneska sjávarútvegs- ráðherrans væru með öUu óþekktar þar á bæ og að Norðmenn ætluðu sér að bíða með aUar yfirlýsingar þar til niðurstaða af ráðstefnunni lægi fyr- ir. Af frétt norska ríkisútvarpsins mátti hins vegar ráða að Norðmenn hugsuðu sér nú gott til glóðarinnar ef Rússar hygðust beita meiri hörku í SmugudeUunm en til þessa. Stefanía Mónakóprinsessa og eiginmaður hennar og fyrrverandi lífvörður, Daniel Ducruet, eru stödd í Belgíu þessa dagana þar sem hann ætlar að taka þátt í kappakstri. Mynd þessi var tekin eftir fyrstu æfinguna í gær og ekki annað að sjá en Danni taki sig vel út i múnderingunni. Simamynd Reuter LizHurleyætlar aðræðaum Hughísjónvarpi Elizabeth Hurley, fyrir- sæta, leikkona og unnusta hins faUna Hughs Grants, kemur fram í amerísku sjón- , varpi í næsta mánuði tU að segja hvað henni finnst um að kærastinn hafi verið gripinn með manndóminn í munni vændiskonu í HoUywood. Það er að sjálfsögðu hin fræga sjónvarpskona Barbara Walters sem ræðir við Liz en hún hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um þetta neyðarlega atvik, áhrif þess á samband þeirra sköhUijúanna og síðast én ekki síst, áhrif alls þessa á hennar eigin starfsframa. Eins og menn muna var Liz ný- lega vaUn til að kynna snyrtivör- ur frá Estee Lauder og fær hún miUjónir doUara fyrir vUdð. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Liz hafi sagt Hugh upp en hann þvertók fyrir það um dag- inn. Reuter BYKO framleiðir ailar gerðir glugga, útihurðir, útihurðakarma og bíl- skúrshurðir sem hafa löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þær eru framleiddar úr besta hrá- efni sem völ er á og má velja úr fjölda viðartegunda og lita. Auk þess að framleiða staðlaðar hurðir býður BYKO uppá sérsmíði eftir óskum viðskiptavinarins. 3 ára ábyrgð er á gluggum sem settir eru í samkvæmt stöðlum BYKO. Glugga og hurðadeild BYKO hefur fengið gerðarvottun Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins fyrir glerjaða glugga. BYKO 'W’ -byggir með þér BYKO, Breiddinni: Aðalnúmer: 515 4000 Gluggar og hurðin 515 4120 Grænt númer: 800 4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.