Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ1995 Fréttir Úttekt á tekjum menningarvita: Orn Arnason með hæstar tekjur - Sigurjón Sighvatsson 1 ööru sæti DV kannaði hveijar tekjur nokk- urra menningarvita voru á síðasta ári og kom þá í ljós að Öm Árnason leikari var þeirra tekjuhæstur. Jók hann tekjur sínar um meira en hundrað þúsund krónur frá árinu áður og var með meðalmánaðartekj- ur upp á 742 þúsund. Næstefstur á listanum er Siguijón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður og er hann nokkuð tekjuhærri en koOegar hans sem starfa á íslandi. Var hann með mánaðartekjur upp á 563 þúsund. Næsti kvikmyndagerðarmaður á eft- ir honum var Friðrik Þór Friðriks- son með 153 þúsund krónur í mánað- artekjur. Margir hefðu haldið að ekki væri vænlegt að gerast listamaöur og menningarviti ef menn vildu fá góö laun. Tekjurnar virðast þó stundum ágætar þótt ekki sé það reglan. Ath He’imir Sveinsson var með góðar tekjur af tónskáldi að vera, 330 þús- und krónur á mánuði. Einar Kárason rithöfundur var með 250 þúsund á mánuði. Bessi Bjamason leikari var með 327 þúsund, Egill Ólafsson söngvari var með 315 þúsund og Bergþór Pálsson söngvari var með 336 þúsund. Ekki vora allir með svona há laun. Ásdís Thoroddsen var með 41 þúsund krónur og Kristján Davíðsson hst- ■ málari var með 61 þúsund krónur á mánuði. -GJ Afkoma ríkissjóðs fyrri hluta ársins: Hallinn einum milljarði minni en reiknað var með - 7,5 milljaröa halh á seinni hluta ársins Fjármálaráðuneytið kynnti í gær afkomutölur fyrir ríkissjóð á fyrri hluta þessa árs. Heildartekjur þess tíma námu 56,3 mihjörðum en hehd- argjöld námu 61,6 milljörðum. Rekstrarhalli nam því 5,3 mhljörðum sem er 1,1 milljarði króna betri af- koma en reiknað hafði verið með. Betri niðurstaða skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum. Þannig komu 800 milljónir í viðbótartekjur af tekju- og eignarsköttum. Miðað við afkomu rhcissjóðs á fyrri helmingi þessa árs má gera ráð fyrir að rekstrarhalh ársins verði svipað- ur og áætlaö var í fjárlögum eða um 7,5 milljarðar króna. Mest umframkeyrsla í heil- brigðisráðuneytinu HeUdargjöldin, tæpir 62 milljarðar, eru í samræmi við áætlun. Rekstrar- gjöld stofnana urðu um 450 miUjónir króna umfram áætlun. Mest fór heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið fram úr áætlun eða um 380 miUjónir. Mestu munar þar að ríkisspítalarnir og Borgarspítahnn fóra 280 milljónir fram úr áætlun. Rekstrartilfærslur, þ.e. trygginga- greiðslur, niðurgreiðslur og framlög, reyndust um 550 mhljónir umfram áætlun. Þar vega umframgreiðslur lífeyris- og sjúkratrygginga lang- þyngst eða um 870 milljónir. Vaxta- gjöld era í samræmi við áætlun. Við- hald og stofnkostnaður era samtals 1.020 mUljónum innan áætlunar. Erlend lántaka meiri Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 12,4 milljörðum króna á tímabUinu og verg lánsfjárþörf var 21,2 núlljarð- ar. Það er 1,8 milljörðum króna minni lánsfjárþörf en áætlað var og skýrist af minni rekstrarhaUa og minna útstreymi af viöskiptareikn- ingum. Lántökur reyndust um 2,2 mhljörðum minni en gert var ráð fyrir. Lánsfjárþörfm lækkar um 2,6 mUljarða miðað við sama tíma í fyrra þar sem aíborganir lána era minni í ár. í máh Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra á blaðamannafundi kom fram að áform ríkissjóðs um lántökur innanlands hefðu ekki gengið eftir og því verið