Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ1995 Neytendur Tampico svaladrykkurinn býðst nú íslenskum neytendum I fyrsta sinn Tampicoá íslenskart markað Sól hf. hefur hafið framleiöslu og sölu á nýjum svaladrykk frá Bandaríkjunum sem heiiir Tampico. Drykkurinn þykir ööruvísi á bragöið en flestir þeír drykkir sem íslendingar þekkja á markaðnum. Að sögn talsmanna Sólar hf. nýtur Tampico vaxandi vinsælda í Bandaríkjunutn og nýlega er hafm framleiðsla og dreifing á honum í Evrópu. Tampico veröur boöinn i 1 lítra plastflöskum og verða í upphafi 2 bragðtegundir, Tampico Sítrus og Tarapieo Karíba og kostar flaskan á bilinu 110-120 kr. út úr búö. Uncle Ben’s sösur eru ekki i hœttu vegna reglugerðar EES um bandarisk matvæli, enda all- ar næringargildisupplýsingar réttar þar á bæ. Uncle Ben’s sósur: Standast EES-ákvæðin Eins og fram kom í DV síðast- liðinn þriðjudag er nokkur hætta á því að vissar bandarískar raat- vörur muni detta út af íslenskum matvælamarkaöi eða að öðrum kosti hækka veruloga í verði ef samræmd reglugerö EES um umbúðamerkingar á matvælum gengur í gildi. Meö greininni var mynd af Uncle Ben's sósum og undir henni stóö að þær væru meðal þeirra vara sera væra í „áhættu- hópi". Þetta er þó sem betur fer ekki rétt. Uncle Ben's sósurnar koma hingað til lands frá Evrópu og uppfylla þar af leiöandi öll skilyrði EES. Allar nauösynlegar upplýsingar um næringargildi koma sem sagt nú þegar fram á krukkunum þannig aö þessi vara mun hvorki hækka né detta út af markaði. Hins vegar eru Uncle Ben’s hrísgrjón meðal þeirra vara sem ekki uppíylla þessi EES-skilyröi og er það ástæðan fyrir þessum misskilningi. Þess má svo getaað í grein, sem kemur frá Unde Ben’s verk- siniðjunum, kemur fram að ís- lendingar neyti mest allra Evr- ópubúa af Uncle Ben’s sósunmn miöað við höfðatölu. Kirkjubæjarklaustur Uxi '95 -- \ Fjolskylduhatið ; Aita ? Vopnaflöröuró / / V./ VoDnafiaröardaear y h VopnafjaröardagarVw^ v Hrafnagil Neskaupstaöur ( ■ ,. Neistaflug namót Helgi magri Hellnar Snæfellsás Galtalækur M■ ^BindindismóK ^ —.....—~ ’ ' ■ 1 ~~~ Vík f Mýrdal Rölskylduhátíð Þjóðhátíð Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi um verslunarmannahelgina og þá er bara að vona að veðurguðirnir bregð- ist ekki. Útihátíðir í öllum landshlutum Eins og sést á kortinu verða útihá- tíöir í öllum landshlutum um versl- unarmannahelgina. Auðvitað eru þær misstórar og af misjöfnum toga. Búist er viö miklum fjölda á tónlist- arhátíðinni Uxa ’95 sem haldin verð- ur á Kirkjubæjarklaustri og eins og vanalega á þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum og Síldarævintýrið á Siglufirði sem hefur skapað sér fastan sess. Þá er einnig búist viö mörgum á fjölskylduhátíð á Akur- eyri og í Vík í Mýrdal, Neistaflugið í Neskaupstað aö ógleymdu bindind- ismótinu í Galtalæk sem er fastur liður hjá mörgum um þessa útivist- arhelgi. í Vatnaskógi verður mót, á Vopnafirði og Borgarflrði eystra. Þá verður mannræktarmót á Hellnum á Snæfellsnesi, kajakmót í Flókalundi, ættarmót að Hrafnagili í Eyjafirði, kántríhátíð á Skagaströnd, hestamannamót á Vindheimamel- um, flugmót í Múlakoti og landsmót hvítasunnumanna í Kirkjulækjar- koti í Fljótshhð. DV Númerítí- kallasíma Margir kannast við það erlendis frá að tíkallasímar eru þar ekki siður noinðir til þess að hringja í en tll þess að hringja úr. Þar era símanúmerin gefin upp á tíkalla- símunum og mönnum þanníg geflnn t.d. kostur á að hringja í símboða og láta hringja í síg í tí- kallasímann. Hér á landi hefur ekki verið boðið upp á þessa þjón- ustu og ómögulegt er með öliu að fá uppgefm númer i tíkallasim- Að sögn Guðbjargar Gunnars- dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, eru ýmsar tæknilegar hindranir sem standa í veginum fyrir þessari tækni. Eitt vanda- máhð, sem nefnt hefur verið, er að menn misnoti sór þjónustuna og lrnngi „collecf ‘ úr símanum á kostnað skattgreiðenda. Guðbjörg sagði þó að hugmynd- in um aö gefa fólki kost á þessari þjónustu hefði ekki verið rædd mikið innan stofnunarmnar. Nýjar pakkn- ingar hjá M.S. Mjólkursamsalan mun á næst- unni hefja sölu á Flóridanasöfum og Garpi i 1/4 i pakkningum sem mnnu leysa af hólmi fyrri um- búðir þessara drykkja, hinar svo- kölluðu mjónur. Hægt verður að kaupa fcrnum- ar í stykkjatali og einnig í sex eininga fjölskyldupakkningum, en þá er hver ferna ódýrari. Breytingar þessar munu ganga í gildi á næstu vikum. Ókeypis á þrjár hátíðir um verslunarmannahelgina - dýrast á Uxa, 7.900 kr. - verslunarmannahelgin 1995 Aögangseyrir Mjög misdýrt er á útihátíðir um verslunarmannahelgina. Samtals eru hátíðimar sautján, eins og sjá má annars staðar hér á síðunni, en neytendasíðan geröi óformlega verð- könnun á milli þeirra átta hátíða sem reikna má með aö verði hvað fjölsótt- astar. Þó er að sjálfsögðu erfitt að spá um hvert fólk mun streyma, þar sem veöur og fleira spilar inn í, en sam- kvæmt reynslunni og heimildum neytendasíðunnar verða eftirfarandi hátíðir stærstar: Bindindismótið í Galtalæk, Snæfeflsás, Síldarævintýr- ið á Sigluflrði, Neistaflug í Neskaup- stað, Uxi, Þjóðhátíð í Eyjum, Halló, Akureyri og fjölskylduhátíðin í Vík í Mýrdal. Dansleikir kosta Á þremur þessara hátíða kostar ekki neitt inn á svæðið, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, en á tveimur þeirra kosta einstakir liöir þó eitt- hvað. Á Akureyri kostar til dæmis að tjalda á tjaldstæðum og dansleikir á kvöldin eru innandyra og eru ekki ókeypis. Á Neistaflugi í Neskaupstað verða böll bæði utanhúss og innan- dyra og á bölfln sem haldin era úti kostar ekki neitt en á dansleiki og tónleika sem haldnir eru inni við kostar 1000-1500 kr. Sfldarævintýrið á Siglufirði hefur sérstöðu að þessu leyti þar sem merki hátíðarinnar kostar 1500 kr. en mönnum er frjálst að afþakka það, þó svo að flestir styrki þessa viðamiklu hátíð með því að kaupa merki. Ókeypis fyrir börn Á þremur af þeim fimm hátíðum sem rukka aðgangseyri kostar ekkert fyrir böm sem ekki hafa náö tólf ára aldri. Þetta era hátíðimar í Galta- lækjarskógi, fjölskylduhátíðin í Vík í Mýrdal og Uxi. Að auki er eitt þúsund króna afsláttur af uppsettu verði fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára í Galta- lækjarskóg, kostar 3.500 kr. Á Uxa er ókeypis fyrir krakka yngri en 12 ára en yngri en sextán ára fá ekki að fara inn á svæðið nema í fylgd með fullorðnum. Galtalækjarskógur 4500 kr. Halló Akureyri ókeypis Neistaflug, Neskaupstaö ókeypis Síldarævintýri, Siglufiröi ókeypis Snæfellsás undir Jökli 2500 kr. Uxi, Kirkjubæjarklaustri 7900 kr. Vík, fjölskylduhátíö 3000 kr. A Þjóðhátíð í Eyjum kostar 6.500 kr. en þar fengust ekki skýrar upp- lýsingar um það hvort borga þyrftí inn á svæðið fyrir böm. Samkvæmt heimfldum neytendasíðunnar í Eyj- uin era böm þó ekki rukkuð um þá upphæð. Dýrast á Uxa Það er áberandi að Uxi ’95, sem haldinn verður á Kirkjubæjar- klaustri, er dýrasta útíhátíðin um þessa helgi, kostar 7.900 kr. Það má þó líka auðveldlega sjá það að geysi- lega mikið úrval er þar af skemmti- kröftum og er hér í raun um að ræða alþjóðlega tónhstarhátíð í líkingu við það sem þekkist til dæmis á Hróars- keldu. Aö því leytí er ekki um heíö- Ókeypls fyrir Þarf aö borga fyrir 12 ára og yngri Tjaldstæöi og böll Böll innandyra Frjáls kaup á merki bundna verslunarmannahelgar-úti- hátíð að ræða. En engu að síður er dýrast inn á svæðið þar. Næstdýrast er á Þjóðhátíð í Eyjum, 6.500 kr., en það verð hefur verið óbreytt frá því 1991. Fyrir hvað er verið að borga? Að sjálfsögðu er það mjög mismun- andi hvað boðið er upp á á þeim há- tíðum sem hér era upp taldar og engin leið að leggja á það mat hvar menn fá mest fyrir peningana sína. Sumstaðar eru fleiri skemmtikraft- ar en annarstaðar, betri aðstaða, fleiri afþreyingarmöguleikar og svo mætti lengi telja. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það aö menn íinni sér þá hátíð sem hæfir best þeirra áhuga- sviði og skemmti sér vel. Margir eiga eflaust effir að skemmta sér vel um verslunarmannahelgina. 12 ára og yngri Þjóöhátíö í Eyjum 6500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.