leitað á er- lendan lánamarkaö. Reiknaö hafði verið meö 11,7 miUjarða erlendri lán- töku en útkoman varð 16,5 miUjarð- ar, 3,3 mUljörðum meira en á sama tíma í fyrra. -bjb Vífilfell innkallar kókflöskur: Botn á plastf löskum sprakk „Við urðum að innkaUa aUa fram- leiðslu dagsins 18. júlí af kóki í plast- flöskum þvl í ljós kom galh í svoköll- uðu „preformi". Þegar plastflösk- umar undir gosdrykkina era mótab- ar eru notuð „preform" frá Banda- ríkjunum en þessi umrædda sending af „preformum" var göUuð og botn- inn á plastflöskunum átti það tU að springa. AUs vora það um 5000 plastflöskur sem reyndust gallaðar en öU fram- leiðsla dagsins var innkölluð og yið eram algerlega búnir að uppræta vandann," sagði Erla Pétursdóttir, upplýsingafuUtrúi hjá Vífilfelh, við DV. Tekjjur menningarvita 742,488 5G2.509 335.924 329.588 314.793 249.782 213.370 162.626 152.941 149.808 148.312 126.335 123.423 118.813 114.519 111.460 92.495 89.958 85.812 80.231 80.358 60.520 41.104 - mánaðartekjur á árinu 1994 Örn Árnason Sigurjón Sighvatsson Bergþór Pálsson Atli Heimir Sveinsson Egill Ólafsson Einar Kárason Róbert Arnfinnsson Garöar Cortes Friörik Þór Friðriksson Þórarinn Eldjárn Guöbergur Bergsson Hrafn Gunnlaugsson Steinunn Siguröardóttii Thor Vilhjálmsson Karl Ágúst plfsson Þórhildur Þorleifsdóttir Fríöa Siguröardóttir Siguröur Pálsson Þráinn Bertelsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Vigdís Grímkdóttir Kristján Davíösson Ásdís Thoroddsen 200.000 400.000 600.000 800.000 Alþýðubandalagið: Framboðsfrestur vegna kjörs varafor- manns framlengdur Alþingismennimir Margrét Frí- mannsdóttir og Steingrímur J. Sig- fússon hafa tilkynnt yfirkjörstjórn Alþýðubandalagsins að þau yrðu í framboði til formennsku í Alþýðu- bandalaginu á landsfundi flokksins um miðjan október en engin önnur framboð bárast. Steingrímur skilaði tilskildum fjölda meðmælenda til yf- irkjörstjórnar Alþýðubandalagsins fyrir nokkra og stuðningsmenn Margrétar gerðu það skömmu áður en framboösfrestur rann út á hádegi í gær. Formannskjöriö í Alþýðubanda- laginu verður bréflegt, þar sem allir flokksmenn eiga kosningarétt, og fer það fram dagana 29. september til 13. október. Landsfundurinn stendur frá 12.-15. október og verða atkvæði tahn eftir hádegi 13. október. Framboðsfrestur í varaformanns- kjöri flokksins hefur verið fram- lengdur til hádegis 10. ágúst þar sem ekkert framboð til varaformanns hefur komið fram. Varaformaður telst sjálfkjörinn komi aðeins eitt framboð áður en framboðsfrestur rennur út. Berist mörg framboð verður varaformannskjör samhliða formannskjöri á landsfundinum. Berist engin framboð til varafor- manns verður kosið um varafor- mann eftir að formannskjörið skýr- ist. -GHS Margir smábátar farast: Óeðlilega mikið og veld- ur áhyggjum - segir lögregla á Patreksfirði „Það er óeðlilega mikið um þetta og veldur okkur áhyggjum þó menn hafi sloppið fram að þessu. Það flokk- ast undir heppni að ekki skuli hafa orðið mannskaði," segir Jónas Sig- urðsson, aöalvarðstjóri hjá lögregl- unni á Patreksfirði, um þann fjölda skipskaða undanfarin ár þar sem smáhátar hafa komið við sögu. -rt \T-\ Snurvoðarbáturinn Árni Jóns BA dró trilluna Hilmi að landi eftir að henni hvolfdi út af Vestfjörðum. Eigandi báts- ins komst í gúmbjörgunarbát og var bjargað um borð í Elsu BA. DV-mynd Gunnar Óli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.